Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 58

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 58
58 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR GÍSLASON + Vilhjálmur Gísla- son fæddist í Reykjavík 27. maí 1983. Hann lést á Landspítalanum 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín Jónsdóttir, f. 31.8. 1955, og Gísli Vilhjálmsson, f. 13.5. 1954. Systkini Vil- hjálms eru: Anna Yr, f. 11.8. 1986, og Sindri Freyr, f. 30.3. 1993. Vilhjálmur bjó í foreldrahúsum til tíu ára aldurs, en flutti þá á Vistheimilið í Árlandi 9 í Reykjavík. Hann var í dagvist á Lyngási og stundaði þaðan nám í Safamýrarskóla. títför Vilhjálms fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. maí og hefst athöfnin klukkan 15. um og passa að hann vantaði ekkert. Seinasta vetrardag veiktist Villi litli enn á ný og var fluttur á barnadeild Landspítalans og síðan á gjörgæslu, hann reyndist með heiftuga lungnabólgu sem ekk- ert réðst við, þar lést hann 26. apríl. Langt er síðan að fjölskyldan gerði sér Ijóst að líklega yrði Villi litli ekki lang- lífur en þegar kallið kom var sorgin sú sama og við hvert annað ótímabært barnslát. Eins og venjulega er harmur foreldr- anna mestur. Samúð mín er þó mest með Kristínu móður hans sem sat yf- ir barninu fárveiku dögum saman þangað til hann sofnaði að lokum svefninum langa í örmum hennar. Hvíl í friði, Villi minn. Þín amma, Næstum 16 ár eru liðin síðan ég var viðstödd fæðingu míns fyrsta bamabams. Um leið og ég sá hann vissi ég strax að eitthvað mikið var að. Smám saman kom það betur og betur í Ijós að Villi litli yrði aldrei heill heilsu, síður en svo. Þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir fannst aldrei hvað hafði farið úrskeiðis í þroska- ferli hans, það varð bara að flokkast undir óútskýranlega duttlunga nátt- úmnnar. Fyrstu árin liðu með áhyggjum og andvökum en smám saman sætti maður sig við orðinn hlut. Villi var bara svona, honum fór að vísu dálítið fram fyrstu árin en fékk þá heilablæðingu í viðbót og lamaðist að hluta. Sjóninni hrakaði stöðugt og einnig ástandi lungnanna, hann fékk endurteknar eyma- og lungnasýkingar og var alltaf á krampalyfjum og dugði þó ekki til. Það var eríitt að sjá réttlætið í því að allar þessar hörmungar væru lagðar á eitt h'tið bam. Villi litli bjó heima til 11 ára aldurs og flutti þá á nýbyggt sambýh að Árlandi, þar sem hann bjó með fimm öðmm litlum einstakhng- um, sem vora álíka illa settir í lífsbar- áttunni og hann. Hann kunni fljót- lega vel við sig þar, fékk góða um- önnun og aðstæður, foreldrar hans bjuggu honum fallegt herbergi þar sem ekkert var til sparað til að gera honum lífið eins þægilegt og unnt var og starfsfólkið var jafn gott við hann og það ætti hann sjálft. Alltaf var hann samt jafnglaður þegar hann kom heim, því heima svaf hann alltaf að minnsta kosti einu sinni í viku. Móðir hans var reyndar með annan fótinn á sambýlinu til að hlú að hon- Nanna. Þegar lítið bam fæðist í þennan heim, ríkir mikil gleði og eftirvænt- ing. Allir foreldrar eiga þá ósk heitasta að barnið þeirra verði heil- brigt og þroskist eðlilega. Fljótlega eftir fæðingu Villa varð ljóst að eitthvað var að. Það kom svo æ skýrar fram er tíminn leið hve fótlun hans var mikil. Það er erfltt að gera sér í hugarlund hversu sárt er að horfa upp á barnið sitt þjást. En Stína og Gísli stóðu saman og vom alltaf vakin og sofin yfir velferð Villa, og þar var ekkert til sparað svo að honum gæti liðið sem best. Oft var erfitt að standa álengdar og vera lítt fær um að hjálpa þeim. En Villi átti líka sínar góðu stundh þegar honum leið vel og það sýndi hann með sínu fallega brosi. Nú hefur sál hans verið leyst úr fjötmm líkamans og þjáningum hans er lokið. En eftir standa foreldrar hans, systkini og aðrir ástvinir með mikla sorg og söknuð, sem aðeins tíminn einn megnar að lina. Elsku Stína mín, Gísli, Anna Yr og Sindri, megi minningin um Villa og bjarta brosið hans lýsa upp þessa dimmu daga og veita ykkur styrk. Vemdi þig englar, Villi minn, og veQi í mjúka faðminn sinn, fylgi þér heim til frelsarans, þú friðastur verður engill hans. Guð blessi minningu Villa. Þín frænka, Kolbrún. Elsku Villi litli minn. Mínar minningar um þig tengjast fyrst og fremst sumrinu 1993 þegar ég var að hjálpa til við að hugsa um þig þegar Sindri bróðir þinn var ný- fæddur. Þá áttum við margar góðar stundir saman. Til dæmis þegar við voram að bíða eftir rútunni á morgn- ana en það leiddist þér frekar og þá klöppuðum við saman lófunum og ég söng fyrir þig og þú hlóst og hlóst. Einnig man ég hvað þér þótti gott að sitja í fanginu á mér þegar þú komst þreyttur heim eftir erflðan dag. Þetta sumar veitti mér mikið því ég kynntist þér svo vel og sá hvað þú varst góður strákur. Eg vona, elsku Villi, minn að þér líði betur þar sem þú ert núna og þó að þú sért horfmn á braut þá munt þú lifa áfram í minn- ingu minni. Þín frænka, Nanna Dögg. Elsku Villi minn, nú ert þú kom- inn til guðs. Okkar leiðir lágu sam- an fyrir fimm árum. Þá varst þú jtð flytja að heiman í Arlandið. Eg gerðist fóstra þín eins og mamma þín og pabbi kölluðu mig alltaf. Ég hefði ekki trúað því þá, að við ætt- um eftir að bindast svona sterkum tilfinningaböndum. Fljótlega varð ég vör við að við áttum svo vel sam- an og hvað ég var heppin að kynn- ast þér. Þú varst t.d. svo pjattaður með þig og það þótti mér ekki verra. Þú ljómaðir allur upp þegar þú varst klæddur í falleg föt, með gel í hárinu og fékkst góða lykt. Þá brostir þú út að eyrum. Að vera í vatni var okkar uppáhald, og oft höfðum við það notalegt í heita pottinum okkar í Árlandi með kertaljós og góða músík, og eftir pottferð kúrðum við okkur uppi í vatnsrúminu og ég strauk á þér hárið. Þú varst svo kelinn. Það var mikið útstáelsi á okkur um helgar. Oft fórum við Jóna með þig og Eddu í bíó og í tækjasalinn í Kr- inglunni. Þar settist þú upp í sport- bíl og öll ljósadýrðin heillaði, og oft enduðum við á Hard Rock. Margar gönguferðir fórum við um Fossvog- inn og tíndum blóm og greinar til að fegra heimilið okkar. Einu sinni sem oftar fór Arna mín með okkur í bíltúr suður í Hafnarfjörð. Hún vildi alltaf fá að keyra þig í kerrunni, hún var svo montin með þig. Þú varst alltaf svo sætur, í leð- urjakka með derhúfu og sólgler- augu, algjör gæi. Hún sagði: „Nú halda allir að hann sé bróðir minn.“ Svo fórum við og fengum okkur ís, settumst á bekk og sólin skein á okkur. Þú kynntir mig fyrir fjöl- skyldu þinni, sem hefur sýnt okkur mæðgum mikla vináttu, og ég kynnti þig fyrir minni fjölskyldu, sem fylgdist alltaf vel með þér. Veikindi þín bar svo brátt að núna, en enginn veit sína ævi. Þú gast ekki beðið eftir sextán ára afmæl- inu þínu eða Majorkaferðinni sem þú ætlaðir með mömmu þinni í júní. Villi minn, það er svo margs að minnast, og gott er að eiga góðar minningar um þig. Samt er ég búin að gráta mikið, ég sakna þín svo. Ég trúi því að núna líði þér vel og sért laus við allar þínar þjáningar. Elsku Kristín, Gísli, Anna Yr og Sindri Freyr, takk fyrir traustið sem þið sýnduð mér. Guð veri með ykkur öllum. Bless, elsku Villi minn, þú verður alltaf minn. Áslaug Kr. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásætteraðvitaafþví þú laus úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekld um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Villi okkar. Á hverjum morgni er þú komst til okkar heilsaðir þú okkur með þínu fallega brosi. Með því sagðir þú og gafst okkur svo margt. Við munum aldrei gleyma þér. Góða nótt elsku Villi og sofðu rótt. Elsku Kristín, Gísli, Anna Ýr, Sindri Freyr og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur í ykkar miklu sorg. Anna Stína, Ellen, Guðný, Rakel og Vala. Elsku prinsinn minn! Nú ertu kominn til Guðs og englanna og ég veit að þér líður vel núna. Ég vil þakka þér fyrir allar stundimar sem við höfum átt saman, það er gott að eiga þær í minning- unni. Guð geymi þig elsku Villi minn, ég mun aldrei gleyma þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku Gísli, Stína, Anna og Sindri. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkai’ og megi minningin um yndislegan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Þín frænka, Guðrún. KARL ÓLAFUR GUÐLA UGSSON + Karl Ólafur Guð- laugsson fæddist að Litla Hvammi, Vestmannaeyjum, 3. september 1926. Hann lést á Land- spítalanum 22. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaugur Gíslason, úrsmiður frá Stykkishólmi, f. 20.5 1896, d. 5.4 1974 og Kristín Ólafsdóttir frá Ólafsvík, f. 18.2 1901, d. 4.8 1959. dóttur Erlends Jóns- sonar frá Bakka, Sel- Ijarnarnesi, f. 30.3 1891 d. 1933 og Pálínu Sigurðardóttur frá Gijótlæk við Stokks- eyri, f. 5.6 1894, d. 18.2 1981. Karl og Sigurdís eignuðust 4 börn, þau eru 1) Guð- laugur Kristinn, f. 11.1 1947, maki Elísa- bet Sigvaldadóttir, f. 22.2 1948. Börn þeirra eru Ingibjörg, f. 31.12 1972, d. 27.2 1990, Bryndís, f.5.7 1975, Systkini Karls eru Gísli Gunnar, látinn, Ólína Bjarna, látin og Elsa Kristín. Karl kvæntist 27. september 1947 eftirlifandi konu sinni, Sigurdísi Halldóm Er- lendsdóttur, fædd 8. mai-s 1929, hennar maki Andri Ægisson, f. 29.6 1973 og Sigurdís, f. 24.4 1979. 2) Erlendur Páll, f. 8.1 1950, maki Helga Sigrún Sveinsdóttir, f. 17.2 1967. Börn þeirra em Sigurd/s Halldóra, f. 16.10 1984 og Ólafía Sigrún, f. 24.8 1990. 3) Gísli Karl, f. 10.10 1956. Börn hans em Ra- kel, f. 1.12 1984 og Aníta, f. 20.9 1985. 4) Linda Björk, f. 20.7 1961, maki Marcelo Eguiluz, f. 3.1 1958. Börn þeirra eru Karl Nicolas, f. 20.11 1986, Camillo Björn, f. 30.10 1989 og Matias Árni, f. 20.3 1991. Karl ólst upp í Vestmannaeyj- um og lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskóla Vestmaimaeyja. Karl fluttist með foreldmm sín- um til Reykjavíkur 1941. Karl vann á úrsmíðaviimustofu föður síns, fyrst að Laugavegi 63 í Reykjavík, síðar stofnuðu þeir úra- og skartgripaverslun að Laugavegi 65. Vann Karl við verslunina til ársins 1966 þegar hann hóf störf sem viðgerðar- maður stöðumæla hjá Reykjavík- urborg sem verktaki en árið 1979 gerðist hann fastur starfsmaður hjá borgarverkfræðingi við söniu störf allt til ársins 1995 er hann lét af störfum vegna veikinda. títförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Það fer vart milli mála að Halldór Laxness virti og þótti undurvænt um skáldbróður sinn Jóhann Jónsson, þann sem orti um söknuðinn: „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glat- að?“ Nóbelsskáldið er hugsi í upp- hafí minningar um vildan'in sinn: „Það getur verið manni erfitt að gera grein fyrir vini sínum.“ Sá sem nú er kvaddur átti æsku- heimili í Hjarðarholti, vestarlega á Vestmannabraut, Heimaey í Vest- mannaeyjum, sonur hjónanna Krist- ínar Ólafsdóttur og Guðlaugs Gísla- sonar úrsmiðs, bæði komin af feg- ursta nesi landsins. Hann frá Stykk- ishólmi, hún frá Ólafsvík, alþýðu- flokksfólk af lífi og sál, baráttufólk fyrir betri kjörum kreppuáranna. Sjálfstæðismenn kenndir við Tang- ann. Þar var líka vinnu að fá - fímm- tíu aurar á tímann fyrir snáða eins og okkur Kalla Guðlaugs. Saltfiskur breiddur og þurrkaður, enda sólríkir dagar í Eyjum áratuginn þrjátíu til fjömtíu. Faxastígur, Nýivegur, Hásteins- vegur og Vestmannabraut, - þetta var okkar reitur. Allt um ki-ing snyrtileg húsm með hrífandi heitum: Berjanes, Áshóll, Fagrabrekka, Birtingarholt, Skaftafell, Heiðar- brún, Burstafell. Heimaey vai' full af ævintýmm og við gengum á vit þeirra, suðui' á Stór- höfða, austur á Urðh, upp á Klif, vestur á Hamar eða út í Ellirey. Ár 1937, - við Kalli Guðlaugs ekki einu sinni fermdir. Við voram enn á stuttbuxnaaldri. Kynlegir kvistir ganga um götur, Báragötu og Strandveg. Hjörsi hafði snýtt sér og það tók undir í Heima- kletti. Þetta var nú samt bara ódýrari tegundin og um leið sú ómerídlegri, einfóld snýta. Tuttugu og fimm aura, takk. En stóra stundin okkar sti’ák- anna var þegar Hjörsi tók hljóm- sterka „snýtu-með-hnykk“! Áratugurinn 1930-’40 var örlaga- tími í uppeldi okkar og þroska, setti heilbrigt merki sitt á ungar sálir, áð- ur en stríðið breytti öllum lífshátt- um. Fáa hef ég hitt greindari en sjálfmenntað almúgafólk, án lang- skólagöngu, bændur, sjómenn, iðn- aðarmenn þess tíma. Síðan hefur mér ætíð fundist Karl Ó. Guðlaugs- son vera af þessum spakvitra flokki. Hann Villi er dáinn. Það var svo erfitt að heyra þessi orð. Þegar Villi var lagður inn voram við svo viss um að hann myndi hrista þetta af sér eins og hann var vanur og vonar- neisti læddist öðru hvoru að okkur sumum þar til yfir lauk. Einhvern veginn finnst okkur þetta svo óraun- veralegt, eins og hann sé aðeins í smáfríi og komi með skólabílnum á morgun eða hinn, með brosið sitt bjarta sem _ bræddi hjörtun okkar allra hér í Árlandinu. Villi gat vafið okkur öllum um fingur sér, hann gaf svo mikið og fann því alltaf leiðina beint að hjarta okkar. Hann gat líka verið ákveðinn þegar það hentaði honum og lét það óspart í ljós ef hon- um mislíkaði eitthvað og við hlupum til og snerumst. Villi var ljóssins barn og heillaðist af öllu sem gaf ljós, hann kunni að meta góða tónlist og líkaði vel að hafa líf og fjör í kringum sig, leiddist að vera lengi í sömu athöfninni. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann Villa. Við vinir hans hér í Árlandinu kveðjum Villa með söknuði og þakklæti í hjai'ta fyrir allar góðu minningarnar sem samfylgdin við hann veitti okk- ur. Elsku Gísli, Kristín, Sindri og Anna Ýr. Guð gaf mikið og Guð tók mikið, megi Hann, sem megnar að gera langt fram yfir það sem við þoram að vona, hugga ykkur og styrkja. Sé til lengdar bamlaus bær, breyskjast hjartarætur - þungt, ef vantar þann, er hlær, þyngra hinn, sem grætur. Ef að þróast þyrrkingsgjam þústur innan veggja, hvað eitt lítið, blessað bam, bætir úr hvora tveggja! (IÞ 1869-1943) Kærleikskveðjur, Vinir í Árlandi 9. Jæja, Villi minn, þá ert þú farinn á nýjan stað. Stað þar sem allir draumar rætast. Þar sem fætur sem áður hlýddu ekki bera þig nú svo hratt að þig sundlar og vindurinn þýtur um andlit þitt. Þetta er staður- inn sem þú ferð á veiðar, ferð í úti- legur og hoppar langstökk, eða ef mann langar getur maður farið á skellinöðra um miklai' torfærur. Þetta er líka staðurinn þar sem lík- ami þinn er ekki lengur þetta ógur- lega haft heldur hefur breyst í möguleika og tækifæri. - Þannig trúi ég að þetta sé. Það er aldrei hægt að gera heilu lífshlaupi skil í fáum minningabrotum. Líf þitt var allt of margbrotið til þess. Þegar þú komst í heiminn hafðir þú valið foreldra þína af kostgæfni. Mikil fötlun og veikindi megnuðu ekki að koma í veg fyrir ánægju og kátínu sem leiddi til í minningunni hlýtur hann tígulega sæmd. Við oi'ðnir þrettán ára og skátar í „Faxa“. Þar voru tryggðarböndin knýtt sem héldust alla ævi, frískir sþrákar sem haldið hafa hópinn sem Utlaga-flokkurinn í Reykjavík síð- astliðin 55 ár: Við Hvíldarbræður, Magnús, Sigurjón og undirritaður, Friðrik á Sandi, Björgvin í Áshól, Kári í Presthúsum, Berent Th. Sveinsson í Stakagerði, Kristinn Ó. í Viðey, Sveinn á Strembu, Theodór og Kiddi Georgs, Eh-íkur og Hörður Haraldssynir, Einar Valur, Sig- mundur I Uppsölum, Þorsteinn Ein- arsson, Gísli og bróðir hans, Karl Ó. Guðlaugsson. Þetta voru glöð æskuár við leik, nám og störf. Guðlaugur úrari og fjölskylda fluttist til Reykjavíkur árið 1941 og ráku þeir feðgar úrsmíðastofu við Laugaveg um árabil - og Karl síðar einn efth' lát fóður síns. Lýðveldið var ennþá ungt þegar Sigurdís Erlendsdótth’ og Karl Ó. Guðlaugsson gengu í hjónaband haustið 1947. Það var Kalla lífsgæfan öll að eignast Sísí sína, börnin og heimili. Þeirra tími er nú í áratugum talinn - gullbrúðkaup að baki, ríflega hálf öld sem einkenndist af ást, trausti og virðingu. Sá sem hér drepur stíl á blað hef- m- fylgst með þessum vinahjónum allt frá fyrstu búskaparáranum í Miðtúni og Laugateigi 5. Síðai’ á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.