Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 1
97. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR L MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sprengja verður tveimur mönnum að bana í hjarta Lundúna - tugir særðust alvarlega Reuters LIÐSMENN sérsveitar neyðarþjónustunnar í Lundúnum gera að sárum þeirra er særðust í sprengingunni í Soho-hverfinu í gærkvöldi. Samtök hægri öfgamanna hafa lýst ábyrgð tilræðisins á hendur sér. Aðkoman ólýsanleg Lundúnum. Reuters. ÖFLUG naglasprengja sem sprakk við öldurhús í miðborg Lundúna í gærkvöld varð tveimur mönnum að bana og særði 73. Þrettán þeirra voru alvarlega særðir og varð að aflima tvo einstaklinga vegna slæmra sára. Sir Paul Condon, lög- reglustjóri Scotland Yard, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að öfgasamtök sem kalli sig Hvítu úlf- ana, hafi lýst verknaðinum á hendur sér. Var tilræðinu beint að samkyn- hneigðum en öldurhúsið, sem stend- ur í hjarta Soho-hverfisins, er eink- um sótt af samkynhneigðu fólki. Er sprengjan sprakk var hverfið iðandi af mannlífi. John Pooley, deildarstjóri neyð- arsveita Lundúnaborgar, sagði í viðtali við fréttamann Reuters á slysstað að aðkoman hafi verið ólýs- anleg. Hann hafi aldrei séð annað eins. Sjónarvottur lýsti aðstæðum sem „algeru blóðbaði". Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagði að sprengjan hafi sprungið um klukkan hálfsjö að staðartíma í Admiral Duncan-kránni sem stend- ur við Old Compton Road. Árásin nú gerist aðeins einni viku eftir að naglasprengja sprakk í Brick Lane, hverfi Bangladesh- manna í Lundúnum og tveimur vik- um eftir sams konar tilræði í Brixton-hverfi þar sem fjöldi blökkumanna býr. Hvítir kynþátta- hatarar höfðu lýst tilræðunum á hendur sér og hafði lögreglan varað við því undanfarna daga að fleiri slík kynnu að fylgja í kjölfarið. NATO hafnar fríðartillögum Rússa til lausnar stríðinu í Júgóslavíu Langur vegur frá því að skilyrðum NATO sé fullnægt Belgrad, London, Washington, Brussel. Reuters, AP. LOFTÁRÁSIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu í fyrrinótt voru hinar hörð- ustu til þessa. Auk skotmarka víðs vegar um landið var árásum beint að Belgrad, höfuðborg landsins, þar sem herstöð serbneska hersins, stjómarbyggingar og íbúðarhús í borginni voru eyðilögð. Telja serbneskir fjölmiðlar að lögreglu- maður hafi farist og allt að 37 manns hafi særst í árásinni á Belgrad. Eyðilegging á húsum hafi auk þess verið umtalsverð. Árásimar héldu áfram í gærkvöld og sögðu serbneskar fréttastof- ur að fjórir almennir borgarar hefðu fallið í árás á þorp í Kosovo. Sáttatilraunir Rússa í deilunni héldu áfram í gær er Viktor Tsjérnómýrdin, sérlegur sátta- semjari Rússlands, hélt tíl Belgrad og fundaði með júgóslavneskum ráðamönnum. Þá er talið að farið sé að bresta verulega í stoðum stjómarinn- ar í Belgrad en í gær hvatti stjómarandstaðan Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til að sýna aukinn sveigjanleika í samningaumleitunum um átökin í Kosovo. Talsmenn júgóslavneskra stjórnvalda lýstu því yfir í gær að þau hefðu fallist á nýjar friðartillög- ur Rússa til lausnar Kosovo-deilunni. Aðildarríki NATO höfnuðu tillögunum hins vegar algerlega og sögðu þær ekki fullnægja skilyrðum sem bandalagið hefði sett Serbum um að leyfa alþjóð- legu friðargæsluliði að koma inn í Kosovo eftir að serbneskar hersveitir yfirgæfu héraðið. Talsmaður júgóslavneska utanríkisráðuneytís- ins sagði í gær að á fundi Tsjémómýrdins og Milosevics hefðu þeir komist að samkomulagi um friðaráætlun fyrir Kosovo-hérað sem væri í sjö liðum. Einn liðurinn kvæði á um aðgang óvopn- aðra alþjóðlegra friðargæslusveita að Kosovo, undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. NATO hef- ur hins vegar sett það sem skilyrði fyrir friði að friðargæslusveitir í héraðinu verði vopnum búnar og mannaðar hermönnum NATO. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði að tillög- umar væra „víðs fjarri kröfum alþjóðasamfélags- ins.“ Þá sagði Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að tillögumar væri ekki hægt að taka alvarlega. Bresk stjómvöld höfn- uðu tillögunum einnig. Búist er við hörðum loftárásum yfir helgina og hafa talsmenn NATO sagt að hin hagstæðu veð- urskilyrði sem spáð er fyrir Balkanskaga um helgina verði nýtt til fullnustu. Reuters SERBNESKUR karlmaður hjólar hjá brenn- andi rústum olíuhreinsunarstöðvar í borg- inni Novi Sad eftir að loftárásum NATO linnti í gærmorgun. Fjöldamorð í Kosovo Lundúnum. Reuters. TALSMAÐUR Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í London í gær, að sannanir væra fyrir því, að Serbar hefðu myrt stóran hóp Kosovo-Albana í þorp- inu Meja í Suðvestur-Kosovo fyrr í vikunni. „Það er enginn vafi á, að þama áttu sér stað fjöldamorð,“ sagði Lyndall Sachs, talsmaður IJNHCR, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Við höfum tekið á móti hverjum flótta- mannahópnum á fætur öðram og allir segjast hafa séð fjölda líka ofan í skurðum eða á ökranum," sagði Sachs. Jeremy Bowen, fréttamaður BBC, sem staddur er í Albaníu, hafði í gær eftir flótta- fólki, að serbneskir hermenn hefðu stöðvað það í Meja á þriðjudagsmorgni, skilið 280 karlmenn frá hópnum og neytt þá til að taka sér stöðu úti á akri. Annar hópur, sem fór um Meja síðar um daginn, sá þar stóran valköst og um 1.000 kosovo-albanska karlmenn á lífi. Sátu þeir all- ir á jörðinni í langri röð og var gætt af serbneskum hermönnum. „Fimm mínútum eftir að við fóram frá þorpinu hófst mikil skot- hríð, sem stóð án afláts í 10-15 mínútur,“ sagði einn flóttamannanna. Skerst í odda milli Blairs og Salmonds Edinl>org. Morgunblaðið. SKOSKI þjóðarflokkurinn (SNP) lagði í gær fram áætlanir sínar um stjóm efnahagsmála í sjálfstæðu Skotlandi, fengi flokkurinn umboð kjósenda til að hefja aðskilnaðarvið- ræður við bresk stjómvöld. Aðrir stjómmálaflokkar sögðu áætlanir SNP algerlega óraunhæfar og skarst í odda milli þeirra Alex Salmonds, leiðtoga SNP, og Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna stefnumála SNP á fundi sem báðir sóttu í Glasgow í gær. Á fréttamannafundi fyrr um dag- inn hafði Salmond lagt áherslu á að Skotland væri fullkomlega fært um að sjá sjálfu sér farborða og hann gerði lítið úr áhyggjum manna um að mikill halli yrði á rekstri skosks ríkissjóðs fyrstu misserin eftir að sjálfstæði væri í höfn. „Við getum stýrt Skotlandi betur en gert er frá London, skref 1 átt að sjálfstæði væri gæfuskref.“ Blair gagnrýndi málflutning SNP í ræðu sem hann hélt yfir góðgerð- armálsverði á Hilton-hótelinu og sagði að helsta markmið þjóðemis- sinna væri að brjóta Bretland upp í frameindir sínar, reka hníf í hjarta sambands bresku ríkjanna. „Stefna þeirra í efnahagsmálum er ekki trú- verðug. Stefnumál þeirra era hættu- leg og af þeim stafar ógn,“ sagði Blair m.a. í ræðunni. Salmond, sem viðstaddur var málsverðinn, tókst hins vegar að stela senunni þegar hann hélt á loft plaggi þar sem á var ritað „blekkingar" í miðri ræðu for- sætisráðherrans. „Þetta eru ekki blekkingar heldur staðreyndir og hann ætti að gera sér grein fyrir mismuninum á þessu tvennu," svar- aði Blair um hæl. ■ Stefnir í sigur/33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.