Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 77

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 77 FRÉTTIR FLÓRGOÐI Fjölskyldu- dagur Snæfellinga ÁRLEGUR fjölskyldudagur er á sunnudaginn 2. maí í Áskirkju og hefst með guðþjónustu kl. 14. Hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Allir Snæfelling- ar í Reykjavík og nærsveitum era hjartanlega velkomnir. Gaman fyr- ir fjölskyldur, vini og vandamenn að eiga saman ánægjulega sam- vera og spjall með yngri og eldri sveitungum og vinum, segir í fréttatilkynningu. Þess má geta að Félag Snæfellinga og Hnappdæla er 60 ára í ár. Námskeið til sjálfshjálpar og heimanotkunar á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c. Kennarar smáskammtalæknar LCPH. Tími: 8.-9. maí nk. kl. 15.00—19.00. Upplýsingar í símum 552 1850, 562 4745 og 896 9653. NAMSKEIÐIANDLITSNUDDI laugardaginn 8. maí frá kl. 10.00—14.00 sem inniheldur D0-IN SJÁLFSNUDD, PUNKTANUDD OG ILMOLÍUNUDD. Upplýsingar í símum 552 1850, 562 4745 og 896 9653.________ HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Skipholti 50c. Flórgoða- dagur við Astjörn HINN árlegi flórgoðadagur Fuglaverndarfélagsins og Um- hverfisnefndar Hafnaríjaðrar verður við Ástjörn við Hafnar- Qörð sunnudaginn 2. maí kl. 13-16. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Reyndir fuglaskoðarar verða á staðnum og upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans og sýna þeim hið ótrúlega íjölbreytta líf- ríki náttúruperlunnar Ástjarnar, segir í fréttatilkynningu. Gögn- um verður dreift um Ijörnina og flórgoðann. Ástjörn er syðst í Hafnarfirði austan Reykjanes- brautar og er farinn afleggjari skammt suður af kirkjugarðin- um. Flórgoðinn hefur undanfarið verið í gjörgæslu vegna mikillar fækkunar síðustu áratugi. Fram- ræsla votlendis, landnám minks og aðrar breytingar á lífsskilyrð- um þessa skrautlega og sér- kennilega fugls eru taldar vera orsakirnar fyrir fækkuninni. Átak er nú í gangi sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. Ás- tjörn og Urriðakotsvatn eru einu varpstaðir flórgoðans á Suðvest- urlandi, á öllu svæðinu milli Laugardals í Árnessýslu og Skorradals í Borgarfirði. Ástjörn er friðlýst og er friðarlandsins gætt af íþróttafélaginu Haukum. Umhverfi tjarnarinnar var gert að fólkvangi fyrir tveimur árum. --------------------- Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Hafnarfírði aug- lýsir eftir bfl sem stolið var frá Klausturhvammi þar í bæ aðfara- nótt miðvikudagsins 28. apríl. Þetta er Saab 900, grár að lit, ár- gerð 1987, með skrásetningarnúmer IJ 496. Þeir sem kynnu að hafa orð- ið bflsins varir eru beðnir að láta lögregluna vita. r Revena fótakrem við þreytu, bólgum og pirringi í fótum Fæst í apótekum - Kartöflu - \ Kaupauki - Laugardag og sunnudag 1 kg. af útsæði (rauðum íslenskum) fylgir öllum útsæðispokum laugardag og sunnudag 'M< Ammm-mSicíMm Kálkorn 5 kg Zlnckjysbra Nú þarf að stinga upp kartöflugarðinn líilamcmal -þar <$em sumaná byrjar bfön rilCWCll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.