Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 67 MINNINGAFt + Einar Þorsteins- son fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1924. Hann lést á heimili sínu sunnudafi'inn 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Bene- diktsdóttir, f. 1.6. 1887, d. 20.11. 1954, og Þorsteinn F. Ein- arsson, f. 26.3. 1887, d 29.12. 1976. Systk- ini Einars vom: Guð- mundur Þorsteins- son, f. 18.12. 1909, Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 10.11. 1912, Ingólfur Þorsteinsson, f. 6.2. 1915. Eftirlifandi systur Ein- ars eru Unnur Þorsteinsdóttir, f. 10.12. 1917, og Benedikta Þor- steinsdóttir, f. 20.5.1920. Hinn 20. október 1951 kvænt- ist Einar Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur, f. 22. desember 1928. Þau slitu samvistir 1989. Böm Einars og Sigurbjargar eru: 1) Okkur systkinin langar til að minnast Einars afa með fáeinum lín- um. Við munum eftir sunnudagsbílt- úrunum sem enduðu ævinlega á Holtsgötunni hjá afa og ömmu. Þangað var alltaf gaman að koma og áttum við þar saman góðar stundir. Ingólfur Einarsson, f. 9.3. 1951, eigin- kona hans er Þórdís Kr. Öfjörð, f. 12.2. 1954. Börn þeirra eru: Sigríður Björg, f. 1972, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Arnar Sigfússon, börn þeirra eru Bryndís Heiða og Þórdís Arna. Einar Þór, f. 1977, Arnar Ingi, f. 1981 og Guðbjörg Ýr f. 1988. 2) Guð- björg Einarsdóttir, f. 19.3. 1954, eiginmaður henn- ar er Finnur Egilsson, f. 16.1. 1953. Einar Þorsteinsson var tré- smiður að mennt og mikill handverksmaður. Hann málaði einnig fallegar landslagsmyndir sér til skemmtunar. Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Afi var mjög handlaginn og vand- virkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var húsasmíðameist- ari og einnig málaði hann fallegar landslagsmyndir og margar þein'a héngu uppi á vegg á Holtsgötunni. Afi hafði gaman af börnum og nut- um við barnabörnin samvista með honum. Þakka þér samfylgdina, elsku afi okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét) Guð blessi minningu þína. Sigríður Björg, Einar Þór, Arnar Ingi og Guðbjörg Ýr. Nú er fallinn einn af betri mönnum þessa lands, Einar Þorsteinsson tré- smíðameistari. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða allt sitt líf. Einar var alltaf fljótur til þegar á reyndi og var reiðubúinn að hjálpa fólki sem átti í veikindum og erfiðleikum. Við vorum alltaf öðru hvoru heimagangar hjá honum og gaman var hjá okkur. Þegar erfíðleikar og veikindi voru hjá okkur þá var gott að koma til hans. Hann var góð- menni og gjafmildur. Eg, Gunnar, kom oft til hans með- an hann bjó á Holtsgötunni. Þá átt- um við góðar stundir saman. Við heimsóttum hann næstum daglega þegar hann bjó á Rauðarárstígnum, enda áttum við heima stutt frá heim- ili hans. Síðustu daga hans í þessu lífi var hann mjög veikur. Guð blessi minningu hans. Megi Guð styrkja skyldmenni hans, Guðbjörgu og Ingólf. Þau eru bæði uppkomin og mjög efnileg í alla staði. Nú er lífi Einars lokið og við söknum hans mjög mikið. Gunnar, Halldór og Aðalheiður. EINAR ÞORSTEINSSON I JÓNA ELÍASÍNA GÍSLADÓTTIR + Jóna Elíasína Gísladóttir fæddist að Höfða í Dýrafirði 6. nóv. 1904. Hún lést á Landakotsspítala 16. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gísli Sighvatsson bóndi á Höfða og Jóna Elí- asdóttir. Jóna (Ella) var þriðja í röð níu systkina. Hin eru: Guðjón, f. 1902, lát- inn, Jóhann Guð- bjartur, f. 1903, lát- inn, Sighvatur f. 1906 látinn, Guðmundur Kristján, Höfða, f. 1910, Guðrún Elísabet, Rvík, f. 1912, Hallgrímur, f. 1914, lát- inn, Margrét, f. 1917, látin, og Þórarinn, Rvík, f. 1921. Á litlu olíumálverki sem hangir í stofunni hjá mér má sjá baksvipi eldri konu og ungrar stúlku. Þær leiðast og ganga fram veginn. Við enda vegarins er hlið. Handtakið er innilegt og sú litla er í góðum hönd- um. í mínum huga er þetta táknræn Jóna giftist 5. júní 1931, Böðvari Guðbirni Jónssyni, f. 28.10. 1906. Hann fórst nieð togaranum Gull- fossi 28. febr. 1941. Börn þeirra eru tvö: 1) Gísli, f. 23.10. 1931. Kona hans er Guðrún Oddsdóttir, f. 27.12. 1931. Hans börn eru fimm, barnabörn 14 og barnabarnabörn fimm. 2) Jónina, f. 3.10. 1940. Hennar maður er Hans Hilaríusson, f. 27.2. 1935. Hann á fjögur stjúpbörn og tíu barnabörn. títför Jónu Ebasinu fór fram frá Fossvogskirkju 23. aprfl. mynd fyrir traust og umhyggju. Myndin minnir mig á góða konu sem var að ljúka löngu ferðalagi. Ferðalagi sem var fullt af gæsku og skilningi á mannlegri breytni. Þeir sem urðu á vegi þessarar konu og kynntust henni voru ekki samir á eftir. í tuttugu ár hef ég átt stað í huga hennar og notið af því mikla sem hún gaf. Jóna E. Gísladóttir hefur kvatt. Hún kvaddi mig síðasta sumar, skömmu áður en ég fluttist frá ís- landi. Ég held að við höfum bæði vit- að að það hafi verið síðasta kveðja. Handtak hennar var hlýtt og fullt velfarnaðaróska. Með það veganesti fór ég rórri. Við andlát hennar er mér þakklæti efst í huga. Minningin um hlýtt handtakið, gæskuna og allan skilninginn lifir. Kveðja frá fjölskyldunni í Horsens. Gunnar A. Hansson. Elsku amma og langamma. Að leiðarlokum viljum við þakka þér all- ar þær yndislegu stundir og minn- ingar sem þú veittir okkur með nær- veru þinni og umhyggju. Þú varst glaðvær og fógur og uppáhald okkar allra. Hvíl í friði og megi Guð vera sálu þinni náðugur. Allt sýnist mér þá leika í lyndi, nær lít ég þína fogru mynd, þig, sem ert minna augna yndi, unaðar míns og tára lind. Varirnar, ennið, augun kyssi alengdar, þó að sé ég fjær. 0, að þín sála sæi og vissi, hvað sálu minni þú ert kær. _ (Páll Ólafsson) Gísli Rúnar, Sylvía og dætur. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg áOLSTEINAK 564 3555 1 Fréttir á Netinu <f> mbUs \LLTJ\f= eiTTHVAÐ NYTT H + Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, EGGERT EINARSSON vélstjóri, andaðist föstudaginn 30. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. maí, kl 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Halla Eggertsdóttir. t Systir okkar, AGNES KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 4. maí, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Jón Þór Ólafsson, Helga Steinunn Fisher. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR á Melstað í Miðfirði, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. maí. Guðni Þór Ólafsson, Ólafur Teitur Guðnason, Engilbjört Auðunsdóttir, Pétur Rúnar Guðnason, Árni Þorlákur Guðnason, Lilja írena Guðnadóttir, Eysteinn Guðni Guðnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, HANNES EINARSSON bóndi, Eystri Leirágörðum, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 1. maí. Ólöf Friðjónsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON, lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík fimmtudag- inn 29. apríl. Minningarathöfn verður í Hólskirkju, Bolungar- vík miðvikudaginn 5. maí kl. 14.00. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 7. maí kl. 14.00. Jón Ólafur Jónsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Finnur Magnússon, Guðrún B. Magnúsdóttir, Einar Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS G. EIRÍKSDÓTTIR, áður til heimilis á Hagamel 25, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 1. maí. Helga Ágústsdóttir, Björn T. Gunnlaugsson, Hörður Jóhannsson, Sigríður G.B. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Hjarðarhaga 31, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 4. maí, kl. 13.30. Gunnar Friðriksson, Friðrik Gunnarsson, Sheena Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Hildur Jónsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristján Georgsson, Gunnar H. Kristjánsson. t Útför eiginkonu minnar, ANDREU DAVÍÐSDÓTTUR frá Norðtungu, fer fram frá Borgarneskirkju á morgun, miðviku- daginn 5. maí, kl. 14.00. Jarðsett verður í Norðtungukirkjugarði sama dag. Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstand- enda, Magnús Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.