Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingmenn segja stöðu Vinnslustöðvarinnar áhyggjuefni
Prófraun á fískveiði-
stj órnunarkerfið
„ÞAÐ er mikið áhyggjuefni að staða
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn skuli vera
með þeim hætti sem gefið hefur ver-
ið í skyn af stjórnendum fyrirtækis-
ins að hugsanlega þurfi að loka land-
vinnslu á báðum stöðurn," sagði Árni
Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins, er hann var inntur álits á
erfiðri fjárhagsstöðu fyrirtækisins
og hvaða áhrif það gæti haft á at-
vinnuástand í bæjunum tveimur.
Margrét Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, tók í
sama streng og sagði það kvíðvæn-
legt ef grípa yrði til aðgerða sem
leiddu til fækkunar starfsfólks eða
lokunar á vinnslu á vegum íyrirtæk-
isins annaðhvort í Þorlákshöfn eða
Vestmannaeyjum. „Það yrði veru-
legur skellur fyrir bæði byggðarlög-
in. Hluta af þessum vanda má rekja
beint til kvótakerfísins og sýnir að
það er enn brýnna að endurskoða
fiskveiðistefnuna og samræma veið-
ar og vinnslu," segir Margrét og hún
bendir jafnframt á að mikill hluti
afla sem á land komi í Þorlákshöfn
sé ekki unninn þar heldur fari ann-
að. „Þetta er það óöryggi sem land-
Margrét Árni
Frímannsdóttir Johnsen
verkafólk í fiskvinnslu hefur mátt
búa við í vaxandi mæli að undan-
fömu.“
Hlýtur að vera grundvöllur
fyrir vinnslu
Ami sagði kannski ótímabært að
fjalla mikið um málið á þessu stigi
þar sem stjómendur fyrirtækisins
ættu eftir að fara ofan í saumana á
því en þeir teldu þó að staða þess
yrði orðin betri í árslok. „Það er með
ólíkindum að fyrirtæki sem hefur um
13 þúsund tonna kvóta, um 9 þúsund
tonn í bolfiski og 4 þúsund tonn í
loðnu og síldj skuli vera í þessari
stöðu,“ sagði Ami ennfremur.
Hann sagði vitað um uppsafnaðan
vanda í Vinnslustöðinni en að það
hlyti að vera grandvöllur til þess að
reka eðlilega vinnslu í þessum
tveimur verstöðvum Suðurlands.
„Eg treysti því að eigendur íyrir-
tækisins geri allt sem í þeirra valdi
stendur og rúmlega það til að koma
hlutunum í brúklegt horf þannig að
atvinna á báðum stöðum sé tryggð.
Það er mikið áfall, loðnuhrunið á
síðustu vertíð, en menn hljóta að
hafa ráð við slíku til lengri tíma.
Þeir hafa sagt að þeir muni leggja
höfuðkapp á að halda afiaheimild-
um, á báðum stöðum eru miklar
fjárfestingar í mannvirkjum og
Vinnslustöðin hefur mikla breidd í
vinnslu. Það er skylda stjórnenda
og eigenda að leysa úr þessum
vanda en einmitt þetta mál kann að
vera fyrsta alvöru prófraunin á það
hvort fiskveiðistjórnunarkerfíð er
ónýtt. Ef allt fer á versta veg þá
væri staða allra sjávarplássa á Is-
landi í upplausn. Vonandi kemur
ekki til þess að það þurfi að grípa til
margvíslegra aðgerða til að tryggja
atvinnu fólksins á vinnusvæði
Vinnslustöðvarinnar."
Kröfur íslenskrar verkalýðshreyfíngar 1. maí
Breytt verði áherslum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Framsóknarmenn á Reykjanesi
Dreifa kosningaburstum
„GREIDDU atkvæði x-B,“ stend-
ur á bursta framsóknarmanna
sem frambjóðendur flokksins í
Reykjaneskjördæmi útbýttu m.a.
til nemenda Flensborgar í Hafn-
arfirði í gær. Þá gáfu þeir nem-
endunum framsóknarkaffí en
auk þess lyklakippu með reikni-
vél þar sem á stendur: Reiknaðu
með Framsókn. A myndinni má
sjá þau Hildi Helgu Gísladóttur,
Hjálmar Árnason, Pál Magnús-
son og Siv Friðleifsdóttur útbýta
varningnum til nemendanna.
í '/
í þágu launafólks
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Happdrætti
Samfylkingar
Á ALÞJÓÐABARÁTTUDEGI
verkafólks 1. maí 1999 ber íslensk
verkalýðshreyfing fram kröfu um
breyttar áherslur í þágu launafólks
og fjölskylduvænna samfélag. 1
kröfu verkalýðshreyfingarinnar und-
ir yfirskriftinni Vinnan - menntun -
fjölskyldan er lögð áhersla á að fólki
verði gert kleift að taka bæði virkan
þátt í vinnumarkaði og sinna fjöl-
skyldulífi. Til þess þarf að koma á
heildstæðu réttindakerfi sem felur
meðal annars í sér stórbætt fæðing-
arorlof.
A skattkerfi og telgutengingum
bóta krefst verkalýðshreyfingin enn-
fremur breytinga, þar sem aðeins sé
með þeim hætti unnt að leysa íjöl-
skyldur með lágar tekjur og milli-
tekjur úr þeirri kyrrstöðugildru jað-
arskatta sem torveldar þúsundum
ungra fjölskyldna að koma undir sig
fótunum.
Verkalýðshreyfíngin leggur jafn-
framt áherslu á í kröfu sinni, að fjöl-
breytt menntun sé undirstaða
bættra lífskjara og sóknar í atvinnu-
málum á nýrri öld.
í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
segir m.a. að við gerð næstu kjara-
samninga eigi verkalýðsfélögin að
krefjast 100 þúsund króna lágmarks-
launa á mánuði og verulegrar hækk-
unar skattleysismarka. Þá á það að
vera forgangsmál hjá verkalýðs-
hreyfingunni að bæta kjör öryrkja
og ellilífeyrisþega og berjast fyrir
því að tryggingabætur verði aldrei
lægri en lægstu Iaunataxtar.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, B.S.R.B., Iðnnemasam-
band Islands og Kennarasamband
íslands taka undir kjarakröfur aldr-
aðra og öryrkja í 1. maí ávarpi sínu
og telja stjórnvöld hafa lokað augun-
um fyrir versnandi kjörum þessa
fólks og benda á að til að fá fullar
bætur þurfi lífeyrisþegi að vera
tekjulaus, búa einn og eiga lítið, en
innan 3% öryrkja fái hámarksbætur.
Nauðsynlegt að hækka gninnlíf-
eyri almannatrygginga
I ávarpinu kemur ennfremur fram
að óviðunandi sé að almannatrygg-
ingar séu háðai- duttlungum stjórn-
málamanna. Nauðsynlegt sé að allur
grunnlífeyrir almannatrygginga
verði hækkaður verulega. Jafnframt
því sé brýn nauðsyn á að hækka
verulega allan grunnlífeyri almanna-
trygginga og draga úr skerðingum
bóta og lífeyris vegna lágra launa-
tekna og lífeyris.
Lög um félagslega húsnæðiskerfið
leysa, að mati samtakanna, sveitar-
félögin undan því að leggja fé til fé-
lagslegra íbúðalána. Sé megintil-
gangur laganna að leysa vanda ann-
arra en launafólks með lágar tekjur.
Því séu sveitarfélögin leyst undan
skyldum sínum á þessu sviði velferð-
armála á kostnað launafólks með
lágar tekjur. Sé þetta gert áður en
úrræði á leigumarkaði hafi verið
tryggð. Eigi launafólkið því ekki
neitt skjól og því sé hrint út á guð og
gaddinn.
SAMFYLKINGIN hóf sölu happ-
drættismiða til styrkar kosningabar-
áttu sinni með formlegum hætti á
Hótel Borg í gær. Hver miði kostar
fimm hundruð krónur og er hæsti
vinningurinn eitt tonn af þorskkvóta
að verðmæti 820 þúsund krónur.
Vinningarnir eiga að endurspegla
stefnu Samfylkingarinnar í hinum
ýmsu málaflokkum og fellur fyrsti
vinningurinn þannig undir mála-
flokkinn auðlindir í þjóðareign. Und-
ir flokknum forvamir era vinningar
á borð við árskort í líkamsræktar-
stöðina World Class og undir flokkn-
um öfiugt atvinnulíf eru vinningar
eins og flugferð fyrir tvo innanlands
með Islandsflugi og máltíð fyrir tvo
og leikhús 1 Iðnó. Fjöldi útgefinna
miða er 120.000 og er fjöldi vinninga
8.561. Dregið verður hinn 21. maí nk.
Á myndinni halda þau Adda Bára
Sigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins í Reykja-
vik, og Sigurður E. Guðmundsson,
fyiTverandi forstjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, á fyrstu happdrættis-
miðunum, en með þeim eru Margrét
Frímannsdóttir, talsmaður Samfylk-
ingarinnar, Hrönn Hrafnkelsdóttir
og Sigurður Hólm Gunnarsson, ung-
liðar úr Samfylkingunni.
Skoðanakönnun DY
Vinstri hreyf-
ingin fengi 6
þingmenn
VINSTRI hreyfingin - grænt fram-
boð fær 9,4% fylgi í komandi Alþing-
iskosningum ef marka má niður-
stöðu skoðanakönnunar sem DV
gerði fyrir viku, en niðurstöður
hennar voru birtar í gær. Sam-
kvæmt því myndi framboðið fá 6
menn kjörna á þing.
600 manns voru í úrtakinu og
skipting milli landshluta og kynja
jöfn. Miðað við þá sem tóku afstöðu
fengi Sjálfstæðisflokkurinn 41,2% at-
kvæða og 26 þingmenn kjörna,
Framsóknaifiokkurinn 18,5% at-
kvæða og 12 menn kjörna, Samfylk-
ingin 26,7% atkvæða og 17 menn
kjörna og Frjálslyndi flokkurinn
3,5% atkvæða og tvo menn kjörna.
Húmanistar fengu 0,5% atkvæða og
Anarkistar 0,2%. Fylgi við Kristilega
lýðræðisflokkinn mældist ekki.
LISA, SAMTOKUM
LANDUPPL ÝSINGAR
Á ÍSLANDIFYRIR ALLA
Landfræðilegar upplýsingar
- Réttindamál -
Hádegisverðarfundur
fimmtudaginn 6. maí kl. 12.00-14.00
á Hótel Sögu, Ársal
Fyrirlesari veröur Erla S. Árnadóttir hrl.
Hver er réttur framleiðenda, kaupenda, seljenda
og annarra notenda landfræöilegra upplýsinga?
Hádegisveröur: Spergilsúpa, glóöaður skötuselur
að hætti hússins og kaffi.
Tilkynning um þátttöku á skrifstofu LÍSU,
lisa@ni.is sími 562 9822
o
Yogastöðin Heilsubót
Síðumúla 15, sími 588 5711
6 vikna námskeið í HATHA-YOGA
frá 3. maí til 16. júní.
Áhersla er lögð á fímm þætti:
• RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöövum, róar og kyrrir
hugann.
• LÍKAMLEG ÁREYNSLA I ÆFINGUM. Þá styrkjum við
vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum
blóðrás.
• RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
• RETT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
• JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
Byrjendatímar og fyrir vana yogaiðkendur.
Sér tímar fyrir barnshafandi konur.