Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 75-,
KIRKJUSTARF
Morgunbla3ið/Sverrir Vilhelmsson.
SÖNGHÓPURINN við kvöldmessuna í Neskirkju ásamt organista
(harmonikkuleikara). Á myndinni eru: Arnhildur Reynisdóttir, Davíð
Ölafsson, Elín Reynisdóttir, Helga Birkisdóttir, Jóhanna Weisshappel
og Steinunn Friðgeirsdóttir. Á myndina vantar: Ingvar Má, Ulfar
Ormarsson og Halldór Sighvatsson.
Fermingarmessa, vorferð barna-
starfsins og djassmessa
VORFERÐ sunnudagaskólans verð-
ur farin nú á sunnudag. Farið verður
upp á Akranes, skoðað steinasafn,
grillað og leikið. Farið er frá kirkjunni
kl. 11 og komið til baka um kl. 15.
Kvöldmessa með djasstónlist
verður í kirkjunni kl. 20.30.
Djasskvartett Reynis Jónassonar
ásamt saxafónleikaranum Halldóri
Sighvatssyni spila og söngflokkurinn
„Einkavinavæðingin“ syngur. Tón-
list „Létt sveifla“ verður leikin frá
kl. 20. Djasskvartettinn skipa: Reyn-
ir Jónasson á harmonikku, Omar Ax-
elsson, bassi, Edwin Kaaber, gítar
og Sveinn Óli Jónsson, trommur.
Þetta er í þriðja sinn sem þessir
ágætu tónlistarmenn láta gamminn
geisa í kirkjunni við góðar undirtektir
viðstaddra. Prestur verður sr. Sig-
urður Árni Þórðarson.
Fermingarmessa verður kl. 11 ár-
degis. Við það tækifæri verður leikið
á gamla orgelið í Neskirkju í síðasta
sinn.
Eftir þessa helgi verður kirkjunni
lokað í sumar vegna breytinga og
komu nýs orgels. Stefnt er að vígslu
nýja orgelsins þann 19. september kl.
14.
Guðsþjónustuhald og önnur starf-
semi kirkjunnar í sumar verður í
safnaðarheimili í kjallara kirkjunn-
ar.
Börn biðja fyrir
börnum frá Kosovo
í GUÐSÞJÓNUSTU kl.ll þann 2.
maí í Vídalínskirkju í Garðabæ verð-
ur fyrirbænastund barna fyrir ung-
um fórnaidömbum stríðsins í Kosovo.
Prestarnir hafa fundið fyrir því að
börn hafa miklar áhyggjur af jafn-
öldrum sínum, sem eru ósjálfbjarga
vegna ófriðarins í Júgóslavíu. Börn
úr Hofsstaðaskóla og Skólakór
Garðabæjar verða leiðandi í fyrir-
bæninni. Guðsþjónustan er að vanda
öllum opin.
Prestarnir.
Kaffísala
KAFFISALA Kvenfélags Háteigs-
sóknar verður á sunnudag í safnað-
arheimil kirkjunnar og hefst hún kl.
15. Gengið er inn um aðaldyr safnað-
arheimilisins að norðan.
Á umliðnum árum hafa kvenfélags-
konurnar verið ötular og fórnfúsar
við að afla fjár til að prýða kirkjuna
og sést þess víða merki.
Eg hvet Háteigssöfnuð og hollvini
Háteigskirkju til að sýna samstöðu
með kvenfélaginu og styrkja það til
góðra verka með því að koma með
gesti sína á sunnudaginn og bjóða
þeim upp á frábærar veitingar.
Tómas Sveinsson sóknarprestur.
Lok barnastarfs
BARNASTARFINU í Breiðholts-
kirkju lýkur á þessu vori nk. sunnu-
dag 2. maí með fjölskylduguðsþjón-
ustu kl. 11. Bamakórarnir syngja og
afhentar verða viðurkenningar fyrir
þátttöku í starfinu á liðnum vetri.
Eftir hádegið verður síðan farið í
stutt ferðalag. Til að gera þetta
meira spennandi höfum við haft það
fyrir reglu, að áfangastaðurinn er
ekki gefinn upp fyrr en á hólminn
kemur. Brottför verður frá kirkjunni
kl. 13.30. Ferðin er að sjálfsögðu öll-
um opin og er það von okkar að þetta
verði raunveruleg fjölskylduferð.
Sérstaklega er það nauðsynlegt að
einhverjir eldri fylgi yngstu börnun-
um.
Kristnitökuhátíð
SÍÐASTLIÐINN sunnudag 25.apríl
var kristnitökuhátíð sett í Akureyr-
arkirkju eins og alþjóð veit. Er ætl-
unin að hátíðin standi í ein tvö ár og
nái hámarki á Þingvöllum um sum-
arið árið 2000. Undirbúningur há-
tíðahaldanna fer nú fram um allt
land og ætla menn víða að minnast
merkisatburða kristnisögunnar. Sp-
urningin vaknar hvort kristnitökuhá-
tíðin verði fyrst og fremst röð minn-
ingaráthafna um liðna tíð og list-
rænna viðburða er þeim tengjast
sem e.t.v. fáir hafa áhuga fyrir, eða
hvort kristnitökuhátíðin bendi á lif-
andi kirkju sem horfir til framtíðar
og virkt afl í þjóðfélagi nútíðar og
framtíðar?
Um þessa spurningu verður fjall-
að við guðsþjónustu í Hafnarfjarðar-
kirkju sunnudaginn 2. maí. Prestur
er sr. Þórhallur Heimisson. Hefst
guðsþjónustan kl. 11. Eftir guðs-
þjónustuna er boðið upp á umræður í
safnaðarheimili kirkjunnar yfir kaffi-
bolla.
Digraneskirkja. Starf aldraðra á
þriðjudögum kl. 11.15.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús laug-
ardag fyrir unglinga kl. 21. Starf fyr-
ir 9-10 ára drengi mánudag kl. 17.30.
Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk
mánudag kl. 20.30. Bænastund og
fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á
móti bænaefnum í kirkjunni.
Grafarvogskirkja. Sunnudagur:
Bænahópur kl. 20. Tekið er við bæn-
arefnum í kirkjunni alla virka daga
frá kl. 9-17, sími 567-9070. Æsku-
lýðsstarf fyrir 16-18 ára kl. 20.-22.
Æskulýðsstarf í Engjaskóla fyrir 9.-
10. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu-
dag.
Seljakirkja. KFUK-fundir á mánu-
dögum fyrir 10-12 ára kl. 18.30-
19.30. Mömmumorgnar þriðjudag kl.
10-12.
Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádeg-
isfundur presta verður mánudag 3.
maí kl. 12 í Bústaðakirkju.
Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag
kl. 17.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há-
degi mánudag. Léttur málsverður 1
gamla félagsheimilinu að stundinni
lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Allar mæður vel-
komnar með lítil böm sín.
Hallgríniskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk mánudag kl. 20 í kórkjallara.
Laugarneskirkja. Mánudagskvöld
kl. 20.12 spora hópurinn. Mánudags-
kvöld kl. 20, fundur Kvenfélags
Laugarneskirkju.
Neskirkja. Laugardagur: Biblíulest-
ur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguð-
spjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M.
Halldórsson. Fótsnyrting á vegum
Kvenfélags Neskfrkju mánudag kl.
13-16. Uppl. í síma 551-1079.
Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10-
12. Kaffi og spjall.
Ilafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30
opið hús í Strandbergi. Trú og
mannlíf, biblíulestur og samræður.
Leiðbeinendur sr. Gunnþór Ingason
og Ragnhild Hansen.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Ræðumaður
Sigrún Einarsdóttir. Þriðjud. 4. maí:
Bænastund og brauðsbrotning kl.
20.30. Miðvikud. 5. maí: Samveru-
stund unglinga kil. 20.30. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Krossinn. Unglingasamkoma kl.
20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Guðsþjónusta kl. 14 og vorlistahátíð.
Barnakór Flúðaskóla leiðir
gregorsk messusvör og syngur kór-
verk undir stjórn Edit Molnár. Opn-
uð verður sýning á grafiskum verk-
um Þorgerðar Sigurðardóttur um
heilagan Martein í safnaðarheimili
Landakirkju. Kaffisopi á eftir.
Barnakóratónleikar kl. 15. Litlir
lærisveinar halda vortónleika sína í
safnaðarheimilinu og flytja þeir 13
söngva undir stjórn Helgu Jónsdótt-
ur, ásamt þriggja manna hljómsveit.
Gestir á tónleikunum eru Barnakór
Flúðaskóla og syngja þau nokkur
lög en auk þess leika nemendur úr
Tónlistarskóla Árnesinga á hljóð-
færi. Aðgangur er ókeypis en Litlir
lærisveinar taka á móti frjálsum
framlögum. Æskulýðsfundur kl.
20.30.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 20:
Hjálpræðissamkoma í umsjón Ás-
laugar Haugland. Allir hjartanlega
velkomnir.
Klipptu toppa og sestu að fallegu morgunverðarborði
Þannig berðu þig að:
Ef þú vilt fá Merrild gjafavörur eða reiðufé þarftu að fylla út þennan miða og setja
hann í umslag ásamt pokatoppunum. Ef þú hefur safnað pokatoppum fyrir gjafavöru
sem þarf einnig að greiða fyrir getur þú annað hvort sent ávísun með eða greitt
fjárhæðina inn á gíróreikning Merrild. Númer gíróreikningsins er 56 86 86 og senda
þarf frumrit kvittunar ásamt útfylltum miðanum og pokatoppunum í umslagi til:
Greiðsla með:
Ávísun Q] Gíró Q
Lene Bjerre diskamotta:
Lene Bjerre brauðkarfa:
Trip Trap stjakar fyrir teljós:
Churchill krúsir:
Trip Trap hitaplattasett:
Lene Bjerre dúkur:
Trip Trap framreiðslubakki:
Bók um bakstur:
Lene Bjerre lampi:
Reiðufé:
I I Ég óska eftir að fá Lene Bjerre diskamottu og sendi með:
15 stk. pokatoppa
n Ég óska eftir að fá fjórar Lene Bjerre diskamottur og sendi með
30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 600 kr.
[]] Ég óska eftir að fá Lene Bjerre brauðkörfu og sendi með:
30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 550 kr.
[~~| Ég óska eftir að fá Trip Trap stjaka fyrir teljós og sendi með:
5 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 300 kr.
□ Ég óska eftir að fá tvær Churchill krúsir og sendi með:
30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 500 kr.
i.] Ég óska eftir að fá Trip Trap hitaplattasett og sendi með:
30 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 600 kr.
□ Ég óska eftir að fá Trip Trap hitaplattasett og sendi með:
15 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð kr. 850 kr.
|~~l Ég óska eftir að fá Lene Bjerre dúk og sendi með:
40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.400 kr.
I I Ég óska eftir að fá lítinn Trip Trap framreiðslubakka og sendi með:
40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.100 kr.
[ j Ég óska eftir að fá Politikens Nye Bagebog og sendi með:
40 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 550 kr.
I I Ég óska eftir að fá Lene Bjerre lampa með skermi og sendi með:
60 stk. pokatoppa + greiðslu aö fjárhæð 1.800 kr.
□ Ég óska eftir að fá reiöufé í skiptum fyrir pokatoppa og sendi meö:
____stk. pokatoppa (minnst 10 toppa og mest 60 toppa fyrir
hvert heimili) en verðgildi hvers þeirra er 20 kr.
Merrild kaffi • Pósthólf 4132 • 124 Reykjavík
I I Ég óska ekki eftir að fá send önnur tilboð um gjafavörur f skiptum fyrir pokatoppa frá Merrild I framtíðinni.
Lokafrestur til aö senda inn pöntun með þessum hætti er til 29. febrúar 2000.
Ritaðu vinsamlegast með PRENTSTÖFUM
Nafn____________________________________
Heimilisfang____________________________
Póstnr.____________Póststöö____________
Sími ___________________________________
MewUCcL
-sctur brag á sérhvcm dag!