Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells hf. á ísafirði Ekki reiknað með hagnaði af reglu- legri starfsemi ARNAR Kristinsson, framkvæmda- stjóri Básafells hf., segir að hvergi hafí komið fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í nóvember síð- astliðnum að hagnaður yrði af reglu- legri starfsemi þess á rekstrarárinu. I umsögn Rósants Más Torfason- ar hjá Viðskiptastofu Islandsbanka um afkomu Básafells, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag, sagði hann að þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hefðu í nóv- ember gert sér grein fyrir sam- drætti í rækjuveiðum og þar af leið- andi samdrætti í tekjum, og að jap- anska jenið hefði þá þegar styrkst um 15%, hefðu þeir gert ráð fyrir í rekstraráætlunum að félagið myndi skila hagnaði. Tap af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði rekstr- arársins hafi síðan orðið 350 millj- ónir króna. „Verstu mánuðir okkar í rækj- unni í haust voru nóvember og des- ember en ekki september og októ- ber, og í nóvember sögðum við ein- göngu að þrátt íyrir þetta gerðum við ráð fyrir að hagnaður yrði á ár- inu. Það hefur ekkert breyst í því og við gerum ráð fyrir því í þessari tilkynningu sem við við sendum út núna. En við gerðum ekki ráð fyrir því að það yrði hagnaður af reglu- legri starfsemi og það kom hvergi fram hjá okkur,“ sagði Arnar. Reksturinn í janúar og febrúar alveg samkvæmt áætlun Hann sagði að eftir sem áður væru fyrstu sex mánuðir rekstrar- ársins verri heldur en upphaflegu áætlanirnar gerðu ráð fyrir, en það hefði hins vegar ekki blasað við í nóvember. „Desember var langversti mán- uðurinn og nóvember næstverstur, en þetta þróaðist svona frá septem- ber og fram að áramótum. Síðan hefur okkur tekist að snúa þessu töluvert við eftir áramótin og rekst- urinn í janúar og febrúar var alveg samkvæmt okkar áætlun. Við ger- um ráð fyrir að reksturinn seinni sex mánuðina verði í járnum og þar af leiðandi hefur þetta ekki breyst svo mikið.“ Katlabiónusta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 1 AÐALFUNDUR ÍSLENSK / SÆNSKA verslunarráðsins verður haldinn í Stokkhólmi þriðjudaginn 18. maí kl. 15:00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Internet Conunerce Ræðiunenn verða: • Skúli Mogensen frá OZ •Harry Hákansson frá ERICSSON • Viveka Blom frá ETRADE NORDIC Fundarstjóri: • Tell Hermanson frá Alþjóða verslunarráðinu í Svíþjóð Skráning auk upplýsinga um fundinn og ferðatilhögun er hjá skrifstofu Verslunarráðs Islands, sími 510 71 00 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is ÍSLENSK/SÆNSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Dilbert á Netinu 0mbUs Matvöruverslanir KEA og KÞ að sameinast Kaflaskil verða í verslimarsögimni KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, og Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, hafa gengið til samstarfs um stofnun einkahlutafélagsins Matbæjar ehf. um rekstur matvöruverslana KÞ, alls þriggja talsins, á Húsavík og í Reykjahlíð við Mývatn. Samkvæmt fréttatDkynningu frá félögunum mun rekstur Matbæjar verða í höndum KEA. I fréttatilkynningunni segir að stofnun félagsins sé fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfí KEA og KÞ á sviði matvöruverslunar og er síðar stefnt að samruna verslan- anna í eitt félag. Nauðsynlegt að fylgja þróuninni Með sameiningu matvöniversl- ana félaganna verða kaflaskil í verslunarsögu Islendinga þar sem Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag landsins, stofnað árið 1882. Þorgeir B. Hlöðversson kaupfé- lagsstjóri KÞ segir í samtali við Morgunblaðið að nauðsynlegt sé fyrir aðila í verslun að fylgast með þeirri þróun sem verður í umhverf- inu, og segir nauðsynlegt fyrir KÞ að meta hvemig verslun félagsins verði best komið í framtíðinni. Hann segir að það hafi verið mat manna hjá KÞ að rekstur verslun- arinnar myndi ganga betur sem hluti af stærri heild. Velta matvöruverslananna þriggja á síðasta ári var 470 millj- ónir og stöðugildi eru 22. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins Umtalsvert tap á rekstri KÞ í fyrra var afkoma félagsins í heild á síð- asta ári slæm og nam tap á rekstr- inum ríflega 40 milljónum króna. Úttektir að leggjast af? Samkvæmt heimildum blaðsins hafa bændur er skipta við Kaupfé- lagið verið uggandi útaf væntanleg- um samrana og meðal þess sem veldur þeim áhyggjum er að úttekt- ir á vörum gegn innleggi afurða, heyra sögunni til í því formi sem verið hefur hingað til. Þorgeir segir að bændur muni þó áfram geta lagt inn afurðir og tekið út vörur í staðinn en breytingar á kerfinu eru óumflýjanlegar þar sem afurðadeildin og verslunin verða núna í tveimur aðskildum félögum. „Þetta er eitt af því sem kemur til með að breytast. Allar breyting- ar valda vissum óróleika, en þetta er eitthvað sem menn gátu búist við að gæti tekið breytingum." KÞ hefur verið að minnka við sig í rekstrinum og ekki er langt síðan félagið seldi verslanir sínar á Laug- um og á Fosshóli við Goðafoss. Þor- geir segii- aðspurður að viðræður standi nú einnig yfir um hugsan- lega sölu á bakaríi sem félagið rek- ur á Húsavík. Margvíslegt samstarf KEA og KÞ hafa átt með sér margvíslegt samstarf í gegnum ár- in og má þar nefna að félögin hafa um árabil rekið sameiginlegt inn- kaupafyrirtæki, Samland, sem ann- ast hefur innkaup fyrir matvöru- verslanir beggja félaganna með góðum árangri, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félögun- um. Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að með sam- starfinu í matvöruversluninni væri nú búið að taka stefnuna að samein- ingu félaganna og betra væri að flýta þeirri vinnu frekar en hitt, eins og hann orðaði það. í mars sl. var sagt frá því að KEA, KÞ og Sölufélag Austur- Húnvetninga hefðu ráðið ráðgjafar- fyrirtækið Pricewaterhouse- Coopers ehf. til að kanna hag- kvæmni sameiningar einstakra rekstrarþátta hjá kaupfélögunum og til að byrja með átti að leggja áherslu á sameiningu mjólkur- og kjötframleiðslu. Þórarinn sagði að vonast væri til að niðurstaða úr þeirri vinnu yrði ljós í lok þessa mánaðar. „Það er verið að vinna ýmsa tæknivinnu, verið að meta eignir, rekstur og þessháttar," sagði Þórarinn. Um það hvort til stæði að sam- eina KEA og matvöruverslun Sölu- félags A-Húnvetninga, sagði Þórar- inn að afurðastöðvarnar væru ein- göngu í umræðunni í dag. Velta KEA samstæðunnar í fyrra nam 10-12 milljörðum króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, og þar af var velta matvöruverslun- arinnar rúmir 2 milljarðar króna. Ársfjórðungsvelta á Verðbréfaþingi íslands 41 % samdráttur milli ára Velta á Verðbréfaþingi íslands 1. jan. til 30. apríl 1998 og 1999 Allar tölur I milljörðum króna 1999 1998 Breyt. Allir flokkar: Húsbréf 28,1 27,9 +0,7% Spariskírteini 9,7 24,0 -147,4% Bankavíxlar 6,9 33,2 -381,2% Ríkisvíxlar 7,0 30,7 -338,6% Hlutabréf 10,6 2,5 +76,4% Heildarvelta á þinginu 75,0 126,0 -1.580,0% HEILDARVELTAN á Verðbréfa- þingi Islands íyrstu fjóra mánuði ársins var rúmir 75 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrra var hún rúmir 126 milljarðar króna. Er þetta 41% samdráttur á milli ára. Velta með húsbréf stendur nokkurn veginn í stað, velta með hlutabréf eykst mjög mikið en velta með aðra flokka hefur minnkað talsvert eins og sést í meðíylgjandi töflu. í Markaðsyfirliti Landsbanka ís- lands í gær kemur fram að ýmsar ástæður geti legið að baki minni veltu með banka- og ríkisvíxla. „Á þessu tímabili í fyrra var milli- bankamarkaður með íslenskar krónur ekki formlega hafinn. Bank- arnir áttu þó viðskipti sín á milli með krónur með sama hætti og nú er gert á millibankamarkaði en veltan var mun minni. Þar af leið- andi var meiri velta með banka- og ríkisvíxla. Þetta skýrir þó ekki alla þessa minnkun því seinni hluta árs- ins var talsverð velta með víxla á VÞÍ. Annað sem getur skýrt þessa minnkun eru nýjar reglur Seðla- bankans með laust fé bindiskyldra lánastofnana.“ Viðskipti með spariskírteini hafa dregist talsvert saman frá sama tímabili í íyrra, markaðurinn orð- inn þunnur, mikið vaxtabil milli kaup- og sölutilboða og fáir aðilar sem eru í raun með marktæk tilboð í markflokka spariskírteina. „Ástæðu fyrir minnkandi veltu með spariskírteini það sem af er þessu ári er kannski fyrst og fremst að leita í tilkynningu fjármálaráðherra um uppkaup spariskírteina á mark- aði. I kjölfar tilkynningarinnar lækkaði ávöxtunarkrafa á langtíma- markaði töluvert en um leið þynnt- ist markaðurinn og vaxtabilið milli tilboða jókst mikið,“ að því er fram kemur í markaðsyfiriiti Lands- banka Islands. Volvo eykur hlut sinn í Scania Wallenberg mótmælir A ADALFUNDI Scania sem hald- inn var nýlega krafðist Marcus Wal- lenberg, forstjóri eingarhaldsfélags- ins Investor, þess að Volvo seldi hlutafé sitt í fyrirtækinu en Investor er stærsti eigandinn í Scania. Volvo hefur að undanförnu keypt hluta- bréf í Scania og er eignarhlutdeildin nú komin upp í um 20 prósent. Með kaupunum vilja stjómend- ur Volvo reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði selt úr landi en þeir hafa einnig haft uppi hug- myndir um samstarf við Scania um framleiðslu flutningabfla. Stjórn- endur Scania telja það hins vegar andstætt hagsmunum fyrirtækisins að Volvo eignist hlut í því og hafna alfarið öllu samstarfi. Volvo hefur svarað mótmælum Scania á þá lund að Scania sé fyrir- tæki á almennum markaði og þar af leiðandi geti forsvarsmenn þess ekki hindrað kaup Volvo á hlutafé í fyrirtækinu. Um helgina hélt Volvo því áfram að kaupa hlutafé í Scania og sýndi forstjóri Volvo, Leif Jo- hansson, þannig að hann hefur skellt skollaeyrum við kröfum Wal- lenberg frá því í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.