Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 62
*62 ÞRIÐ.JUDAGUR 4. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UNNUR > HALLDÓRSDÓTTIR + Unnur Hall- dórsdóttir fæddist á Sand- brekku í Hjalta- staðaþinghá 20. september 1916. Hún lést á Landa- kotsspítala 25. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Þorsteinsdóttir og Halldór Stefánsson. Unnur giftist hinn 1. júní 1940 Gunnari Friðriks- syni, f. 29. nóvem- ber 1913, frá Látrum í Aðalvík. Börn þeirra eru: 1) Friðrik, f. 1941, frkvslj., kvæntur Sheenu Gunnarsson og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Rúnar, f. 1944, ljós- myndari, kvæntur Hildi Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Rúnar var áður kvæntur Helgu Sig- urðardóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Guðrún, f. 1949, húsmóðir, gift Kristjáni Georgs- syni, sölusljóra, og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Unnur og Gunnar bjuggu alla tíð í Reykjavík, síðustu 44 árin á Hjarðarhaga 31. títför Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hún farin yfir móðuna miklu, blessuð frænka mín, móður- systir mín, Unnur Halldórsdóttir. Hún átti góða ævi og náði háum aldri, en eins og oft vill verða varð síðasti áfanginn henni erfiður. Nú er það stríð einnig vatn undir brúnni til betri heima. Eg rifja upp minningu frá gam- alli tíð. Unni frænku mína sá ég fyrst á Fáskrúðsfirði sumarið 1928. Eg var á ferð með móður minni, fimm vetra sveinn. Við sigldum með Esjunni frá Hvammstanga austur fyrir land til Reykjavíkur. Skipið hafði stutta viðdvöl. Þar sá ég Unni í fyrsta skipti, stóra stelpu, ellefu ára gamla. Hún var þar með yngri systur sinni Elsu, og Halldóri Stefánssyni afa mínum. Hann hafði ^misst fyrri konu sína unga, Soffíu * Valtýsdóttur, systur Helga Valtýs- sonar, skálds. Halldór afi minn var þegar við komum til hans kvæntur aftur, Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Mér fannst mikið til um að hitta þetta frændfólk mitt fyrir austan. Halldór hafði þá verið húsasmiður á Fáskrúðsfirði og bóndi á Sand- brekku uppi á Héraði. Hann var mikill maður vexti og mér fannst strax vænt um hann, þó að þetta væri eina skiptið, sem ég sá hann. Ég hélt áfram með móður minni til Reykjavíkur og var þar í fimm kreppuár þar sem við eins og marg- ir fleiri urðum að gera það sem ekki var hægt, hagfræðilega séð, að lifa af. Næstu fimm árin þar á eftir var ég norður í Svarfaðardal á Ytra- Hvarfi og hitti Unni ekki aftur fyrr en ég kom þaðan. Unnur var þá ung stúlka og tíður gestur hjá syst- ur sinni, móður minni. Mér fannst þá og ævinlega síðar mikill styrkur að því að eiga þessa ágætu frænku. Þegar ég kom aftur til Reykja- víkur að norðan var þar ekki auð- æfunum fyrir að fara frekar en fyrri daginn. Móðir mín var að vísu búin að fá fasta vinnu og það bjarg- aði námsárum mínum. Unnur og Gunnar reyndust mér einnig hjálp- leg. Það voru þröng húsakynni á Laugavegi 76 í þá daga. Aðalsam- kunduhúsið var eldhúskytran, einn stóll og gamalt koffort, tveggja manna sæti. í mínum augum voru þetta dýrðlegir dagar vegna fólks- ins. Unnur kom blönk að austan. Gunnar kom blankur að vestan og allii- voru í góðu skapi í eldhúsinu. Eitt sinn man ég að Gunnar sat á koffortinu og velti fimmkalli milli fingra, aleigunni. Vandamálið var: A ég að fá mér kvöldmat eða bjóða Unni í bíó? Þau fóru í bíó. Úr þessu rættist fljótlega hjá þeim Unni og Gunnari. Gunnar var djarfur mað- ur. Hann pantaði rándýra vél í skip án þess að eiga fyrir henni og upp úr þessu stofnaði hann Vélasöluna. Hjónaband þeirra var einstakt. Gunnar segir frá fyrstu kynnum þeirra í ævisögu sinni Mannlíf í Að- AGNES KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR + Agnes Kristín Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1938. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 21. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- gerður Sigfinns- dóttir frá Vopna- firði, f. 7. des. 1909, d. 16. maí 1994, og Ólafur Kristjánsson frá Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit, f. 20. nóv. 1900, d. 28. sept. 1947. Systkini Agnes- ar eru Jón Þór Ólafsson, bar- þjónn, Reykjavík, f. 9. sept. Sorg mín er bláklædd stúlka. Bak við marglitan glaum daganna bíður hún þögui * og baldýrar silfurrósir í svart flauel næturinnar Fyrir löngu hefði ég átt að gefa henni rauðan kjól og leiða hana út í sólskinið. (Vilborg Dagbjartsdóttir) Fyrsta minning mín af Agnesi 1933, og Helga Steinunn Fischer, einkaritari, Bauda- ríkjunum, f. 12. nóv. 1934. Agnes stundaði verslunarstörf bæði í Reykjavík og í Noregi og Dan- mörku, svo lengi sem heilsa hennar leyfði, en síðustu ár ævi sinnar bjó hún í húsnæði Öryrkja- bandalagsins í Há- túni 10. títför Agnesar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. íoðursystur minni var þegar ég stálpaður drengur beið spenntur eftir að sjá þessa nákomnu frænku í fyrsta sinn. Hún hafði dvalið lang- dvölum á Norðurlöndum og jafnan var mikið rætt um Öggu frænku í útlöndum. Af þeim umræðum hafði ég búið mér til mynd af henni sem heimskonu sem kæmi heim í bláum kjól og pels með mikið rautt hár og rauðan varalit. Og sú mynd brást ekki. Inn um dymar sveif glæsileg bláklædd kona með varalitinn sinn alvík: „Er ekki að orðlengja það að hún var öllum þeim stúlkum ólík er ég hafði áður kynnst og hafði ein- stök áhrif á mig. Frá henni geisluðu kvenlegir töfrar og heilbrigði nátt- úrubarnsins. Hún var hreinlynd og með eindæmum ánægjulegt að tala við hana auk þess sem síðai’ kom í ljós er ég kynntist henni nánar, að hún hafði einkar töfrandi og aðlað- andi altrödd og það lag var ekki til sem hún kunni ekki ljóð við.“ Þess- ar tilfinningar entust langa ævi. Arin liðu og alltaf var kært með okkur Unni og Gunnari og börnum þeirra. Ég fór af vanefnum út í 'heim, byrjaði nám við Edinborgar- háskóla. Þangað komu þau til mín í heimsókn og það var glatt á hjalla. Ég hafði vetursetu á Spáni og á Tenerife. Þau heimsóttu mig á báða þessa staði og það voru dýrðlegir og eftirminnilegir dagar. Þau voru alltaf sömu traustu og góðu vinirn- ir. Unnur hélt alltaf tryggð við æskustöðvar sínar og frændalið. Gunnar segir í ævisögu sinni frá ferðalagi þeirra hjóna til Austur- lands í júlí 1942: „Við áttum óvenju- lega ánægjulegan dag á Hallorms- stað því að meðan mágkona mín (Halldóra) talaði við vinkonu sína frá skólaárunum hitti ég gamlan fræðaþul, Einar Long, sem gekk með mér um skóginn og fræddi mig um ættir Unnar... Einar sagði mér meðal annars að Halldór faðir konu minnar hefði verið sonur séra Stef- áns Jónssonar prests á Kolfreyju- stað í Fáskrúðsfirði en faðir hans hefði verið Jón Guðmundsson, prestur og skáld á Hjaltastað. Séra Jón hefði verið norðlenskrar ættar, sonur Guðmundar á Kýrnastöðum (Krónustöðum) í Eyjafirði, Jóns- sonar prests í Vogum í Mývatns- sveit. Guðmundur var bróðir Bene- dikts Gröndals eldri eins og séra Þórarinn í Múla. Séra Jón Guð- mundsson á Hjaltastað, langafi konu minnar, var albróðir Helgu Guðmundsdóttur, föðurömmu Stephans G. Stephanssonar, skálds í Vesturheimi. Amma Unnar, kona séra Stefáns á Kolfreyjustað, var Guðríður Jóns- dóttir frá Sandbrekku en kona séra Jóns á Hjaltastað var Margrét dóttir séra Stefáns prests á Sauða- nesi, Einarssonar. Margrét var systir Einars móðurafa Einars Benediktssonar skálds. Kona Stef- áns á Sauðanesi var Anna Vídalín, dóttir Halldórs, dóttursonar Páls Vídalíns, lögmanns. Anna, kona séra Stefáns á Sauðanesi, var systir Reynistaðarbræðra sem urðu úti á á réttum stað og horfði brosandi en dulúðugu augnaráði á þennan litla frænda sem sjálfur var ein augu. Og þannig var Agnes jafnan. Mikið umhugað að líta glæsilega út, vel förðuð og vel klædd og sveiflaði hinu fræga þykka koparlitaða hári sínu um axlimar. Fram hjá henni gekk enginn nema taka vel eftir henni. Yfir henni var oft drottning- arleg tign í hægum hreyfingunum, hvort sem hún bar sígarettuna í munnstykkinu að vel máluðum vör- unum, eða lagði spilin á borðið. Og hún var greind, viðræðugóð og tal- aði útlensku. I henni bjuggu töfrar. Eftir heimkomuna bjó Agnes ætíð hjá móður sinni, Ingigerði, ásamt sínum góða stjúpa, Guð- mundi Jóhannessyni, sem þá var roskinn maður. Hjá móður sinni naut Agnes mikillar hlýju og nær- gætni sem var einstök. A heimilinu ríkti jafnan glaðværð, ekki síst þegar móðursystur hennar bar að garði, sem voru með afbrigðum kátar og skemmtilegar. Var þá oft reynt að skyggnast yfir í hulda heima framtíðarinnar með spá- dómum og umræðum um ýmsa fyr- irboða. Smám saman hvarf Agnes þó „bak við marglitan glaum dag- anna“ og inn í hinn lokaða heim sjúkdóms síns sem fáum, svoköll- uðum heilbrigðum manneskjum, er gefið að skilja. Þögnin milli athafn- anna og orðanna varð sífellt dýpri og lengri, augnaráðið fjarlægara og torráðnara og á tíðum ráðvillt Kili árið 1780. Þá var hún einnig langamma Guðrúnar, ömmu Sig- urðar Nordals, prófessors.“ Allt eru þetta gamlar rætur en okkar kynslóð lifði í nútímanum. Við lifðum á umbrótatímum. Gunn- ar og Unnur lifðu saman það ævin- týri að sjá hið nýja Island risa. A nokkrum áratugum sáu þau gamla þjóðmenningu hverfa, þjóðmenn- ingu sem hafði haldist lítið breytt í aldaraðir. Þau voru ekki aðeins áhorfendur, þau voru þátttakendur í því að skapa Island nútímans. Ég votta ykkur öllum, vinum mínum, dýpstu samúð og þakka kærlega hlýhug ykkar, tryggð og vináttu á liðnum árum. Gunnar Dal. Það er margs að minnast nú er Unnur Halldórsdóttir kveður þenn- an heim eftir langa og erfiða sjúk- dómsbaráttu, sem hún hefur háð af miklu þolgæði. Unnur var fædd og uppalin aust- ur á fjörðum, en ung að árum giftist hún Gunnari Friðrikssyni árið 1940, sem ættaður er úr Aðalvík. Hafa þau því verið 59 ár í farsælu hjónabandi. Þau eignuðust 3 börn, sem öll hafa haslað sér farsæla braut í h'finu. Nú þegar eru afkom- endur þeirra orðinn fjölmennur hópur. Heimili ungu hjónanna var fyrst í miðbænum, en þremur árum síðar kaupa þau einbýlishús við Efsta- sund. I dag telja allir að það sé ekki langt í bæinn þaðan. En fyrir 57 ár- um var þetta talið uppi í sveit. Það vai’ á þessum tíma er leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman. Þá vora fáir sem áttu bíla og þeir sem áttu langa leið í vinnu vora þakklátir fyrir að strætisvagnar vora til. A hverjum morgni mættum við á sömu biðstöðina og urðum sam- ferða til vinnu okkar. Þetta var á stríðsárunum. Allt svæðið frá Langholtsvegi og niður að gömlu Mjólkurstöðinni við Laugaveg var þakið herskálum. Manni fannst þá að hverfið tilheyrði varla Reykja- vík. Gunnar var þá eigandi Vélasöl- unnar en ég rak teiknistofu við Laugaveginn. I „strætó" tókst vin- átta milli okkar Gunnars og síðan heimilanna sem hefur haldist síðan. Það var margt sem dró okkur og heimilin saman. Fyrst skal telja íþróttir, en Gunnar var góður skíðamaður, enda frá Aðalvík og hafði stundað nám á Isafirði. Unn- ur hafði mikinn áhuga á allri úti- og örvilnað þegar hún tók ekki lyf við hæfi. Þá var eins og lítið sorg- mætt barn berðist fyrir innan fjar- lægðina í augunum og kannski mátti þar greina söknuðinn eftir fóður hennar sem svo snemma dó frá bömunum sínum ungu. En hversu veik sem Agnes var hugsaði hún alltaf um það sem heilaga skyldu sína að annast sitt fólk á sinn hátt með gjöfum og spuming- um um líðan þess. Það er kannski meira en hinn „heilbrigði" nútíma- maður má vera að í dag. Við sem nú kveðjum Agnesi, fá- um engar símhringingar lengur frá henni, engar heimsóknir á afmæl- um og stórhátíðum, enga upp- byggjandi framtíðarspádóma. Hins vegar er líkt og hún hafi aldrei ver- ið eins nálæg og nú. Þegar þetta er skrifað er engu líkara en hún gægist yfir öxlina á mér og hlæi að öllu saman sínum dillandi hása og smitandi hlátri, laus undan allri sjúkdómsáþján og sorg. Og trúað gæti ég að hún eigi eftir að leið- beina sínu fólki um alla framtíð á öflugri hátt en margan grunar. Eitt er víst að hún dvelur ekki lengur við „svart flauel næturinn- ar“, heldur er hún nú komin út í sólskinið í rauðum kjól. Hjúkranarfólki Agnesar, vinum og öðrum aðstandendum færi ég samúðarkveðjur og þakklæti fyrir tryggð við hana á erfiðum stund- um. Ólafur Ingi Jónsson og Ijölskylda. vera og ferðalögum. Svo fjölskyld- urnar tóku sig til og fóru að fara til fjalla og stunda skíðaíþróttina af krafti. Var hún stunduð af mikilli alvöra og létu konur okkar ekki sinn hlut eftir liggja. Eitt skipti sem oftar var farið í Skíðaskálann í Hveradölum. Að loknum degi var sólin enn hátt á lofti og útlit fyrir áframhald á afbragðs veðri. Kon- umar vildu gjarnan gista eina nótt. En fljótt skipast veður í lofti, sem nú skeði. Við ætluðum að sækja konurnar daginn eftir. En þá var komið glóralaust veður til fjalla. I þrjá daga ætluðum við Gunnar að brjótast á fjallabfl og sækja kon- urnar, en án árangurs. A þriðja degi fór ýta frá Vegagerðinni og sótti það harðgera fólk sem hafði ætlað að njóta veðurblíðunnar til fjalla, en hafði verið fegið að geta haldið sig innanhúss þennan tíma. Ekki lét Unnur þetta aftra sér frá því að halda áfram skíðaferðum. Að sumarlagi vai- oft haldið til fjalla með tjald í farteskinu og tjaldað á fegurstu stöðunum, en síðan gengið um nágrennið. Ég tel það ávallt mikið happ fyrir konu mína Margréti, að hafa kynnst Unni svo snemma sem raun var á. Hún var dönsk, en hafði ein- sett sér að læra íslensku. Með því að eignast svo góða vinkonu og ná- granna um áraraðir lærði hún fyrr íslensku en annars hefði orðið. Eftir nokki-a búsetu í Klepps- holtinu fluttu Gunnar og Unnur í Vesturbæinn, en við Margrét nokkra síðar. Svo þá urðum við aft- ur nágrannar í næstu götu við þau. Það var sérstök ánægja að heim- sækja Unni og Gunnar. Gestrisni frá fornu fari sat þar í fyrirrúmi. Þegar afmæli eða aðrir merkisdag- ar vora hjá þeim hjónum bar marga gesti að garði, m.a. að vestan og austan. Þeir vora margir söngmenn miklir. Var þá tekið lagið. En þá komu fram hinir miklu sönghæfi- leikar húsfreyjunnar. Ekkert erindi var svo sungið að Unnur kynni það ekki utan að og jafnframt lagið. Það var því oftast sjálfgefið að hún varð forsöngvarinn þegar hún gat brugðið sér frá þjónustustörfunum. Unnur átti ætt að rekja til mikilla söngmanna og hafði sýnilega fengið hljómfagra rödd í vöggugjöf. Avallt var mikill gestagangur hjá Gunnari og Unni. Hjónin áttu stór- an vinahóp bæði fyrir austan og vestan. Öllum var tekið opnum örmum þegar vini bar að garði. Þá bjuggu einnig um árabil tengdafor- eldrar Unnar í húsi þeirra, og hugs- aði Unnur um þau sem sína eigin foreldra. Þannig lagðist margt tU að húsfreyjan hafði í mörg horn að líta. En allt lék í hendi hennar, enda ávallt glaðlynd og létt í spori. Það var árið 1943 að þau hjón gerðust bæði ævifélagar í Slysa- varnafélagi íslands. En Gunnar vildi leggja því máli lið allt er hann mætti. Hans fjölskylda og vinir í Aðalvík höfðu orðið fyrir sárum ástvinamissi í sjó á fyrri áram, þau hjónin vildu því vera í fararbroddi að koma í veg fyrir eða draga úr hinum tíðu sjósköðum er þjóðin varð fyrir. Þessu félagsstarfi sinntu þau með afbrigðum, svo að nokkram áram liðnum var Gunnar kominn í stjórn SVFÍ og síðan varð hann forseti félagsins í 22 ár. Allan þennan tíma stóð Unnur dyggilega við bak hans og sótti þing félagsins í áratugi. Þá ferðaðist hún með manni sínum um landið vegna tíðra ferða í heimsókn til hinna mörgu og dugandi slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Mér er í fersku minni sá ágæti saumaklúbbur, sem þær vinkonur Unnur, Margrét, Sigríður, Elsa og Guðlaug drifu svo myndarlega. Þangað fengum við karlarnir að sækja konur okkar vikulega. En þótt allar þeirra hannyrðir og lista- saumur hafi verið ánægjulegur að virða fyrir sér, þá var kaffið og kök- urnar einstæðar. En auðvitað var ánægjulegast þegar þær lögðu frá sér verkfærin og gáfii sér tíma til að rabba stund við okkur áður en hver hélt til síns heima. Unnur var þar, sem annars staðar, hrókur alls fagnaðar. Þótt stundum væri slegið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.