Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 15
FRÉTTIR
AKUREYRI
kaupmætti félagsmanna í ASÍ,
nema þegar reiknaður er kaup-
máttur lágmarkslauna. Það er því
viðurkennd aðferð að halda ein-
greiðslum fyi-ir utan slíkan saman-
burð, þótt slíkt sé ekki einboðið.
Það á þó sérstaklega við í tilfelli
sem hér um ræðir þar sem sérstök
eingreiðsla vegna viðskiptakjaraá-
hrifa var greidd út á viðmiðunarár-
inu. Við gerð launavísitölunnar tek-
ur Hagstofan tillit til eingreiðslna,
en fer með þær á annan hátt en
gert er í útreikningum hagdeildar
ASI. Hagstofan dreifir eingreiðsÞ
unum yfir næstu 12 mánuði, en ASI
metur eingreiðslurnar á almanaks-
ár. Tökum dæmi til skýringar. Ef
t.d. uppbót í desember nk. væri
hækkuð kæmi sú hækkun einkum
fram á næsta ári samkvæmt aðferð
I Hagstofunnar, en með aðferð ASI
kemur hún öll fram á þessu ári.
Hófsamari málflutningur myndi
skila öldruðum betri árangri
Framangi-eindir fyrirvarar eru
tilgreindir í minnisblaði Þjóðhags-
stofnunar og enginn ágreiningur
hefur hingað til verið um það hvern-
ig skuli bera saman kaupmátt bót-
anna milli ára. Þannig má benda á
fyrri útreikninga og minnisblöð
Landssambands eldri borgara og
hagdeildar ASÍ þar sem sömu að-
ferðum er beitt og Þjóðhagsstofnun
beitir í sínu minnisblaði.
Hér að firaman hef ég rakið álita-
mál í forsendum útreikninga hag-
deildar ASÍ. Ávirðingar yðar um
„rangfærslur" og „skrök“ embætt-
ismanna eiga sér augljóslega engar
stoðir í veruleikanum. Tel ég að hóf-
samur og málefnalegur málflutning-
ur muni skila öldruðum betri ár-
angri en upphrópanir og gífuryrði
af því tagi sem fram komu í ávarpi
yðar á fyrrgreindum útifundi."
f ______________________________________
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Vel heppnaðir tónleikar Kristjáns Jóhannssonar og Karlakórs Akureyrar - Geysis
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
,KONNARARNIR“ fímm á Akureyri, Jóhann Már, Kristján, Örn Viðar, Stefán og Svavar Hákon.
i j
KÍtSi
r.WtW.' W TÁ r ^ j f -• Ji
i, . >> f ^ j
Fjölmenni á Hængsmóti
HÆNGSMÓTIÐ, opið fjiróttamót
fyrir fatlaða fór fram í fþrótta-
höllinni á Akureyri sl. föstudag
og laugardag. Um 250 keppend-
ur víðs vegar af landinu mættu
til leiks að þessu sinni en keppt
var í boccia, einstaklings- og
sveitakeppni, bogfimi, borðtennis
og lyftingum.
Hængsmótið var nú haldið í 17.
sinn en það er Lionsklúbburiun
Hængur sem stendur að mótinu
og er þetta jafnframt stærsta
verkefni klúbbfélaga ár hvert. í
tvígang hefur mótið fallið saman
við Islandsmót fatlaðra, 1985 og
1990 og þau ár hefur umfang
mótsins verið enn meira enda
keppnisgreinar þá fleiri.
Eftir tveggja daga keppni lauk
Hængsmótinu með glæsilegu
lokahófi sl. laugardagskvöld, þar
sem fram fór verðlaunaafhend-
ing og skemmtun. I gegnum tíð-
ina hafa skapast skemmtilegar
hefðir við mótssetningu og móts-
slit. Við mótssetninguna er mikið
Morgunblaðið/Kristján
gert úr innkomu keppnisliðanna í
salinn og kynningu á þeim og þar
er Hængur litli Hængsson,
verndari mótsins, í aðalhlutverki.
Aðsókn-
armet á
Austur-
landi
HÚSFYLLIR var á tónleikum
Kristjáns Jóhannssonar og Karla-
kórs Akureyrar - Geysis á Akur-
eyri og Egilsstöðum um helgina.
Kristján söng einnig með bræðr-
um sínum Svavari og Jóhanni Má á
tónleikunum, auk þess sem systur-
synir þeirra, Örn Viðar og Stefán
Birgissynir, komu fram með þeim
bræðrum.
Geir Guðsteinsson, formaður
kórsins, sagði kórfélaga alveg í
skýjunum af ánægju með tónleik-
ana og viðtökurnar. „Og eftir því
sem okkur er tjáð settum við að-
sóknarmet á menningarviðburð á
Austurlandi." Um 800 manns, víða
af Austurlandi, sóttu tónleikana í
íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á
sunnudag og alls um 1.800 manns
sóttu tvenna tónleika í Iþrótta-
skemmunni á Akureyri á fóstu-
dagskvöld og laugardag.
Kórfélagar sáu sjálfir um upp-
setningu fyrir tónleikana á Akur-
eyri og höfðu auk þess með sér
sviðið og ljósabúnað austur og sáu
um uppsetningu. Tónleikarnir á
Egilsstöðum voru haldnir í sam-
vinnu við Tónlistarfélag Fljótsdals-
héraðs. Tónlistarfélagið sá um að
koma fyrir stólum í íþróttamiðstöð-
inni og sagði Geir að sækja hefði
þurft stóla niður á firði og víðar.
metnar inn í launavísitölu Hagstofu
Islands.
I öllum samanburði hingað til
hefur verið notast við launavísitölu
Hagstofu Islands og þar er tekið
tillit til eingreiðslna. Orlofs- og des-
emberuppbætur eru meðhöndlaðar
eins og fram kemur í bréfi forstöðu-
manns á Þjóðhagsstofnun, en lág-
launauppbætur eru meðhöndlaðar
þannig að áhrif breytinga eru tekin
inn um leið og samið hefur verið um
þær í almennum kjarasamningum.
Þetta hlýtur að vera áhugaverð
lesning fýrir leikmenn, en íyrst við
erum komin út í þessar umræður
þá skal rétt vera rétt.
Að lokum vil ég segja þetta:
Það skal vera ljóst að ég mun
ekki sitja undir svona ásökunum. I
gær var ég ung kona en í dag er ég
reið ung kona og tek slaginn við
alla þá sem þess óska. Eg legg
metnað minn í að vinna faglega að
mínum verkefnum og læt ekki
flokkspólitík hafa áhrif þar á. Þegar
ég geri mistök hef ég verið manna
fyrst til að viðurkenna þau. Svo er
hins vegar ekki í þessu tilfelli og ég
neita að láta fórna mér á altari póli-
tíkusa. Það er sorglegt að embætt-
ismaður skuli láta nota sig til slíkra
verka.
Ég lýsi vanþóknun minni á bréfi
forstöðumanns á Þjóðhagsstofnun
til Benedikts Davíðssonar. Ég lýsi
vanþóknun á því að embættismaður
skuli verja starfsheiður sinn með
því að vega að starfsheiðri mínum.
Það er alvarlegt að stjórnmála-
menn skuli fá embættismenn til að
gera svona nokkuð í pólitískum til-
gangi rétt fyrir kosningar.
Það er kominn tími til að huga að
kjörum lífeyrisþega og hætta þess-
ari talnaleikfími. Fyrir utan for-
stöðumann á Þjóðhagsstofnun hef-
ur enginn embættismaður annar
sóst eftir skýringum á útreikning-
um hagdeildar ASÍ hjá ASÍ. ASÍ
hefur hins vegar haft samband við
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið til að kynna sér málflutning
ráðuneytisins, reyndar án árang-
urs.
Millifyrirsagnir eru samdar
af höfundi.
Bæjarstjórn
Dalvíkurbyggðar
Samstarfs-
samningur við
rjogur telog
undirritaður
BÆJARSTJÓRN Dalvíkurbyggðar
hefur undirritað samstarfssamning
við fjögur félög í sveitarfélaginu á
sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Fé-
lögin eru Ungmennafélagið Reynir,
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörf-
uður, Hestamannafélagið Hringur
og Sundfélagið Rán.
Uppbygging íþrótta-
mannvirkja
Mikil uppbygging íþróttamann-
virkja hefur átt sér stað i Dalvíkur-
byggð samhliða öflugu íþrótta- og
æskulýðsstarfi frjálsra félaga. Bæj-
aryfirvöld hafa í samstarfi við félög-
in komið sér saman um gerð
rammasamnings er varði samskipti
og samstarf, forvarnir og vímuefna-
varnir, notkun íþróttamannvirkja
og um framkvæmdir og styrkveit-
ingar.
Á grundvelli þessa var gerður
sérstakur samningur við hvert félag
hvað varðar framkvæmdir og styrk-
veitingar til næstu þriggja ára og er
heildarverðmæti þessara samninga
rúmar 7,4 milljónir króna. Umf.
Reynir fær 800.000 krónur á ári
næstu þrjú árin, Umf. Þorsteinn
Svörfuður 170.000 krónur, hesta-
mannafélagið 1250.000 krónur og
sundfélagið 250.000 krónur.
Ótvírætt
forvaraargildi
Með þessu vilja bæjaiyfiiTÖld í
Dalvíkurbyggð styrkja enn frekar
starf frjálsu félaganna um leið og
enn frekar er stuðlað að öflugu
íþrótta- og æskulýðsstarfi í sveitar-
félaginu. Slíkt stuðlar að heilbrigð-
ara lífi barna og unglinga og hefur
ótvírætt forvamargildi í baráttu við
vímuefnavanda samfélagsins og er í
samræmi við vímuvarnaráætlun
Dalvíkurbyggðar.
Léleg aflabrögð í Barentshafi
ÞÝSKI frystitogarinn Kiel frá Cux-
haven kom til löndunar á Akureyri í
gærmorgun eftir 88 daga veiðiferð í
Barentóhafið. Togarinn kom með
285 tonn af flökum að landi, mest
þorski, og er aflaverðmætið um 85
milljónir króna. Auk þess sem land-
að er úr skipinu á Akureyri verður
ráðist í viðhaldsframkvæmdir um
borð næstu 10 daga.
Kiel er í eigu þýska útgerðarfyr-
irtækisins Deutsche Fischfang
Union, DFFU, dótturfélags Sam-
herja. Þorsteinn Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðar Samherja,
sagði aflabrögð í Barentshafi mjög
léleg og væri fyrst og fremst ofveiði
um að kenna. Hann sagði skipið
ekki hafa fengið afla í marga daga
og suma daga hefði það fengið eitt
til þrjú tonn af flökum.
Víðir EA, frystitogari Samherja,
kom til Reykjavíkur á sunnudag
Morgunblaðið/Kristján
ÞYSKI togarinn Kiel er engin smásnúði, eða 3.200 brúttótonn, 92
metrar að lengd og 16 metrar að breidd. Á myndinni er verið að landa
úr skipinu í Fiskihöfninni á Akureyri í gær.
með góðan afla úr Rósagarðinum var karfi og aflaverðmætið um 70
eftir þriggja vikna túr. Uppistaðan milljónir króna.
Kynningar i vikunni:
l'ctta frnbizva krettt nota kcppcnrtnrnir um
Súrefnisvörur
Karin Herzog
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Miðvikud. 5. maí kl. 14-18:
Hveragerðis Apótek, Hveragerði.
Fímmtud. 6. maí kl. 14—18:
Breiðholts Apótek, Mjódd,
Lyfjabúð Hagkaups, Mosfellsbæ.
Föstud. 7. maí:
Hringbrautar Apótek kl. 15—19,
Snyrtist. Paradís, Laugarnesvegi 82, kl. 14—18,
Stjörnu Apótek, Akureyri, kl. 14—18,
Apótek Vestmannaeyja kl. 11 — 16.
Laugard. 8. maí:
Hagkaup Smáratorgi kl. 13—17. B
Kynningarafsláttur J
Dreifing: Solvin, s. 899 2947.
ú með smá
appelsínuhúð
eða kannski bara
MIKLA?
Skiptir ekki máli
SILHOUETTE
ER ALLTAF
LAUSNIN!
ungfrú Islanrt þcssa rtajjana