Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 39 MENNTUN Umhverfismennt Innivera íslenskra (borgar)barna er mikil enda er vorferðalag í skólum viðburður. Úti- kennsla er aðferð til að leiðrétta aðra kennslu. Gunnari Hersveini veittist innsýn í umhverfísmennt og úti- kennslu í Selásskóla og hvernig þessi fræði geta verið samþætt upplýsingatækni nútímans. s Utikennsla leiðréttir innikennslu # Umhverfísmennt og upplýsingatækni eru góðar greinar saman # Eiga íslensk börn í erfíðleikum með gang úti í guðsgrænni náttúrunni? Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ er ekki nóg.að kenna um náttúruna af bókum, myndböndum eða af Netinu. Við verð- um að fara út til að mynda tengsl, skoða og átta okkur á undrunum," segir Sigrún . LDAMOTABORNIN eru/verða innibörn ólíkt / % fyrri kynslóðum sem voru JL IL allan liðlangan daginn undir beru lofti. Aldamótabörnin eru tölvubörn og þau lesa heiminn af skjánum. Þau leika sér inni, læra inni og eru inni í skólanum sínum. Nokki'ar þjóðir hafa þó endurupp- götvað gildi útiverunnar fyrir börn og gert ráðstafanir til að koma úti- vistinni inn í skólana. Víða í Noregi er einn dagur vikunnar helgaður útiverunni. Sex, sjö og átta ára norsk börn eru úti einn dag vikunn- ar allan skóladaginn allt skólaárið. Annars staðar þekkist að ætla úti- kennslu ákveðna önn skólaársins eða samþætta útikennslu allri annarri kennslu eða stofna sérstaka útiskóla til að rannsaka náttúrunna (hér: Skólabúðir á Reykjum í Hrút- afirði). Islendingar voru ekki búnir undir að (borgar)börnum yrði svo snögg- lega kært að vera inni við skjáinn, en nokkrir kennarar hafa t.d. bent á að þau hafí misst úthaldið. Áherslan í skólastofunni er núna upplýsinga- tækni, að kenna börnum að nota Vefinn og Netið til að draga að sér þekkingu, til að raða saman brotum og líma saman heilsteypta mynd. Þetta helst svo í hendur við annan þátt sem hefur verið minna í sviðs- Ijósinu: Útikennslu og umhverfís- mennt, en þar fer einmitt frumöflun upplýsinga fram. Úpplýsingatæknin er á hraðri siglingu, en útikennslan á hægri. Síðastliðið haust fengu þó leikskól- inn Lindarborg og grunnskólinn Selásskóli í Arbæ styrk frá mennta- málaráðuneytinu til að gera tilraun- ir með umhverfismennt og úti- kennslu. A Lindai'borg hefur frá því á liðnu sumri verið farið með börnin í vettvangsferðir til að tala við þau um himin og jörð, fjöll, sjó og þau upplifað kraftinn og fegurðina. I Selásskóla hefur svo Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur lagt áherslu á samþættingu útikennslu og upplýsingatækni, meðal annars vegna þess að hann er móðurskóli bókasafnskennslu (upplýsinga- tækni). En útikennsla snýst um skilning á náttúrunni með beinni skynjun. Ongstræti umhverfismenntar Sigrún Helgadóttir stundaði nám í umhverfísfræðum við Edinborgar- háskóla í Skotlandi og hefur kynnt sér þau í öðrum löndum m.a. í Kanada. Hún hefur kennt námskeið í Kennaraháskólanum, þýtt bækur um þessi efni og núna kénnir hún börnum í samræmi við fram- kvæmdaáætlun stjórnvalda í um- hverfismálum um sjálfbæra þróun og nýja endurskoðaða aðalnámskrá um að efla umhverfisvitund barna. Sigrún hefur langa reynslu af umhvei'fismálum og var m.a. land- vörður í Jökulsárgljúfrum þegar þjóðgarður var stofnaður þar árið 1974. „Stefnan þá fólst í því að skamma fólk fyrir að ganga illa um umhverfið sitt,“ segir Sigrún og hún bendir á að í raun felist hún ennþá í því hér á landi, í skömmum og til- raunum til að láta fólk fá samvisku- bit. En sem betur fer eru til aðrar aðferðir. „Umhverfismenntun er bæði að öðlast þekkingu á náttúrunni og reynslu. Hún snýst um að skilja hana og að breyta hegðun sinni og einmitt þess vegna er útikennsla mikilvæg," segii- Sigi'ún og bætir við að málið sé að vinna bug á skeytingarleysinu gagnvart náttúr- unni og að koma fram við hana af virðingu. Umhveifismenntun er nýtt fag í skólum og enn hafa sérstakir áfang- ar í framhaldsskólum ekki náð fót- festu í kerfinu þótt það eigi að ala börn upp í sjálfbæru þjóðfélagi og bæði stjómvöld, sveitarfélög og mörg fyrirtæki hafi sett sér sér- staka umhverfisstefnu. „Enginn hefur tekið á sínar herðar ábyrgð- ina á þessu námi. Umhverfisráðu- neytið vísar á menntamálaráðuneyt- ið en það hefur ekki treyst sér til að hampa þessu fagi fram yfir önnur fóg,“ segir hún og leggur til að skól- ar setji sér sérstaka umhverfis- stefnu eins og Selásskóli hefur reyndar gert. „Okkur ber að auka umhverfismennt í skólum en hins- vegar eru engar kennarastöður í þessum fræðum og í kennaradeild- unum í Kennaraháskóla íslands og í Háskólanum á Akureyri eru ekki sérmenntaðir kennarar í þeim.“ Hún virðurkennir að eins og í öðru taki það tíma að festa þetta fag í sessi. Aðferðimar tvær til að kenna Umhverfismennt er eðilegt fram- hald af samþykktum Alþingis og sveitarstjórna (staðardagskrá 21) um umhverfismál en kennslan er lítil og brotakennd og e.t.v. í öng- stræti. „Kennarar eru hikandi við umhverfismennt m.a. vegna þess að þeir fengu aldrei sjálfir slíka mennt- un eða fræðslu, geta fátt leitað og hafa nóg með að kenna það sem þeir kunna að kenna. Öngstræti umhverfismenntar felst í því að kennslan er neikvæð með áherslu á að börnin eigi að laga til eftir okkur og vera feðra- og mæðrabetrungar. Umhverfismennt er gerð leiðinleg með því að láta börnin tína rusl. Það fyrsta sem flestum dettur í huga þegar umhverfismennt er nefnd er sorp og endurvinnsla,“ segir Sig- rún. Tvær kennsluaðferðir í umhverf- ismennt hafa verið mest áberandi. Önnur er að leggja áherslu á vanda- málin og að auðlindir jarðar séu í hættu. Fræðslan er neikvæð og áróðurinn hræðslukenndur. Þessi aðferð á rætur að rekja til bókar Rakelar Carlsson, Raddir vorsins þagna, sem er um þær ógnir sem steðja að jarðarbúum. Hugmynda- fræðin var færð inn í skólana en þegar kalda stríðið og kjarn- orkuógnin stóð sem hæst féllust kennurum hendur því börnin voru farin að fá það á tilfinninguna að veröldin væri að farast. Kennurum fannst nóg samt þótt þeir tækju ekki þátt í því að hræða börnin. Hin aðferðin sem Rakel Carlsson bryddaði reyndar líka upp á byrjaði upp úr 1970 og fólst í því að mennta börn á jákvæðan hátt um umhverfi sitt. Hún felst í því að njóta náttúr- unnar og styrkja tengslin við hana með væntumþykju. Hugmyndin er að ef það tekst komi það af sjálfu sér að bera virðingu fyrir henni og að fara vel með hana. Sambandið við náttúnina „Starfsheiti mitt í Jökulsárgljúfrum var á sínum tíma gæslumaður og fremur reiknað með að ég skamm- aði ferðamenn og gætti þess að þeir hentu ekki rusli. Núna er starf í þjóðgörðum fremur að fræða og hjálpa ferðamönnum að njóta nátt- úrunnar," segir Signín og að nú sé lag að innleiða þessa aðferð í ís- lenskum skólum. „Umhverfismennt er forsenda sjálfbærs samfélags en það er yfirlýst stefna alls heimsins að stunda sjálfbæra þróun og að eyðileggja ekki umhverfið fyrir komandi kynslóðum.“ Útikennsla er sá hluti umhverfis- menntunar að öðlast reynslu af náttúninni og að læra af eigin mætti að umgangast hana og þekkja. „Þjóðfélagið hefur breyst. Börn voru áður úti við í samfélagi við fullorðna, dýr og náttúru, en núna eru þau inni í einangruðum heimi. Upplýsingatæknin ýtir í raun enn á það að vera inni. Aður voru litlu gi'úskararnir í fjörunni og í skurðum en núna eru þeir á Netinu. Útivistin er orðin munaður og börn eiga jafnvel í erfiðleikum með að ganga úti í náttúrunni," segir hún og vísar í reynslu sína af útikennslu, „útjvistin er ekki bara góð til kennslu heldur líka fyrir líkama og sál. Hún er forvörn og heilsubót, eða hversu margir hafa ekki góða reynslu af því að fara í göngutúr þegar þeim líðui- illa?“ Hún segir að Norðmenn hafi t.d. uppgötvað að sterkasta leiðin til að styrkja samhygð með nýbúum og innfæddum og vinna bug á félags- legum vandamálum sé að leggja áherslu á útikennslu og mennta börnin um það sem þau eiga vissu- lega sameiginlegt: Nánasta um- hverfi. „Útikennslan er líka til að leið- rétta aðra kennslu, kenna vinnu- brögð og veita nauðsynlega þjálf- un,“ segir Sigrún, „það er ekki nóg að kenna um náttúr- una af bókum, mynd- böndum eða af Net- inu. Við verðum að fara út til að mynda tengsl, skoða og átta okkur á undrunum. Hún nefnir sem dæmi að í fræðslu- myndum um fugla gerist allt á skömm- um tíma. Fuglinn er sýndur á flugi í fjarska og svo fyllir hann skjáinn fyrir til- verknað aðdráttar- linsunnar. Fuglinn gerir sér hreiður, verpir eggjum og skömmu síðar er hann farinn að bera fæði í ungana sem brátt fljúga úr hreiðrinu. Raunveru- leg fuglaskoðun leið- réttir hraðann og temur bömunum þol- inmæði. Þar er stærð fuglanna önnur og hraðinn annar. Þar er engin risavaxin að- dráttarlinsa. Sigrún segir líka að erlendir ferðamenn verði iðu- lega iyrir vonbrigð- um þegar þeir sjá lundann, og jafnvel reiðir, því hann er töluvert minni en þeir hafa ímyndað sér. Þeir reikna yfirleitt með að lundinn sé á stærð við mör- gæs. Innikennslan leiðréttist ekki með einni vorferð skólabama. „Úti- kennslan þarf að vera hluti af dag- legu lífi, og nú er lag til að gera það því ný aðalnámskrá gerir ráð fyrir samþættingu umhverfismenntar við önnur fög eins og náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni, og skólar eru að fara að vinna að nýj- um skólanámskrám. Jákvæð um- hverfismennt byggist á náttúru- fræðikennslu og þarf bæði að miða að því að kenna nauðsynlega nátt- úrufræði og því að efla virðingu íyr- ir náttúru og umhverfi með beinni reynslu," segir Sigrún. Hún telur að þróunarstarf sé fyrir höndum og leit að aðferðum sem henti við ís- lenskar aðstæður, samfélag, nátt- úruog menningu. „I upplýsingasamfélaginu þarf að kenna börnum að afla upplýsing- anna í samfélaginu og náttúrunni og miðar útikennslan einmitt að því að þjálfa þau í því, þessvegna er brýnt að samþætta hana annarri kennslu og daglegu lífi. Áherslan á að vera á náttúruna sjálfa, hve merkileg hún ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Nokkur laus pláss í maí. Hannes Flosason, sími 5540123. nudd ■ Kennsla í ungbarnanuddi Fimmtudaginn 6. maí kl 12.00 fyrir foreldra með börn frá 1 mánaða aldri. Ungbamanuddið losar um spennu og örvar blóðrás. Nýlegar rann- sóknir sýna að ungbarn- anudd hraðar almennt heila- tauga- og lfkamsþroska og einnig vexti hjá fyrir- burum og léttburum.Sérmenntaður kennari í ungbarnanuddi með kennara- réttindi frá I.A.M.I. (Intemational Ass- ociation of Infant Massage Instructors) og yfir 10 ára reynslu. HEILSliSETUR ÞÓRGUNNU Skipholti 50c, s. 562 4745 og 896 9653. er og hve háð við erum henni. Úr- bæturnar koma í kjölfarið." U mhverfisvitundin „Sigrún hefur þróað nokkur verk- efni í náttúrustofu Selásskóla í sam- starfi við bókasafnið. Börnin höfðu til dæmis farið á Netið og numið um sólkerfið. I kennslunni kom í ljós að þau misreiknuðu stærðir. Þau ímynduðu sér til dæmis að ef fót- bolti táknaði stærð sólar þá gæti tennisbolti táknað stærð jarðar. Það kom þeim í opna skjöldu að í samanburði við stærð sólar sem fótbolta var jörðin líkari sandkorni. Þau fóru svo út og könnuðu himin- geiminn. Náttúrufræði með þessum hætti hvflir bæði á skilningi og skynjun. Börnin í Selásskóla læra einnig að fylgjast með dýrum og plöntum í heimkynnum sínum í stað þess að stoppa þau upp eða slíta upp og færa þau inn í skólastofuna. Þau læra um fæðukeðjuna og vistkerfin með beinni reynslu. Þau fara til þeirra og njóta þeirra þar sem þau eru og læra um leið að virða þau í stað þess að taka sýni og henda þeim síðan. Þau spyrja: hvað eru þau að gera, hvernig lifa þau, með hverjum og hvernig erum við háð þeim? Hugarfarið er að taka ekki meira en þarf og fara vel með það. Þannig má vinna bug á græðginni og skeytingarleysinu sem farið hef- ur illa með vistkerfin. Sigrún legg- ur til að skólar auki náttúrufræði- kennslu með yngri börnum og hún vísar í góða reynslu á leikskólanum Lindarborg og að kennarar þar segi að greinilega megi merkja góða umhverfisvitund með þeim. Börnin eru fljót að læra. Itroðslunám dugar hinsvegar skammt til að efla umhverfisvitund. „Umhverfismennt er líka upplifun og reynsla," segir Sigi-ún, „hún miðar að því að sýna krökkunum fram á að staðurinn sem þau búa á er líka merkilegur staður. Fjöllin í kringum þau voru líka eldfjöll og það hafa líka runnið hraun í þeirra heimabyggð." Selásskóli hefur ekki enn fengið fjármagn til að halda kennslu áfram næsta vetur í umhverfis- mennt. Sótt hefur verið um styrki til ýmissa aðila en óljóst er um nið- urstöðuna. Rannís reiknaði með að veita fé undir liðnum „Umhverfis- menntun og uppeldi í sjálfbæm þróun“ í markáætlun sinni um rannsóknir og þróunarstarf í upp- lýsingatækni og umhverfismálum, en þurfti að fella hann út sökum skorts á fé. Þróun útikennslu á Is- landi er þó hafin. ■ Endurmenntunarnámskeið fyrir svæðanuddara Farið í svæðameðferð handa, orkubrautir og mikilvæga punkta á þeim. Sjúkdóms- einkenni frá A-O og meðhöndlunaraðferðir við þeim o.fl. Tími mánudagskvöld í maí- júní frá kl. 18—20.30. Upplýsingar og innritun í síma 562 4745, 552 1850 og 896 9653. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Skipholti 50c. ■ Nám í svæðameðferd í Svæðameðferðarskóla Þórgunnu byrjar 1. september 1999. Kennsla eitt kvöld í viku í 16 mánuði. Sumarfrí júlí og ágúst. Kennsla mánud. og miðvikud. Nám viðurkennt af Svæðameð- fetðarfélagi fslands. Hámark 8 nemendur í hóp. Innritun haftn. Upplýsingar í símum 562 4745, S52 1850 og 896 9653. skólar/námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.