Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 24

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 24
24 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 350 milljóna tap af reglu- legri starfsemi Básafells Básafell 1. sept. 1998- 28. feb. 1999 1/9 '98- 1/9 '97- 28/2 '98 Rekstrarreikningur Miiyónir króna 28/2 '99 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.891 1.768 1.322 1.134 +43,0% +55,9% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.kostn. Afskriftir Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 123 (221) (252) 188 (158) (129) ■34,6% +39,9% +95,3% Tap af regiulegri starfsemi Aðrar tekjur umfram gjöld (350) 121 (99) 69 +253,5% +75,4% Tap tímabilsins (229) (30) +663,3% Efnahagsreikningur Miiyónir króna 28/2 ‘99 31/8 '98 Breyting Fastafjármunir 5.700 5.699 0% Veltufjármunir 1.107 1.199 ■7,7% Eignir samtals 6.807 6.898 ■1,3% Eigið fé 1.348 1.592 ■15,3% Langtímaskuldir 3.370 3.467 -2,8% Skammtímaskuldir 2.089 1.839 +13.6% Skuldir og eigið fé samtals 6.807 6.898 ■1,3% Kennitölur og sjóðstreymi 28/2'99 31/8 '98 Breyting Veltufjárhlutfall 0,53 0,65 Eiginfjárhlutfall 20% 23% Veltufé (til rekstrar) frá rekstri Millj. kr. (75) 45 TAP af reglulegri starfsemi Bása- fells hf. á Isafirði fyrstu sex mánuði rekstrarársins, þ.e. frá 1. september 1998 til 28. febrúar 1999, nam 350 milljónum króna. Óreglulegar tekjur umfram gjöld námu 121 milljón króna og varð því 229 milljóna króna tap á rekstri félagsins á tímabilinu. Þetta kemur fram í árshlutareikn- ingi Básafells sem stjóm félagsins hefur samþykkt. Básafell skilaði 122 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað. Rekstrartekjur á tímabilinu voru 1.891 milljón króna en rekstrargjöld námu 1.768 milljón- um. Afskriftir voru 221 milljón og fjármagsnkostnaður 252 milljónir. Veltufjármunir námu 1.107 milijón- um króna í lok febrúar og voru skammtímaskuldir 2.089 milijónir króna á sama tíma. Veltufjárhlutfall- ið er nú 0,53. Eigið fé nam 1.348 milljónum króna í lok febrúar og á sama tíma voru heildarskuldir fé- lagsins 5.459 milljónir. Eiginfjárhlut- fallið er því 20%. Handbært fé frá rekstri nam 94 milljónum króna. Búist við að reksturinn verði í jámum í síðustu viku sendi Básafell frá sér afkomuviðvörun og 1 tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær kem- ur fram að helstu ástæður þess að afkoma félagsins er lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun séu verulegur samdráttur í rækjuveiðum og gengistap. Rækjuveiðar hafi gengið illa síðari hluta síðasta rekstrartímabils, en enn verr fyrstu mánuði þessa tímabils sem leitt hafi til þess að áður úthlutað aflamark var skorið niður um 33%. Þá hafi Básafell einnig þurft að loka annarri rækjuverksmiðju félagsins á ísafirði vegna hráefnisskorts, en rúmlega helmingur tekna Básafells hafi kom- ið frá rækjutengdri starfsemi. Eftir lokun verksmiðjunnar og samein- ingu við Fiskiðjuna Freyju hf. og Bræðraverk ehf. hafi þær tekjur lækkað niður í einn þriðja af tekjum félagsins, en tveir þriðju teknanna koma nú frá bolfiskvinnslu og út- gerð. Þá segir að verulegt gengistap hafi verið af skuldum félagsins í er- lendri mynt og þá sérstaklega japönskum jenum. Fram kemur í tilkynningu Bása- fells að endurskoðuð rekstraráætlun félagsins gerir ráð fyrir að því að reksturinn verði í jámum á rekstrar- tímabilinu í heild þegar óreglulegir liðir hafi verið teknir með. Nú sé verið að vinna að endurfjármögnun og sé áætlað að veltufjárhlutfallið fari úr 0,5 í 1,0 eftir þær aðgerðir. Bjuggust við hagnaði þrátt fyrir samdrátt Rósant Már Torfason hjá Við- skiptastofú Islandsbanka segir að af- koma Básafells sé í samræmi við af- komuviðvörun félagsins sem að vísu hafi ekki birst fyrr en 21. apríl síð- astliðinn. „I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að gengistapið hafi verið sérstaklega í japönskum jenum. Þegar sveiflur japanska jensins gagnvart íslenskri krónu eru skoðað- ar á þessu sex mánaða tímabili kem- ur í ljós að mestu sveiflumar áttu sér stað í október 1998 þegar jap- anska jenið styrktist um tæplega 15%. I fréttatilkynningu írá félaginu sem birtist í nóvember á síðasta ári kom fram að rækjuveiðar hefðu gengið mjög illa hér við land og ef fram héldi sem horfði veiddist ekki nema helmingur úthlutaðs afla- marks og þá mundu tekjur Básafells dragast enn frekar saman. Þrátt fyrir að forráðamenn félags- ins hafi gert sér grein fyrir sam- drætti í rækjuveiðum og þar af leið- andi samdrætti í tekjum og að jap- anska jenið hafði þá þegar styrkst um tæp 15% þá gerðu þeir ráð fyrir í rekstraráætlunum að félagið myndi skila hagnaði. Tap af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði rekstr- arársins varð síðan 350 milljónir. Endurskoðuð rekstraráætlun gerir ráð fyrir því að reksturinn verði í jámum á rekstrartímabilinu í heild þegar óreglulegir liðir hafa verið teknir með. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvað nýir hlut- hafar hafa fram að færa til þess að rétta fyrirtækið af,“ sagði Rósant. Delta með hlutafjár- útboð LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. hefur ákveðið að gefa út nýtt hlutafé að fjárhæð 20 milljónir að nafnverði. Hluta- féð verður selt á genginu 12 og er því markaðsverðmæti nýs hlutafjár 240 milljónir króna. Astæða hlutafjáraukningar er lokafjármögnun vegna nýrrar lyfjaverksmiðju á athafnasvæði fyrirtækisins. Hluthafar Delta hf. em í dag 126 en mun fjölga um 1.100 í lok maí en stjóm Lyfjaverslunar íslands hefur ákveðið að dreifa til sinna hlut- hafa hlutabréf í Delta hf. Hlutabréfin eignaðist Lyfja- verslun Islands við kaup Delta á framleiðslu- og þróunarsviði Lyfjaverslunar Islands í lok sl. árs. í fréttatilkynningu kemur fram að hlutaféð verður fyrst boðið núverandi hluthöfum fyr- irtækisins á tímabilinu 4. maí til 17. maí. Það hlutafé sem óselt kann að verða að loknu forkaupsréttartímabili verður boðið almenningi tO kaups frá 18. maí til 21. maí. Að loknu út- boði verður fyrirtækið skráð á Aðallista Verðbréfaþings ís- lands. fslandsbanki hefur um- sjón með útboðinu og er milli- gönguaðili vegna skráningar fyrirtækisins á Verðbréfaþingi Islands. Helstu lyf sem Delta hf. framleiðir fyrir innlendan markað em verkjalyfið park- ódín, magalyfið asýran og hjartalyfið daren, en fyrirtæk- ið hefur markaðsleyfi fyrir rúmlega 150 lyf á íslandi. Delta hefur skrifað undir stóra sölusamninga í Bretlandi og Þýskalandi vegna tveggja lyfja og munu þeir koma til fram- kvæmda í lok þessa árs. SjQlfstæðismemi Re^jaueskjördæmi Kveðjuhóf fyrir Ólaf G. Einorsson, forseta Alþingis og fyrrverondi róðherro, verður holdið í Kirkjuhvoli, Gorðobæ, lougordoginn 1. maí nk. kl. 17:00-19:00. Allir velkomnir www.xd-reijigones.is Kjördæmisród Sjólfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi aD FBA með 362 milljónir í hagnað fyrir skatta SAMKVÆMT óendurskoðuðu árs- hlutauppgjöri nam hagnaður af rekstri Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins fyrstu þrjá mánuði ársins 1999 rúmum 362 milljónum króna fyrir skatta, og er þetta meiri hagn- aður en var fyrstu sex mánuði árs- ins 1998. FBA birtir nú ársfjórð- ungstölur úr rekstrinum í fyrsta sinn og er það í samræmi við þá stefnu stjómar bankans að upplýsa hluthafa um rekstur bankans fjór- um sinnum á ári. „Við erum mjög sátt við niður- stöðu fyrsta ársfjórðungs. Hann kom mun betur út en við vorum að gera ráð fyrir í upphafi árs. Þar kemur margt til. Fyrir það fyrsta hagstæð ytri skilyrði á þessum tíma, og svo hitt að við erum famir að uppskera því sem við sáðum í viðskiptasamböndum og þjónustu við okkar viðskiptavini á seinasta ári,“ sagði Bjami Armannsson, for- stjóri FBA, í samtali við Morgun- blaðið. í rekstraráætlun sem kynnt var í útboðslýsingu bankans var gert ráð fyrir 890 milljóna króna hagnaði, en sú áætlun verður endurskoðuð við birtingu hálfsársuppgjörs ef ástæða þykir til. I fréttatilkynningu segir að sveiflur í ytri skilyrðum geti valdið snöggum breytingum á af- komu bankans og rétt sé að vekja athygli á að hér sé um stutt tímabil að ræða. Vaxtatekjur fyrstu þriggja mán- aða ársins 1999 vora 1.235 milljónir króna og vaxtagjöld 977 milljónir króna. Aðrar rekstrartekjur námu 358 milljónum króna og hreinar rekstrartekjur því 616 milljónir króna. Onnur rekstrargjöld voru 173 milljónir, 81 milljón var lögð á afskriftareikning og hagnaður fyrir skatta því 362 milljónir króna. Hagnaður fyrstu þriggja mánaða ársins 1999 er meiri en hagnaður fyrstu sex mánaða ársins á undan þegar hagnaður var 357 milljónir króna fyrir skatta, en árið 1998 var fyrsta starfsár bankans. í uppgjörs- tölum má sjá að aðrar rekstrartekj- ur námu 160 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins 1998, en þær voru 358 milljónir fyrstu þrjá mánuði þessa árs eins og áður sagði. „Aðrar rekstrartekjur eru aðal- lega gengishagnaður vegna sölu á markaðsskráðum hlutabréfum og skuldabréfum. Það fer mjög eftir markaðsaðstæðum á hverjum tíma hverjar aðrar rekstrartekjur era, en á þessum tíma voru aðstæður okkur mjög hagfelldar. Við höfum ekki gert ráð fyrir söluhagnaði hluta- bréfa í Baugi hf. sem kemur inn í aprílmánuð, þannig að annar árs- fjórðungur fer einnig vel af stað. En það er erfitt um þetta að spá til framtíðar vegna þess hversu háð þetta er ytri aðstæðum,“ segir Bjami. Vöxtur efnahagsreiknings var um 4% á fyrstu þremur mánuðum árs- ins og er það í samræmi við stefnu bankans um aðhaldssemi í útlánum. Heildareignir FBA nema nú 75,8 milljörðum króna en námu 72,8 milljörðum króna í árslok 1998. Eig- ið fé bankans að loknum fyrsta árs- fjórðungi var 8.696 milljónir króna, að teknu tilliti til 544 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa vegna ársins 1998. Bankinn mun fyrirsjáanlega nýta að fullu það skattalega tap sem hann átti í byrjun árs að fjárhæð 340 milljónir króna. Hluthafar FBA era nú 3.950 talsins. 7\n ilmefna An litarefna íshöfn ehf. Snyrtivörukynning á Simple húðvörum í Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-16 20% kynningarafsláttur Cb LYFJA LYF Á LÁGMARKSVERDI Lágmúla, Setbergi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.