Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn segja stöðu Vinnslustöðvarinnar áhyggjuefni Prófraun á fískveiði- stj órnunarkerfið „ÞAÐ er mikið áhyggjuefni að staða Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn skuli vera með þeim hætti sem gefið hefur ver- ið í skyn af stjórnendum fyrirtækis- ins að hugsanlega þurfi að loka land- vinnslu á báðum stöðurn," sagði Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, er hann var inntur álits á erfiðri fjárhagsstöðu fyrirtækisins og hvaða áhrif það gæti haft á at- vinnuástand í bæjunum tveimur. Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði það kvíðvæn- legt ef grípa yrði til aðgerða sem leiddu til fækkunar starfsfólks eða lokunar á vinnslu á vegum íyrirtæk- isins annaðhvort í Þorlákshöfn eða Vestmannaeyjum. „Það yrði veru- legur skellur fyrir bæði byggðarlög- in. Hluta af þessum vanda má rekja beint til kvótakerfísins og sýnir að það er enn brýnna að endurskoða fiskveiðistefnuna og samræma veið- ar og vinnslu," segir Margrét og hún bendir jafnframt á að mikill hluti afla sem á land komi í Þorlákshöfn sé ekki unninn þar heldur fari ann- að. „Þetta er það óöryggi sem land- Margrét Árni Frímannsdóttir Johnsen verkafólk í fiskvinnslu hefur mátt búa við í vaxandi mæli að undan- fömu.“ Hlýtur að vera grundvöllur fyrir vinnslu Ami sagði kannski ótímabært að fjalla mikið um málið á þessu stigi þar sem stjómendur fyrirtækisins ættu eftir að fara ofan í saumana á því en þeir teldu þó að staða þess yrði orðin betri í árslok. „Það er með ólíkindum að fyrirtæki sem hefur um 13 þúsund tonna kvóta, um 9 þúsund tonn í bolfiski og 4 þúsund tonn í loðnu og síldj skuli vera í þessari stöðu,“ sagði Ami ennfremur. Hann sagði vitað um uppsafnaðan vanda í Vinnslustöðinni en að það hlyti að vera grandvöllur til þess að reka eðlilega vinnslu í þessum tveimur verstöðvum Suðurlands. „Eg treysti því að eigendur íyrir- tækisins geri allt sem í þeirra valdi stendur og rúmlega það til að koma hlutunum í brúklegt horf þannig að atvinna á báðum stöðum sé tryggð. Það er mikið áfall, loðnuhrunið á síðustu vertíð, en menn hljóta að hafa ráð við slíku til lengri tíma. Þeir hafa sagt að þeir muni leggja höfuðkapp á að halda afiaheimild- um, á báðum stöðum eru miklar fjárfestingar í mannvirkjum og Vinnslustöðin hefur mikla breidd í vinnslu. Það er skylda stjórnenda og eigenda að leysa úr þessum vanda en einmitt þetta mál kann að vera fyrsta alvöru prófraunin á það hvort fiskveiðistjórnunarkerfíð er ónýtt. Ef allt fer á versta veg þá væri staða allra sjávarplássa á Is- landi í upplausn. Vonandi kemur ekki til þess að það þurfi að grípa til margvíslegra aðgerða til að tryggja atvinnu fólksins á vinnusvæði Vinnslustöðvarinnar." Kröfur íslenskrar verkalýðshreyfíngar 1. maí Breytt verði áherslum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Framsóknarmenn á Reykjanesi Dreifa kosningaburstum „GREIDDU atkvæði x-B,“ stend- ur á bursta framsóknarmanna sem frambjóðendur flokksins í Reykjaneskjördæmi útbýttu m.a. til nemenda Flensborgar í Hafn- arfirði í gær. Þá gáfu þeir nem- endunum framsóknarkaffí en auk þess lyklakippu með reikni- vél þar sem á stendur: Reiknaðu með Framsókn. A myndinni má sjá þau Hildi Helgu Gísladóttur, Hjálmar Árnason, Pál Magnús- son og Siv Friðleifsdóttur útbýta varningnum til nemendanna. í '/ í þágu launafólks Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Happdrætti Samfylkingar Á ALÞJÓÐABARÁTTUDEGI verkafólks 1. maí 1999 ber íslensk verkalýðshreyfing fram kröfu um breyttar áherslur í þágu launafólks og fjölskylduvænna samfélag. 1 kröfu verkalýðshreyfingarinnar und- ir yfirskriftinni Vinnan - menntun - fjölskyldan er lögð áhersla á að fólki verði gert kleift að taka bæði virkan þátt í vinnumarkaði og sinna fjöl- skyldulífi. Til þess þarf að koma á heildstæðu réttindakerfi sem felur meðal annars í sér stórbætt fæðing- arorlof. A skattkerfi og telgutengingum bóta krefst verkalýðshreyfingin enn- fremur breytinga, þar sem aðeins sé með þeim hætti unnt að leysa íjöl- skyldur með lágar tekjur og milli- tekjur úr þeirri kyrrstöðugildru jað- arskatta sem torveldar þúsundum ungra fjölskyldna að koma undir sig fótunum. Verkalýðshreyfíngin leggur jafn- framt áherslu á í kröfu sinni, að fjöl- breytt menntun sé undirstaða bættra lífskjara og sóknar í atvinnu- málum á nýrri öld. í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar segir m.a. að við gerð næstu kjara- samninga eigi verkalýðsfélögin að krefjast 100 þúsund króna lágmarks- launa á mánuði og verulegrar hækk- unar skattleysismarka. Þá á það að vera forgangsmál hjá verkalýðs- hreyfingunni að bæta kjör öryrkja og ellilífeyrisþega og berjast fyrir því að tryggingabætur verði aldrei lægri en lægstu Iaunataxtar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, B.S.R.B., Iðnnemasam- band Islands og Kennarasamband íslands taka undir kjarakröfur aldr- aðra og öryrkja í 1. maí ávarpi sínu og telja stjórnvöld hafa lokað augun- um fyrir versnandi kjörum þessa fólks og benda á að til að fá fullar bætur þurfi lífeyrisþegi að vera tekjulaus, búa einn og eiga lítið, en innan 3% öryrkja fái hámarksbætur. Nauðsynlegt að hækka gninnlíf- eyri almannatrygginga I ávarpinu kemur ennfremur fram að óviðunandi sé að almannatrygg- ingar séu háðai- duttlungum stjórn- málamanna. Nauðsynlegt sé að allur grunnlífeyrir almannatrygginga verði hækkaður verulega. Jafnframt því sé brýn nauðsyn á að hækka verulega allan grunnlífeyri almanna- trygginga og draga úr skerðingum bóta og lífeyris vegna lágra launa- tekna og lífeyris. Lög um félagslega húsnæðiskerfið leysa, að mati samtakanna, sveitar- félögin undan því að leggja fé til fé- lagslegra íbúðalána. Sé megintil- gangur laganna að leysa vanda ann- arra en launafólks með lágar tekjur. Því séu sveitarfélögin leyst undan skyldum sínum á þessu sviði velferð- armála á kostnað launafólks með lágar tekjur. Sé þetta gert áður en úrræði á leigumarkaði hafi verið tryggð. Eigi launafólkið því ekki neitt skjól og því sé hrint út á guð og gaddinn. SAMFYLKINGIN hóf sölu happ- drættismiða til styrkar kosningabar- áttu sinni með formlegum hætti á Hótel Borg í gær. Hver miði kostar fimm hundruð krónur og er hæsti vinningurinn eitt tonn af þorskkvóta að verðmæti 820 þúsund krónur. Vinningarnir eiga að endurspegla stefnu Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum og fellur fyrsti vinningurinn þannig undir mála- flokkinn auðlindir í þjóðareign. Und- ir flokknum forvamir era vinningar á borð við árskort í líkamsræktar- stöðina World Class og undir flokkn- um öfiugt atvinnulíf eru vinningar eins og flugferð fyrir tvo innanlands með Islandsflugi og máltíð fyrir tvo og leikhús 1 Iðnó. Fjöldi útgefinna miða er 120.000 og er fjöldi vinninga 8.561. Dregið verður hinn 21. maí nk. Á myndinni halda þau Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins í Reykja- vik, og Sigurður E. Guðmundsson, fyiTverandi forstjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins, á fyrstu happdrættis- miðunum, en með þeim eru Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylk- ingarinnar, Hrönn Hrafnkelsdóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson, ung- liðar úr Samfylkingunni. Skoðanakönnun DY Vinstri hreyf- ingin fengi 6 þingmenn VINSTRI hreyfingin - grænt fram- boð fær 9,4% fylgi í komandi Alþing- iskosningum ef marka má niður- stöðu skoðanakönnunar sem DV gerði fyrir viku, en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Sam- kvæmt því myndi framboðið fá 6 menn kjörna á þing. 600 manns voru í úrtakinu og skipting milli landshluta og kynja jöfn. Miðað við þá sem tóku afstöðu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 41,2% at- kvæða og 26 þingmenn kjörna, Framsóknaifiokkurinn 18,5% at- kvæða og 12 menn kjörna, Samfylk- ingin 26,7% atkvæða og 17 menn kjörna og Frjálslyndi flokkurinn 3,5% atkvæða og tvo menn kjörna. Húmanistar fengu 0,5% atkvæða og Anarkistar 0,2%. Fylgi við Kristilega lýðræðisflokkinn mældist ekki. LISA, SAMTOKUM LANDUPPL ÝSINGAR Á ÍSLANDIFYRIR ALLA Landfræðilegar upplýsingar - Réttindamál - Hádegisverðarfundur fimmtudaginn 6. maí kl. 12.00-14.00 á Hótel Sögu, Ársal Fyrirlesari veröur Erla S. Árnadóttir hrl. Hver er réttur framleiðenda, kaupenda, seljenda og annarra notenda landfræöilegra upplýsinga? Hádegisveröur: Spergilsúpa, glóöaður skötuselur að hætti hússins og kaffi. Tilkynning um þátttöku á skrifstofu LÍSU, lisa@ni.is sími 562 9822 o Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 6 vikna námskeið í HATHA-YOGA frá 3. maí til 16. júní. Áhersla er lögð á fímm þætti: • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöövum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA I ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. • RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. • RETT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur. Sér tímar fyrir barnshafandi konur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.