Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 57
MINNINGAR
+ Rögnvaldur
Sverrir Möller,
fyrrverandi kennari
í Ólafsfirði, var
fæddur á Siglufírði
7. október 1915.
Foreldrar Rögn-
valds voru Christi-
an Ludvig Möller, f.
5. apríl 1887, d. 11.
ágúst 1946, verslun-
armaður og lög-
regluþjónn, og Jóna
Sigurbjörg Rögn-
valdsdóttir, f. 18.
mars 1885, d. 6.
febrúar 1972. Rögn-
valdur kvæntist 15. apríl 1939
Kristínu Helgu Bjarnadóttur, f.
24. apríl 1919. Rögnvaldur og
Kristín voru barnlaus en fóstu-
dóttir þeirra er Lísbet Sigurð-
ardóttir, f. 15. nóvember 1948.
Börn Lísbetar eru Rögnvaldur
Kristinn Rafnsson, f. 2. júní
1970, hann ólst að hluta upp hjá
Rögnvaldi og Kristínu, hann er
giftur Ingu Hafdísi Sigurjóns-
Dags er geislai' dofna,
dauðinn hraðar fór,
sælt er að mega sofna
með sigurbros ávör.
Minning manninn lifir,
að mold þótt hverfi hann.
Auga þínu yfir
eldur lífsins brann.
(G. Kristófersson.)
Nú þegar við kveðjum Rögnvald
föðurbróður okkar, viljum við minn-
ast hans með nokkrum orðum. Peg-
ar við vorum böm vissum við af
honum frænda okkar í Olafsfirði, en
samgöngur voru stopular og við sá-
um hann sjaldan. En þegar Múla-
vegurinn var opnaður hófust árleg-
ar ferðir til Siglufjarðar í gegnum
Ólafsfjörð, þar sem stoppað var og
heilsað upp á Rögnvald og Stínu.
Minningar þessara funda eru okkur
mikils virði og gott veganesti.
Rögnvaldur var víðlesinn, fróður,
glettinn og skemmtilegur maður.
Ekki þótti okkur verra ef hann
tók sér far með okkur til Siglufjarð-
ar, þá kunni hann skil á hverri þúfu
og fjallstoppi, bæjum og búendum
dóttur, og Guðný
Ósk Vilmundardótt-
ir, f. 30. september
1979.
Rögnvaldur ólst
upp hjá móðurfor-
eldrum sínuin í Ós-
landshlíð í Skaga-
firði 1920-1935 og
var þar í vegavinnu
á sumrin síðustu ár-
in. Rögnvaldur tók
gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar 1936
og kennarapróf í
Reykjavík _ 1938.
Var farkennari í Ólafsfírði
1938-44 og stundaði þá ýmsa
vinnu á sumrin. Einnig var
hann starfsmaður hjá KEA í
Ólafsfirði, síðar Kaupfélagi
Ólafsíjarðar 1944-59, lengst af
deildarstjóri. Var starfsmaður
hjá útgerðarfélaginu Stíganda
sf. 1959-67 við fiskverkun og
síldarsöltun og þá oft verk-
stjóri, en jafnframt við skrif-
og sagði sögur er tengdust því sem
fyrir augu bar. Á þessum tímum var
alltaf tími til að stansa og spjalla,
það er annað en í nútíma þjóðfélagi
þar sem hraðinn ræður ríkjum og
fólk hefur ekki tíma fyrir hvort ann-
að. Rögnvaldur var nátturuunnandi
og hafði gaman af að renna fyrir
físk í fallegri á og margar sagði
hann veiðisögurnar.
Landsmálin og pólitík voru rædd
með ýmsum tilbrigðum þegar faðir
okkar Alfreð og Rögnvaldur hittust,
og átti Rögnvaldur létt með að vera
á öndverðri skoðun til að stríða hon-
um og lífga þannig upp á umræð-
urnar. Minningar sem þessar um
Rögnvald gætu íyllt heila bók. í
mars hringdi Rögnvaldur og bauð
okkur til veislu 24. apríl. Tilefnið
var 80 ára afmælið hennar Stínu og
60 ára hjúkskaparafmæli þeirra 15.
apríl. Hann vissi sem var að þetta
yrði sennilega síðasta veislan sem
þau héldu. Þetta ætlaði hann að
gera fyrir Stínu sína, þessa hæglátu
blíðu konu sem haldið hefur glað-
værð sinni þrátt fyrir að hafa misst
stofustörf og fiskmat. Kennari
við Barnaskóla Ólafsfjarðar
1967-80, fór þá oft á námskeið
og var þrisvar settur skólastjóri
í forföllum skólastjóra. Rögn-
valdur var félagi í Karlakór
Ólafsfjarðar 1938-67 og í stjórn
kórsins um skeið. Formaður
slysavarnadeildar karla í Ólafs-
firði 1951-55. í björgunar-
skúturáði Norðurlands
1951-58. Fréttaritari Ríkisút-
varpsins 1958-74. Félagi í
Rótaryklúbbi Ólafsíjarðar frá
1972. Rögnvaldur hefur starfað
í ýmsum nefndum fyrir Ólafs-
fjarðarkaupstað. Endurskoð-
andi reikninga Ólafsfjarðarbæj-
ar 1958-90, Sparisjóðs Ólafs-
Qarðar 1962-90, Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar og Utgerðarfélags
Ófafsjarðar urn árabil. I byggð-
arsögunefnd Ólafsfjarðar frá
1983 til loka hennar 1991.
Skáldsagan „Á miðum og Mýri“
eftir Rögnvald kom út 1972 og
framhald hennar „Fortíðin
gleymist“ í „Heima er best“
1974. Einnig hafa birst eftir
hann ýmsar greinar í bföðum
og tímaritum.
_ Utför Rögnvalds fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og
liefst athöfnin klukkan 11.
heilsuna, ung kona í blóma lífsins.
En áður en til veislunnar kom var
hann kallaður brott. Við kveðjum
Rögnvald frænda okkar með þökk
og virðingu. Innilegar samúðar-
kveðjur til Stínu, Bettýjar og fjöl-
skyldu.
Handan hafsins breiða,
herrans nafni í,
ljóss þig dísir leiða
lífsins til á ný.
Friðar röðull fagur
fúlla veitir sýn,
þar sem dýrðardagur
drottins eilíft skín.
(G. Kristófersson.)
Gígja, Páll, Súsanna, Alma,
Erla og Jóhann G. Möller.
Vorið kom að vekja ungu blómin.
Vorið kom og söng þér feigðarhljóminn.
Vorið kom til þín með frið og fró,
flutti anda þinn í himnaró.
(Ók. höf.)
Pað vorar víst heldur seint á
Ólafsfirði í ár. Snjór í byggð og
þung snjóalög enn í fjöllum. Ystu
fjöll Tröllaskagans sami farartálm-
inn og ávallt áður millý grannbæj-
anna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
þó að vissulega hilli undir úrbætur í
samgöngumálunum þannig að fært
verði allan ársins hring.
Hann lifði það ekki, hann Rögn-
valdur frændi á Ólafsfirði og hefur
vafalaust saknað þess oft að geta
ekki hæglega brugðið sér bæjarleið
til æskustöðvanna á Siglufirði. Um
hásumarið kom hann þó stundum
að hitta móður sína og systkini og
þá kynntumst við bróðurbörn hans
honum, Kristínu konu hans og
Bettý dóttur þeirra og enn meira
líf færðist í húsið hennar ömmu
Jónu sem var „umferðarmiðstöðin"
fyrir stóran hóp afkomenda henn-
ar.
Rögnvaldur var þriðji elstur
barna Jónu Sigurbjargar og Christ-
ians L. Möller lögregluþjóns á
Siglufirði en alls urðu börnin átta á
þrettán árum. Heimilislífið var fjör-
legt, hópurinn afar líflegur, hávaða-
samur og áhugasamur um íþróttir,
húsbóndinn gleðimaður og söngvari
en húsmóðirin félagsvera hin mesta
og leikkona af áhugamennsku. Ekki
voru efnin mikil og oft þröngt í búi
en glaðværðin réð ríkjum flesta
daga.
Orlögin höguðu því þó þannig til
að Rögnvaldur fór ungur til móður-
foreldra sinna á Hlíðarenda í Ós-
landshlíð, Steinunnar Jónsdóttur og
Rögnvaldar Jónssonar, sem áður
höfðu búið að Miðhúsum í sömu
sveit. Eftir lát afa síns sumarið 1926
var Rögnvaldur áfram með ömmu
sinni og var til heimilis hjá henni til
tvítugs er þau fluttu til Siglufjarðar
og í Möllershúsið. Þar lést hún rúm-
lega áttræð að aldri árið 1942.
Eins og algengt er um yngra
fólk hafði ég lítið velt fyrir mér
sögu alls þessa frændfólks míns
þar til fyrir nokkrum árum. Hafði
þó Möllershúsið verið fastur punkt-
ur í tilverunni á uppvaxtarárunum,
föðurfólkið allt sérstakir og for-
vitnilegir karakterar og afkomend-
ur þeirra margir góðir vinir. Þá
rataði ég til Rögnvaldar á Ólafs-
fírði sem kominn var á dvalarheim-
ilið á Hornbrekku og spjölluðum
við nokkrum sinnum saman um
ættarsöguna, því að Rögnvaldur
var minnugur, nákvæmur og
skemmtilegur í tali.
í lifandi og myndrænni frásögn
hans kynntist ég lífi hans með
Steinunni ömmu sinni á Hlíðarenda
öll unglingsár hans. Það var töggur
í gömlu konunni og hún var ákveð-
in í því að hann skyldi læra það
sem hægt var í farskólum og ung-
lingaskólum í sveitinni en þar kom v
að þau tóku sig upp til að hann
gæti sest í Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar. Eftir það lá leið hans til
kennslu sjálfur í Ólafsfirði en
þangað flutti Rögnvaldur frændi
minn 23 ára og þar hitti hann bráð-
lega konuefnið sitt, Kristínu
Bjarnadóttur.
Á Ólafsfirði bjó Rögnvaldur öll
sín fullorðinsár. Af lýsingum hans
var alveg ljóst að bærinn varð hon-
um strax afar kær og fjölbreytt
trúnaðarstörf hans fyrir bæjarfé-
lagið þar bera þess glögg merki að
honum var treyst til farsælla verka.'
Auk kennslunnar annaðist hann
verslunarstörf lengi, var endurskoð-
andi fyrirtækja og stofnana, lengi
fulltníi í fræðsluráði bæjarins og
formaður í slysavarnafélögum. Þá
var hann fréttaritari blaða og út-
varps og vel virkur í Rotaryklúbbi
Ólafsfjarðar.
Áhugi hans á ritstörfum jókst
inikið á miðjum aldri. Skáldsagan
„Á miðum og mýri“ kom út 1972,
fjörlega skrifuð og þótti nokkuð
berorð á sinni tíð. Framhaldssagan
„Fortíðin gleymist“ birtist svo í
tímaritinu Heima er best nokkru
síðar. Rögnvaldur skrifaði líka smá-
sögur og hélt til haga erindum og
ýmsum pistlum sem hann flutti t.d. í
Rotaryklúbbnum. Þar á meðal er
athyglisverð grein um upphaf grá-
lúðuveiða, vinnslu og útflutnings
fyrir norðan um miðjan fjórða ára-
tuginn en þessi starfsemi varð um-
fangsmikil í nokkur ár. Þessa grein
gaf hann mér, taldi réttilega að
þetta þætti mér forvitnilegt.
Sameiginlegt öllum sögum og frá-
sögnum Rögnvaldar frænda míns
var lifandi orðfæri og kímni, jafnvel
gáski, sem ég kannaðist svo vel við
frá öðru fóðurfólki mínu. Ef til vill .
hefði hann kosið að geta sinnt skap-
andi skrifum meira á lífsleiðinni en
ég hygg þó að hann hafi fremur litið
á þau sem krydd í daglega lífinu og
viljað nota frásagnargleðina sér og
samferðarmönnum sínum til
skemmtunar.
Minningin um farsælan mann
mun varðveitast og ég þakka frænda
mínum Rögnvaldi Möller fyrir
skemmtileg kynni fyrr og síðar.
Alda Möller.
ROGNVALDUR
SVERRIR MÖLLER
MAGNÚS MÁR
BJÖRNSSON
+ Magnús Már
Björnsson fædd-
ist í Reykjavík 10.
júní 1978. Hann lést
af slysförum 9. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Háteigskirkju 19.
apríl.
Elsku hjartans
Maggi minn, það er
komið miðnætti og ég
sit hér með logandi
kerti og horfi á mynd af
þér. Ég á svo bágt með
að trúa því að þú sért
horfinn frá okkur og ég fái ekki að
horfa í fallegu brúnu augun þín og
taka utan um þig og segja þér hvað
mér þykir vænt um þig. Þú varst
alltaf litli drengurinn hennar
mömmu þinnar, þótt þú værir
stöðugt að minna mig á það að þú
værir orðinn fullorðinn. Þú varst
orðinn fullvaxta karlmaður. En ég
hafði alltaf áhyggjur af þér í um-
ferðinni og aldrei fegnari en þegar
þú seldir bílinn þinn og keyptir þér
gröfu, því að ég vissi að þú gætir
ekki farið mjög-hratt á henni. Svo
þennan sorgardag, um morguninn
sem þú fórst aftur upp í Borgarfjörð
í vinnuna til föður þíns, áður en ég
fór í vinnuna, komin í skóna og ætl-
aði bara að kasta á þig kveðju, var
eitthvað sem ýtti mér upp stigann,
mér fannst ég þurfa að kyssa þig
bless og segja þér að fara varlega og
spenna beltin, því að þú varst oft
óduglegur við það. En
sama kvöld skeður
þetta hræðilega slys og
þú ert allur.
Maður verður samt
að trúa því að það sé
annað líf eftir dauðann.
Það er svo margt verra
en dauðinn. Það er
stutt á milli gleði og
sorgar, því aðeins
fimm vikum áður var
mikill gleðidagur í lífi
systur þinnar, þegar
hún gifti sig. Og þú
varst bílstjórinn henn-
ar og stóðst þig með
prýði og við vorum öll svo stolt af
þér.
Svo varstu svo mikill dýravinur.
Þegar kisinn okkar dó varstu kom-
inn með tvo hamstra heim samdæg-
urs, vildir ekki hafa húsið án dýra.
Síðustu máltíð þína gafstu svo hor-
uðum hundi, sem var að sniglast í
kringum þig. Alltaf að hugsa um
dýrin.
Það var einnig gaman að íýlgjast
með þér, þegar þú varst að fara út
að skemmta þér. Þú varst búinn að
máta allar skyrturnar þínar, oftar
en einu sinni, en endaðir alltaf í
þeirri sömu, hvítu skyrtunni þinni.
Nú hvílir þú í uppáhalds skyrtunni
þinni og vonandi nýtur þú hennar
þar sem þú ert núna, elsku drengur-
inn minn.
Oft finnst okkur vanta klukku-
stundir í sólarhringinn og jafnvel
daga í vikuna. Með öðrum orðum,
við lifum of hratt. Augnablikið
gleymist, augnablikið sem er í raun
það dýrmætasta sem við’ eigum.
Ég vil þakka þér, elsku Maggi
minn, fyrir allar samverustundirnar
sem við áttum hérna megin. Ég fékk
að hafa þig í 20 ár og ég vil þakka
þér fyrir þau ár. Við höfum víst
börnin okkar bara að láni, en það er
sárt að hafa misst þig svona ungan.
Ég veit að við eigum eftir að hittast
aftm’, ég trúi því.
Láttu nú ljósið þitt
logaviðrúmiðmitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Við fjölskyldan á Birkihlíðinni og
aðrir aðstandendur viljum þakka
vinum og ættingjum fyrir alla vel-
vild og hjálp þeirra á síðastliðnum
vikum, sem hefur verið okkur mikils
virði í þessum erfiða missi. Guð
geymi þig, Magnús minn.
Þín elskandi móðir,
Kolbrún.
Ég vil ekki yrkja um dauðann
nagandi vissuna
moldina tómið og myrkrið
vatnið og maðkana
nei ekki það ekki dauðann.
Leyfðu mér heldur
að yrkja um lífið
í augum þínum.
(Ingibjörg Haraldsd.)
Elsku bróðir minn, ég vil ekki
trúa því að ég sé komin heim til að
kveðja þig til hins hinsta - æi, von-
andi bara vondur draumur - en,
sama hvað ég reyni, heldur hann
áfram - ég trúi því ekki - geng um
í leiðslu - dofin. Ég sem hlakkaði
svo til að fá að kynnast þér betur,
eftir að þú varðst stór. Svo falleg-
ur, svo góður, svo duglegur, svo
hraustur, svo ungur og loksins bú-
inn að kynnast stóru ástinni, henni
Lindu þinni, og litla stráknum
hennar.
Minningarnar hrannast upp, fal-
legar minningar um þig í þau fáu
skipti sem við áttum saman, þegar
ég var heima. Stundirnar sem við
áttum saman tvö í bflnum, þegar þú
varst að keyra mig eða sækja mig til
vinkvenna minna eða ömmu Stínu,
alltaf varst þú til í það, sagðir alltaf:
„Já, ekkert mál.“ Ég skil það núna
hvað þessar stundir vom mér dýr-
mætar. Einu skiptin sem ég gat tal-
að við þig í næði, bara við tvö, stóra
systir og litli bróðir. Þú varst alltaf
litli bróðir í mínum augum og eflaust
hefurðu verið pirraður á endalausu
stómsysturhjalinu.
Þegar við systumar vorum að
burðast með þig, litla hnullunginn
okkar, og keyra þig í kerranni í Am-
eríkunni. Allir sem urðu á vegi okk-
ar vildu skoða þennan litla ljós-
hærða, brúneygða strák og við rifn-
uðum af stolti af að segja að þetta
væri hann litli bróðir okkar. En vor-
um hálf skelkaðar af þessari
ágengni og örkuðum aftur heim með
litla sólargeislann okkar, enginn
mátti taka hann frá okkur. En nú er
búið að taka þig frá okkur, af
hverju? Lífið er skrítið. Eflaust
munum við aldrei vita tilganginn
með því. Ég vil trúa því að þú sért
einhvers staðar á góðum stað, að þar
bíði þín eitthvert annað hlutverk og
að þér líði vel. En söknuðurinn er
sár, svo sár að það eru ekki til nein
orð sem fú honum lýst.
Ég sit núna í herberginu þínu, all-
ir sofnaðir, smá næði til þess að
skrifa þér bréf, sem ég gerði alltof
sjaldan. Lít í kringum mig, þú ert
hér, ég finn það. Það er erfitt að fá
ekki að njóta samveru þinnar áfram
í lifanda lífi. En þú lifir enn í minn-
ingunni, verður með okkur hvar sem
er við emm. Ég elska þig.
Börnin fæðast litlum systkinum sínum
eins og ljós sé kveikt,
eins og fyrstu blóm vorsins
vakni einn morgun.
Efþaudeyja
hverfa þau til guðs,
eins og draumur, sem aldrei gleymist.
I sorginni mætast foreldrar og böm
og verða ekki síðan viðskila.
Lítill drengur liggur í vöggu sinni
og hlær, þegar við grúfum okkur niður
í ullarflókanum á bijósti hans.
íegar mamma situr með hann í fanginu
og gefúr honum brjóst,
horfum við hugfangin á,
hve hann er öruggur og sæll.
Svo einn morgun er hann dáinn.
(Jón úr Vör.)
Þín systir,
Olga.
Sumir koma inn í líf okkar
og fara fljótt aftur -
Sumir verða vinir
og dvelja um stund -
skilja eftir falleg fótspor
í hjarta okkar -
Ogviðverðum-aldrei-
þau sömu aftur, því að við
eignuðumst góðan vin!
Þinn vinur,
Cecil King Lewis jr.