Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tryggja verður
líf í sjávarbyggðumim
Sverrír Hermannsson, formaður Frjálslynda flokks-
ins, vill umbylta fískveiðistjórninni og gera tilraun
með sóknarstýríngu í nokkur ár en reynist hún ekki
nógu vel verði aflaheimildir seldar á uppboðum.
PERSÓNULEG hefnigimi var ekki ástæða
þess að Sverrir Hermannsson sagði skilið við
Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði Frjálslynda
flokkinn heldur það sem hann nefnir nýfrjáls-
hyggju Sjálfstæðisflokksins. „Ég losaði mig
við það sem ungur maður að ala með mér
óvild og uppgötvaði að ekki er til verri tímasó-
un. Margur maðurinn liggur á mótgerðum við
hann eins og ormur á gulli og magnar þessar
hugsanir með sér, sefur ekld fyrir þeim. Þetta
er ég búinn að sverfa úr mínu hugskoti fyrir
lifandis löngu,“ segir Sverrir.
-Hvernig viljið þið „gerbylta“ fiskveiði-
stjórnuníirkerfínu eins og þið orðið það í
stefnuskránni?
„Við viljum fara út úr þessu kerfi með því
að beita sóknarstýringu til að byrja með í tvö
til þrjú ár. Við viljum að heildarþorskaflinn
verði alls 400 þúsund tonn á ári og álítum að
það sé ekki langt frá því sem drepið er núna
þegar brottkastið er haft í huga. Þetta ógnar-
lega brottkast sem menn eru neyddir til að
stunda.
Ef sóknarstýringin heppnast vel kemur vel
til greina að henni verði haldið áfram. Við
hyggjumst láta bátaflotanum eftir að sækja á
grunnslóð en togaramir eiga að sækja utar án
þess að við höfum markað það alveg nákvæm-
lega, það er samningsatriði. Mjög misjafnt er
hve fjarri landi hefðbundin togaramið liggja
og það er ekki meining okkar að byggja tog-
urunum út með neinum hætti. En það þarf
samt sem áður að gæta þess að hleypa þeim
ekki of nærri landi og auk þess er það fram-
tíðarverkefni að rannsaka vandlega hvernig
togaramir leika sjávarbotninn.
Brottkast myndi hverfa með sóknarstýring-
unni og nýir menn myndu komast inn í grein-
ina ef þeir kæmust yfir bát. Allir myndu geta
fengið aflaheimild þar til komið væri í 400
þúsund tonnin. Atvinnuvegur byggðarlaganna
hringinn í kringum landið hættir að svelta og
yfirburðir stóm útgerðanna, sem era að koll-
sigla þeim minni, minnka."
-Myndi þá ekki verða örtröð þegar sótt yrði
um heimildir?
„Nei ég geri ekki ráð fyrir að bankar
myndu opna upp á gátt fyrir nýbyggingu
fiskiskipa. Þá væri hér
bara lausung í allri fjár-
málastjóm ef lánastofnan-
ir ætluðu að fjármagna út í
rauðan dauðann sókn í tak-
markaða fiskstofna. Þá
rúlla þeir á hausinn, alveg
blákalt.
En verði sóknarstýring-
unni ekki skynsamlega
komið fyrir ætlum við að
nota þessi ár til að undir-
búa markaðsleiðina. Svarið
hjá varðhundum núverandi
kerfis er ailtaf það sama: Ef uppboðsleiðin
verði farin muni þeir stóra og ríku yfirbjóða
markaðinn á grandvelli gjafakvótans sem þeir
hafa auðgast á.
Því er til að svara að karlinn á krókaveiði-
bátnum er fullkomlega samkeppnisfær á
frjálsum markaði. Það kostar hann kannski
þrjár krónur á kíló að ná í fiskinn og reyndar
besta hráefnið en tífalt eða tuttugu sinnum
meira hjá togaraútgerðinni. Olíueyðsla togar-
anna er núna tvöfalt meiri við að sækja hvert
tonn en fyrir nokkrum árum. Þessi ógnarlega
vélarstærð gleypir olíuna.
Handstýra ef nauðsyn krefur
Meðan við værum að komast út úr núver-
andi kerfi yrði að handstýra líka og það er ég
alveg ófeiminn að segja þótt ég sé markaðs-
maður. Þetta er vegna þess að við yrðum að
ráðstafa lífvænlegum kvóta handa sjávar-
byggðunum í landinu. Ef þær hafa ekki mátt
til að keppa á markaðnum strax verðum við
með einhverjum hætti að aðstoða þær. En ég
blæs á þá hugmynd að fara að úthluta sveitar-
félögum eða þeim ótrúlegu fyrirbrigðum
sveitarstjómum beinlínis kvóta.
Þegar fram í sækir leitar þetta allt saman
jafnvægis. í sóknarstýringunni myndum við
taka leigu af mönnum, hún yrði höfð viðráðan-
leg og myndi fara eftir vísitölu afurðaverðs.
Ef uppboðsmarkaðurinn tæki við, þar sem all-
ar aflaheimildir yrðu boðnar upp, gæti ég vel
ímyndað mér að þorskkíló gæfi 15-20 krónur í
sameiginlegan sjóð sem við myndum vilja
verja íyrst og fremst til hafrannsókna, til-
rauna með vistvæn veiðarfæri, til öryggismála
sjómanna o.s.frv."
-En myndu stórútgerðirnar samt ekki
reyna að neyta aflsmunar á uppboði til að
ryðja burt smábátunum?
„Við myndum þá skipta heildaraflanum í
tvennt, hafa sérappboð fyrir togara og annað
íyrir smábáta. Bátaflotinn fengi t.d. 100.000
tonn en togarar 300.000 tonn, svona til að nefna
einhverjar hugsanlegar tölur. Smábátamir
myndu þá keppa um sinn heildarafla og togar-
amir um sinn. Þegar fram í sækir teljum við að
þetta geti orðið allt á einum markaði, þá verði
tvískipting hans óþörf.“ Hann segist álíta að
fljótlega gæti skapast viðunandi markaðsverð
sem yrði mun lægra en það sem nú er við lýði.
„Krókaveiðar yrðu alltaf alfrjálsar, ekkert
þak yrði sett á þær. Jafnvel þótt við værum
komin upp undir 400.000 tonna hámarkið
mætti halda krókaveiðunum áfram, það er
mikilvægt að tryggja þannig atvinnu fólksins.
Krókaveiðar era vistvænar og því er það
einnig hluti af umhverfisstefnu okkar að
styðja þær. Við verðum að fá að vita miklu
meira um veiðiþolið og stofnstærðirnar.
Öll yfirstjóm umskiptanna frá gildandi
kerfi yrði í höndum þriggja manna sem skip-
aðir væru af Hæstarétti og þessi nefnd myndi
meðal annars gera tillögur til Alþingis um
leigutekjur af veiðiheimildunum. A reynslu-
tímanum myndi önnur nefnd sérfróðra manna
meta allar líffræðilegar forsendur nýtingar
fiskstofnanna við landið."
Sverrir ræðir um hagsmunaárekstra þeirra
sem sitja á þingi og eiga fé í sjávarútvegsfyr-
irtækjum eða eru innanbúðar hjá stofnunum
eins og Verslunarráði samhliða þingmennsku.
Menn eigi að kalla til varamenn frekar en að
greiða atkvæði um mál þar sem þeir eigi ríkra
persónulegra hagsmuna að gæta.
„Þetta er alger óhæfa að
heilu flokkarnir eins og
Sjálfstæðisflokkurinn skuli
vera handbendi sægreif-
anna, manna sem starfa í
skjóli auðs sem þessir sömu
aðilar í framkvæmdavaldi
og á löggjafarsamkundu eru
búnir að afhenda þeim á
silfurfati," segir hann.
„Þetta er svikamylla. Her-
kostnaður flokkanna er
greiddur af sægreifunum.
Allar venjulegar þjóðir, t.d.
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar, hafa sett lög
um að stjórnmálaflokkar skuli upplýsa um há
framlög.
Mennirnir sem eru að verja firnamikla
hagsmuni borga eins og þeim þykir þurfa og
þingmennirnir eru gjörsamlega bundnir í
báða skó af þessu hagsmunafé.“
Að flytja íjöll
Einnig nefnir Sverrir það sem honum finnst
undarlegar ráðstafanir við kvótaúthlutun.
Meðal annars hafi verið búinn til svonefndur
skipstjórakvóti sem hafi verið hugsaður sem
eins konar verðlaun handa aflamönnum. Fá-
einir skipstjórar hafi fengið slíka úthlutun
persónulega.
„Og á sínum tíma var landinu skipt í tvennt
með tilliti til úthlutunar aflaheimilda togara,
mörkin vora á Bjargtöngum og við Eystra
horn, austan við Hornafjörð. Á norðursvæð-
inu vora þorskheimildir að meðaltali 600 tonn-
um hærri en fyrir sunnan. Þegar menn í
heimabyggð Halldórs keyptu togara frá Suð-
urnesjum breytti Halldór Ásgrímsson viðmið-
uninni og snaraði þannig Eystra horni vestur
fyrir fjörðinn! Þannig fengu þeir 600 tonn í
viðbót af þorskkvóta sem hægt er að meta
Morgunblaðið/Ásdís
Sverrir Hermannsson
núna á svona 500 milljónir króna.
Ágúst Einarsson fékk til sín skipstjóra á
Viðeyna á sínum tíma og þeim skipstjóra
fylgdu nær 3.000 þorskígildistonn. Ég er
sannfærður um að Ágúst ræður stefnu Sam-
fylkingarinnar sem ætlar að vera tuttugu ár
að breyta kerfinu. Þá verður hann löngu bú-
inn að selja þessi 20% sem hann á í Granda.
Svona er þetta allt útbíað þvers og krass.
Heldur einhver að það sé tilviljun að enginn af
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins skuli sjá
nokkuð athugavert við kvótakerfið, að allir
skuli þeir verja það eins og varðhundar? Nei
LIU, VSI og mennirnir í Verslunaraáði ráða
orðið öllu innandyra í flokknum. Hvenær hefði
Bjarni heitinn Benediktsson hleypt peninga-
mönnum svona inn á gafl í flokknum?“
-En hagnaðist þú ekki sjálfur um 12 millj-
ónir á kvótanum þegar þú seldir þinn hlut í
sjávarútvegsfyrirtæki 1988, áður en þú varðst
bankastjóri?
„Ég varð að selja mín 4% í Ögurvík þegar
ég varð bankastjóri. Þetta var löngu áður en
frjálst framsal á kvóta var leyft og fyrirtækið
var ekki einu sinni skráð á hlutabréfamark-
aði. Þessi eignarhlutdeild mín sést varla með
smásjá þegar hún er borin saman við það sem
sægreifarnir era að mylja undir sig núna,
líttu á tölurnar sem ég var að nefna áðan. Það
er seilst um hurð til lokunnar þegar menn
fara að kenna mig við kvótabrask."
-Víkjum að öðrum stefnumálum flokksins.
Þið viljið koma á einu atvinnumálaráðuneyti.
„Ég hef stundum hugsað til þess hvemig
iðnaðurinn var leikinn hér á áram áður þegar
verið var að fella gengið til að bjarga sjávarút-
veginum. Iðnfyrirtækin urðu gersamlega
ósamkeppnisfær. Ég er ekki að segja að allt
þurfi að vera á sömu skrifstofunum en það
þarf að vera samhengi í ákvörðunum. Menn
geta ekki verið í forsvari fyrir einu atvinnu-
ráðuneyti án þess að taka fullt tillit til annarra
þátta atvinnunnar í landinu.
Og landið á að vera eitt kjördæmi, við eig-
ura að hætta þessu stríði um vægi atkvæða.
Ég lagði þetta til ‘86 eða ‘87 í Sjálfstæðis-
flokknum. Ég var þingmaður fyrir Áusturland
en hetjurnar í kjördæmunum hér á suðvestur-
horninu, sem mest hallaði á, ætluðu vitlausar
að verða. Þeir heimtuðu nefnilega alltaf öll
ráðherraembættin í staðinn fyrir atkvæða-
misvægið! Þeir fengu allt framkvæmdavaldið í
staðinn og til málamynda var svo hafður einn
ráðherra úr kjördæmi utan af landi, stundum
enginn.“
Grútmáttlaus verkalýðsforysta
-Þú vilt láta Kjaradóm ákvarða almenn lág-
markslaun. A að afnema frjálsa samninga á
vinnumarkaði?
„Hvernig er komið fyrir verkalýðsfélögun-
um? Ég hjó eftir því að Jóhannes í Bónus
sagði að verkalýðsforystan væri bara með
hugann við að kaupa hlutafé og að geta setið í
stjórnum lífeyrissjóða. Hún er orðin grút-
máttlaus og tvístruð.
Ég hef ekki séð önnur ráð vegna þeirra sem
verst era settir kjaralega en að moka þessu
öllu inn í Kjaradóm. Ef verkalýðshreyfingin er
ekki fær um að semja fyrir umbjóðendur sína
verður að bjarga málum með öðrum hætti.
Skipta mætti í eins og 15 launastiga. Þetta væri
mikil nýbreytni en ég varpa þessu fram til
íhugunar. Kannski væri þó skynsamlegra að
íylgja fordæmi Bandaríkjamanna. Bandaríska
þingið setur lög um lágmarkslaun, Alþingi Is-
lendinga gæti gert hið sama.“
-Á Island að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu?
„Ég er Evrópusinni og í Evrópu eru helstu
fiskmarkaðir okkar. Það á að ræða þessi mál
óhikað. En ég hef sagt að þetta geti alveg
strandað á fiskveiðimálunum. Ég ætla ekki að
láta Emmu Bonino ráða hér yfir miðunum,
við höfum ekki efni á að hleypa þessum stór-
þjóðum Evrópu inn í okkar landhelgi.
Ég trúi engu af þessum upplýsingum
verkalýðsforingjanna um að þetta sé greið
leið, þurfi bara einhverja handsveiflu. Þetta er
ragl, ég trúi því ekki fyrr en ég tek á. En við
vitum það ekki nema við ræðum hlutina.
En við verðum að hafa takmarkanir á
þessu. Ef við getum ekki fengið sæmilegan
frið með auðlindir okkar, þessi fámenna þjóð,
þá getum við ekki gengið undir jarðarmen
þessa sambands.“
Hann segist vilja að ríkisútvarpið verði
áfram ríkisrekið, það sé nauðsynlegt til að
geta eflt tungu og menningu og hamlað á
móti áhrifum enskunnar. Hins vegar eigi að
leggja afnotagjöldin af og veita einfaldlega fé
til fyrirtækisins á fjárlögum auk þess sem
það geti haft auglýsingatekjur. Nefnd há-
skólamanna eigi að fara með yfirstjórnina en
ekki fulltrúar flokkanna eins og nú er í út-
varpsráði.
-Ef sjávarútvegsmálin eru undanskilin hvað
greinir Frjálslynda flokkinn þá einkum frá
Sjálfstæðisflokknum? Var ekki erfitt fynr þig
sem sjálfstæðismann til nokkurra áratuga að
yfirgefa flokkinn?
„Það sem réð úrslitum hjá mér var að minn
gamli flokkur breyttist. Það er mikil óham-
ingja Sjálfstæðisflokksins að Hannes Hólm-
steinn skuli hafa orðið andlegur guðfaðir
hans. Flokkurinn tók upp nýfrjálshyggjuna,
það var hann sem yfirgaf mig.
Þetta réð meira en nokkuð annað að ég
þoldi ekki lengur við í flokknum. Ákvörðunin
var erfið en ég gat ekki annað, samvisku
minnar vegna.
Ég var búinn að vera afar óánægður lengi
en gat mig hvergi hrært sem bankastjóri. Þó
fór ég fram, varaði kvótaeigendur við á fundi
suður með sjó fyrir nokkrum áram og hvatti
þá til sátta í því máli við þjóðina. Landsbank-
inn var með tvo þriðju af öllum útveginum í
viðskiptum og ég mátti því ekki tala svona,
gat stórspillt hag fyrirtækisins. En ég lá ekk-
ert á þessum skoðunum mínum.
Hægra megin við miðju
Stefna míns gamla flokks í sjávarútvegs-
málunum er ekkert annað en svívirðilegasta
einokun. Menn eru líka að undrast að aldraðir
og öryrkjar hafi verið skildir eftir. En það er
beinlínis stefnumið í þessari frjálshyggju hug-
myndasmiðsins sem hefur náð hlustum for-
ingja Sjálfstæðisflokksins.
Frjálslyndi flokkurinn er að miklu leyti
byggður á sama grunni og minn gamli flokk-
ur, er hægra megin við miðju en með nýja sýn
á stóriðju og umhverfismál og framtíðarsýn i
menntun og menningu. Og það kemur meira
upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir
gefa til kynna. Við þurfum ekkert marga
þingmenn til þess að láta þá hafa hitann í
haldinu.
Það má sjá óttann. Hvað er það annað en
hræðsla þegar þeir tala tungum um að þeir
ætli að standa að sáttum en bóka síðan að
grundvöllurinn verði óbreyttur?
Þetta vita þeir allt hjá LÍÚ og hafa engar
áhyggjur af lausakjaftæði flokksforkólfanna
um að þeir séu tilbúnir að hlusta á einhverjar
sáttatillögur. Það er ekkert annað en fagur-
gali og friðþægingartal, ekkert annað.“
• Á þriðjudaginn verður talað við
Halldór Ásgrímsson formann
Framsóknarflokksins
i,
i
I
:
I