Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 72
'IS2 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
&
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartúni 33
^jíyæða flísar
parket
i^w»óð verð
þjónusta
r
rr\
Ferðatöskubönd
með nafininu þínu!
&°gn
^^Ármula 17a - sími 588 1980
verkin tala
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Vertu með á miðjunni
Norðurland eystra
Árangur ,
eöa upplausn
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og
varaformaöur
Sjálfstæöisflokksins
heldurfund með Norðlendingum
á Hótel Húsavík
mánudaginn 3. maí kl. 20.30.
Þingmenn og frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra
taka þáttí umræðum.
Allir velkomnir
UMRÆÐAN
Ritstjóra þökkuð „stór-
mannleg“ forystugrein
EINS og lesendum Morgunblaðs-
ins er kunnugt hefur hver greinin
rekið aðra á síðum blaðsins að und-
anförnu um málefni Skriðuklaust-
urs í Fljótsdal, jarðarinnar, sem
skáldhjónin Gunnar og
Franzisca Gunnarsson
gáfu ríkinu árið 1948
eftir hartnær tíu ára
búsetu þar. Sú hin síð-
asta, sem mér er kunn-
ugt um, er hvorki meira
né minna en forystu-
grein í blaðinu þriðju-
daginn 27. apríl sl. und-
ir yfirskriftinni: „Stór-
mannleg gjöf í reiði-
leysi“.
Þar til blaðið lagði
sjálft sig undir á þenn-
an hátt hafði undirrit-
aður ekki séð brýna
ástæðu til að svara sér-
staklega undirmáls-
greinum þeim, sem áð-
ur höfðu birst. Fyrst penna er
stungið niður á annað borð verður
þó ekki hjá þeim formála komist að
minnast á ósönn og illgimisleg skrif
Péturs Gunnarssonar, blaðamanns
Mbl., í garð undirritaðs og fjöl-
skyldu hans í blaði þessu, laugar-
daginn 24. apríl sl. Þar er m.a. full-
yrt að við búum á Skriðuklaustri í
„algjöru heimildarleysi“ og til sam-
ræmis við það hafi ótiltekinn heim-
ildarmaður af óverðskuldaðri
smekkvísi kallað okkur „hústöku-
fólk“.
Sannleikurinn er sá að við höfum
alla tíð frá 1984, bæði á dögum Til-
raunastöðvarinnar, sem formlega
var lögð niður um ára-
mótin 1990-91, og síð-
an búið hér með fullri
vitund og leyfi þeirra
stofnana ríkisins, sem
farið hafa með málefni
staðarins, og nú síðast,
eða frá því 1996, hefur
verið í gildi húsaleigu-
samningm’ við mennta-
málaráðuneytið auk
starfssamnings um um-
sjón staðarins árið um
kring.
Hefði verið nærtækt
fyrir Pétur að komast
að þessu með því að
ræða t.d. við formann
Gunnarsstofnunar
eystra, Helga Gíslason,
eða Hermann Jóhannesson hjá
menntamálaráðuneytinu, sem undir-
ritaði þennan samning við okkur á
sínum tíma.
Sjá menn einhvem hústökubrag
á þessu?
Fljótlega eftfr að við fluttum
austur og sá er hér ritar tók við
starfi tilraunastjóra árið 1985 varð
ljóst að einungis var tímaspursmál
hvenær tilraunastarfsemi í landbún-
aði á Skriðuklaustri, einu af óska-
bömum skáldsins samkvæmt gjafa-
bréfinu, og raunar það atriði sem
fyrst var nefnt varðandi það sem
„til menningarauka horfði", yrði
lagt af. Það var þá sem undirritaður
hófst handa um í félagi við ýmsa
góða menn, einkum Helga Hall-
grímsson náttúrufræðing og fædd-
Skriðuklaustur
Hvað hinir hugsa sem
frétt hafa af illgirninni
er ekki vitað, segir
Þórarinn Lárusson, en
vonast er til að hið
sanna í málinu verði
þeim ljósara nú.
an Fljótsdæling, að vinna að endur-
reisn staðarins á nýjum vettvangi
og þá gjarna í tengslum við það að
1989 hefði Gunnar skáld orðið 100
ára. (Sjá greinargerð með þingsá-
lyktunartillögu nr. 268 frá 1985 um
menningar- og fræðasetur á
Skriðuklaustri, en flm. hennar voru
þeir Helgi Seljan og Jón Kristjáns-
son.)
Þetta var mjög auðsótt mál hjá þá-
verandi menntamálaráðherra, Sverri
Þórarinn
Lárusson
ISLEIVSKT MAL
VIÐ hurfum þar frá síðast, er
sagði frá Sigurði Sigmundarsyni
Fáfnisbana, hálfbróður Sinfjötla
og Helga. Hann var þvílíkur ofur-
kappi, að hann lagði örlagaþræði
um allan heiminn. Frá þessu var
sagt í Reginsmálum.
Órlagaþræðir nefnast í kvæði
þessu örlögsúnu, en það er fleir-
tala af örlögsíma, því að orðið
síma er hvorugkyns og beygist
eins og auga (eða beygist öllu
heldur ekki). Lítum þá nánar á
þetta orð. Síma er þráður eða
band, skylt seimur, en það orð
getur haft breytilega merkingu.
Þegar ný tækni krafðist nýyrðis
fyrir telefon, stakk Pálmi Pálsson
kennari upp á því, að taka gamla
orðið síma og breyta því í karl-
kyns: sími. Þetta gekk vel, orðið
festist fljótt og er þjált í samsetn-
ingum.
En örlög? Hvaða lög eru það?
Það eru víst þau lög sem sett eru í
árdaga, með ýkjum gamalla
manna sagt: löngu íyrir guðs
minni, eða: þegar andskotinn lá í
vöggu.
Forskeytið ör- er mjög vara-
samt. Þar er merking fleiri en ein
og fleiri en tvær. Oftast er það
neitandi forskeyti eins og í ör-
birgð (= bjargarleysi) eða öræfi
(upphafl. merking: hafnleysi).
I samsetningunni örlög gæti
forskeytið hins vegar merkt frum-,
sbr. örnefni. Látum svo útrætt
um örlögsímu um sinn. Ekki er
víst að allir samþykki skýringarn-
ar hér á undan.
★
Fred Schalk í Reykjavík skrifar
mér merkilegt og fróðlegt bréf um
merkingu orðsins Niðurlönd.
Hann sýnir fram á að merking
orðsins er ekki alltaf eins greind í
íslenskum orðabókum. Sumstaðar
eru Niðurlönd talin vera Holland
og Belgía og annarstaðar jafnvel
öll Benelúx-löndin, það er Hol-
land, Belgía og Lúxembúrg.
Fred Schalk segir: „I öðrum
löndum virðist ekki neinn mis-
skilningur í gangi: The Nether-
Umsjdnarmaður Gísli Jónsson
1003. þáttur
lands á ensku, les Pays Bas á
frönsku og die Niederlande á
þýsku er Holland." Síðan tekur
hann skýr dæmi úr alfræðibókum
og sögu Belgíu. Orðrétt: „Eftir að
Belgía var stofnuð 1839 hefur
aldrei verið talað um Niðurlönd
sem sameinað Holland og Belgía.“
Niðurstaða: Niðurlönd er Hol-
land.“
Og þá er að sjá hvað segir í nýj-
ustu fræðibók okkar um þetta. Ari
Páll Kristinsson segir í Handbók
um málfar í talmiðlum: „Niður-
lönd - (einnig Holland). Hollend-
ingur eða Niðurlendingur; hol-
lenskur eða niðurlenskur."
Og þetta er nákvæmlega sama
og Fred Schalk segir, og þá veit
ég það. Ég kveð því bréfritara
með þökkum fyrir að hafa sýnt
mér þetta.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sagði Melissa litla á Mön:
því miður er ég því vön
að kellingin mamma
hafi heim með sér kjamma
sem ekki heitir að sprottin sé grön.
★
Jón Rafn Guðmundsson í Hafn-
arfirði leggur til að orðið nývæð-
ing komi fyrir ensku innovation.
Ef orð eins og nýbreytni eða nýj-
ungar ná ekki merkingu enska
orðsins, sýnist umsjónarmanni að
nývæðing sé ekki verri en aðrar
„væðingar“.
Væðing er dregið af váð =
klæði, nú voð. Hervæðing var til
dæmis dregið af herváð, og
merkti þá verknaðurinn að fara í
herklæði. Hitt er svo annað mál,
að mörgum mun þykja meir en
nóg komið af „væðingum" síðan,
einkum á öld okkar.
★
Ólafur Halldórsson cand.mag.,
bekkjarbróðir minn, sendir mér
klippu héðan úr blaðinu frá 26.
mars. Þar er fréttaklausa vestan
af landi sem hefst svo: „Tvö sam-
stæð gimbrarlömb voru heimt af
Fagraskógarfjalli síðastliðinn
sunnudag.“
Vegna þessa segir Ólafur: „Það
er mikil guðsblessun þegar maður
rekst á svona ljósgeisla í allri fjöl-
miðlaþokunni sem nú um stundir
leggst yfir landið. Og ég stóðst
ekki mátið:
A þeim tíðindum trúi’ ég hann furði
sem um tvö samstæð gimbrarlömb spurði:
,$er það til, Vestlendingar,
að tvílembingar
séu báðir úr sama burði?"
Og vertu blessaður og sæll.“
★
Ingvar Gíslason, fv. ráðherra,
gerir það ekki endasleppt við okk-
ur. Kærar þakkir:
„Kæri Gísli.
Hringfari, kunningi minn, hefur
dregið upp úr pússi sínu tvær
þjóðlegar og sakleysislegar limr-
ur, komnar til ára sinna, sem hann
tjáir mér að sýna megi umburðar-
lyndum vísnavinum, en vill þó ekki
gera meira úr þeim en í þeim er.
Stökurnar eru því á þínu valdi að
svo komnu.
Með góðri kveðju.
Söngur fjallalambsins
Já, gott er um græna haga
á góðviðrissumri að naga
hvert safaríkt strá
og saðningu fi
- En steikt gleð ég munn þinn og maga.
Kerling á Kálfsá
I þjóðsögum kerling á Kálfsá
í ldettunum forðum tíð álf sá.
Var það kona eða karl?
Eða kóngssonur? Jarl?
Það var rökkvað, svo rétt að hún hálf-sá.“
Auk þess fær Guðni Jóhannes-
son fréttamaður stig fyrir:
„renndu sér á skíðum“ í Hlíðar-
fjalli. Fólkið „skíðaði" ekki. Og
Jónasi Jónassyni á Akureyri þykir
að vonum „staðsetningaráráttan"
úr öllu hófi gengin, þegar talað sé
um „staðsetningarstað" tiltekinn-
ar stofnunar. Ög enn: Mörgum
sinnum er það betra að segja
langömmubörn heldur en „bama-
barnabamaböm“.