Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta skrefíð í aukimii samvinnu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur stigið í sumar Deildir sameinað- ar eða aðskildar frá öðrum rekstri ✓ Ymsar breytingar eru framundan í rekstri Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Magnús Pétursson forstjóri hefur unnið að því að undirbúa þær og fékk Jóhannes Tómasson að heyra hverjar þær væru helstar. Fleiri breytingar eru á döfinni síðar. Morgunblaðið/Ásdís MEÐAL breytinganna er að skilja rekstur rannsóknarstofanna frá sjúki'ahúsunum og gera þær að sjálf- stæðum einingum. Miðstöð æðaskurðlækninga verður í Fossvogi og ráðgert er að frá og með næsta hausti verði hægt að taka upp ákveðnar beinmergsaðgerðir sem fara myndu fram á Landspitalanum. AKVEÐIÐ hefur verið að hrinda í framkvæmd ýmsum breytingum á starfi Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í fram- haldi af samkomulagi ríkis og borgar um að ríkið beri ábyrgð á rekstri SHR frá síðustu áramótum. Rætt er um að sameina starf nokk- urra sérhæfðra deilda á öðrum spítalanum, taka upp beinmergsað- gerðir, aðskilja rekstur rannsókna- stofa og Blóðbankans frá sjúkra- húsarekstrinum, koma á lyfjanefnd sem mai'ki sameiginlega stefnu spítalanna í lyfjamálum og unnið er að endurskoðun á innra starfi Landspítalans, m.a. stjómunar- sviði. Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, segir að breytingarnar komi smám sam- an til framkvæmda á næstu vikum og mánuðum, taka eigi nokkur skref í þessum efnum nú. „Ég hef varið miklum tíma í að kynna mér starfsemi spítalanna á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því ég tók við starfinu enda er hún marg- brotin og starfsmenn nærri fimm þúsund,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur heimsótt starfs- stöðvar sjúkrahúsanna skipulega, rætt við sviðsstjóra hjúkrunar og lækninga, yfirlækna og aðra deild- arstjóra og segist enn eiga eftir all- marga staði. Fæ ábendingar og hugmyndir „Með þessu móti kynnist ég best starfseminni, heyii hvaða vanda- mál eru uppi og fæ ábendingar og hugmyndir um hvað gera mætti til að breyta og bæta reksturinn. AJlt þetta þarf síðan að vega og meta, ræða innan samvinnunefndar spít- alanna, sem skipuð var í kjölfar breyttrai' ábyi'gðar á rekstri SHR, koma með tillögur og ákveða úr- bætur.“ I samvinnunefnd spítalanna sitja auk Magnúsar, sem er formaður hennar, formenn stjóma spítal- anna, Kristín Einarsdóttir og Guð- mundur G. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóramir Jóhannes Pálmason og Ingólfm- Þórisson, lækningaforstjói'amir Jóhannes Gunnarsson og Þorvaldur Veigar Guðmundsson og hjúkranarfor- stjóramir, Sigríður Snæbjöms- dóttir og Anna Stefánsdóttir. Sam- vinnunefndin hefur haft vikulega fundi og þótt hún hafi ekki form- legt ákvörðunarvald eru þar saman komnir lykilmenn á báð- um stöðum og má telja líklegt að það sem nefndin verður sammála um geti náð fram að ganga hjá stjómamefnd ríkisspítala og starfsstjóm Sjúkra- húss Reykjavíkur. í starfi sínu hef- ur samvinnunefndin meðal annars haft til hliðsjónai' skýrslu faghóps heilbrigðisráðuneytisins um mál- efni sjúkrahúsa og styðst við sum- ar hugmyndir hennar um breyting- amar enda fól heilbrigðisráðherra nefndinni að vinna úr þeim málum sem þar koma fram. Þrjár meginbreytingar hafa nú verið ákveðnar: Æðaskurðlækning- ar verða með höfuðaðsetur í Foss- vogi, beinmergsígræðsla hefst i haust á Landspítalanum og öll end- urhæfing Landspítalans verður flutt í húsnæði spítalans í Kópavogi og yfirstjórn endurhæfingar spítal- anna sameinuð. Þá verða rann- sóknastofur Landspítalans og Blóðbankinn gerðar að sjálfstæð- um rekstrareiningum innan vé- banda spítalans. Þá er í ráði að skilja rannsóknastofu og röntgen- deild SHR frá öðrum rekstri spítal- ans. Magnús víkur fyrst að æða- skurðlækningunum. Æðaskurðlækningar á einum stað „Æðaskurðlækningar era mjög sérhæfð starfsemi og hún krefst sérhæfðs tækjabúnaðar og er því ein þeirra sérgreina sem eðlilegt er að verði byggðar upp á öðram spít- alanum. Kransæðaaðgerðir falla þó ekki hér undir. Þetta hefur verið ákveðið eftir miklar umræður og skoðun og að fengnu áliti ráðgjafa okkar. Miðstöð æðaskurðlækninga verður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og því mun hluti lækna og hjúkranarliðs Land- spítalans á þessu sviði flytjast í Fossvog. Þó verður áfram veitt ákveðin þjónusta á Landspítalanum." Á Landspítalanum hafa 6-10 rúm verið nýtt vegna æðaskurð- lækninga og 2-4 rúm á SHR. Með breyttri aðgerðatækni og nýjung- um í innæðaaðgerðum hefur legu- tími styst og því talið að 10 rúm dugi fyrir æðaskurðlækningar séu þær reknar á einum stað, þ.e. án hjartaskurðlækninga. Magnús nefndi sem dæmi að nú liggi fyrir óskir um kaup á þremur æðarann- sóknartækjum sem kosti hvert um 70 milljónir. Augljóst sé að aukin sérhæfing og sameining á þessu sviði leiði til hagræðingar. „Þessi ákvörðun um æðaskurð- lækningamar er umdeild," segir Magnús, „en þetta er niðurstaðan. Menn eru ekki alltaf sammála um svona aðgerðir en styðja ákvörðun- ina þegar hún er teldn.“ Um skeið hefur það verið til at- hugunar hvort taka megi upp hér- lendis ákveðnar beinmergsaðgerð- ir og segir Magnús nú ákveðið að hefja þær í haust. í fyrstunni verð- ur ekki um mergflutning að ræða frá gjafa til sjúklings heldur ein- ungis skipt um svonefndar stofn- frumur í sjúklingi sem ræktaðar era frá honum sjálfum. „Þessi nýj- ung í krabbameinslækn- ingum hefur verið skoð- uð ítarlega hjá báðum sjúkrahúsunum og stendur fátt í vegi fyrir því að taka þessar að- gerðir upp hér. Þær verða á Land- spítalanum enda kemur Blóðbank- inn mikið við sögu í þessum efnum. Gera þarf minni háttar breytingar á húsnæði áður en hægt verður að hefjast handa. Tryggingastofnun hefur til þessa greitt fyrir þá sjúk- linga sem þurft hafa að leita til út- landa vegna þessara aðgerða og hér verður því ekki um aukinn kostnað að ræða fyrir ríkið heldur flytjast fjánnunirnir einungis til. Mikið hagræði er að því fyrir sjúk- linga að þurfa ekki að leita til út- landa eftir slíki'i þjónustu." Endurhæfing í Kópavogi og Gi'ensásdeild Þá verða ýmsar breytingar á fyrirkomulagi endurhæffngar. Éndurhæfing á Landspítalanum, sem hefur verið veitt á hinum ýmsu deildum spítalans, verður flutt í húsnæði spítalans í Kópa- vogi, þar sem áður var Kópavogs- hælið en vistmenn þess hafa verið að flytjast í annað húsnæði. „Hér er bæði verið að nýta betur eign- irnar í Kópavogi og létta á Land- spítalanum ásamt því að veita þeim sjúklingum, sem þurfa á endurhæf- ingu að halda, markvissari þjón- ustu. Jafnframt verða endurhæf- ingardeild og taugalækningadeild SHR aðskildar og öll endm-hæfing spítalanna sett undir eina stjórn. Endurhæfingin á Grensásdeild verður áfram þar til húsa. Þessum málum tengist einnig sú hugmynd að heilbrigðisráðherra skipi endur- hæfíngarráð með fulltrúum sjúkra- húsanna, Reykjalundar, Heilsu- stofnunar NLFI í Hveragerði og jafnvel annarra félagasamtaka. Ráðinu er ætlað að vera ráðheri'a til ráðgjafar í þessum málaflokki á svipaðan hátt og öldranarráð." Stofnuð hefur verið lyfjanefnd spítalanna sem skipuð er tveimur læknum fi-á hvoram spítala og for- stöðumönnum apótekanna. Hlut- verk nefndarinnar er að marka sameiginlega stefnu í lyfjamálum og vinna að sparnaði og hagræð- ingu í innkaupum lyfja. „Nefndin á að velja lyf á sameiginlegan lyfja- lista sem bjóða á út á vegum Ríkis- kaupa, halda áft-am samstarfí við Norðurlöndin um útboð þegar það á við og hún á líka að sjá um gerð leiðbeininga um notkun lyfja í sam- vinnu við sérfræðinga og hafa eftir- lit með því að þeim leiðbeiningum sé framfylgt. Þá á nefndin að af- greiða heimildir til að nota dýr lyf á spítalanum og göngudeildum.“ Viðamikið stjórnkerfi Magnús segir að stjórnkerfi sjúkrahúsanna sé nokkuð viðamik- ið og á köflum þungt í vöfum og án þess að hann vilji nefna það beint er sýnt að innan þessara stóra fyrirtækja ríkir sums staðar íhalds- semi og tilhneiging til andstöðu við hvers kyns breytingar. Rekstrin- um á Landspítalanum er skipt í 10 svið og á hvexju sviði er einn sviðs- stjóri lækninga og annar fyrir hjúkran. Segir hann nauðsynlegt að skoða hvort og hvar breyta þurfi uppbyggingu sviðanna, færa ef til vill til starfsemi og gera að sjálf- stæðum einingum eða koma á þjón- ustusamningum og hafi athuganir hans að ýmsu leyti snúist um þessa þætti og endui'skoðun á ýmsu fyr- irkomulag þeixra. „Það liggur fyi-ir að endui'skoða innra starf og þar á ég við stjórn- unarsvið, gæðamál, fjármál og fleira. í því sambandi er spuming hvort við færam ákveðna starfs- menn frá stjórnunarsviðinu út til sviðanna, til dæmis þá sem einkum sjá um fjármálin, til að hin daglega umsýsla þeiri'a verði nær sviðs- stjóranum. Síðan þarf að fjalla uro starfsmannamál, kjarasamninga og marka stefnu í þeim málum og í fi-amhaldi af þessu munum við skoða önnm’ svið, svo sem fræða- svið spítalans og í-ekstrai'- og tæknisvið. En þetta er allt á byrj- unarstigi og verður tekið í skref- um.“ Ályktun læknaráðs Landspítalans um flutning deilda Telur faglega umræðu hafa vantað um málið LÆKNARÁÐ Landspítalans er ekki ánægt með hvemig staðið var að ákvörðunum um flutning deilda og ályktaði um það á aðal- fundi sínum í gær. Tryggvi Ás- mundsson, formaður læknaráðs, segir að faglega umræðu hafi vantað og sagði hann læknaráð vilja hvetja stjóm spítalans til að gæta þess að slík umræða færi fram áður en flutningur deilda væri ákveðinn. Tryggvi Ásmundsson segir með þessu verið að vísa til þeirr- ar ákvörðunar stjómar spítalans að færa æðaskurðlækningar frá Landspítala til Sjúkrahúss Reykjavíkur. Málið hefði verið rætt við sviðsstjóra handlækn- ingasviða en ekki viðkomandi sérfræðinga í æðaskui'ðlækning- um. Segir Tryggvi brýnt að sú vinnuregla verði viðhöfð að flutn- ingur deilda eða sameining verði rædd faglega við viðkomandi sér- fræðinga. I annarri ályktun aðalfundar læknaráðs er lýst áhyggjum vegna sumarlokana sem Tryggvi segir að verði meiri í ár en í fyrra. Ástæðu þeirra segir hann ekki sparnað heldur skort á heil- brigðisstai'fsfólki, einkum hjúkr- unai*fræðingum. Er hvatt til þess að tekið verði á þessum vanda og varpað fram því sem talið er neyðarúrræði, að fagfólk fái að- stoð annari'a stétta, svo sem sjúkraliða og deildarritara. Tryggvi segir þennan vanda einnig uppi vegna skorts á unglæknum. Ekki allir sam- mála um slíkar ákvarðanir Endurskoða þarf stjórnun arsviðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.