Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLUTNINGUR RÍKISSTOFNANA DAVIÐ ODDSSON, forsætisráðherra, svaraði spurn- ingu á kosningafundi á Akureyri fyrir helgina um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina. Forsætisráð- herra ítrekaði í svari sínu þá skoðun, sem hann hefur áður lýst, að farsælla sé að ákvarða nýjum ríkisstofnunum stað úti á landi fremur en að rífa grónar stofnanir upp með rót- um og flytja út á land. Hann sagði, að stjórnmálamenn þyrftu að vera vakandi fyrir þessu svo nýjum stofnunum væri ekki sjálfkrafa komið fyrir í Reykjavík. Þetta er hárrétt afstaða hjá forsætisráðherra. Það sýnir dæmið um flutning Landmælinga til Akraness og viðbrögð starfsfólksins, svo og viðbrögð starfsmanna annarra ríkis- stofnana, þegar flutningur þeirra hefur komið til tals af hálfu stjórnmálamanna. Þvingaður flutningur starfsmanna gengur ekki í lýðræðisþjóðfélagi og hann er ekki hægt að réttlæta með byggðasjónarmiðum. Akvörðun um slíkan flutning nær ekki aðeins til starfsmannsins heldur allrar fjölskyldu hans, starfa hennar, skólagöngu, sölu húsnæðis, og hvers kyns skuldbindinga. Stjórnmálamenn geta ekki leikið sér með líf fólks með þessum hætti. Forsætisráðherra hefur markað skynsamlega stefnu í þessum efnum, enda er það miklu auðveldara viðfangs að staðsetja nýjar stofnanir í byggðum úti á landi heldur en að flytja þær. Því fylgir ekki sú röskum á lífi fólks sem flutningur gerir og getur vafalaust verið kostnaðarminna fyrir ríkissjóð. Það er allt annað að bjóða fólki starf við nýja stofnun heldur en að reyna að þvinga það til flutnings. Sumar stofnanir eiga að vera á höfuðborgarsvæðinu og hvergi annars staðar. Fer það eftir eðli starfseminnar og þjónustuhlutverki. Ohjákvæmilegt er að taka tillit til kostnaðar fyrir ríkissjóð og borgarana, sem ætlað er að njóta þjónustunnar. Sem betur fer munu örar tæknifram- farir auðvelda mjög í framtíðinni að staðsetja ýmiss konar opinbera þjónustu, sem ekki krefst beins aðgengis, úti á landsbyggðinni. Þetta á t.d. við um hvers kyns þjónustu um tölvunet. Tækniframfarirnar munu einnig vafalaust verða til þess, að framtak einstaklinga í dreifðum byggðum landsins mun skapa ný og vel launuð störf. Þegar er farið að brydda upp á slíku framtaki, sem mun vonandi draga úr þörfinni á ríkisafskiptum í framtíðinni. BREYTT ÍMYND ÍSLANDS ÞAÐ MÁ marka áberandi breytingar í umfjöllun um ís- land í erlendum fjölmiðlum. Sú var tíðin, að ísland var einungis í fréttum erlendra fjölmiðla, ef þorskastríð stóð yfir á fiskimiðunum við landið eða vinstri stjórn sat við völd, sem hótaði að loka varnarstöðinni í Keflavík. Eða þá að fjallað var um málefni, sem erlendum blaðamönnum þóttu áhugaverð svo sem starfsemi Ásatrúarmanna eða trú manna á álfa. Nú eru breyttir tímar. Erlend dagblöð fjalla nú um ísland og íslenzk málefni með sama hætti og þau fjalla um önnur lönd. Fyrir skömmu fjallaði eitt virtasta fjármálablað heims, Financial Times, um hlutabréfamarkaðinn á íslandi á þann veg, að líklegt er, að sú umfjöllun auki áhuga útlendinga á þeim markaði. Þá var fjallað í International Herald Tribune fyr- ir skömmu af virðingu um hagvöxt á íslandi og þann ár- angur, sem við höfum náð í efnahagsmálum. Starfsemi ís- lenzkrar erfðagreiningar hefur verið mjög til umfjöllunar og þá ekki sízt þegar fjallað er um nýjungar í rannsóknum á sviði erfðavísinda. Breyttur tónn í skrifum erlendra dagblaða um ísland á þennan veg er tvímælalaust vísbending um, að landið er að öðlast þann sess í hugum erlendra þjóða, að við njótum jafnræðis við aðra, þótt þjóðin sé fámenn. í umsögnum um íslenzkar bókmenntir hefur því verið haldið fram af gagn- rýnendum virtustu blaða í Bandaríkjunum, að Sjálfstætt fólk sé eitt mesta skáldverk, sem samið hefur verið á þess- ari öld á heimsvísu. Hin breytta umfjöllun um ísland og íslendinga endur- speglar án efa breytta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi. Sú nýja ímynd mun koma okkur að gagni bæði í við- skiptalífinu og á sviði menningar og stjórnmálalegra sam- skipta. Flóttamaðurinn Osman Haziri rifjar upp átök síðustu vikna • • Oruggur eftir tíu ára stríð Flóttafólkið frá Kosovo er óðum að koma sér fyrir hér á landi. Flestir hafa fengið vinnu og munu hefja störf innan skamms auk þess sem fjölskyldurnar flytja fljótlega til Hafnar- fjarðar. Ragna Sara Jonsdóttir settist niður með Osman Haziri og hlýddi á sögu fjöl- skyldunnar, sem hefur lifað við óöryggi og ógnir síðustu tíu ár. AÐ er mesta lygi aldarinnar að Albanar flytji frá Kosovo vegna loftárása NATO. Á þessu svæði hafa verið mörg stríð á þessari öld en heil þjóð hefur aldrei flutt burt eins og við sjá- um nú gerast. Ástæðan fyrir þessum flutningum eru þjóðernishreinsanir serbneskra stjórnvalda. Eg segi ekki að það sé serbneska þjóðin sem standi fyrir þessu heldur era það stjómvöld sem hafa heilaþvegið stór- an hluta þjóðarinnar," segir Haziri og vitnar til þess að hann og fjöl- skylda hans hafi verið hrakin á brott frá heimilum sínum áður en loftárás- ir Atlantshafsbandalagsins hófust. Haziri segir að sambandsríki Jú- góslavíu hafi fyrir löngu ákveðið að lifa í sátt og samlyndi sem bræður og það hafl tekist ágætlega í gegnum tíð- ina, að sjálfsögðu með sveiflum. Hann segir hins vegar að þegar Milosevich hafi komist til valda hafi hann unnið að því að eyða öllu bræðralagi og gert serbnesku þjóðinni hærra undir höfði en öðram þjóðum. Tungumálið tekið frá þeim „Ég vann sem skrifstofumaður námafyrirtækis og hafði alltaf sett fram allar upplýsingar á báðum tungumálum. Þegar Milosevich komst til valda setti hann reglu um að albanska skyldi ekki lengur töluð í landinu, Albanar væru ekki þjóð heldur hluti af serbnesku þjóðinni. Ég hélt áfram að setja fram upplýs- ingar á albönsku jafnt sem serbnesku, því allir starfsmennirnir voru Albanar og ekkert vit var í öðra. Þeir komust að því að ég gerði þetta og sögðu mér að breyta því. Ég mótmælti og þá var ég rekinn. Þetta var árið 1991,“ segir Haziri. Áður en Haziri var í þessu starfi hafði hann verið barnaskólakennari. Hann lét af störfum árið 1989 vegna þess að hann kenndi á albönsku og var neyddur til að hætta því. Haziri hefur vegna þessa ekki stundað vinnu í átta ár og svo var komið fyrir fjölmörgum öðram Kosovo-Albönum. Élsti sonur hans, sem búsettur er í Sviss, hefur séð fyrir fjölskyldunni í þennan tíma, en hann flutti þangað fyrir níu árum. Hann sendi peninga til þess að halda lífínu í fjölskyldunni en Haziri og eiginkona hans, Zenjie, eiga fimm böm. Haziri segir að fólk af albönskum uppruna í Kosovo hafi ekki átt annarra kosta völ. Samt sem áður vildi hann alls ekki flytja burt úr landinu. ,Ást á föðurlandinu er sterk,“ seg- ir Haziri og tekur sem dæmi að við Islendingar myndum öragglega ekki sætta okkur við að flytja héðan ef Danir kæmu og segðu okkur að fara burt. Þorpið jafnað við jörðu í árásum Serba Haziri og fjölskylda bjuggu í þorp- inu Zllatar, 4 km utan við Pristina. 200 manns bjuggu í þorpinu og hefur það þrisvar orðið fyrir árásum serbneskra lögreglusveita. Ættingjar hans hafa sagt honum að þorpið hafi verið jafnað við jörðu, öll hús séu brannin fyrir utan tvö hús í útjaðri þess og allir íbúar séu ýmist flúnir eða hafi verið drepnir. „Það er ennþá mjög erfitt fyrir mig að tala um þetta og hugsa til baka, en hvað um það. Við fóram eftir fyrstu árás Serba á þorpið. Ég bjó í fjórum samliggjandi húsum ásamt bræðram mínum og fjölskyldum þeirra. Serbar réðust á þorpið og önnur þorp allt í kringum okkur. Þeir komu og hentu öllum út úr húsum okkar, eyðilögðu allt og nauðguðu konum og dætram Albana. Við ákváðum að fara þegar við heyrðum af því hvað serbneski herinn og lögreglan var að gera í næsta þorpi við okkur. Þar bjuggu 2.500 manns en nú era allir farnir þaðan. Þetta var að gerast áður en loftárásir NATO hófust, svo það er ekki rétt að Kosovo-Albanar séu að flytja út af þeim. Við heyrðum hræði- legar sögur alls staðar í kringum okkur, um leyniskyttur sem skutu fólk á götunum og nauðgunum og illri meðferð á kvenfólki. Við bræðurnir ákváðum að tveir okkar, ásamt konum og börnum, fær- um til Pristina að leita skjóls. Hinir tveir bræður mínir og sonur eins bræðra minna urðu eftir heima til að reyna að verja húsin. I Pristina fór ástandið hins vegar sífellt versnandi. Við vorum innilokuð og gátum ekki einu sinni farið út að kaupa mat. Við urðum að senda gamlar konur eða menn út í búð til þess að versla því þeim stafaði minnst hætta af serbneskum lögreglusveitum. Við voram mörg í litlu húsi og allir vora orðnir svangir, bömin okkar og konumar. Ég ákvað því í eitt skiptið að fara út í búð, og hugsaði, ef þeir drepa mig, þá það. Ég var kominn nálægt búðinni þegar bfll kom aðvíf- andi og stoppaði hjá mér. Ut stigu fjórir vopnaðir menn og umkringdu mig. Þeir sögðu Ijót orð um mæður okkar og dætur og sögðu: „Þið Al- banar, erað þið ennþá hér. Við drep- um ykkur alla ef þið komið ykkur ekki burt úr þessu landi. Þetta er Stóra-Serbía,“„ segir Haziri og held- ur áfram: „Vildu bara koma okkur út úr landinu" „Þennan sama dag komu serbnesk- ar lögreglusveitir og ráku alla burt úr húsum sínum og sögðust mundu drepa okkur ef við færam ekki út. Þeir ráku alla niður á lestarstöð og þar beið lest með 18 vögnum. Við voram mörg þúsund manns þama samankomin og okkur var beint inn í vagnana. Þetta var mjög skrýtið vegna þess að lögreglan var ekki að ógna okkur og við þurftum ekki að SAGA Osmans Haziri og fjölskyldu aftur um nokkrar vikur eð< OSMAN Haziri ásamt eiginkonu sim Valjbone og syninum Artan eftir að landsins, en þær urðu eftir í Grikklai inda Z borga i lestina. Þeir stóðu vopnaðir hjá og beindu okkur inn. Það eina sem þeir vildu var að koma okkur burt úr landinu. Þegar allir voru komnir inn í lest- ina kom lögreglan og sagðist ætla að fremja vopnaleit. Þeir vildu þreifa á öllum til að athuga hvort þeir væru með vopn. Ég vildi ekki að þeir þreifuðu á konunni minni og dætram og sagði þeim að sleppa þeim, þær væru ekki með vopn. Hann sagðist mundu sleppa þeim ef ég léti hann hafa peninga. Ég var með 13 mörk á mér, sem er andvirði um eitt þúsund íslenskra króna og hann tók peningana og tróð þeim inn á sig. Hann sleppti konu minni og dætrum úr vopnaleitinni," segir Haziri og eftir nokkra umhugsun heldur hann áfram: „Það versta er að þetta fólk veit ekki hvað það er að gera. Það er búið að heilaþvo það,“ segir hann en tekur fram að serbneska þjóðin sé almennt mjög almennilegt fólk. „Ef það er ekki hluti af áróðri Milosevich þá era Serbar kurteisir, gestrisnir og al- mennilegir. Ég átti mjög góða serbneska vini. Það vildi enginn að þetta færi svona,“ segir Haziri. Framhjá jarðsprengjum - eða hvað? Að því búnu tók við tveggja klukkustunda löng lestarferð. Enda- stöðin var Blace við landamæri Ma- kedóníu. Þar voru, að sögn Haziri, allir reknir út úr vögnunum og sagt að fara yfir til Makedóníu. „Þeir sögðu að við yrðum að ganga eftir lestarteinurium að landamæranum því utan þeirra væra jarðsprengjur. Núna veit ég að þetta var ekki satt, þama voru engar sprengjur, þeir sögðu þetta til að hræða okkur og skelfa. Makedónískir landamæra- verðir vildu hins vegar ekki hleypa okkur inn í landið svo þarna stóð fjöldinn í sjö klukkustundir, að bíða eftir að fá að fara til Makedóníu. Enginn þorði að hreyfa sig út af lestarteinunum, við bara stóðum þarna. Að lokum gengum við frá lest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.