Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 [J 1 MORGUNBLAÐIÐ
1
ÚTI AÐ BORÐA MEÐ FLEMMING M0RCH 1 SENDIHERRA
Danskara getur
ekki
Flemming M0rch, sendiherra Dana
--7-------------------—
á Islandi, hefur aðeins dvalið hér á landi
í þrjá mánuði, en kveðst þegar kunna vel
við sig enda hvarvetna mætt hlýhug og
----------77---------------
velvild af hálfu Islendinga. I hádegisverð-
arspjalli við Svein Guðjónsson ræðir hann
-------------------————j,--
um starf sitt, samskipti Dana og Islend-
inga og sitthvað fleira.
Morgunblaðið/Sverrir
FLEMMING Merch sendiherra: „íslendingar og Danir
eiga margt sameiginlegt."
AÐ lá eiginlega beint við að
fara á „Jómfrúna“ í Lækjar-
götunni. Ekta danskt smur-
brauð, danskur matseðill og Tu-
borg-bjór. Sendiherrann er sam-
mála þessu, enda hafði hann enn
ekki látið verða af því að heimsækja
staðinn og þótti tími til kominn. „Eg
ætla að fá mér hakkabuff með
spældu eggi,“ segir hann eftir að
hafa skoðað matseðilinn. „Danskara
getur það ekki orðið,“ bætir hann
við brosandi. Undirritaður ákveður
að fylgja fordæmi sendiherrans.
Það er greinilegt á öllu að hér
ríkir hefð og handbragð danskrar
matreiðslu. Eigandi staðarins, Jak-
ob Jakobsson, er líka fyrsti karl-
maðurinn í heiminum til að útskrif-
ast sem „smorrebrodsjomfru" frá
Idu Davidsen í Kaupmannahöfn.
Hann kaus að halda starfsheitinu og
um það var skrifað í dönsk blöð á
sínum tíma, í einu þeirra undir fyri-
sögninni: „Jakob er jomfru." Og hér
er vitaskuld komið nafnið á staðn-
um.
Jakob stendur glaðbeittur fyrir
innan afgreiðsluborðið og spyr
hvort við viljum fá okkur snafs fyrir
matinn. Hann er með alla Álaborg-
arlínuna í ákavítinu: Den rpdc,
jubelæum, porch, export og extra
og að auki „kvindesnapsen" den blá.
I Danmörku hefðum við eflaust látið
þetta eftir okkur, en hér á landi fær
maður sér ekki snafs í hádeginu á
virkum degi. Við fáum okkur þó lít-
inn Tuborg með matnum. Þó það nú
væri!
Hlýhugur og velvild
- Blaðamaðurinn hefur á orði að
íslendingar geti mikið lært af Dön-
um hvað varðar þá list að „hygge
sig“ og þykist tala af reynsiu eftir
tveggja mánaða dvöl í Arósum.
Hann spyr sendiherrann hvort
hann hafí orðið var við einhvem
mun á íslendingum og Dönum hvað
vai'ðar almenn lífsviðhorf og hvern-
ig íslendingar komi honum fyrir
sjónir, svona við fyrstu kynni.
„Eg er nú kannski ekki rétti mað-
urinn til að svara þessu með mis-
munandi lífsviðhorf Dana og íslend-
inga. Til þess hef ég ekki verið hér
nógu lengi, en ég held þó að það sé
býsna margt líkt með þessum
tveimur frændþjóðum. Eg hef hvar-
vetna fundið fyrir miklum hlýhug
og velvild í garð okkar Dana og það
er mikils virði, þegar maður kemur
í nýtt land og nýtt starfsumhverfi,
að fínna fyrir svo jákvæðu viðmóti.
Og mér er ljúft að játa að ég hef
aldrei í mínu starfí fundið fyrir við-
líka hlýhug og ég hef mætt hér í
Reykjavík.
Islendingar og Danir eiga margt
sameiginlegt, bæði í sögulegu og
menningarlegu tilliti. Þótt ég hafi
ekki verið hér lengi tej ég mig hafa
séð margt líkt í fari íslendinga og
Dana og það gildir ekki aðeins um
menningu og sameiginlega sögulega
arfleifð. Ég hef til dæmis orðið var
við að íslendingar eru „veisluglaðir"
engu síður en Danir.
Þegar ég kom hingað til lands
fannst mér, eftir að hafa starfað í
ýmsum löndum með mismunandi
menningararfleifð, ég vera kominn
hálfa leið heim. Bara það að sitja
hér og spjalla við blaðamann á
dönsku segir sína sögu. Það er ein-
stakt að vera sendiherra í öðru
landi og geta talað móðurmál sitt
við nánast hvern sem er. Síðan ég
kom hef ég sjaldan orðið að grípa til
annars tungumáls en móðurmáls-
ins, heldur hef ég talað dönsku við
flesta embættismenn, stjómmála-
menn og almenning, sem ég hef átt
samskipti við. Það er ekki svo lítils
virði.
Ég geri mér samt grein fyrir því
að íslendingum er tamara að
bregða fyrir sig ensku og unga fólk-
ið talar auðvitað mun betri ensku en
dönsku. Þar koma meðal annars til
sterk áhrif sjónvarps og tölvutækn-
innar. Þessara áhrifa gætir einnig
mjög meðal ungs fólks í Danmörku.
En sem Dani er ég ákaflega upp
með mér af því að danska skuli vera
fyrsta erlenda tungumálið, sem
kennt er í skólum hér á landi. Það
út af fyrir sig styrkir hin mikilvægu
sögulegu og menningarlegu tengsl,
sem ávallt hafa ríkt milli Dana og
Islendinga. Mikilvægur hluti af
mínu starfi er eimitt að rækta þessi
tengsl.“
- Blaðamaður reynir aftur að
víkja talinu að muninum á Dönum
og Islendingum, með skírskotun til
áðurnefndrar reynslu frá Árósum
og lýsir þeirri skoðun sinni að Danir
séu ívið afslappaðri í viðhorfum sín-
um til lífsins. Svona þægilega
„ligeglad" eins og stundum er sagt:
„Pað er meira stress hér á Islandi
og margir óþarflega uppteknir af
veraldlegum hlutum, eins og því að
eignast stærri bíla, fleiri farsíma og
þess háttar..."
„Ef þú átt við kaupgleði, eru nú
margir Danir haldnir henni líka.
Munurinn er kannski sá að kaup-
geta íslendinga, svona almennt, er
líklega meiri.“
Hin hefðbundna leið
Sendiherrann er ánægður með
matreiðsluna á hakkabuffinu og ég
Vor í sinni draums
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
LEYSINGAR.
VORIÐ er komið, landið losnar úr
klakaböndum og vaknar til lífs
með leysingum hækkandi sólar og
lengri dags. Þessi táknræna mynd
er einnig mynd draumsins af losun
hugarfars úr viðjum vanans, með
huglægum leysingum hækkandi
vitundarstigs og aukinnar innsýn-
ar. Að skoða drauma sína meðvit-
að og grunda táknin til skilnings á
þeim meiningum sem draumurinn
ber á borð að næturlagi er ekki
bara skoðun á eigin sjálfi og hugs-
anlegri opnun á æðri vitsmuni,
hann er lykill að sjálfri vitundinni
og víkkun hugans, að hugmyndun-
um! Draumurinn er gáttin að þeim
sviðum vitundarinnar sem kölluð
er snilli og við dáumst að hjá
skákséníum, vísindamönnum eins
og Kára Stefánssyni og listamönn-
um á borð við Karl Kvaran, en eru
flestum okkar lokaðar. Þar sveifl-
ast dyr skynjunar frá draumi til
vöku, frá dulvitund til meðvitund-
ar og sópar framförum í hug-
myndavinnu til hugans sem hvílir
á rafbláum kvörkum í draumi næt-
ur. Með hækkandi sól morgun-
dagsins og vaknandi hug verður
sú vinna að raunverulegum hug-
myndum til sköpunar verðmæta á
torgi íslensks atvinnulífs. Gróska
draumavorsins verður að lárviði
framtíðar þar sem ísland er orðið
að hátæknivæddu samfélagi hug-
myndaríkra einstaklinga sem
byggja grunn sinn á útsjónarsemi
fortíðar og seiglu, þjóðlegu innsæi
og draumnum með vor og gullöld í
haga.
Draumur „Lóu“
Mér fannst ég vera stödd í húsi
þar sem húsmóðirin var að sortera
eitthvað gamalt dót og mér fannst
hún einnig vera að setja myndir
án ramma á vegg sem var í stiga-
gangi upp á aðra hæð, sem í
draumnum var komin ofan á
þeirra hæð. Þar var kona í heim-
sókn sem ég þekki og var hún í
kápu sem ég hef ekki séð hana í
áður. Á vinstra hom kragans var
stimpill með einhverjum línum og
mér fannst það ekki móta neitt
sérstakt, en ég var með stimpil í
höndunum og áður en ég veit af er
ég búin að setja þennan stimpil á
sama horn kragans, en konan var
ekki hrifin af þessu og ég bauðst
til að fara með kápuna í hreinsun
og ég man eftir að sjá konuna í
kápunni og báðir stimplamir voru
horfnir. Síðan kemur húsbóndinn
heim, hann var mjög hár maður en
í draumnum töluvert lægri. Hann
gengur til mín, heilsar mér með
handabandi og spyr mig hvort ég
sé ákveðin að taka þessa ákvörðun
og ég játa því, og mér finnst það
vera að taka litla telpu sem ég
gerði, hún var í fallegum rauðum
kjól og ég var á leiðinni heim til
mín, þá kemst ég að því að þetta
er drengur en ekki telpa. Síðan
vakna ég.
Ráðning
Þegar draumurinn stillir upp
táknum sínum í ákveðna mynd
með föstum meiningum, fer hann
oft þá leið að raða þeim upp lag
fyrir lag þannig að í efsta laginu
er kynning á innihaldi draumsins
og við hvern er átt en þar fyrir
neðan kemur sagan í nokkrum
lögum og svo meining draumsins
og tilgangur. Þessi draumur er
þannig, í efsta laginu ert þú sem
húsið, húsmóðirin og hæðin ofan á
þeirra. Grúskið í gamla dótinu og
rammalausu myndimar í stiga-
ganginum koma í næsta lagi og
tala um hug þinn til að skoða liðna
tíð og vilja til að laga það sem
aflaga hefur farið í lífi þínu og
samskiptum við aðra. Þegar í
næsta lag kemur birtast fordómar
(stimpillinn) þínir í garð ákveðinn-
ar manneskju og þú sérð að þeir
hafa ekki átt við nein rök að styðj-
ast, þú ákveður því að bæta gerð-
an hlut. I fjórða laginu áréttar þú
ætlun þína með komu húsbóndans
og þegar í fimmta lag kemur, ertu
afráðin og þegar búin að snúa
blaðinu við. Þar endar sagan að
þér líður sem nýrri manneskju,
fullri af nýrri orku og (telpan,
rauði kjóllinn og drengurinn) auk-
inni.
„Kona úr Rvk“ sendir
draum 1998
Mig dreymdi að ég var að tala
við konu sem mér fannst (sá hana
ekki) heita Guðrún, um eitthvað
og það sem erum að tala um varð-
ar aðra konu sem er Sigurðardótt-
ir. Ég segi við viðkomandi: „Ég
ætla að fara snöggvast og athuga
þetta fyrst ég er hér,“ og mér
finnst sem ég gangi upp Suður-
götu eða já og ég var að fara inn í
turninn hjá gömlu slökkvistöðinni
í Rvk nema hvað hann er ekki þar
heldur í Þingholtunum eða á Lauf-
ásvegi. Ég geng inn og finnst ég
i
I