Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PÓLSK VALKYRJA FYRSTI samlestur á Vorið vaknar í Borgarleikhúsinu. „Vorið vaknar“ í Éorgarleikhúsinu TÓÍXLIST íslenzka ópeian EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönglög og aríur eftir Bellini, Donizetti, Puccini, Tosti, Gounod, Verdi, Chopin, Moniuszko og Karlowicz. Agnes Wolska sópran; Elsebeth Brodersen, píanó. Laugardaginn 1. maíkl. 14:30. STYRKTARFÉ L AG íslenzku óperunnar bauð upp á fyrstu lif- andi kynnin af ungu pólsku sópransöngkonunni Agnesi Wol- sku við píanómeðleik Elsebethar Brodersens á síðdegistónleikum í Gamla bíói á hátíðisdegi verkalýðs- ins við furðugóða aðsókn miðað við tímasetningu. Hin liðlega þrítuga Wolska, sem þreytti frumraun sína við Þjóðaróperuna í Varsjá sem Gilda í Rigoletto í hitteðfyrra en er nú búsett í Kaupmannahöfn, kvað hafa getið sér gott orð, og er að sögn miklu spáð um framtíð henn- ar. Undirleikarinn mun nú kennari við Tónlistardeild Kaupmannar- hafnarháskóla. Viðfangsefni þeirra voru aríur úr óperunum „I Púrit- ani“ og „II Pirata“ eftir Bellini, „Dóttur herdeildarinnar“ eftir Donizetti, sönglögin Sole e amore og Terra e mare eftir Puccini og ‘A vucchella og Ideale eftir Tosti. Eftir hlé fluttu þær óperuaríumar Je veux vivre úr „Roméo et Juli- ette“ eftir Gounod, Arrigo! Ah, parli a un core úr Sikileyskum aft- ansöng Verdis og 0 mio babbino caro úr „Gianni Sehicchi" eftir Puccini. Að lokum vom tvö pólsk sönglög eftir sitt hvert pólska tón- skáldið, Chopin, Moniuszko og HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu framsýnir í dag kl. 12.30 vinnustaðaleikritið Stóllinn hans afa eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikþátturinn tekur 25 mínútur í flutningi og í framhaldi frumsýningar í Hafnarfjarðarleik- húsinu verður ferðast með leikþátt- inn og hann sýndur á vinnustöðum og hjá stéttarfélögum og félagasam- tökum. Leikurinn, sem er á gamansöm- um nótum, þó með alvarlegum und- irtón, gerist á heimili Sveins Sveins- sonar, sem er ungur faðir í tilvistar- kreppu. Hvemig fyrirmynd vill fað- ir vera bömum sínum í dag og hvernig fyrii-mynd voru feður geng- inna kynslóða? Hvað á að segja, hvað á að gera og hvernig á að vera era spurningar sem Sveinn leitar svara við á fyrsta degi feðraorlofs- ins, segja aðstandendur sýningar- innar. Karl Ágúst fékk styrk úr Stefáns- sjóði MFA og Félags bókagerðar- manna til að semja leikþáttinn. ,;Sjóðurinn byggist á gjöf Stefáns Ogmundssonar prentara en hann var mikill áhugamaður um alþýðu- menningu og tilgangur sjóðsins er að færa menninguna út til vinnandi fólks,“ segir Karl Ágúst. „Það kom fram ósk um að ráðinn yrði höfund- ur til að skrifa leikþátt til flutnings á vinnustöðum. Verkið átti að fjalla um karlmanninn og heimilið og ég fékk mjög fljótlega þá hugmynd að fjalla um feðraorlofið. Þetta var reyndar ekki eins einfalt og ég taldi í upphafi og ég gerði margar atlög- ur að efninu áður en lauk og leik- þátturinn varð á endanum gjörólflc- ur því sem ég hugsaði í byrjun. Ég ákvað að ýta svolítið til hliðar hinni Karlowicz. í heild fremur sjald- heyrð dagskrá á okkar slóðum, einkum pólsku lögin sex. I nýlegri viðtalsgi'ein kenndi söngkonan sig við „bel canto“, hið oft notaða en ekki sérstaklega ná- kvæma almenna heiti um ítalskan fagursöng 17. og 18. aldar, gjaman til aðgreiningar frá dramatískari óperastílnum norðan Alpafjalla. Það kom því eflaust mörgum á óvart hvað rödd hennar var mikil miðað við fremur ungan aldur, og þar eð ílúrsöngslipurð virtist að auki ekki hennar sterkasta hlið, sem var þó ekki mjög áberandi í lagavali, mátti auðveldlega velta fyrir sér, hvort ekki væri verðandi Wagnersöngkona hér á ferð. Túlk- un hennar var afar innlifuð, og sér- kennilegt var hvernig röddin á kraftmestu toppnótum efsta sviðs tók á sig ofurlítið holan „chalu- meau“-blæ, öfugt við Maríu Callas, þar sem slík einkenni vora algeng- ari á neðsta sviði. í hreinskilni sagt hefur undirrit- aður sjaldan verið hallur undir miklar raddir, sem gera sig oftast betur lifandi á sviði en í hljóðritun, en auðvelt var að skilja nærstadda unnendur stórra tilfinningasvipt- inga óperannar á kostnað fíngerð- ustu blæbrigða ljóðasöngs, sem Wolska hreif bersýnilega upp úr skónum með öraggri tækni, vel- mótaðri túlkun og glæsilegri hæð, þó að kraftur og fylling neðsta sviðs hefði stundum mátt vera meiri. I fyrri hluta náðu Bellini-arí- urnar mestri dramatík, en í Tosti gætti og fíngerðari þátta. Aría Júlíettu í Gounod fyrst eftir hlé verkaði svolítið belgingsleg í sínu kvika gallíska tónumhverfi, pólitísku rétthugsun og efnið varð óstýrilátara fyrir bragðið. Ég leyfði því bara að ráða ferðinni." Um samstarfíð við Hafnarfjarð- arleikhúsið segir Karl Ágúst að sér hafi þótt eðlilegra að leita eftir sam- starfi við starfandi leikhóp í stað þess að stofna nýjan hóp um sýn- inguna. „Það vildi svo vel til að Hafnarfjarðarleikhúsið var í stakk búið til að taka þetta að sér á þeim tíma sem verkið var tilbúið til æf- inga.“ Leikarar eru Gunnar Hansson, Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason. „Eitt af því sem er skemmtilegt við verkið er sú niður- staða að feður sem sjaldan gefa sér tíma til að vera með börnum sínum ætla sér svo stóra hluti þegar loks- ins er tekinn frá tími fyrir þau. Þá á að gera allt og segja allt. Leikritið bendir á að ekki þarf að segja svo mikið, heldur er nærveran stundum alveg nóg,“ segir Gunnar Hansson. „Rétt eins og mamman hefur gert í gegnum aldirnar. Hún hefur alltaf verið til staðar og ekki alltaf með gullkorn á vörunum," bætir Hilmar Jónsson leikstjóri við. „Þjóðfélagið okkar er rétt að byrja að taka við sér varðandi rétt feðra til að vera hjá börnum sínum,“ segir Björk. „Við erum enn ekki komin lengi-a en svo að ef feður eru heima hjá börnum sínum í dálítinn tíma þá leitar fljótt sú spurning á þá hvort þeir séu ekki annars flokks. Karlar eru metnir út frá starfsvett- vangi og hvar stendur karlmaður sem hefur verið heima í þrjá eða sex mánuði?“ „Illa. Mjög illa,“ segir Gunnar grafalvarlegur. „Það kemur líka mjög sjaldan fyrir að konur fari utan í nám og karlinn fylgi með til að hugsa um bömin. Hann verður þrátt fyrir tilkomumiklar toppnót- ur í niðurlagi, en Ai-rigo! átti betur við söngstíl Wolsku, og endirinn var sérlega glæsilegur. 0 mio babbino naut hrífandi innilegrar túlkunar, og Chopin-lögin Zyczenie og Sliczny chlopiec vora bæði á Ijúfum nótum, hið síðara laufléttur alþýðuvals. Á alþýðurótum stóðu einnig lög Moniuszkos, er virtist nær rómantískum stíl rássneskra tónskálda; bæði bráðskemmtileg lög, ekki sízt hið síðara, „Spuna- stúlkan", og í síðustu tveim lögum dagskrár, bæði eftir Mieczyslaw Karlowicz, kom fram ljóðrænn næmleiki er vakti mikla hrifningu. Aðgætinn undirleikur Elsebethar Brodersens var hvarvetna í góðu jafnvægi við sönginn, en hefði að ósekju mátt hafa sig aðeins meira í frammi á lengri bilum milli söng- hendinga, auk þess sem rá- batómótun hennar var á stundum ekki laus við tilgerð, þótt ýkjulaus væri að mestu. Hér mátti augljóslega heyra hæfileikaríka söngkonu, sem eftir ætti að verða tekið á næstu miss- erum. Enda munu miklar raddir alltaf eiga sér fylgjendur, þó að al- menningssmekkur kunni hvað það varðar að breytast á næstu árum, sumpart vegna vaxandi vinsælda upphafshyggjuflutnings á forntón- list hjá yngri kynslóð. Tónleika- skráin var að vanda vel búin text- um ásamt ágætum prósaþýðingum Reynis Axelssonar, en hefði gjarna mátt fjalla lítillega um minnst þekktu höfundana Moni- uszko og Karlowicz og - maður þorir varla að nefna það - vera heft saman! Ríkarður Ö. Pálsson að finna sér haldbetri ástæðu en fjölskylduna til að elta konuna til útlanda.“ „Ég held samt að þróunin sé í átt til skilnings á þessu og sá vísir að feðraorlofi sem kominn er bendir til þess. Ef við horfum til baka þá hefur þróunin verið mjög hröð síðustu þrjátíu árin eða svo,“ segir Hilmar. Ekki er að efa að í kjölfar sýninga verksins muni spinnast heitar um- ræður um hlutverk feðra í uppeldi barna á íslenskum nútímaheimilum og leikararnir segjast þess albúnir HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á leikritinu Vorið vaknar eftir þýska leikskáldið Frank Wedekind. Fyrirhugað er að frumsýna verkið í september. Aðalpersónur verksins eru Wendla, Moritz og Melchior, sem standa á þröskuldi fullurðinsár- anna. Tilfinningarót þeirra, órar og fyrsta kynlífsreynslan eru í for- grunni og þeir fordómar og þröng- sýni sem þessi vandamál mæta verða til þess að unglingunum tekst ekki að fóta sig í ströngum reglu- skógi samfélagsins. Verkið olli miklum óróa þegar það var sýnt íyrst, þótti bersögult og vægðarlaust. Frank Wedekind fæddist í Hannover í Þýskalandi 24. júlí 1864. Hann starfaði sem blaðamaður, auglýsingastjóri, leikari og kabar- ettsöngvari, auk þess sem hann samdi um 20 leikrit. Hann skrifaði Vorið vaknar á árunum 1890-91 og gaf það út á eigin kostnað ári síðar, að ræða við áhorfendur og gefa þeim tækifæri til að viðra skoðanir sínar um efnið. Leikmynd hannaði Finnur Arnar Amarson. Umsjón með tónlist hafði Margrét Örnólfsdóttir og lýsingu hannaði Kjartan Þórisson. Styrktaraðilar sýningarinnar eru auk Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu Jafnréttisráð, Rafiðn- aðarsamband íslands, Efling - stéttarfélag, Samiðn, Samband iðn- félaga og Iðja, félag verksmiðju- fólks. en verkið var ekki frumsýnt fyrr en 1906 og Englendingar leyfðu ekki sýningar á því fyrr en 1963. Þekktustu verk Wedekinds eru Vorið vaknar, Lúlú-leikritin: Jarð- álfur (1893) og Askjan Pandóra (1894), Músík (1906) og Kammer- söngvarinn (1897). Frank Wedekind lést í Miinchen árið 1918. Leikendur eru Ámi Pétur Guð- jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Marta Nordal, Pétur Einarsson, Sigrán Edda Björgvins- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Theódór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson og Þórhallur Gunnarsson. Hljóð hannar Ólafur Örn Thoroddsen, lýs- ingu Ögmundur Þór Jóhannsson, búninga Þórann María Jónsdóttir, leikmynd Stígur Steinþórsson. Leik- stjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Nýjar geislaplötur • HRAUSTIR menn er safnplata með lögum sem Karlakór Reykjavíkur gaf út á nokkram hljómplötum á áranum 1971-1975, með lögum Sveinbjörns Svein- bjömssonar, Sigvalda Kalda- lóns, Sigfúsar Einarssonar o.fl. Stjórnandi kórsins á þessum tíma var Páll P. Páls- son og útsetti hann nokkur laganna sérstaklega fyrir kór- inn, en önnur era í uppruna- legum raddsetningum höf- undanna. Það voru SG Hljómplötur sem gáfu plötuna út á sínum tíma. Eina lag Hraustra manna sem tilheyrði ekki þessum ákveðnu plötum er titillagið en það er upptaka frá 1953 og fer Guðmundur Jónsson með einsöngshlut- verkið. Aðrir einsöngvarar era m.a. Guðrán Á. Símonar, Sigurður Björnsson og Jón Sigurbjörnsson. Lögin á plötunni era Hraustir menn, Heimir, Sjá nú hvað ég er beinaber, Svanasöngur á heiði, Storm- ar, Á Sprengisandi, Bærist varla blað á grein, Vorgyðjan kemur, Dalvísur, Fyrstu vor- dægur, Er sólin hnígur, Ég vil elska mitt land, Vor og haust, Kirkjuhvoll, Allir eitt, Sveitin mín, Heyrið yfir höfin gjalla, Minni Ingólfs, Sprett- ur, Draumalandið, Bæn fyrir föðurlandið, Smalastúlkan, Búðarvísur, Islands hrafn- istumenn og Ó, fögur er vor fósturjörð. Útgefandi er íslenskir tónar, nýtt útgáfumerki Skífunnar, þar sem áhersla verður lögð á endurútgáfur íslenskrar tónlistar fyiri ára. Skífan dreifír. Verð 1.899 kr. Hafnarfj ar ðar leikhúsið Frumsýna Stól inn hans afa Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKARARNIR Björk Jakobsdóttir, Gunnar Hansson og Gunnar Helgason leika í Stóllinn hans afa eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.