Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 13

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Yfirvöld veita 16 milljónir í að gera lagagögn aðgengileg á Netinu án endurgjalds Stór gagnabankiþeg- ar til hjá einkaaðila Sýning stóðhestastöðvarinnar Háar tölur fjög- urra vetra hesta IIESTAR ÞRÖSTUR frá Innri-Skelja- brekku sem Jóhann Þorsteinsson sýndi stóð efstur sex vetra hesta og eldri að loknum kynbótadóm- um í Gunnarsholti á fimmtudag. Hlaut hann 8,05 fyrir sköpulag, 8,51 fyrir hæfileika og 8,33 í aðal- einkunn. Annar varð Spuni frá Miðsitju sem Atli Guðmundsson sýndi en hann hlaut 8,10 fyrir sköpulag, 8,39 fyrir hæfileika og 8,24 í aðaleinkunn. Þriðji varð svo Bi’ynjar frá Argerði sem Sveinn Ragnarsson sýndi en hann hlaut 7,98 fyrir sköpulag, 8,47 fyrir hæfileika og 8,22 í aðaleinkunn. Af fimm vetra hestum stóðu efstir Dynur frá Hvammi sem Þórður Þorgeirsson sýndi með 8,15 fyrir sköpulag, 8,37 fyrir hæfileika og Keilir frá Miðsitju sem Vignir Jónasson sýndi með 8,30 fyrir sköpulag, 8,21 fyrir hæfileika. Báðir hlutu þefr 8,26 í aðaleinkunn. I þriðja sæti varð svo Þór frá Prestbakka sem Þor- valdur Á. Þorvaldsson sýndi en hann hlaut fyrir sköpulag 8,38, fyrir hæfileika 8,11 og 8,24 í aðal- einkunn. Garpur frá Auðsholtshjáleigu sem Erlingur Erlingsson sýndi stóð efstur fjögra vetra hesta. Hlaut hann 8,03 fyrir sköpulag, 8,37 fyrir hæfileika og 8,20 í aðal- einkunn sem er frábær árangur hjá svo ungum hesti. í öðru sæti varð Gnýr frá Stokkseyri sem Vignir Siggeirsson sýndi en hann hlaut fyrir sköpulag 8,03, fyi-ir hæfileika 8,20 og 8,11 í aðalein- kunn. Þyrnir frá Þóroddsstöðum, sem er albróðir Hams frá Þór- oddsstöðum, varð þriðji með 8,40 fyrir sköpulag, 7,66 fyrir hæfi- leika og 8,03 í aðaleinkunn. Flest þeirra hrossa sem fram komu í dómum í Gunnarsholti í vikunni verða sýnd í dag á sama stað og hefst sýningin klukkan 13.30. Hægt er að nálgast dómana á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands. Netfangið er httpv!/ www.bssl.is og vilji menn grunn- skrá hross er bætt við /frhtml. Valdimar Kristinsson Stökktu til Benidorm 26. maí í 1 eða 2 vikur frá kr. 29.955 Heimsferðir bjðða , SíðUStU 24 Sætill nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm hinn 26. maí, þessa vinsælasta áfangastaðar Islendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 26. maí og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. GARÐAR Garðarsson, stjórnarfor- maður fyrirtækisins Urlausn Að- gengi ehf., telur sjálfsagt og eðli- legt að yfirvöld leiti til þeirra sem hafi sérþekkingu á miðlun laga- gagna á veraldarvefnum varðandi þá vinnu sem þau ætla að leggja í við að gera slík gögn aðgengileg al- menningi á Netinu. í niðurstöðu fimm manna nefnd- ar sem skilaði niðurstöðum til dómsmálaráðherra nýlega segir að almenningur eigi að hafa aðgang að lagagögnum á veraldarvefnum. Fyrirtækið Úrlausn Aðgengi ehf. hefur um nokkurra ára skeið unnið að uppsetningu lagagagna á verald- arvefnum og er gagnabanki fyrir- tækisins orðinn mikill að vöxtum að sögn Garðars Garðarssonar. Önnur nefnd verður skipuð á næstunni og mun hún vinna að frekari útfærslu framkvæmdarinnar. Ekki er því ljóst á þessu stigi hver muni vinna verkið. Garðar túlkar hins vegar niðurstöðu nefndarinnar á eftirfar- andi hátt: „Ég lít þannig á niðurstöður Skuldirn- ar koma sam- keppni ekki við FRIÐRIK Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að það sé misskilningur að skuldir fyrirtækisins hamli samkeppni í orkusölu. Franz Arnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyi-ar og stjórnarformaður í Þeista- reykjum ehf., hefur sagt að landsmenn sitji uppi með skuldir Landsvirkjunar og þyrftu að greiða skuldir fyrir- tækisins í gegnum skattkerfið þótt þeir fengju ódýra orku frá Þeistareykjum. „Það er einhver misskiln- ingur, ef rétt er eftir haft, að skuldir Landsvirkjunar komi samkeppninni við. Eigendur Landsvirkjunar á hverjum tíma vilja áreiðanlega fá arð af eignum sínum eins og lánveit- endur vexti af lánum,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Varðandi hugmyndir manna um að virkja Þeistareykja- svæðið til raforkuframleiðslu segir Friðrik: „Stóru vatns- aflsvirkjanirnar hafa hingað til skilað lægra orkuverði en raf- orkuvinnsla úr háhita, nema hún sé hliðarbúgrein með hita- veitu, eins t.d. á Nesjavöllum og í Svartsengi. Flutnings- lengdin hefur einnig verulega þýðingu í þessu samhengi. Það sem ég held að skipti mestu máli fyrir Norðlendingana er að finna not fyrir heita vatnið, t.d. í iðnaði sem notar heitt vatn. Við slík skilyrði gæti raf- orkuframleiðsla á svæðinu verið mjög hagkvæm. Lands- virkjun styður það að menn leiti slíkra atvinnutækifæra og í því sambandi minni ég á að fyrirtækið er langstærsti hlut- hafinn í borverkefni í Öxar- firði,“ sagði Friðrik. nefndarinnar að hún telji ráðlegt að leita til frumkvöðlanna og mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt. Við höfum alltaf verið þein'ar skoðunar og höfum barist fýrir því í mörg ár að þetta verði gert með þeim hætti eins og lagt er til í skýrslunni. Við eigum hins vegar orðið þennan gagnagrunn nánast allan og það á enginn annar á landinu. Ég myndi því ekki telja það mjög klókt af yf- irvöldum að fara að leggja í þá vinnu sem við erum búnir að vera að gera síðustu þrjú ár. Það væri miklu nær að semja við okkur um að sjá um þetta. Þetta er bara spurning um hver vinnur verkið og hver útbýr gögnin þannig að þau séu aðgengileg almenningi og mér finnst sjálfsagt að frumherjarnfr verði fengnir til þess verks,“ segir Garðar. Stór hluti gagnanna þegar á Netinu Garðar segir að fyrirtækið sé fylgjandi því að almenningur hafi frjálsan aðgang að þeim upplýsing- um sem um ræðir. Hann bendir á að stærsti hluti þeirra upplýsinga sem fyrirtækið miðli á Netinu sé endurgjaldslaus. Hann segir þó að þjónustan sé aldrei ókeypis, það sé einfaldlega spurning um hvort neytendur eða ríkisvaldið greiði fyrir þjónustuna. Að sögn Stefáns Eiríkssonai', formanns nefndar um aðgengi laga- gagna á veraldarvefnum, mun nefnd skipuð fulltrúum frá Alþingi, utamíkisráðuneytinu, forsætis- ráðuneytinu, Hæstarétti og dóms- málaráðuneytinu vinna að fram- gangi málsins á næstunni. Nefndin mun meðal annars taka ákvörðun um með hvaða hætti verkefnið verði framkvæmt. „Það er í rauninni opið hvert nefndin leitar. Hvort hún kjósi að gera þetta alfarið sjálf eða leiti eftir því að einhver einkaaðili sinni þessu fyrir hana. Það á eftir að móta það en oft er ódýrara að leita til einkaaðila með útboði en að fara aðrar leiðir," segir Stefán. Stefán segir að ef leitað verði til einkaaðila um að vinna verkið þurfi opinberir aðilar samt sem áður að koma að verkinu og taka ábyrgð á því, til þess að tryggja að gögnin séu rétt innfærð, ávallt uppfærð og útlit í samræmi. „Ég geri ráð fyrir því að menn reyni að nýta sér reynslu og þekkingu þeirra sem hafa þegar komið sér fyrir á mark- aðnum og reyni að skoða möguleika á samstarfi, eða leita til einhverra annarra aðila,“ segir Stefán. Hagsmunir almennings í fyrirrúmi Aðspurður segir Stefán að rekstrargrundvöllur einkafyrirtæk- is eins og Úrlausnar Aðgengis ehf. geti verið erfiðleikum háður þegar ríkið er farið að miðla þessum gögnum endurgjaldslaust. Um þetta er fjallað í skýrslunni og segir Stefán að nefndin hafi skilning á sjónarmiðum einkaaðilans sem frumkvöðuls á þessu sviði. „Þetta er spurning um hagsmuni almennings og í skýrslunni eru færð rök fyrir því að það skipti miklu máli fyrir almenning að hafa góðan aðgang að upplýsingum um réttindi sín og skyldur í þjóðfélag- inu. Það vegi þyngra en einkahags- munir fyrirtækisins. A móti kemur hins vegar að við framkvæmd verksins verði litið til þess að þeir þættir sem hagkvæmt er að bjóða út verði boðnir út,“ segir Stefán sem telur að frumkvöðlarnir muni hafa nokkuð góða stöðu ef leitað verður eftir útboði. Að sögn Stefáns hafa 16 milljónir verið settar í upplýsingasamfélagið og miðlun gagna á Netinu á fjárlög- um þessa árs. Nefndin gerir tillög- ur um skiptingu fjái-magnsins og miðað við það verður hægt að ýta þessu starfi hraustlega af stað á ár- inu. Verð kr. 29*955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vikuferð 26. maí, skattar innifaldir. Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm í íbúð, 2 vikur 26. maí, skattar innifaldir. Verð kr. 39*990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikuferð 26. maf, skattar innifaldir. Verð kr 49*960 M.v. 2 í studíó/íbúð, 2 vikur, 26. maí, skatlar innifaldir. ASSA Master- lyldakerfi Húsasmiðjan smíðar ASSA höfuðlyklakerfi (Masterlyklakerfi) fyrir fyrirtæki, húsfélög, stofnanir ofl. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 j»p\ HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.