Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 20

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells hf. á ísafirði Ekki reiknað með hagnaði af reglu- legri starfsemi ARNAR Kristinsson, framkvæmda- stjóri Básafells hf., segir að hvergi hafí komið fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í nóvember síð- astliðnum að hagnaður yrði af reglu- legri starfsemi þess á rekstrarárinu. I umsögn Rósants Más Torfason- ar hjá Viðskiptastofu Islandsbanka um afkomu Básafells, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag, sagði hann að þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hefðu í nóv- ember gert sér grein fyrir sam- drætti í rækjuveiðum og þar af leið- andi samdrætti í tekjum, og að jap- anska jenið hefði þá þegar styrkst um 15%, hefðu þeir gert ráð fyrir í rekstraráætlunum að félagið myndi skila hagnaði. Tap af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði rekstr- arársins hafi síðan orðið 350 millj- ónir króna. „Verstu mánuðir okkar í rækj- unni í haust voru nóvember og des- ember en ekki september og októ- ber, og í nóvember sögðum við ein- göngu að þrátt íyrir þetta gerðum við ráð fyrir að hagnaður yrði á ár- inu. Það hefur ekkert breyst í því og við gerum ráð fyrir því í þessari tilkynningu sem við við sendum út núna. En við gerðum ekki ráð fyrir því að það yrði hagnaður af reglu- legri starfsemi og það kom hvergi fram hjá okkur,“ sagði Arnar. Reksturinn í janúar og febrúar alveg samkvæmt áætlun Hann sagði að eftir sem áður væru fyrstu sex mánuðir rekstrar- ársins verri heldur en upphaflegu áætlanirnar gerðu ráð fyrir, en það hefði hins vegar ekki blasað við í nóvember. „Desember var langversti mán- uðurinn og nóvember næstverstur, en þetta þróaðist svona frá septem- ber og fram að áramótum. Síðan hefur okkur tekist að snúa þessu töluvert við eftir áramótin og rekst- urinn í janúar og febrúar var alveg samkvæmt okkar áætlun. Við ger- um ráð fyrir að reksturinn seinni sex mánuðina verði í járnum og þar af leiðandi hefur þetta ekki breyst svo mikið.“ Katlabiónusta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 1 AÐALFUNDUR ÍSLENSK / SÆNSKA verslunarráðsins verður haldinn í Stokkhólmi þriðjudaginn 18. maí kl. 15:00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Internet Conunerce Ræðiunenn verða: • Skúli Mogensen frá OZ •Harry Hákansson frá ERICSSON • Viveka Blom frá ETRADE NORDIC Fundarstjóri: • Tell Hermanson frá Alþjóða verslunarráðinu í Svíþjóð Skráning auk upplýsinga um fundinn og ferðatilhögun er hjá skrifstofu Verslunarráðs Islands, sími 510 71 00 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is ÍSLENSK/SÆNSKA VERSLUNARRÁÐIÐ Dilbert á Netinu 0mbUs Matvöruverslanir KEA og KÞ að sameinast Kaflaskil verða í verslimarsögimni KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, og Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, hafa gengið til samstarfs um stofnun einkahlutafélagsins Matbæjar ehf. um rekstur matvöruverslana KÞ, alls þriggja talsins, á Húsavík og í Reykjahlíð við Mývatn. Samkvæmt fréttatDkynningu frá félögunum mun rekstur Matbæjar verða í höndum KEA. I fréttatilkynningunni segir að stofnun félagsins sé fyrsta skrefið í átt að frekara samstarfí KEA og KÞ á sviði matvöruverslunar og er síðar stefnt að samruna verslan- anna í eitt félag. Nauðsynlegt að fylgja þróuninni Með sameiningu matvöniversl- ana félaganna verða kaflaskil í verslunarsögu Islendinga þar sem Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag landsins, stofnað árið 1882. Þorgeir B. Hlöðversson kaupfé- lagsstjóri KÞ segir í samtali við Morgunblaðið að nauðsynlegt sé fyrir aðila í verslun að fylgast með þeirri þróun sem verður í umhverf- inu, og segir nauðsynlegt fyrir KÞ að meta hvemig verslun félagsins verði best komið í framtíðinni. Hann segir að það hafi verið mat manna hjá KÞ að rekstur verslun- arinnar myndi ganga betur sem hluti af stærri heild. Velta matvöruverslananna þriggja á síðasta ári var 470 millj- ónir og stöðugildi eru 22. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins Umtalsvert tap á rekstri KÞ í fyrra var afkoma félagsins í heild á síð- asta ári slæm og nam tap á rekstr- inum ríflega 40 milljónum króna. Úttektir að leggjast af? Samkvæmt heimildum blaðsins hafa bændur er skipta við Kaupfé- lagið verið uggandi útaf væntanleg- um samrana og meðal þess sem veldur þeim áhyggjum er að úttekt- ir á vörum gegn innleggi afurða, heyra sögunni til í því formi sem verið hefur hingað til. Þorgeir segir að bændur muni þó áfram geta lagt inn afurðir og tekið út vörur í staðinn en breytingar á kerfinu eru óumflýjanlegar þar sem afurðadeildin og verslunin verða núna í tveimur aðskildum félögum. „Þetta er eitt af því sem kemur til með að breytast. Allar breyting- ar valda vissum óróleika, en þetta er eitthvað sem menn gátu búist við að gæti tekið breytingum." KÞ hefur verið að minnka við sig í rekstrinum og ekki er langt síðan félagið seldi verslanir sínar á Laug- um og á Fosshóli við Goðafoss. Þor- geir segii- aðspurður að viðræður standi nú einnig yfir um hugsan- lega sölu á bakaríi sem félagið rek- ur á Húsavík. Margvíslegt samstarf KEA og KÞ hafa átt með sér margvíslegt samstarf í gegnum ár- in og má þar nefna að félögin hafa um árabil rekið sameiginlegt inn- kaupafyrirtæki, Samland, sem ann- ast hefur innkaup fyrir matvöru- verslanir beggja félaganna með góðum árangri, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félögun- um. Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að með sam- starfinu í matvöruversluninni væri nú búið að taka stefnuna að samein- ingu félaganna og betra væri að flýta þeirri vinnu frekar en hitt, eins og hann orðaði það. í mars sl. var sagt frá því að KEA, KÞ og Sölufélag Austur- Húnvetninga hefðu ráðið ráðgjafar- fyrirtækið Pricewaterhouse- Coopers ehf. til að kanna hag- kvæmni sameiningar einstakra rekstrarþátta hjá kaupfélögunum og til að byrja með átti að leggja áherslu á sameiningu mjólkur- og kjötframleiðslu. Þórarinn sagði að vonast væri til að niðurstaða úr þeirri vinnu yrði ljós í lok þessa mánaðar. „Það er verið að vinna ýmsa tæknivinnu, verið að meta eignir, rekstur og þessháttar," sagði Þórarinn. Um það hvort til stæði að sam- eina KEA og matvöruverslun Sölu- félags A-Húnvetninga, sagði Þórar- inn að afurðastöðvarnar væru ein- göngu í umræðunni í dag. Velta KEA samstæðunnar í fyrra nam 10-12 milljörðum króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, og þar af var velta matvöruverslun- arinnar rúmir 2 milljarðar króna. Ársfjórðungsvelta á Verðbréfaþingi íslands 41 % samdráttur milli ára Velta á Verðbréfaþingi íslands 1. jan. til 30. apríl 1998 og 1999 Allar tölur I milljörðum króna 1999 1998 Breyt. Allir flokkar: Húsbréf 28,1 27,9 +0,7% Spariskírteini 9,7 24,0 -147,4% Bankavíxlar 6,9 33,2 -381,2% Ríkisvíxlar 7,0 30,7 -338,6% Hlutabréf 10,6 2,5 +76,4% Heildarvelta á þinginu 75,0 126,0 -1.580,0% HEILDARVELTAN á Verðbréfa- þingi Islands íyrstu fjóra mánuði ársins var rúmir 75 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrra var hún rúmir 126 milljarðar króna. Er þetta 41% samdráttur á milli ára. Velta með húsbréf stendur nokkurn veginn í stað, velta með hlutabréf eykst mjög mikið en velta með aðra flokka hefur minnkað talsvert eins og sést í meðíylgjandi töflu. í Markaðsyfirliti Landsbanka ís- lands í gær kemur fram að ýmsar ástæður geti legið að baki minni veltu með banka- og ríkisvíxla. „Á þessu tímabili í fyrra var milli- bankamarkaður með íslenskar krónur ekki formlega hafinn. Bank- arnir áttu þó viðskipti sín á milli með krónur með sama hætti og nú er gert á millibankamarkaði en veltan var mun minni. Þar af leið- andi var meiri velta með banka- og ríkisvíxla. Þetta skýrir þó ekki alla þessa minnkun því seinni hluta árs- ins var talsverð velta með víxla á VÞÍ. Annað sem getur skýrt þessa minnkun eru nýjar reglur Seðla- bankans með laust fé bindiskyldra lánastofnana.“ Viðskipti með spariskírteini hafa dregist talsvert saman frá sama tímabili í íyrra, markaðurinn orð- inn þunnur, mikið vaxtabil milli kaup- og sölutilboða og fáir aðilar sem eru í raun með marktæk tilboð í markflokka spariskírteina. „Ástæðu fyrir minnkandi veltu með spariskírteini það sem af er þessu ári er kannski fyrst og fremst að leita í tilkynningu fjármálaráðherra um uppkaup spariskírteina á mark- aði. I kjölfar tilkynningarinnar lækkaði ávöxtunarkrafa á langtíma- markaði töluvert en um leið þynnt- ist markaðurinn og vaxtabilið milli tilboða jókst mikið,“ að því er fram kemur í markaðsyfiriiti Lands- banka Islands. Volvo eykur hlut sinn í Scania Wallenberg mótmælir A ADALFUNDI Scania sem hald- inn var nýlega krafðist Marcus Wal- lenberg, forstjóri eingarhaldsfélags- ins Investor, þess að Volvo seldi hlutafé sitt í fyrirtækinu en Investor er stærsti eigandinn í Scania. Volvo hefur að undanförnu keypt hluta- bréf í Scania og er eignarhlutdeildin nú komin upp í um 20 prósent. Með kaupunum vilja stjómend- ur Volvo reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði selt úr landi en þeir hafa einnig haft uppi hug- myndir um samstarf við Scania um framleiðslu flutningabfla. Stjórn- endur Scania telja það hins vegar andstætt hagsmunum fyrirtækisins að Volvo eignist hlut í því og hafna alfarið öllu samstarfi. Volvo hefur svarað mótmælum Scania á þá lund að Scania sé fyrir- tæki á almennum markaði og þar af leiðandi geti forsvarsmenn þess ekki hindrað kaup Volvo á hlutafé í fyrirtækinu. Um helgina hélt Volvo því áfram að kaupa hlutafé í Scania og sýndi forstjóri Volvo, Leif Jo- hansson, þannig að hann hefur skellt skollaeyrum við kröfum Wal- lenberg frá því í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.