Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
EGILL Ólafsson safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn tók á móti skrúfunni á Patreksfirði. Með honum á
myndinni er Steingrímur Þórarinsson bflstjóri, en hann flutti skrúfuna vestur fyrir Flugminjasafnið.
Tálknafirði - Flugvélarskrúfan
sem frystitogarinn Freri frá Hafn-
arfirði fékk í trollið nýlega er kom-
in vestur í Örlygshöfn. Ahöfn og
útgerð Frera gáfu Flugminjasafn-
inu á Hnjóti skrúfuna.
Líkur eru taldar á því að skrúfan
sé af sprengjuflugvél, sem fór í
kafbátaleitarflug 3. nóvember
1941. Flugélin var bresk, Arm-
strong-Withworth Whitley MK. V.
I samtali við Egil Ólafsson safn-
vörð á Hnjóti kom fram að skrúfan
væri merkur og sérstæður gripur
Flugvélar-
skrúfa á flug-
minjasafnið
að Hnjóti
þar sem vélar af þeirri gerð sem
skrúfan er af, væru horfnar af
sjónarsviðinu og mjög fátítt ef ekki
ómögulegt að fá úr þeim heillega
hluti. Nú bíður skrúfan þess að
verða þrifin og fægð, en hún verð-
ur síðan höfð til sýnis í Flugminja-
safninu á Hnjóti.
Egill vill koma á framfæri þakk-
læti til áhafnar og útgerðar Frera
fyrir þann velvilja og hlýhug, sem
gjöfín ber með sér. Einnig vill
hann þakka eigendum og starfs-
fólki Vöruafgreiðslunnar á Pat-
reksfirði fyrir aðstoðina við að
flytja skrúfuna vestur á Patreks-
fjörð.
Barnfóstrur
á námskeiði
Hellu - Fræðslumiðstöð Rauða
Kross Islands stendur árlega fyrir
margvíslegum námskeiðum víðs veg-
ar um landið. Þau eru liður í að auka
fræðslu meðal almennings og efla
vinsamlegt mannlíf og eiga það sam-
eiginlegt að reynast gagnleg í dag-
legu lífi.
A vegum Rauðakrossdeildar
Rangárvallasýslu var nú á vordögum
haldið eitt slíkt á Hellu fyrir verð-
andi barnfóstrur. Námskeiðið sóttu
sextán ungmenni á aldrinum 12-14
ára frá Hellu, Hvolsvelli og ná-
grannasveitum, en markmiðið var að
þátttakendur fái aukna þekkingu á
börnum og umhverfi þeirra og öðlist
aukið öryggi í starfi. A dagski-ánni
voru atriði eins og æskilegir eigin-
leikar barnfóstru, þroski barna, leik-
fangaval, mikilvægi fæðutegunda,
veik börn, fyrirbygging slysa og
skyndihjálp auk fleiri gagnlegra at-
riða sem tekin voru íyrir. A nám-
skeiðinu á Hellu voru Þórdís Ingólfs-
dóttir hjúkrunarfræðingur og Krist-
ín Sveinsdóttir leikskólakennari leið-
beinendur.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
VERÐANDI barnfóstrur ásamt leiðbeinendum, Þórdísi Ingólfsdóttur
og Kristínu Sveinsdóttur.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
LESIÐ og lært um miðja nótt. Á milli námslotnanna voru teknar létt-
ar leikfimiæfingar.
Lesið, skrif-
að, sofið og
skeggrætt í
námspuði
Selfossi - Klárar Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, en svo eru
þeir nefndir sem ljúka námi,
lögðu á sig nám í maraþonstíl
eftir að hafa safnað áskorunum
í ijáröflunarskyni til að íjár-
magna námsferð að stúdentsá-
fanganum loknum í lok maí.
Með námspuðinu í rúman sólar-
hring stanslaust nýttu nemend-
ur ijáröflunartímann til náms
ásamt því að efla samstöðuna í
hópnum. Ríflega 40 nemendur,
Klárar, tóku þátt í þessari þol-
raun þar sem var lesið, skrifað,
sofið og skeggrætt.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
ÞEIR stjórna siglingunum um Breiðaijörð með Eyjaferðum um borð í
Brimrúnu sem tekur yfir 100 manns í sæti. Á myndinni eru Siggeir
Pétursson, Pétur Ágústsson og Ólafur Sighvatsson.
Byrjað að undirbúa
unglingalandsmót
UMFÍ í Bíldudal
Tálknafirði - Laugardaginn 24. api'íl
var héraðsþing HHF haldið á Bíldu-
dal. HHF stendur fyrir Héraðsam-
bandið Hrafnaflóka, en félagssvæði
þess er Vestur-Barðastrandarsýsla.
Aðalmál þingsins og verkefni næstu
misserin er unglingalandsmót UMFÍ,
sem HHF heldur um verslunar-
mannahelgina árið 2000. Er undir-
búningur íyrir mótið haflnn og miðar
vel. Ráðgert er að auglýsa fljótlega
eftir framkvæmdastjóra fyrir mótið.
Nokkur tími fór í umræður um fyr-
irkomulag á skiptingu tekna af lóttó-
og getraunaseðlum og var samþykkt
tillaga þess efnis. Þar er gert ráð fyr-
ir að íbúafjöldi, fjöldi félagsmanna
o.fl. hafi áhrif á úthlutun til einstakra
félaga. Einnig var samþykkt að 5% af
úthlutunartekjum fari í minningar-
sjóð um S. Jóhannes Sigurðsson, en
reglugerð fyrir sjóðinn var samþykkt
á þinginm Þá var ekkju Jóhannesar,
Kristínu Ólafsdóttur, færð stofnskrá-
in ásamt lista yfir gefendur í sjóðinn,
en sjóðnum hafa borist 53 gjafir, en
gefendur eru mun fleiin, þar sem
dæmi eru um heilu fjölskyldurnar
bak við einstaka gjöf. Sjóðnum er
ætlað að styrkja unga og efnilega
íþróttamenn innan HHF til frekari
þjálfunar.
Lýst var kjöri íþróttamanna ársins.
Ásgeir Sveinsson og Jónas Þrastar-
son voru báðir útnefndir fyrir frjálsar
íþróttir, Guðbjartur Ásgeirsson var
útnefndur sem körfuboltamaður árs-
ins og Haukur Sigurðsson sem sund-
maður ársins. Það var síðan Jónas
Þrastarson sem var kjöi’inn íþrótta-
maður ársins hjá HHF.
Gáfu farandbikar
Fjölskylda Jóhannesai- Sigurðs-
sonar gaf HHF farandbikar, sem
skal veita þeim einstaklingi er stiga-
hæstur er í hástökki á keppnistíma-
bilinu. Eydís, dóttir Jóhannesar og
Kristín móðir hennar, afhentu bikar-
inn í fyrsta sinn á þinginu. Ásgeh’
ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins hjá HHF
var Jónas Þrastarson frá Iþrótta-
félaginu Herði á Patreksfirði.
Morgunblaðið/Finnur
EYDIS Jóhannesdóttir og móð-
ir hennar Kristín Ólafsdóttir af-
henda hástökksbikarinn í
fyrsta skipti. Það var Ásgeir
Sveinsson frá Imiri-Múla á
Barðaströnd sem hlaut bikar-
inn og Sveinn Þórðarson, faðir
hans, tók við honum.
Sveinsson frá Innri-Múla á Barða-
strönd hlaut bikarinn að þessu sinni,
en faðir hans, Sveinn Þórðarson
veitti bikarnum viðtöku fyrir hans
hönd. Formaður HHF var kosinn
Sigurður Viggósson og með honum í
stjórn eru Helga Jónasdóttir,
Thelma Ki'istinsdóttfr, Ásdís Guð-
jónsdóttir, Karl Þór Þórisson og
Silja Björg Jóhannsdóttir.
Vorið er
komið við
Breiðafjörð
Stykkishóimi - Síðustu daga hef-
ur verið blíðskapar veður við
Breiðafjörð og vorið birtist hér í
ýmsum myndum. Margir Hólmar-
ar huga að bátum sínum og fara
að hlúa að eyjabúskapnum. Hjá
Eyjaferðum eru það ferðamenn-
irnir sem minna á vorið. Á þeim
bæ er boðið upp á sérstakar
vorferðir um Breiðafjörð sem
nefndar hafa verið „Vorkoma við
Breiðafjörð".
Þessar ferðir eru sérstaklega
ætlaðar fyrir hópa svo sem klúbba
og starfsmannafélög. Ferðirnar
byggjast upp á skoðunarferð, þar
sem skoðað er fuglalífið sem er að
kvikna á þessum tíma, skel-
ílsksveiði og smökkun og endar á
glæsilegu sjávarréttahlaðborði.
Að sögn Maríu Valdimarsdóttur
hjá Eyjaferðum hafa pantanir ver-
ið miklar nú í vor og með þessum
vorferðum lengist ferðamanna-
tímabilið um nokkrar vikur. Við-
tökur hafa verið góðar og um síð-
ustu helgi voi'u farnar 3 slíkar
vorferðir með hópa.