Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 40

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Glösin gera gæfumuninn Rétt glös eru nauðsynlegur hluti þessi að njóta vandaðra vína, segir Steingrimur Sigurgeirsson og bætir við að það sé hrein peningaeyðsla að kaupa dýr vín en nota léleg glös. ÞAÐ skiptir litlu máli hversu góð vínin eru. Ef þau eru ekki borin fram með réttum hætti skila þau sér illa. Vín þurfa rétt hita- stig til að njóta sín og síðast en ekki síst rétt glös. Því miður er það alltof algengt hér á landi að lítið sé lagt upp úr góðum vínglösum. Yfírleitt byrja ég ósjálfrátt að skoða glös þeg- ar eiginkonu minni tekst að draga mig inn í versianir þar sem borðbún- aður og annað þess háttai’ er til sölu, líklega kækur er fylgir vínáhugan- um. Oftar en ekki vekur framboðið hins vegar meiri furðu en aðdáun. Glös, sem seld eru sem vínglös, virðast iðulega henta betur undir flest annað en að bera fram í þeim vín. Þau eru gjarnan úr gleri en ekki kristalli og ótrúlega mikið framboð virðist vera á glösum með lituðu gleri og útskornu. Þetta kann að full- nægja fegurðarskyni margra, en er ekki æskilegt ef hagsmunir vínsins eiga að vera að leiðarljósi. Þá er algengt að lítið sé lagt upp úr lögun og stærð glasa og enn má víða sjá svonefndar kampavínsskál- ar, víð, lág glös sem stuðla fyrst og fremst að því að kolsýran í kampa- víninu gufar upp með ofsahraða og skilur vínið eftir fiatt og ólystugt. Ekki einu sinni á veitingastöðum er hægt að ganga út frá því sem vísu að vin séu borin fram í þokkalegum glösum og raun- ar heyrir það til algerra undantekn- inga. Jafnvel dýrustu vín eru borin fram í ódýrum og óspennandi glös- um úr þykku gleri sem draga vínin niður á óspennandi plan. Helst er hægt að líkja þessu við það að fín- asta villibráð væri borin fram á plast- eða pappadiskum. Myndi ein- hverjum detta það í hug? Þrátt fyrir að vínflaska sé yfírleitt tvöfölduð eða þrefölduð í verði áður en hún er seld veitingahúsagestum virðist ekki lögð áhersla á að þeir geti notið hinna dýru veiga með við- eigandi hætti. Góð vínglös þurfa ekki að vera flókin. Þau eiga vera á stilk og túlip- analöguð, það er breiðari uppi en Sælkerinn niðri. Þau eiga ekki að vera útskorin eða lituð þar sem slíkt hefm- áhrif á hina sjónrænu upplifun. Loks eiga þau að vera úr kristalli, helst sem þynnstum sem einfaldar snerting- una við vínið. Þau verða að vera rúmgóð og þannig hönnuð að jafnvægi sé gott þegar búið er að hella víni í þau. Ekki er neinn hörgull á góð- um glasaframleiðendum. Spi- egelau, Baccarat, Swiesel og Orrefors eru dæmi um fyrir- tæki er framleiða falleg glös, sem gera vínum góð skil. Það er hins vegar óumdeilt að enginn framleiðandi í heim- inum hefur lagt jafnmikla vinnu í að hanna hin full- komnu vínglös og Austur- ríkismaðurinn Georg Riedel. Menn í vínheimin- um kann að greina á um vægi einstakra árganga, gæði tiltekinna vína, hvaða þrúgur henta á hvaða svæð- um og raunar flest annað. Allir eru hins vegar á einu máli um að Riedel-glösin séu í sérflokki. Það er sama hvort vín eru smökkuð hjá bestu framleiðendum Napa í Kalifomíu eða Barossa-dalnum í Astralíu. Hvort vín séu smökkuð með Rónarframleið- andanum Guigal eða hinum ítalska Angelo Gaja. Riedel-glösin eru jafn- ómissandi og vinin og Gaja er raunar svo hrifínn af þeim að hann sér um að flytja þau inn og dreifa um Ítalíu. Sömu sögu er að segja af bestu veit- ingastöðum veraldar og það er orðið nokkuð langt síðan samtök Grand Cru-framleiðenda í Bordeaux tóku ákvörðun um að önnur glös skyldu ekki notuð við smakkanir á þeirra vegum. Riedel er jafnframt eini ein- staklingurinn, sem ekki tengist vín- framleiðslu með beinum hætti, sem valinn hefur verið maður ársins af víntímaritinu Decanter. Það eru nokkur ár frá því ég byrjaði sjálfur að nota Riedel við allar smakkanir mínar og það er vart hægt að lýsa þeim mun sem er á þessum glösum og minni spámönnum. Það er líkt og vínið sýni sig fyrst í allri sinni dýrð (eða standi nakið og óvarið líkt og keisarinn forð- um) þegai’ því er hellt í þessi glös. Þau láta í sjálfu sér ekki mikið yfir sér, hönnunin stílhrein og mínímal- NYJASTA glas Riedel er Vinum smökkunarglas sem ætlað er að etja kappi við hið sígilda INAO-glas er hannað var á átt- unda áratugnum. Markmið þess er ekki að draga fram sérkenni tiltekinna vína heldur að gera fagmönnum kleift að meta vín við mismunandi að- stæður. Markmiðið með lögun glassins er sem sagt að hafa eng- in áhrif á vínið en gefa því á sama tíma tækifæri til að breiða úr sér til fulls ilmlega séð. Stilk- urinn er holur að innan og rúmar 20 ml af víni eða um eina mat- skeið sem þýðir að ein vínflaska dugar í 35 smökkunarskammta. Sé glasið lagt á hliðina fyllir þetta magn dældina án þess að vínið renni úr glasinu. Skiptar skoðanir eru á glasinu og einn dálkahöfunda bandaríska vín- tímaritsins Wíne Spectator velti því fyrir sér hvort glasinu væri fyrst og fremst ætlað að draga úr því magni sem vínfram- leiðendur þyrftu að hella í glös við smakk- anir. Hvað segir ein matskeið manni? spurði hann. ísk, en í því er líka fegurð þeirra fólgin og sjálfur get ég ekki hugsað mér glæsilegi'i vínglös. Þau liggja vel í hendi og þyngdarjafnvægið ein- stakt. En hver er galdurinn á bak við þessi glös? Líklega sá að Riedel-fjöl- skyldan nálgaðjst málið úr annarri átt en flestir. I stað þess að hanna falleg glös var reynt að komast að því hvað þyrfti að koma til ef tiltekin vín ættu að njóta sín til fulls, innihaldið var látið ráða ferðinni. Glösin eru ekki borðbúnaður heldur nákvæm, háþróuð tæki til að njóta vína. Það næst með því að hanna ekki eitt glas er hentar öllum (þótt vissu- lega framleiði Riedel einnig alhliða glös) heldur sérstakt glas fyi’ir hvern af helstu vínflokkum veraldar. Þannig geta menn valið sér glas fyrir Bordeaux-vín (sem einnig hentar al- mennt fyrir Cabernet Sauvignon- vín), rautt Búrgundar-glas, Chard- onnay-glas, Chianti-glas og svo framvegis. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að Chardonnay-glasið sé eitthvert besta alhliða glasið sem fá- anlegt er þótt einnig verði að viður- kennast að ekkert jafnast á við gott Bordeaux-vín í viðeigandi glasi. Hina algjöru fullkomnun er að finna í hinni handblásnu Sommelier- seríu, sem er hins vegar vart á færi okkar dauðlegu að kaupa verðsins vegna. Serían Vinum, sem er mjög svipuð en ekki handblásin, fullnægir hins vegar ýtrustu kröfum og þessi glös eru að auki á alveg skikkanlegu verði miðað við glös annarra fram- leiðenda (þótt af einhverjum ástæð- um séu þessi glös margfalt dýrari hér á landi en á flestum öðrum stöð- um í heiminum). Það hættulega við glösin er hins vegar að eftir að maður er einu sinni kominn upp á lagið verður ekki aftur snúið og það getur kallað á ýmsar fjárfrekar aukafjárfestingar á borð við nýja glasaskápa að falla fyrir Riedel. Látið mig vita það. Hvað er schizo-affective sjúkdómur GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ættingi minn þurfti að leggjast inn á geðdeild vegna geð- ræns ástands. Þar fékk hann sjúkdómsgreininguna „sehizo-af- fective psyehosis“. Hvers konar geðsjúkdómur er það og hveijar eru batahorfurnar? Svar: Schizo-affective psychos- is er geðveiki (psychosis) með blönduðum einkennum, annars vegar þeim sem einkum má sjá í geðklofa (schizo), og hins vegar einkennum geðhvarfasýki, þung- lyndis eða örlyndis (affective). Astand sjúklinga í bráðri geð- veiki, einkum þegar um fyrstu veikindahrinu er að ræða, getur komið fram í ofskynjunum, rang- hugmyndum, ruglingslegu tali og hegðun eða öðrum þeim einkenn- um sem heyra sérstaklega undir geðklofa, en sjást þó einnig hjá geðhvarfasjúklingum. A sama tíma koma fram greinileg ein- kenni sem fremur tilheyra geð- hvarfasýki, t.d. sjálfsásakanir, sektarkennd og sjálfsvígshug- myndir. Sjúklingar með þessi ein- kenni eni oft í töluverðri sjálfs- vígshættu, þar eð þeir hafa litla stjórn á hvötum sínum og eru ekki í veruleikatengslum. Eftir því sem sjúkdómurinn þróast og svarar meðferð kemur oft betur í ljós hvers eðlis sjúkdómurinn er, hvort um er að ræða geðklofa eða geðhvarfasýki. Schizo-affective greining er því oft tímabundin sjúkdómsgreining. Ef þróunin er í geðklofaátt eftir að bráðaástandi lýkur verður fé- lagsleg einangrun meira áber- andi, sjúklingurinn kemst úr til- fínningalegum tengslum við ann- að fólk og hverfur meira inn í sig, og áfram ber á undarlegum hug- Geðklofi, þung- lyndi, örlyndi myndum. Sé um geðhvarfasjúk- dóm að ræða sést batinn á því að sjúklingurinn kemst aftur í eðli- leg veruleikatengsl eftir fáeinar vikur eða mánuði, ranghugmynd- ir og ofskynjanir hverfa, en þung- lyndiseinkennin sitja lengur eftir uns þau hverfa ef viðeigandi með- ferð við þeim heppnast vel. Það er þó ekki alltaf sem þróunin verður svo skýr. Hjá sjúklingum með áberandi kleifhugaskapgerð geta einkenni sem líkjast geðklofa litað sjúkdómsmynd þeiiTa, jafnvel þótt um geðhvarfasýki kunni að vera að ræða, og stendur því fyrri greining áfram. Þótt geðhvarfasýki geti endur- tekið komið fram með einhverju miilibili og sjúklingurinn liðið ómældar þjáningar af þeim sök- um, eru batahorfur hans þó mun betri en þegar sjúkdómurinn þró- ast í geðklofa. Geðhvarfasjúkling- urinn nær oftast fullum bata á milli sjúkdómshrina og hlé á sjúkdómnum geta staðið árum eða áratugum saman. Hann getur lifað eðlilegu lífi og stundað sín störf, en þarf þó oftast að taka lyf til þess að halda sjúkdómnum niðri. Geðklofasjúklingurinn hef- ur ekki sömu möguleika á fullum og viðvarandi bata, þótt miklar framfarir hafí orðið á meðhöndl- un þessa sjúkdóms á síðustu ára- tugum. Allt að helmingur þessara sjúklinga getur snúið aftur til eðlilegs lífs, lifað viðunandi fjöl- skyldulífí og séð sér farborða, en hætt er við að hjá mörgum séu geðklofaeinkennin hemill á eðli- leg mannleg samskipti, og félags- leg og tilfinningaleg einangi-un getur orðið meiri hjá þeim en hjá öðru fólki með fulla andlega heilsu. Batahorfur sjúklinga með greininguna „schizo-affective psychosis" fara því mikið eftir þróun sjúkdómsmyndarinnar eft- ir að bráðaástandi lýkur og hvort frekar er um geðklofa eða geð- hvarfasýki að ræða, svo að viðeig- andi meðferð verði beitt. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og brcfum eða símbréfum merkt: Viku- lok, fax: 5691222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.