Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 1
97. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR L MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprengja verður tveimur mönnum að bana í hjarta Lundúna - tugir særðust alvarlega Reuters LIÐSMENN sérsveitar neyðarþjónustunnar í Lundúnum gera að sárum þeirra er særðust í sprengingunni í Soho-hverfinu í gærkvöldi. Samtök hægri öfgamanna hafa lýst ábyrgð tilræðisins á hendur sér. Aðkoman ólýsanleg Lundúnum. Reuters. ÖFLUG naglasprengja sem sprakk við öldurhús í miðborg Lundúna í gærkvöld varð tveimur mönnum að bana og særði 73. Þrettán þeirra voru alvarlega særðir og varð að aflima tvo einstaklinga vegna slæmra sára. Sir Paul Condon, lög- reglustjóri Scotland Yard, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að öfgasamtök sem kalli sig Hvítu úlf- ana, hafi lýst verknaðinum á hendur sér. Var tilræðinu beint að samkyn- hneigðum en öldurhúsið, sem stend- ur í hjarta Soho-hverfisins, er eink- um sótt af samkynhneigðu fólki. Er sprengjan sprakk var hverfið iðandi af mannlífi. John Pooley, deildarstjóri neyð- arsveita Lundúnaborgar, sagði í viðtali við fréttamann Reuters á slysstað að aðkoman hafi verið ólýs- anleg. Hann hafi aldrei séð annað eins. Sjónarvottur lýsti aðstæðum sem „algeru blóðbaði". Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagði að sprengjan hafi sprungið um klukkan hálfsjö að staðartíma í Admiral Duncan-kránni sem stend- ur við Old Compton Road. Árásin nú gerist aðeins einni viku eftir að naglasprengja sprakk í Brick Lane, hverfi Bangladesh- manna í Lundúnum og tveimur vik- um eftir sams konar tilræði í Brixton-hverfi þar sem fjöldi blökkumanna býr. Hvítir kynþátta- hatarar höfðu lýst tilræðunum á hendur sér og hafði lögreglan varað við því undanfarna daga að fleiri slík kynnu að fylgja í kjölfarið. NATO hafnar fríðartillögum Rússa til lausnar stríðinu í Júgóslavíu Langur vegur frá því að skilyrðum NATO sé fullnægt Belgrad, London, Washington, Brussel. Reuters, AP. LOFTÁRÁSIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu í fyrrinótt voru hinar hörð- ustu til þessa. Auk skotmarka víðs vegar um landið var árásum beint að Belgrad, höfuðborg landsins, þar sem herstöð serbneska hersins, stjómarbyggingar og íbúðarhús í borginni voru eyðilögð. Telja serbneskir fjölmiðlar að lögreglu- maður hafi farist og allt að 37 manns hafi særst í árásinni á Belgrad. Eyðilegging á húsum hafi auk þess verið umtalsverð. Árásimar héldu áfram í gærkvöld og sögðu serbneskar fréttastof- ur að fjórir almennir borgarar hefðu fallið í árás á þorp í Kosovo. Sáttatilraunir Rússa í deilunni héldu áfram í gær er Viktor Tsjérnómýrdin, sérlegur sátta- semjari Rússlands, hélt tíl Belgrad og fundaði með júgóslavneskum ráðamönnum. Þá er talið að farið sé að bresta verulega í stoðum stjómarinn- ar í Belgrad en í gær hvatti stjómarandstaðan Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til að sýna aukinn sveigjanleika í samningaumleitunum um átökin í Kosovo. Talsmenn júgóslavneskra stjórnvalda lýstu því yfir í gær að þau hefðu fallist á nýjar friðartillög- ur Rússa til lausnar Kosovo-deilunni. Aðildarríki NATO höfnuðu tillögunum hins vegar algerlega og sögðu þær ekki fullnægja skilyrðum sem bandalagið hefði sett Serbum um að leyfa alþjóð- legu friðargæsluliði að koma inn í Kosovo eftir að serbneskar hersveitir yfirgæfu héraðið. Talsmaður júgóslavneska utanríkisráðuneytís- ins sagði í gær að á fundi Tsjémómýrdins og Milosevics hefðu þeir komist að samkomulagi um friðaráætlun fyrir Kosovo-hérað sem væri í sjö liðum. Einn liðurinn kvæði á um aðgang óvopn- aðra alþjóðlegra friðargæslusveita að Kosovo, undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. NATO hef- ur hins vegar sett það sem skilyrði fyrir friði að friðargæslusveitir í héraðinu verði vopnum búnar og mannaðar hermönnum NATO. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði að tillög- umar væra „víðs fjarri kröfum alþjóðasamfélags- ins.“ Þá sagði Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að tillögumar væri ekki hægt að taka alvarlega. Bresk stjómvöld höfn- uðu tillögunum einnig. Búist er við hörðum loftárásum yfir helgina og hafa talsmenn NATO sagt að hin hagstæðu veð- urskilyrði sem spáð er fyrir Balkanskaga um helgina verði nýtt til fullnustu. Reuters SERBNESKUR karlmaður hjólar hjá brenn- andi rústum olíuhreinsunarstöðvar í borg- inni Novi Sad eftir að loftárásum NATO linnti í gærmorgun. Fjöldamorð í Kosovo Lundúnum. Reuters. TALSMAÐUR Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í London í gær, að sannanir væra fyrir því, að Serbar hefðu myrt stóran hóp Kosovo-Albana í þorp- inu Meja í Suðvestur-Kosovo fyrr í vikunni. „Það er enginn vafi á, að þama áttu sér stað fjöldamorð,“ sagði Lyndall Sachs, talsmaður IJNHCR, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Við höfum tekið á móti hverjum flótta- mannahópnum á fætur öðram og allir segjast hafa séð fjölda líka ofan í skurðum eða á ökranum," sagði Sachs. Jeremy Bowen, fréttamaður BBC, sem staddur er í Albaníu, hafði í gær eftir flótta- fólki, að serbneskir hermenn hefðu stöðvað það í Meja á þriðjudagsmorgni, skilið 280 karlmenn frá hópnum og neytt þá til að taka sér stöðu úti á akri. Annar hópur, sem fór um Meja síðar um daginn, sá þar stóran valköst og um 1.000 kosovo-albanska karlmenn á lífi. Sátu þeir all- ir á jörðinni í langri röð og var gætt af serbneskum hermönnum. „Fimm mínútum eftir að við fóram frá þorpinu hófst mikil skot- hríð, sem stóð án afláts í 10-15 mínútur,“ sagði einn flóttamannanna. Skerst í odda milli Blairs og Salmonds Edinl>org. Morgunblaðið. SKOSKI þjóðarflokkurinn (SNP) lagði í gær fram áætlanir sínar um stjóm efnahagsmála í sjálfstæðu Skotlandi, fengi flokkurinn umboð kjósenda til að hefja aðskilnaðarvið- ræður við bresk stjómvöld. Aðrir stjómmálaflokkar sögðu áætlanir SNP algerlega óraunhæfar og skarst í odda milli þeirra Alex Salmonds, leiðtoga SNP, og Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna stefnumála SNP á fundi sem báðir sóttu í Glasgow í gær. Á fréttamannafundi fyrr um dag- inn hafði Salmond lagt áherslu á að Skotland væri fullkomlega fært um að sjá sjálfu sér farborða og hann gerði lítið úr áhyggjum manna um að mikill halli yrði á rekstri skosks ríkissjóðs fyrstu misserin eftir að sjálfstæði væri í höfn. „Við getum stýrt Skotlandi betur en gert er frá London, skref 1 átt að sjálfstæði væri gæfuskref.“ Blair gagnrýndi málflutning SNP í ræðu sem hann hélt yfir góðgerð- armálsverði á Hilton-hótelinu og sagði að helsta markmið þjóðemis- sinna væri að brjóta Bretland upp í frameindir sínar, reka hníf í hjarta sambands bresku ríkjanna. „Stefna þeirra í efnahagsmálum er ekki trú- verðug. Stefnumál þeirra era hættu- leg og af þeim stafar ógn,“ sagði Blair m.a. í ræðunni. Salmond, sem viðstaddur var málsverðinn, tókst hins vegar að stela senunni þegar hann hélt á loft plaggi þar sem á var ritað „blekkingar" í miðri ræðu for- sætisráðherrans. „Þetta eru ekki blekkingar heldur staðreyndir og hann ætti að gera sér grein fyrir mismuninum á þessu tvennu," svar- aði Blair um hæl. ■ Stefnir í sigur/33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.