Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Ekinn 64 þús. km. Svartur með Ijósri leðurinnréttingu, sóllúgu, geislaspilara - einn með öllu. Bein sala og skipti koma til greina. Bíllinn er til sýnis hjá Nýju Bílahöllinni, Funahöfða I. Sími 567 2277. Grand Cherokee - 6 cyl. sjálfskiptur, árg. 1995 Vor í Berlín Einstakt tækifæri til að kynnast hinni sögufrægu höfuðborg Þýskalands undir frábærri leiðsögn Kristínar Jóhannsdóttur fréttaritara. Vikuferðir til Berlínar, brottfarir 23. maí, 30. maí og 6. júní Innifalið: Flug, Kef-Berlín-Kef. Gisting í 6 nætur á 3ja stjörnu hóteli m/morgunmat. Skoðunarferð um Berlín. Gönguferð um austurhluta Berlínar. Dagsferð til Potsdam. Dagsferð til Spreewald. Upplýsingar og bókanir í síma 562 9950. Verð kr 69.500 miðað við tvo í herb. Vikulegt flug til Berlínar og Frankfurt frá 23. maí til 11. sept. Verð frá kr. 21.900 m/sköttum. Flogið er frá Keflavík aðfaranótt sunnudags. VESTFJARÐALEIÐ Ferðaskrifstofa Skógarhlíð 10, 101 Rvk. Minningarsjóður um Ólafíu Jónsdóttur Sfjóm Minningarsjóðs um Olafíu Jónsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn er stofnaður til styrktar rannsóknum í þógu geðsjúkra. Umsóknir um styrk úr sjóðnum, ósamt ítarlegum upplýsingum um umsækjandann og væntanlegt verkefni, ber að senda til stjórnar sjóðsins, ó skrifstofu Geðverndarfélags Islands, Hótúni 10, 105 Reykjavík. Nónari upplýsingar í síma 552 5508. Opið kl. 10-12 f.h. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Teg.112 Verö kr. 4.990 Teg. 111 Verö kr. 5.990 SKOHOLLIN Besjarhrauni 16, simi 555 4420 RR SKQR Kringlunni VELVAKAIVDI Svarað í sxma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Kennum krökkunum leiki EIN króna, fallin spýta, myndastyttuleikur, 12345- dimmalimm og margir fleiri leikir voru stundaðir uppá kraft hér áður fyrr, það er samt ekki svo ýkja langt síðan. En í dag, því miður, kunna krakkar fæsta af þessum leikjum. Þeir hafa gleymst alveg óti-úlega hratt og ætla ég ekki að skiigreina af hverju, heldur tala um hvort við getum ekki gert eitthvað til að þeir komist í umferð aftur. Oft hef ég hugsað, jæja nú fer ég út og kenni krökkunum nokkra leiki, og hef gert það, en börnin eru kannsld ekki nógu mörg og erfitt er að byrja með mjög fáa. Besta hug- myndin er kannski sú að þeir sem hafa fjöldann, eins og starfsfólk leikskól- anna eða skólanna, gefðu sér tíma til að koma krökkum á stað, kenna reglurnar. Eg veit að oft á vorin þegar gott er veður fara kennarar út með nemendur sína kanski í einn tíma, svona til að breyta til, og væri þá ekki sniðugt að kenna ein- hverja leiki, ekki bara fara í fótbolta eða hand- bolta þar sem keppnin og rígurinn er meiri. Sama á leikskólum þar sem eru oft langar útiverur, hvað með elstu krakkana, þá er vel hægt að virkja í ýmsa leiki og veit ég reyndar að það er gert sums staðar. Krökkum finnast skipu- lagðir leikir ennþá skemmtilegir, þeir eru ekkert gamaldags, þeir ættu frekar að vera orðnir sígildir. Erna Björk Jónsdóttir. Óánægja með Sjálf- stæðisflokkinn EG er gamall sjómaður og byrjaði til sjós 15 ára gamall og hef unnið þar að mestu leyti síðan. Þessi gjafakvóti er alveg út í hött og ætti að afnema hann strax. Það sem ég hef heyrt frá forsætisráð- herra er ekkert annað en hroki út í önnur framboð sem vilja koma þessu rétt- lætismáli á réttan kjöl. Formaður LIU stjómar þessu í gegnum Sjálfstæð- isflokkinn sem hefur mörgum sinnum átt þátt í að taka af okkur sjómönn- um þeim sjálfsögðu mann- réttindum að geta farið í verkfall. Trygging undir- manna á fiskiskipum er um 80.000 þús kr. á mán- uði og ef lítið veiðist sem oft er em þetta okkar einu laun. Svo taia margir um hvað við höfum það gott. Við vinnum myrkr- anna á milli, langar úti- vistir og lítil frí. Við emm oft svo þreyttir að við not- um þennan stutta frítíma til að sofa og hvíla okkur. Einn morguninn kom í póstkassann hjá mér blað frá Sjálfstæðisflokknum þar sem þeir bjóða til grillveislu og stóð þar stórum stöfum „Affysum veisluhöldum vinstri- manna“. Þar hæla þeir sér m.a. af því að þeir hafi lækkað erlendar skuldir sem er hin mesta vitleysa. Þeir slá ryki í augu kjós- enda til að veiða atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn var góður flokkur sem ég kaus en núna er hann bú- inn, því miður, að missa allt niður um sig. Þetta er flokkur mikillar fyrirlitn- ingar á láglaunafólki, öldruðum og öryrkjum og því ætla ég ekki að kjósa hann. Oánægður sjöniaður. Bók um spákonur með kristilega reynslu GUÐFINNA Jónsdóttir hafði samband við Velvak- anda og vildi auglýsa eftir skrifum spákvenna sem hefðu orðið fyrir kristi- legri reynslu. Hún er að skrifa bók um þetta efni og sagði hana þannig upp- byggða að hver kafli væri sjálfstæður og merktum þeim sem skrifuðu, svipað Biblíunni. Heimilisfang Guðfinnu er: Skútagerði 2, Gili, 600 Akureyri. Góður þáttur „ÞETTA helst", þáttur í umsjá Hildar Helgu Sig- urðardóttur, er lokið í bili. Eg vil þakka góðan þátt, allan léttleika sem honum fylgdi og komst ég oft í gott skap við að hlusta á hann. Samstarfsfólki Hildar þakka ég líka. Þið eruð öll frábær. I von um að sjá ykkur aftur í haust. Kærar kveðjur. Húsmóðir. Tapað/fundið Vasalmífur í óskilum VASAHNÍFUR fannst sl. þriðjudag við Valhúsgögn í Armúla. Upplýsingar í síma 562 0141. Lyklar fundust LYKLAR fundust í Mjódd sl. miðvikudag. Uppl. í síma 587 2147. Dýrahald Mjása vantar gott heimili ELLEFU mánaða hvítan högna sárvantar gott heimili. Mjási er kassa- vanur og þrifinn. Uppl. í síma 588 7388. Síamsköttur tapaðist SÍAMSFRESS tapaðist frá Hagamel 50. Köttur- inn er eyrnamerktur R- 7115. Uppl. í síma 551 1894 eða Kattholt. Páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur fannst við Reykás í Árbæ sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 567 2026. Læða í óskilum LÆÐA hvít á bringu og fótum en gul og grá á baki og haus, fannst í Bústaða- hverfi fyrir 2 vikum. Upp- lýsingar í síma 568 1324. Víkverji skrifar... VÍKVERJI fer víða. Á dögunum kom hann ásamt konu sinni til Amstei-dam á leið heim eftir mikið ferðalag. Til Amsterdam var komið með lest og á brautarstöðinni var farið að leita hótels fyrir nóttina, en heim skyldi flogið daginn eftir. Á brautarstöðinni á Schiphol-flug- velli er borð með upplýsingum um hótel og hægt að hringja beint í þau. Hafizt var handa við hringing- ar, bjartsýni um bærilegan gisti- stað fór hratt þverrandi. Alls stað- ar var sama svarið. Við erum full- bókuð. Á einu hótelanna var Vík- verja þá bent á að tala við upplýs- ingaþjónustu fyrir ferðamenn á brautarstöðinni. Þangað var arkað, en litlu betra tók við þar. Þeir gátu útvegað tvö herbergi á Sheraton við flugvöllinn, Annað kostaði 40.000 nóttin, hitt 60.000. Að auki var hægt að útvega gistingu í Den Haag á viðráðanlegu verði, en leigubíll fram og til baka gerði þann kost einnig vægast sagt óað- gengilegan. Nú voru góð ráð dýr. Skötuhjúin ákváðu að setjast niður, fá sér hressingu og hugsa málið. Á veit- ingastaðnum var hringt í Flugleiðir og þar reyndi ung stúlka að lið- sinna okkur, en án árangurs. Vík- verji og frú voru því farin að líta í kringum sig eftir sæmilegum bekk fyrir nóttina. Utlitið var svart, en þá hugkvæmdist Víkverja að fara aftur á upplýsingamiðstöð ferða- manna og spyijast fyrir um heimagistingu, farfuglaheimili, kráargistingu eða eitthvað af því taginu. Nei, uppiýsingamiðstöðin bauð ferðamönnum ekki upp á slíka kosti, en benti á alþjóðlegu bókunarþjónustuna. Þar sagði sjálfvirkur símsvari að búið væri að loka. Víkverji var aumur þegar hann snéri til baka til að færa konu sinni hinar slæmu fréttir og velti því fyr- ir sér hvort ekki væri reynandi að taka bílaleigubíl á flugvellinum og sofa í honum. Það væri skársti kosturinn í stöðunni. Konu sína fann Víkverji í búð rétt hjá upplýs- ingamiðstöðinni, sem heitir ARTitlS og var hún að kaupa boli á bamabörnin. Þau tóku tal saman, en þá vatt sér að þeim deldökk af- greiðslustúlka og spurði á ensku hvort þau væru íslenzk. Það var vissulega viðurkennt enda þjóð- arstoltið í lagi þrátt fyrir ógöng- urnar. Stúlkan sagði þá að íslenzk kona ætti búðina og heiti hún Gerður Pálmadóttir. Þá dró heldur betur ský frá sólu og Víkverji benti henni á að hann væri náskyldur þessari ágætu konu og spurði hvar hægt væri að ná í hana. Það reynd- ist örðugt þar sem hún var stödd í Bangladesh í viðskiptaerindum, en Svana dóttir hennar væri í borg- inni. Eftir nokkurt hik gaf stúlkan Víkverja símanúmer Svönu, sem ekki vissi hvar á sig stóð veðrið, þegar hann hringdi, sagðist vera frændi hennar og spurði hvort hún kynni einhver ráð til þess að út- vega hótelherbergi í borginni. Þrátt fyrir að kunna engin deili á þessum frænda sínum, sagðist hún telja það auðvelt mál og bað hann að hringja eftir hálftíma. Að lokinni tilskilinni spennuþninginni bið, var hringt á ný og jú, vissulega hafði hún fundið hótel fyrir ferðalangana á „viðunandi" verði, um 12.000 krónur. Leigubíll fram og til baka kostaði svo um 5.000 krónur. Áhyggjurnar hurfu þrátt fyrir um- talsverð fjárútlát og vel var sofið um nóttina. Víkverji og kona hans era Svönu Gunnarsdóttur og starfsstúlku hennar ákaflega þakklát fyrir þenna mikilvæga greiða. Þetta sýnir hve tilviljanir einar geta bjargað mikiu og leitt til mikils. Það er nánast eins og manni sé í raun ætlað fyrir fram að lenda á einhverjum stað, lenda í einhverju eða hitta einhvern, sem maður hef- ur hvorki séð né þekkt, og slík at- vik geti svo breytt framvindu mála með misafgerandi hætti. Þetta atvik vekur mann einnig til umhugsunar um það hve upplýs- ingum til ferðamanna getur verið ábótavant. I þessu tilviki hafði upp- lýsingamiðstöð ferðamanna aðeins upplýsingar um betri hótelin. Vafa- laust þurfa hótelin að borga eitt- hvað fyrir að vera á lista miðstöðv- aiinnar, en með þessum hætti er fjarri því að verið sé að þjóna hags- munum ferðamanna. Þvert á móti er verið að beina þeim í eins dýra gistingu og mögulegt er. Það er fá- ránlegt að ekki skuli vera hægt að fá upplýsingar um ódýrari kosti eins og hina dýrari. Hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.