Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 35

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 35 Yfírmanni Dando hótað lífíáti Tilræðismaðurinn hugsanlega Serbi Lundúnum. Reuters. The Daily Telegraph. FRÉTTASTJÓRA breska ríkis- sjónvarpsins IiBC var í vikunni hót- að lífláti af manni sem vildi ekki láta nafns síns getið en sagðist bera ábyrgð á morðinu á sjónvarpskon- unni Jill Dando, en hún var myrt fyrir utan heimili sitt í Lundúnum fyrr í vikunni. Að sögn lögreglu er hótunin litin mjög alvarlegum augum og hefur fréttastjórinn, Tony Hall, fengið lögregluvemd. Hall hefur yfirum- sjón með fréttaflutningi af átökun- um í Kosovo og var yfirmaður Dando, sem hafði m.a. gert flótta- mönnum frá héraðinu mikil skil. Nokkur símtöl eru sögð hafa borist skiptiborði BBC þar sem yf- irmönnum á sjónvarpsstöðinni var hótað, að því er The Guardian skýrði frá í gær. I einu af símtölun- um var talað um morðið á Dando og að Tony Hall yrði „næstur“. í kjölfar þessara hót- ana hefur sjónvarps- stöðin eflt öryggis- gæslu til muna í þeim fjómm byggingum sem hýsa starfsemi hennar í Lundúnum. Barst nafnlaust bréf um átökin í Kosovo Ymsar kenningar hafa verið uppi um hver tilræðismaður Dando er, en sá sem hafði S hótunum við Hall sagðist vera Serbi að því er BBC skýrði frá í gær. Fyrr í vikunni var sagt frá því í breskum fjölmiðlum að lögreglan væri að kanna hvort serbneskir öfgamenn hefðu myrt Dando til að hefna árása Atlantshafsbandalags- ins á serbneska sjónvarpsstöð í síð- ustu viku. í gær skýrði lög- reglan frá því að Dando hefði borist nafnlaust bréf um átökin í Kosovo, skömmu áður en hún var myrt. f bréfinu sem var „illa skrifað var vaðið úr einu í ann- að“ en í því var ekki morðhótun, að því er breskur lögeglumaður sagði í samtali við Reuters í gær. Hefur lögregla gefið út tölvuteiknaða mynd af tilræðismanninum, en hún var gerð eftir lýsingum vitna. Lög- reglan lagði áherslu á það í gær, að aðrar tilgátur væru uppi um það hver morðinginn væri og að hugs- anlega væri hann geðtruflaður maður sem hefði fengið Dando „á heilann“ eða glæpamaður tengdur morði sem Dando hafði fjallað um í sjónvarpi. Tölvuteikning af til- ræðismanninum. Tuttugu særðust í Irak Mosul. Reuters. Valdarán á Kómoró Moroni. Reuters. HERINN á Kómoró-eyjum í Indlandshafi rændi völdunum í gær. Sagði talsmaður hans, að tilgangurinn með valdaráninu væri að koma í veg fyrir, að ríkið leystist upp en tvær af þremur stærstu eyjunum vilja segja_ sig úr lögum við þá þriðju. í síðustu viku veitti forsetinn, Ta- djiddine Ben Said, eyjunum tveimur aukna sjálfstjórn en herinn var ekki samþykkur því. TALSMAÐUR írakshers sagði í gær að alls hefðu tuttugu manns særst og hús eyðilagst er banda- rískar orrustuþotur skutu flug- skeytum að íbúðabyggð í bbrginni Mosul í norðurhluta íraks á fimmtudag. Mohammed Abdul- Qader, undirhershöfðingi í íraks- her, sagði að orrustuvélamar hefðu sleppt stórri leysistýrðri sprengju á íbúðahverfið sem standi fjairi öllum hernaðarlega mikilvægum skot- mörkum. Hinir særðu voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Um hádegisbil í gær glumdu loft- varnaflautur í Mosul, sem stendur um 450 km norður af Bagdad, höf- uðborg íraks. Sjónarvottar sögðu að nokkram mínútum seinna hefðu tvær öflugar sprengingar heyrst og mikill reykur stigið upp. Endurvarpsstöð sprengd Pá herma fregnir að á fimmtudag hafi bandarísk flugskeyti eða sprengjur lent á endurvarpsstöð íyr- ir sjónvarp og útvarp, aðeins tveimur km frá al-Wahda íbúðahverfinu, í út- jaðri Mosul sem stendur um 450 km norður af Irak. Undii'hershöfðinginn sagði að endurvarpsstöðin hefði ekki verið notuð í hemaðarlegum tilgangi. o sólina alla f, þriðju- l^daga Ferðir 22., 29. júní og 6. júlíj 2 vikur - Gisting ó Primavera m, wp m £ m Dos eða Gemalos II - 4 í ibúð /I Tftfj 2 fullorðnir og 2 börn § Verðfrá kr.^T í 2 í íbúð. Verð fró kr. 65300 Ferðir 22.og 29. júní 1 vika, 22-29 júní og 29. júní-6. júlí 4 í íbúð, 2 fullorðnir og 2 börn verð frá kr. 2 í íbúð kr. 47.900 EL MELROSE - húsin Aðeins sex sæti í boði í hvoraferð 2 víkur - Gisting í húsi- 3 svofnherbergi 6 í húsí, 2 fullorðnír og 4 börn kr. 840 innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og ALLIR F LU GVALLAS KATTAR EURO/ATLAS ávísunin þín LÆKKAR verðið um kr. 4.000 cþnAjS^ bsJ^io! FERÐASKRIFSTOFA Pantaðu í síma 55131» REYKJAVIKVR í Aóalstræti 9 - sími 552-3200 Veður og færð á Netinu mbl.is Vaxandi atvinnu- leysi í Japan Tókyó. Reutcrs. ATVINNULEYSI fer nú vaxandi í Japan og vinnur ríkisstjórnin hörðum höndum að því að gera áætlanir um hvernig eigi að ráða fram úr þeim efnahagslega sam- drætti sem ríkt hefur í Japan sl. mánuði. Atvinnuleysi hefur aukist um 0,2 prósentustig frá marsmánuði og nemur nú 4,8 prósentum, af því er talsmenn ríkisstjórnarinn- ar sögðu í gær. „Ríkisstjórnin er tilbúin til að gera allt sem í hennar valdi stendur“ til að stemma stigu við auknu atvinnuleysi, sagði Hiromu Nonaka, háttsettur embættis- maður ríkisstjómarinnar í sam- tali við Reuters. Nonaka sagði jafnframt að rík- isstjórn Keizo Obuchi, forsætis- ráðherra, væri ekki tilbúin til að auka fjárlög til að örva efnahag- inn. Endurskipulagning Talsmenn japanskrar umboðs- ski-ifstofu sögðu atvinnuleysið eiga rætur í endurskipulagi fyrh- tækja, sem oft á tíðum felur í sér uppsagnir stai'fsmanna. Einnig væru margir nýútskrifaðir fram- haldsskólanemar í atvinnuleit sem hefðu ekki haft erindi sem erfiði. FYRSTA FARRYMI FYRIR ÞIG OG ÞÍIUA Arrfifl ino st£Rkb % Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslensk \ araðstæður. Gottrými, ^ yfirburða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru staðalbúnaður Starcraft Arcticllne. ^OlAFT ARCTICUNE ^ marla; V Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og jyv fortjald, auk frábærrar endingar <y eru atriði sem gera Camp-let að ein- stökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur finnst ekki hér á landi. Verð frá aðeins kr. 19.900,- Betra verð býðst þér varla. Fyrsta farrými fyrir tengdól CÍSU JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644. Umboðsmenn á Suðurnesjum, Toyota-salurinn í Njarðvik, sími 421 4888.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.