Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sérhannaða íslenska túnfískveiðiskipið smiðað í Kína Túnfískveiðarnar eru spennandi kostur SAMNINGAR um smíði túnfiskveiði- skips voru undirritaðir sl. laugardag milli Stíganda ehf. í Vestmannaeyj- um, útgerðarfélags Ófeigs VE, og HuangPu skipasmíðastöðvarinnar í Kína. Er hér um að ræða fyrsta sér- hannaða túnfiskveiðiskipið sem samið er um smíði á íyrir Islendinga. Skipið sem um ræðir er togskip en er einnig sérútbúið til línuveiða á túnfiski. Skipið, sem hannað er hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf ehf., er 42 metra langt, 11,2 metrar á breidd og um 635 brúttórúmlestir. Þorsteinn Viktorsson, íramkvæmdastjóri Stíg- anda ehf., segir túnfiskveiðarnar mjög spennandi kost og gefi mögu- leika á að nýta betur þann kvóta sem fyrir sé á skipinu. Aætlað er að skip- ið verði afhent í júní á næsta ári og er áætlaður kostnaður við smíðina um 450 milljónir króna. Stígandi ehf. á fyrir togskipið Ófeig VE og segir Þorsteinn að ekki liggi fyrir hvað verði um gamla skipið en það verði að öllum líkindum selt. FRÁ undirskrift smíðasamningsins. F.v. Þorsteinn Viktorsson og Vikt- or Helgason, útgerðarmenn Ófeigs VE, Cheng Zhengmin, deildarstjóri útflutningsdeildar China State Shipbuilding Corp., og Dong Zhi Cheng, framkvæmdastjóri HuangPu skipasmíðastöðvarinnar. Útgerðarfélag Gjafars VE frá Vestmannaeyjum, Sæhamar ehf., hefur undanfama daga átt í viðræð- um við fulltrúa annarrar kínverskrar skipasmíðastöðvar um smíði túnfisk- skips og segir Guðjón Rögnvaldsson að væntanlega verði gengið frá smíðasamningi í þessari viku. Reynir Arngrímsson, framkvæmdastjóri, og Gunnlaugur Ingvarsson, markaðs- stjóri IceMac ehf., umboðsaðila Hu- angPu-skipasmíðastövarinnar hér á landi, segjast verða varir við mikinn áhuga nýsmíðaverkefnum í Kína og greinilegt að margir fylgist spenntir með áræðni og ákveðni útgerðar- manna í Vestmannaeyjum að hefja túnfiskveiðar. Búlandstindur hf. og Gautavík hf. kosta námsefni til tölvukennslu Framtíðarbörn á Djúpavogi FORSVARSMENN Búlandstinds hf. og Gautavíkur hf. undirrituðu um helgina samning við Grunnskóla Djúpavogs þess efnis að fyrirtækin kosta námsefni til tölvukennslu frá Tölvuskólanum Framtíðarbörnum næstu þrjú árin og gefa þannig skóla- bömum á Djúpavogi kost á besta námsefni sem kostur er á í tölvu- fræðslu. Að sögn Ólafs Ragnarssonar sveitarstjóra á Djúpavogi er þetta fyrsti samningur sinnar tegundar en áður hafa átta grunnskólar gert skólasamning við Framtíðarböm. Tæplega 90 nemendur eru í 1. til 10. bekk grunnskólans á Djúpavogi og fá þeir umrætt námsefni þýtt, staðfært og uppfært á sjö yikna fresti á samningstímanum. „Eg vil koma á framfæri þakklæti frá mér, nemendum og öllu starfsfólki skól- ans en fréttirnar um stuðninginn vora sem jólin,“ sagði Freyja Frið- bjarnardóttir skólastjóri við undir- skrift samningsins. Hún sagði að án stuðnings fyrirtækjanna hefði ekki verið möguleiki á að bjóða upp á um- rætt námsefni. „Börnin okkar hér verða í orðsins íyllstu merkingu framtíðarböm. Þau verða á undan sinni samtíð.“ Tölvuskólinn Framtíðarbörn hef- ur verið starfræktur síðan 1997 en námsefnið kemur frá Futurekids International, sem á rætur að rekja til Los Angeles í Bandaríkjunum en starfar í meira en 70 löndum. „Við eigum því láni að fagna að við eigum mjög myndarlegt tölvuver í skólan- um,“ sagði Freyja. „Það er eins og fullbúið, nýtt veiðiskip en okkur vantaði kvótann og sjóleiðakort. Hvort tveggja fáum við upp í hend- urnar með þessum samningi." Morgunblaðið/RAX FRÁ undirritun samningsins um fjármögnun tölvunámsefnisins. Frá vinstri: Haraldur L. Haraldsson framkvæmdastjóri Búlandstinds, Pét- ur H. Pálsson stjórnarformaður, Freyja Friðbjarnardóttir skólastjóri, Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri og Stefán Þórarinsson stjórnar- formaður Gautavíkur. Gistingu á Sol Dorio í íbúð m. einu svefnherbergi, miðað við 2fuilorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, alíir flugvallarskattar og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Mallorca 12. júli Gistingu á Pil Lari Playa í íbúð m. einu svefnherbergi, miðað við 2fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, allir flugvallarskattar og ferðirtil og frá flugvelli erlendis. Darmörk BILLUNI) Verð frá amann Innifalið: Flug tii Billund, bílaleigubíll í A flokki með ótakmörkuðum kílómetrafjölda í 1 viku m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára og allir flugvallarskattar. Flugfargjald til Mílanó 28.260 kr* Flugfargjald til Danmerkur, Billund 27.900 kr.* Flugfargjald til Portúgal 28.700 kr * Flugfargjald til Mallorca 30.380 kr* *Gildir í beinu flugi til ofangreindra staða. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Greiðsla með Atlasávísun er þegar reiknuð inn í verðið. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is |(8Ó0T/22j| Akranes Kirkjubraut 3 S: 431 4884 »Fax: 431 4883 Borgarnes Vesturgarður, Borgarbraut 61 S: 437 1040 • Fax: 437 1041 ísafjörður Vesturferðir, Aðalstræti 7 S: 456 5111 - Fax: 456 5185 Sauðárkrókur Skagfirðingabraut 21 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 Dahík Júlíus Snorrason S: 4661261 Akureyri Ráðhústorg 3 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 Egilsstaðir Selfoss Ferðaskrifstofa Austurlands Suðurgarður hf., Austurvegi 22 S: 471 2000 • Fax: 471 2414 S: 482 1666 • Fax: 482 2807 Höfn Vestmannaeyjar Jöklaferðir, Hafnarbraut Eyjabúð, Strandvegi 60 S: 478 1000 • Fax: 478 1901 Sími 481 1450 Keflavík Hafnargötu 15 S: 421 1353 »Fax: 421 1356 Grindavík Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 426 8060-Fax: 426 7060 Fiskmarkað- urinn sér um rekstur hafnarinnar FISKMARKAÐUR Djúpavogs hf., sem Búlandstindur hf. hefur starf- rækt frá byrjun árs, tók yfir dag- legan rekstur hafnarinnar á Djúpa- vogi sl. laugardag, 1. maí. „Þetta er liður í því að styrkja undirstöður Fiskmarkaðarins og létta af höfn- inni og sveitarfélaginu ákveðnum þáttum sem við teljum að séu betur komnir í höndum annarra,“ sagði Olafur Ragnarsson sveitarstjóri við undirritun samningsins. Að sögn Ólafs sér Fiskmarkað- urinn um að veita alla þjónustu í og við Djúpavogshöfn nema vigt- un sjávarafla. Samhliða samningn- um tók Fiskmarkaðurinn hafnar- húsið á leigu undir rekstur mark- aðarins og hafnarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona samningur er gerður hér á landi og því er mjög mikilvægt að standa vel að öllum þáttum," sagði Ólafur. „Það er mjög ánægjulegt að hér skuli fiskmarkaður hafa verið settur á stofn því hann breyt- ir mjög miklu varðandi tekju- möguleika sjómanna og sérstak- lega smábátaeigenda. Við höfum lagt okkur fram við að hlúa vel að nýjum fyrirtækjum og þetta er innlegg af hálfu hafnarinnar til að gera rekstrargrundvöll fiskmark- aðarins bærilegri." v|j> mbl.is -/KLLTAf= Œ/TTH\SA£) A/ÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.