Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 19
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Ljóðatón-
leikar Bjargar Þórhallsdóttur og
Daníels Þorsteinssonar í Safnaðar-
heimili kl. 17. Guð í Þúsund litum -
guðsþjónusta fyrir alla aldurshópa í
kirkjunni kl. 11. Barna- og unglinga-
kór kirkjunnar syngur undir stjóm
Jóns Halldórs Finnssonar. Kristján
Edelstein leikur með á gítar, org-
anisti Bjöm Steinar Sólbergsson.
Prestar eru sr. Birgir Snæbjömsson,
sr. Svavar A. Jónsson og Jóna
Hrönn Bolladóttir og starfsfólk
barnastarfsins Arna Ýrr Sigurðar-
dóttir og Gunnar Árnason. Morgun-
bæn í kirkjunni á þriðjudag kl. 9.
Mömmumorgunn í Safnaðarheimili
kl. 10 til 12 á miðvikudag, Björg
Bjamadóttir ræðir um málþroska
barna. Kyrrðar- og fyrirbænastund á
fimmtudag kl. 12 og hefst hún með
orgelleik. Hjónanámskeið verður á
mánudagskvöld í Safnaðarheimili,
leiðbeinendur eru sr. Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir og sr. Svavar A. Jóns-
son.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11 á sunnudag. Kristni-
tökuafmælis verður minnst með
táknrænum hætti. Bama- og ung-
lingakór syngur ásamt hljóðfæra-
leikurum. Léttir söngvar með sumar-
sveiflu. Nemendur Tónlistarskólans
á Akureyri leika á píanó. Foreldrar,
afar og ömmur eru hvött til að fjöl-
menna í kirkju með börnum sínum.
Fjölskyldusamvera frá kl. 10 til 12 á
fimmtudag. Heitt á könnunni og safi
fyrir bömin.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hugvekju-
stund kl. 9.30 í dag, laugardag.
Kvennasamkoma kl. 15 og hátíðar-
samkoma fyrir herfjölskylduna og
vini kl. 20 þar sem þoðið verður upp
á veitingar. Fjölskyldusamkoma kl.
11 á sunnudag, fjölbreytt dagskrá.
Börn fá verðlaun fyrir góða mætingu
í vetur. Ungbarnablessum og fleira.
Ræðumaður er ofusti Einar
Höyland. Gestir verða ofurstarnir In-
ger og Einar Höyland, deildarstjóra-
hjónin Turid og Knut Gamst, brig.
Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jóns-
son, kapt. Miriam Óskarsdóttir og
fleiri.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- og
lofgjörðarstund kl. 20 í kvöld, laug-
ardagskvöld. Amber Harris gospel-
söngkona predikar. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30.
Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa.
Kristinn Pétur Birgisson frá ísafirði
predikar. Léttur hádegisverður á
vægu verði kl. 12.30. Vakningasam-
koma ki. 16.30 á sunnudag þar sem
Amber Harris predikar og syngur.
Mikill og líflegur söngur. Fyrirbæn.
Barnapössun fyrir börn yngri en 6
ára. Alfanámskeið kl. 20 á miðviku-
dagskvöld. Gospelkvöld kl. 21 á
föstudagskvöld, 7. maí.
HRÍSEYJARPRESTAKALL: Hátíð-
arguðsþjónusta í Stærri-Árskógs-
kirkju kl. 14 á morgun, sunnudag í
tilefni af Kristnihátíð. Fermingarbörn
munu flytja leikþátt um kristnitökuna
og Kór Stærri-Árskógskirkju syngur
undir stjórn Guðmundar Þorsteins-
sonar organista. Hátíðarmessa og
ferming í kirkjunni kl. 10.30 á sunnu-
dag. Fermd verður Hrund Teitsdótt-
ir, Austurvegi 11, Hrísey. Minnst
verður 1000 ára kristni á íslandi.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag kl. 18 og á morgun,
sunnudag kl. 14 í kirkjunni við Eyrar-
landsveg 26.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Há-
tíðarmessa verður í Hólakirkju kl.
13.30 í dag, laugardag. Kaffi og með
því [ Bangsabúð á eftir. Safnaðar-
fundur á sama stað að því loknu.
Hátíðarguðsþjónusta f Munkaþver-
árkirkju kl. 11 á sunnudag. Hátíðar-
guðsþjónusta í Grundarkirkju kl.
13.30 á sunnudag. Aðalsafnaðar-
fundur Grundarsóknar verður í
Laugaborg á mánudagskvöld kl.
20.30. Aðalsafnaðarfundur Munka-
þverársóknar verður í kapítulinu kl.
20.30 á miðvikudagskvöld.
MÖÐRUVALLAPREST AKALL:
Guðsþjónusta verður í Möðruvalla-
kirkju kl. 14 á morgun, sunnudag, í
tilefni hátíðarhalda vegna kristni-
tökuafmælisins. í athöfninni verður
frumflutt lag við texta Péturs Sigur-
geirssonar biskups sem hann hefur
samið í tilefni hátíðarhaldanna.
Sameiginlegur kór kirknanna í
prestakallinu syngur. Organisti
Birgir Helgason. Kaffiveitingar
verða í Þelamerkurskóla í boði
sóknarnefndanna eftir guðsþjón-
ustu.
Önnur skrifstofa Norður-
skautsráðsins í bænum
Morgunblaðið/Kristján
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra ræðir við Sofffu Guð-
mundsdóttur, forstöðumann PAME-skrifstofunnar, og Níels Einars-
son, forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
GUÐMUNDUR Bjamason um-
hverfisráðherra opnaði á Akureyri í
gær skrifstofu Norðurskautsráðsins
um vemd gegn mengun hafsins á
norðurslóðum, svokallaðrar PAME-
skrifstofu. Forstöðumaður hennar
er Soffía Guðmundsdóttir, umhverf-
isverkfræðingur frá Akureyri.
Þetta er önnur alþjóðlega um-
hverfisskrifstofan sem umhverfis-
ráðherra opnar á Akureyri á því
kjörtímabíli sem nú er að ljúka,
auk þess sem Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar tók til starfa í bæn-
um. Guðmundur sagði við það
tækifæri að hann hafi beitt sér í
ríkum mæli fyrir því að opinberar
stofnanir verði staðsettar utan höf-
uðborgarsvæðisins, „og verð vart
sakaður um linkind í þeim efnum“.
Stærsta verkefnið er flutningur
Landmælinga Islands til Akraness,
sem Guðmundur sagði hafa tekist
vonum framar.
Hann gerði einnig að umtalsefni
að nokkuð skiptar skoðanir hafi
verið um aðsetur þessara alþjóð-
legu skrifstofa á Akureyri. Guð-
mundur sagði að sú gagnrýni ætti
við nokkur rök að styðjast, þar sem
nokkru dýrara væri að reka þær á
Akureyri vegna alþjóðlegra sam-
skipta við hinar faglegu stofnanir
sem skrifstofurnar þurfa að vinna
með og eru að minnsta kosti enn í
Reykjavík. Hins vegar væri mikill
vilji til þess á Akureyri að vinna vel
með þessum nýju sprotum atvinnu-
lífsins.
Fjórir vinnuhópar starfandi
Guðmundur sagði að á vegum
Norðurskautsráðsins væru nú
starfandi fjórir vinnuhópar um
vemd umhverfis Norðurskautsins.
AMAP-hópurinn sér um að sam-
ræma vöktun á norðurhjara, EPPR
er vinnuhópur um sameiginlegar
aðgerðir við bráðahættu eða meng-
unaróhöppum, Þá er í þriðja lagi
hópur um vemdun gróðrar og líf-
vera á norðurslóðum en skrifstofa
þess verkefnis, svokölluð CAFF-
skrifstofa var opnuð á Akureyri ár-
ið 1996. PAME-skrifstofan tengist
svo fjórða vinnuhópnum og verður
rekin við hlið CAFF-skrifstofunnar
að Hafnarstræti 97.
Guðmundur sagði að fyrir um
einu og hálfu ári hafi á vegum
PAME verið hafist handa við gerð
svæðisbundinnar framkvæmdaáætl-
unar og tóku fulltrúar íslenskra
stjómvalda virkan þátt í gerð henn-
ar. „Forgangsverkefni samkvæmt
áætluninni er stuðningur við gerð
framkvæmdaáætlunar fyrir heim-
skautahluta Rússlands. I öðru lagi
stuðningur við áframhaldandi að-
gerðir til að draga úr losun þung-
málma og þrávirkra lífrænna efna
og í þriðja lagi að undirbúa gerð
samræmdra áætlana um strand-
svæði.“
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Vorsýning
Myndlistaskóla
ArnarInga
VORSÝNING Myndlistaskóla Arnar
Inga verður haldin á morgun, sunnu-
daginn 2. maí í Klettagerði 6 á Akur-
eyri og verður hún opin frá kl. 14 til
18. Á sýningunni verða um 60 verk
unnin með olíu- eða pastellitum. Við-
fangsefnin eru fjölbreytt og per-
sónuleg en um er að ræða úrval
mynda beggja anna vetrarins. Um
hvítasunnuhelgina verður á sama
stað útskriftarsýning tveggja nem-
enda skólans.
-------------
Félag vélsleðamanna
í Eyjafírði
Ferð um
Odáðahraun
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði
gengst fyrir dagsferð um Odáða-
hraunssvæðið á morgun, sunnudag-
inn 2. maí. Farið verður á sleðum írá
Fosshóli kl. 11.30 og ekið í Svartár-
kot. Þar mun Tryggvi bóndi taka við
hópnum en hann er allra manna
kunnastur á þessu svæði. Þeir sem
vilja geta ekið á bflum í Svartárkot
og er áætluð brottför þaðan kl. 12.
Gera má ráð fyrir að eknir verði allt
að 200 kflómetrar.
Tónleikar söngdeildar
Tónlistarskóla Eyjaíjarðar
Kornakurinn
á kafi í snjó
Morgunblaðið/Eyjaljarðarsveit.
ÁRSKÓGSSTRÖND hefur
kannski ekki verið talin búsæld-
arlegasta sveit iandsins en þar
hafa bændur þó ræktað korn til
þroska á undanförnum árum.
Baldvin Haraldsson á Stóru-Há-
mundarstöðum er einn þeirra og
hefur hann að jafnaði verið búinn
að sá um þetta leyti.
Hann hefur haft þann háttinn
á að sá þegar komið hefur verið
10 cm þítt lag í jarðveginn. Klak-
inn hefur svo borið jarðvinnslu-
tækin uppi og varnað því að jarð-
vegurinn þjappist um of. Útlitið
er ekki jafn gott á þessu vori og
er nú um eins metra þykkt snjó-
lag yfir akrinum. Baldvin var þó
bjartsýnn og var búinn að dreifa
sandi yfir snjóinn til að flýta fyr-
ir bráðnun hans.
TÓNLEIKAR söngdeildar Tónlist-
arskóla Eyjafjarðar verða í Frey-
vangi sunnudagskvöldið 2. maí kl.
20.30. Á þessum tónleikum koma
fram nemendur Þuríðar Baldurs-
dóttur söngkennara og er efnisskrá-
in fjölbreytt að vanda, bæði innlend
og erlend sönglög. Undirleikari er
Dóróthea Dagný Tómasdóttir. Þetta
eru fyrstu tónleikar skólans á þessu
vori, en alls verða þeir sjö. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir.
Aðalfundur
Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar
verður haldinn miðvikudaginn 5. maí
nk. kl. 20.00 f Safnaðarheimilinu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Kirkjulistaviku lýkur
Ljóðatónleikar
og litrík guðs-
þjónusta
KIRKJULISTAVIKU í Akureyrar-
kirkju lýkur á morgun, sunnudag,
en aðsókn að dagskrárliðum hefur
verið mjög góð.
Nú í dag, laugardag, verða ljóða-
tónleikar í Safnaðarheimili þar sem
fram koma Björg Þórhallsdóttir
sópransöngkona og Daníel Þor-
steinsson píanóleikari, en Tónlistar-
félag Akureyrar efnir til tónleik-
anna. Á efnisskránni eru trúarleg
ljóð eftir fjölda innlendra og er-
lendra tónskálda, m.a. Friður á jörð
eftir Árna Thorsteinsson, Klukkna-
hljóð eftir Sigvalda Kaldalóns og
Biblíuljóð eftir A. Dvorák.
I tengslum við Kirkjulistavikuna
sýnir Kvikmyndaklúbbur Akureyr-
ar myndina Jesus Christ Superstar
í Borgarbíói á morgun, sunnudag-
inn 2. maí, kl. 17.
Kirkjulistavikunni lýkur með
guðsþjónustu fyrir alla aldurshópa
með yfirskriftinni „Guð í þúsund lit-
um“. Teknir verða fyrir fjórir
grunnlitir, grænn, gulur, rauður og
blár, reynt verður að skynja litina
eins og þeir eru og leyfa sérkennum
þeirra að sýna ákveðna eiginleika
Guðs.
Sýning á kirkjumunum úr Eyja-
firði og teikningum af eyfirskum
kirkjum stendur jfir í Safnaðar-
heimili en henni lýkur á sunnudag.
Þá stendur enn í Listasafninu á
Akureyri sýningin „Jesús Kristur -
eftirlýstur" sem sett var upp í
tengslum við Kirkjulistavikuna.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þig akið.
■ "■
^ Drottinn Guö, veit mér
vernd þina, og lát mig
minnast ábyrgöar minnar
er ég ek þessari bifreið.
í Jesú nafni. Amen.
L„.......................ZZ4
Fæst í Kirkjuhdsinu
Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík, Hljómveri og
Shellstöðinni v/Hörgárbraut,
Akureyri, Litla húsinu,
Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri