Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 55 Af litlum neista STOKKBREYTINGIN sem orð- ið hefur I efnahagslífi þjóðarinnar er ki-aftaverki líkust. Lítil verð- bólga, stöðugleiki á vinnumarkaði, lágir vextir, lægri skattar og frelsi í viðskiptum hafa lagst á eitt um að skapa íslenskum fyrir- tækjum nauðsynlegan vaxtargrundvöll og fólki bætt kjör. Þessi þróun er ekki sjálfgef- in, hún er afleiðing skynsamlegrar efna- hagsstefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Góðærið undanfarin ár undirstrikar mikilvægi þess að trúverðugir að- ilar séu áfram við stjórnvölinn. Minna atvinnuleysi - meiri kaupmáttur Fara verður saman að hlúð sé að fólki og fyrirtækjum. Með kaupauk- um, hlutabréfum og margvíslegum hlunnindum hafa mörg fyrirtæki umbunað starfsmönnum sínum langt umfram umsamda kjarasamn- inga. Starfsmenn hafa þannig með beinum hætti notið bættrar afkomu fyinrtækjanna. Batnandi hagur þeirra hefur haft í för með sér auk- inn kaupmátt og minna atvinnu- leysi. Samhliða hafa tekjur ríkis- sjóðs stóraukist þrátt fyrir skatta- lækkanir. Skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður sem aldrei fyrr, er auka mun ráðstöfunarfé rík- isstjóðs til lengri tíma litið og veita svigi'úm til frekari skattalækkana. Slökkviliðsmennirnir og vatnstjónið Efnahagsóstjórn vinstrimanna er flestum kunn. Háir vextir, erlendar lántökur, halli á ríkisfjárlögum, lýrnandi kaupmáttur, háir skattar, sóun í ríkisfjármálum, ósamkeppn- ishæf fyrirtæki og atvinnuleysi standa alltof nærri í minningunni. Óhugnanlegasta staðreyndin af öll- um er sú að síðustu árin hafa vinstrimenn barist með oddi og egg gegn þeim veigamiklu umbótum í íslensku samfélagi sem skapað hafa þann trausta efnahagsgrundvöll sem við stöndum á nú. í neikvæðum tón er reynt að telja okkur íslendingum trú um að allt sé í kaldakoli og vinstrimenn einir geti komið lagi á hlut- ina. Málflutningurinn er í ætt við brennu- varginn sem ki'efst þess að slökkviliðs- starflnu sé hætt vegna vatnstjónsins sem slökkviliðsmennimir valda. Atvinnulífíð er grundvöllur velferðarkerfísins Án trausts atvinnu- lífs er markleysa að tala um traust velferðai'kerfí. Fyrir- heit vinstrimanna í atvinnumálum eru skattahækkanir í formi um- Kosningar Brenrmvargarnir kvarta, segir Andrés Andrésson, yfír vatns- tjóninu sem slökkviliðs- mennirnir valda. hvei-fisskatta, tryggingargjalda, sérstaks skatts á aðalútflutnings- gi-einina og fjármagnstekjuskatts. Þetta eru feluorð yfir skatta á bfia, bensín, sparnað og atvinnulífið. Málflutningur vinstrimanna er fjandsamlegur atvinnulífnu á sama tíma og þörf er meiri fjölbreytni og aukins útflutnings til að standa und- ir áframhaldandi hagvexti og út- gjöldum til velferðannála. Stjórn- málamönnum sem tala eins og at- vinnulífið sé fjöregg samfélagsins en ekki hornkerling er treystandi, hinum ekki. Við búum að reynslunni þegar við greinum á miili. Höfundur slundar nám í stjómmálafræði við HI. Andrés Andrésson UMRÆÐAN Stebbi stál I KOSNINGAAUGLYSINGU Framsóknar í sjónvarpi hvatti Hail- dór Ásgn'msson til þess að við glímdum ekki við verk- efni nýrrar aldar með hugmyndafræði kalda stríðsins, heldur með íslenskri skynsemi og þeim kærleika sem þjóðin hefði ræktað með sér, kynslóð fram af kynslóð. Er Halldór þarna með skrúðmælgi að reyna að sætta þjóðina við að e.t.v. verði Rúss- um hleypt inn í efna- hagslögsögu okkar? Skref sem ég varaði við í greininni „Landhelg- ina eigum við“, (Vel- vakandi Mbl. 27/3) en hún hefst á þessum orðum: „Ég vil ekki sjá að Rússum verði hleypt inn í íslenska landhelgi." Eg benti einnig á að Jelena Bonner, ekkja Nóbelsverðlaunahafans Sakharovs, hefði varað Vesturlandabúa við að hleypa Rússum inn á sig, þeir væru útþensiuþjóð hvert sem stjórnarfar- ið væri. í utamnkisráðuneytinu bíður piagg undirski-iftar ráðheiTa ís- lands, Noregs og Rússlands. Það er dagsett 13. apríl s.l. og í 2. og 3. grein þess er fjallað um að mögu- lega verði komist að samkomulagi um gagnkvæmar veiðiheimildir í efnahagslögsögu hvers ríkjanna um sig. Kynnið ykkur þennan ófögnuð. Eg ræddi við vestfirskan skip- stjóra sem leist illa á þá tilhugsun ef hleypa ætti Rússum inn í íslenska lögsögu. Hann sagðist treysta þeim síst af öllum. „Þetta eru ekki við- skipti þetta er bara brask“, sagði hann. „Það er alveg á móti minni hugsjón að treysta Rússum að vera í okkar auðlind. Þeir eru ekkert góðir í samskiptum á miðunum. Þegar íslenskir ráðamenn eru að setja þetta upp og tala um þetta þá eru þeir bara með tölur og tonn. Það er allt sem mælir á móti því að við gerum þetta. Ég skil ekki þessa stefnu að skipta á heimildum við svona þjóðir sem ekki er hægt að hafa eðlileg samskipti við á sjó. Það kom oft til árekstra á miðunum, einmitt við Rússa.“ Saga af sjónuni Skipstjórinn segir frá: „Ég var með 250 tonna línuskip á grá- lúðuveiðum á miðunum djúpt út af Norðvestur- landi á svipuðum slóð- um og margir rúss- neskir togarar og lagði mína línu alltaf á sama stað. Báðir að veiða gi-álúðu, Rússamir og ég, þeir með 3000 tonna trollskip. Þeir vom þekktir fyrir að toga þvers og kruss yf- ir línuna hjá íslensku skipunum og tóku hana Rannveig Tryggyadóttir eitt sinn af okkur í björtu veðri og fóm það nærri okkur að þeir sáu vel hvað var að ske. Við gátum ekkert Fiskveiðar Vilja íslendingar, spyr Rannveig Tryggva- dóttir, láta frelsi sitt fyrir rússneskan gjafa- kvóta? eyðilagt fyrir þeim en þeir gátu eyðilagt fyrir okkur. Við höfðum engin tök á að tala við þá því þeir skilja ekkert mál nema rússnesku. Voru viljandi að eyðileggja fyi*ii- öðrum. Það sem ég gerði var að ég var með haglabyssu um borð og keyrði eins nálægt Rússanum og mögulegt var. Ég lét stýrimanninn fara út og skjóta að þeim, sem hann gerði og þá fyrst sýndu Rússarnir viðbrögð og sáum við þá aldrei aftur. Ég kærði yfirganginn í Land- helgisgæsluna og þeir töluðu við sendiráðið og þá fóra þeir af þess- um miðum. Þetta var árið ‘72 eða ‘73 en landhelgin var færð út í 200 mílur 1975. Það er hið versta mál að ætla að fara að hleypa þeim hingað inn aftur.“ Má breyta í herskip Skipstjórinn heldur áfram: „Menn sem ég þekki fóra um borð í rúss- neskt skip sem lá hálfyfirgefið í Færeyjum, togara. Var þama til við- gerða þó að ekki væri sýnilega gert við neitt. Lá þar í reiðileysi og virtist enginn eiga það. íslendingarnir fóra um borð bara að gamni sínu. Tugir staðsetningartækja og áttavita sem ekki eru 1 venjulegum skipum vora um borð. Hver einasti togaiá er með ótrúlegustu tæki sem era ekkert notuð við fískveiðar og í miklu magni. Þessi tæki gætu ekki notast þeim nema til hemaðar. Sé sldpt um áhöfn er þetta orðið herskip. Rúss- amir hafa alltaf verið að njósna. Þeir era að kortleggja allt. Virtist vera auðvelt að manna skipið hermönnum og ganga á land og hver hefði sín staðsetningartæki og útbúnað, m.a. sextantar í tugatali, sem era stað- setningartæki. I þessum rússnesku skipum eru þeh- með þessi aukatæki og fljótlegt að skipta um mannskap og nota skiphi í hernaðarlegum til- gangi. Vilja íslendingar láta frelsi sitt fyrh- rássneskan gjafakvóta? Úr Hávamálum: Gáttir allar áður gangi fram of skoðast skyli, um skygnast skyli, þvíóvíst er að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Höfundur er htísmdðir og þýðandi. HUSASKILTI húsaskilti R A O A U £3 L V S I I I M G A R Hafnarbúðir til leigu Til leigu er 1. hæðin og hluti kjallara í þessari nýuppgerðu húseign í miðbæ Reykjavíkur. Húsið stendur eitt á sér lóð. Húsnæðið getur hentað undir margskonar starfsemi en þó sér- lega vel fyrir veitingastað eða þjónustu. Upplýsingar í símum 696 4646 eða 892 5606. Suðurlandsbraut — Vegmúli — til leigu Verslunar- og lagerhúsnæði, samtals 263 fm, á jarðhæð til leigu. Húsið skiptist þannig að verslun er ca 130 fm en lager 133 fm. Húsið er vel innréttað og laust nú þegar. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628. Lækjarbrekka, veitingahús Óskum eftir að taka á leigu skrifstofuherbergi, sem næst miðbænum. Upplýsingar í síma 698 1566. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I O.O.F. Rb. 4 - 148548. TIL SÖLU Fasteignasala Lögmanna Sudurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 482 2849, fax 482 2801, logmsud@selfoss.is Jörð til sölu Austurkot í Sandvíkurhreppi. Jörðin er 166 ha, ræktun ertæplega 20 ha. A jörðinni er gamalt íbúðarhús, sem þarfnast viðhalds, úthús í þokkalegu ástandi, m.a. hest- hús fyrir rúmlega 35 hross, reiðskemma og stór vélaskemma. Toppaðstaða fyrir hesta- menn. Mjög góð staðsetning; innan við 5 km frá Selfossi og um klst. aksturtil Reykjavíkur. Nánari uppl. á skrifstofu Er það þitt mál ef Bíbí, humanisti á Austurlandi, fær ekki að ráða nafni sínu? Já, ef samfélag þitt hindrar hana. Er lán að geta „keypt" fiskveiðikvóta af íslenskri útgerð og að sleppa við sautján ára fangelsisdóm eftir „mörg dómsmorð" réttar- kerfisins? Skýrsla um samfélag lýsir stjórnar- háttum leyndarbréfa, þagnar og aðgerðaleysis og fæst í Leshúsi, Reykjavík. □ EDDA 5999050419 I Lf. Konur athugið Fundur verður hjá Aglow í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum, Fláa- leitisbraut 58—60. Elva Ósk Wii- um mun tala. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Landsstjórn Aglow á fslandi. LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Aðalfundur Lífssýnar verður haldinn þriðjudaginn 4. maí kl. 20.30 í Bolholti 4, 4. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum mun Sigþrúður Arnardóttir flytja erindi um samskipti. Hugleiðing kl. 19.45. Allir velkomnir. Kaffi- veitingar. Vetrarstarfi Lífssýnarskólans fer senn að Ijúka, en skólinn hefst að nýju næsta haust. Efnið skiptist í sjö þætti: Orkublik manns og jarðar, tilfinningar, hugur, inn- sæi, orkustöðvar manns og jarð- ar, þróun mannsins og fyrri líf, meistarar og helgir menn. Skráning og nánari uppl. hjá Erlu í síma 552 1189 og Kristinu i síma 552 7870. Ungbarnanudd Kenni foreldrum ungbarnanudd Ungbarnanudd veitir ánægjuleg- ar samverustundir með barnint og styrkir tengslin við það. ÞaS hefur reynst góð hjálp við maga- kveisu, óróleika og svefnleysi. Hef réttindi frá International Ass- ociation of Infant Massage Instructors og 10 ára reynslu. Uppl. veittar í sima 554 1734 mill kl. 12 og 13 virka daga. Ragnheiður Þormar. KENNSLA Nudd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.