Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 29
VIÐSKIPTI
Nafnvextir almennra skulda-
bréfa og vextir af vísitölub.
útlánum banka 1996-1999
| Almenn skuldabréf |
-j Visitölubundin útlán | ■
1
1996 1997 1998
Yaxtahækk-
anir vegna
aðgerða
Seðlabanka
ÚTLÁNSVEXTIR banka hafa
hækkað nokkuð frá því í febrúar á
þessu ári. Vextir óverðtryggðra
skuldabréfalána hafa aukist úr
12,3% í febrúar í 12,9% í aprfl. Vext-
ir vísitölubundinna útlána hafa auk-
ist úr 8,2% í 8,5% á sama tímabili.
í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar
kemur fram að ástæðu þessara
vaxtahækkana megi að mestu rekja
til vaxtahækkunar og hertra lausa-
fjári'eglna Seðlabankans frá því í
febrúar í viðskiptum við lánastofn-
anir. Einnig kunni ótti um meiri
verðbólgu að hafa áhrif.
Vextir á vísitölubundnum útlán-
um voru 8,8% að meðaltali á síðasta
ári og vextir óverðtryggðra skulda-
bréfa voru 12,8%.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá KÁ
ÓLI Rúnar Ástþórsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfé-
lags Árnesinga en hann hefur und-
anfarið gegnt starfí framkvæmda-
stjóra Atvinnuþróunarsjóðs Suður-
lands. Hann mun
taka við stöðunni
á næstu vikum
þegar núverandi
framkvæmda-
stjóri, Þorsteinn
Pálsson, lætur af
störfum en hann
hefur verið ráð-
inn forstjóri
Kaupáss.
Óli Rúnar var
áður fram-
kvæmdastjóri Jöfurs hf. og forstöðu-
maður fjárreiðudeildar Eimskipafé-
lags Islands. Hann er 42 ára, fæddur
í Vestmannaeyjum og er hagfræð-
ingur frá Háskóla Islands, auk þess
sem hann lauk framhaldsnámi í hag-
fræði frá University of Michigan,
Ann Ai'bor. Óli Rúnar er kvæntur
Maríu Snorradóttur hjúkrunai-fræð-
ingi og eiga þau fjögur börn.
Davíð
Oddsson
heldur fund í þínu kjördæmi
Norðurland vestra
Borgarafundur í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans,
Sauðárkróki sunnudaginn 2. maí kl. 15.00.
Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
á Norðurlandi vestra taka þátt í umræðum.
Allir velkomnir
ÁRANGURfytÍrAMXA
l Skilafrestur auglýsingapantana | í næsta blað er til kl. 16 1 miðvikudaginn 5. maí. JltovttnUiUtfk AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is