Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
______________UMRÆÐAN
Grunnrannsóknir
liggja í eðli háskóla
ENGUM blandast
hugur um að stofnun
Háskólans á Akureyri
markar þáttaskil í
byggðasögu Islendinga.
Auðvitað mætti hann í
íyrstu sömu andstöð-
unni og Menntaskólinn
á Akureyri á sínum
tíma. Mér er sérstak-
lega minnisstætt að
hugmyndin um hjúkr-
unarnám á Akureyri
mætti víða tortryggni.
En Gauti Arnþórsson
yfirlæknir var viss í
sinni sök. Hann brýndi
mig á því að Fjórðungs-
sjúkrahúsið yrði ekki
rekið til lengdar nema
hjúkrun yrði kennd við Háskólann á
Akureyri. Reynslan sýnir að hann
hafði rétt fyrir sér. Við megum ekki
hika við að setja markið hátt og hafa
metnað íýrir Háskólann og sjúkra-
húsið og samvinnu þeirra stofnana í
framtíðinni. Nú er næsta skrefið að
kenna dreifbýlislækningar á Akur-
eyri.
Af sama toga er sjálfstæð rann-
sóknastarfsemi við Háskólann á
Akureyri. Það er í sjónmáli að rann-
sóknahús rísi á háskólalóðinni. Ég sé
það fyrir mér að bærinn standi undir
fjármögnun eins og hann hefur boðið
fram. Háskólinn taki síðan þriðjung
húsnæðisins á leigu við sanngjörnu
verði með sama hætti og gert er
syðra. Síðan mun fara vel um hinar
ýmsu rannsóknastofnanir í öðrum
hlutum hússins. Atvinnulífið mun
með beinum hætti koma að þessum
rekstri af því að hér erum við að tala
um hagnýtar rannsóknir sem nýtast
munu í daglegum rekstri fyrirtækja.
Þá hafa fyrirtækin líka forsendur til
þess að gera áætlanir fram í tímann
um nýja fjárfestingu, nýtt vörufram-
boð og nýja markaðssetningu. I nú-
tímalegum rekstri er óhjákvæmilegt
að gefa starfsfólki kost á að bæta við
sína starfsþekkingu. Það skapar for-
sendur íyrir því að greiða hærri laun
en ella en mikil þörf er
á því að bæta stöðu
ófaglærðs fólks. Það
verður að gefa því kost
á að njóta starfsreynslu
sinnar til þess að öðlast
iðnréttindi, ef til vill
takmörkuð. En auðvit-
að verður að sannprófa
hæfni þess og gefa því
kost á að sækja nám-
sjteið í sinni starfsgrein.
Ég sé það íyrir mér að
með góðri samvinnu at-
vinnulífsins, Háskólans
og Verkmenntaskólans
sé hægt að ná miklum
árangri á þessu sviði
sem muni gagnast bæði
starfsfólkinu og fyrir-
tækjunum.
Samhliða hagnýtum rannsóknum
er óhjákvæmilegt að við Háskólann
verði jafnframt unnið að undirstöðu-
rannsóknum. Þetta tvennt hlýtur að
Landsbyggðin
Umhverfisrannsóknum
á Norðurlandi, segir
Halldór Blöndal, á að
stjórna frá Háskólanum
á Akureyri eða í nánum
tengslum við hann.
fara saman. Það liggur í eðli há-
skólastarfsins. A föstudaginn gerð-
ust þau ánægjulegu tíðindi að um-
hverfisráðherra opnaði skrifstofu
Norðurskautsráðsins um vernd
gegn mengun hafsins á Norðurslóð-
um. Aður hafði hann opnað á Akur-
eyri skrifstofu Norðurskautsráðsins
fyrir verkefni sem lúta að verndun
gi’óðurs og lífvera á Norðurslóðum.
Auk þess er stofnun Vilhjálms Stef-
ánssonar á Akureyri. Og ekki má
gleyma Akureyrarsetri Náttúru-
fræðistofnunar. Þar er því smám
saman að verða til alþjóðlegt rann-
sóknaumhverfi eins og í öðrum há-
skólabæjum á Norðurslóðum. Og
auðvitað megum við þá ekki láta
hlut okkar heimamanna eftir liggja.
Við hljótum að leggja ríka áherslu á
að við Háskólann eða í nánum
tengslum við hann sé unnið að um-
hverfisrannsóknum á Norðurlandi.
Svæðið norðan jökla er einstakt og
sérstakt og teygir sig norður að
heimskautsbaug. Eða það kalla ég
þó að mér sé sagt að vanti eina tólf
metra upp á norður af Hraunhafnar-
tanga. Ög það vitum við að minnsta
kosti fyrir víst að baugurinn skar
hjónanlmið á Básum í Grímsey í tvo
hluta jafnstóra.
Hér hef ég lagt áherslu á að um-
hverfisþátturinn í rannsóknum Há-
skólans á Akureyri eykur vægi hans.
Breitt rannsóknasvið gefur líka ungu
vel menntuðu fólki möguleika á að
hverfa heim aftur að námi loknu.
Með þessi sjónarmið í huga er óhjá-
kvæmilegt að taka afstöðu til þess án
fordóma hvaða rannsóknum eigi að
stjórna fyrir norðan án tillits til þess
hvai’ þær hafa verið hýstar hingað
til. Náttúruvísindamenn úti á landi
hafa sýnt það um áratugi að þeir eru
traustsins verðh'. Ég minni á Stefán
Stefánsson, Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, Hörð Kristinsson og
Helga Hallgrímsson. Um leið og
mennirnir eru nefndir leyfir enginn
sér að segja að niðurstöður þeirra
breyttust eftir búsetu í landinu.
Eg hef leyft mér að segja að um-
hverfisrannsóknum á Norðurlandi
eigi að stjórna frá Háskólanum á
Akureyri eða í nánum tengslum við
hann. Ég hef ekki legið á þessari
skoðun minni á undanförnum árum.
Þess vegna liggur vel á mér í dag
þegar ég sé að alþjóðlegum stofnun-
um sem vinna að rannsóknum á ein-
stökum þáttum í umhverfí Norður-
slóða er að fjölga á Akureyri.
Höfundur er samgönguráðherra.
Halldór
Blöndal
Anna Kristín
á þing
EITT ÞAÐ helsta
sem talsmenn Vinstra-
græna framboðsins
telja sér til tekna þessa
dagana er það hvað
þeir séu með afbrigðum
heiðarlegir og að heil-
indin séu þar öðru
fremur í fyrirrúmi. Eft-
ir að hafa hlustað á for-
mann þeirra í sjón-
varpi, sem ég þekki að
vísu að öllu góðu,
leggja ofuráherslu á
þennan þátt í þeirra
fari, þá slær það mann
undarlega þegar hugs-
að er til örstutts stjórn-
málaferils Jóns Bjarna-
sonar, efsta manns á lista Vinstra-
græna í Norðurlandskjördæmi
vestra. Heilindin á þeim stjórnmála-
ferli eru að minnsta kosti ekkert
sérstök.
í prófkjöri Samfylkingar
í byrjun febrúar á þessu ári fór
fram prófkjör Samfylkingar á
Norðurlandi vestra. Þar háðum við
Jón Bjarnason ásamt öðrum fram-
bjóðendum drengilega baráttu íyrir
málefnum Samfylkingarinnar og
ferðuðumst saman milli byggðar-
laga til að bera út boðskapinn. Lítið
sem ekkert bar á málefnaágreiningi
og rómuðum við öll sem í framboði
vorum þann einhug sem ríkti milli
frambjóðenda, þótt við værum að
sjálfsögðu að sækjast eftir sætum á
lista okkar sameiginlega framboðs.
Jón Bjamason vildi verða fyrsti
forystumaður okkar samtaka á
Norðurlandi vestra. Svo mikla trú
hafði hann á málstað okkar að hann
vildi standa í stafni og vera fremst-
ur í vörn og sókn fyrir Samfylking-
una. Hann fékk að vísu ágæta kosn-
ingu, þótt hann hafnaði í fjórða
sæti, því lítill atkvæðamunur var á
efstu sætum. Kristján Möller og
Anna Kristín Gunnarsdóttir fengu
þó afgerandi kosningu í tvö efstu
sætin.
Hins vegar kom í
ljós að með framboði
sínu hafði Jón Bjama-
son komið í veg fyrir
sigur Önnu Kristínar í
þessu prófkjöri, sem
tapaði fyrsta sætinu
með örfáum atkvæð-
um. Þau koma bæði úr
Alþýðubandalaginu,
sem hefur mun meira
fylgi í kjördæminu en
Alþýðuflokkurinn, og
bitust bæði um fyrsta
sætið. Við Alþýðu-
flokksmenn lögðum
ekki slíka steina í götu
hver annars.
Skynsamleg
uppröðun
Það gefur augaleið að í sameigin-
legu framboði, sem enn er ekki orð-
ið að einum pólitískum flokki, þá
skiptir máli fýrir útkomuna hvernig
raðast á lista líkt og mönnum þykir
mikilvægt að gæta jafnvægis milli
byggðarlaga við listauppröðun.
Stjórnmál
Það var ánægjulegt að
heyra að Kristján Möll-
er og Anna Kristín,
segir Jón Sæmundur
Sigurjónsson, báru af í
málflutningi sínum.
Þannig var ég þeirrar skoðunar að
Alþýðubandalagið ætti að fá efsta
sæti listans, enda hafa þeir löngum
haft mesta fylgið. Það kom líka í
ljós að gífurleg vonbrigði urðu með-
al Alþýðubandalagsmanna þegar
það gekk ekki eftir, sem staðfestist
síðan í skoðanakönnunum sem sýna
að 50% fyrrum kjósenda Alþýðu-
. Jón Sæmundur
Sigurjónsson
Davíð og góðærið
EINHVER frambjóðenda
stjórnarandstöðuflokkanna komst
svo hnyttilega að orði á dögunum,
að kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokksins snúist ekki nema um
tvennt, - Davíð og góðærið. I þessu
er mikill sannleikur. Davíð víkur
sér undan að ræða málefni kosn-
inganna við aðra stjómmálamenn á
opinberum vettvangi. Hann hittir
stórmenni heimsins í Washington
og gefur sig út fyrir að vera þar í
framvarðarsveit við að herja á
Serba í Júgóslavíu og dóserar um
það, sem hefði verið skynsamlegra
að gera í fortíðinni í þeim efnum.
Dælt er yfir þjóðina sjónvarpsaug-
lýsingum þar sem hann er í aðal-
hlutverki, með flatneskjulega orða-
leppa um ekki neitt. Sjálfur sækir
hann fámenna fundi sinna eigin
flokksmanna úti um landið, þar
sem hann getur rætt málin við
sjálfan sig. Dæmi eru um slíka
fundi, sem leit út fyrir
að yrðu svo fámennir,
að til vandræða þótti
horfa og lið var fengið
til að smala á mínútum
fyrir fund. Morgun-
blaðið er hætt að segja
frá fundarsókn.
Allt er þetta gott og
blessað, en úr því að
Sjálfstæðisflokkurinn
vill láta kosningabar-
áttuna snúast um Da-
víð og góðærið, þá er
rétt, að taka hvort
tveggja til umræðu.
Þegar litið er fram-
hjá þeirri staðreynd,
að Davíð reyndist
skásti kostur sjálfstæðismanna til
forystu í Reykjavík og til forystu
flokksins á sínum tíma, ber jafn-
framt að minnast þess, að ferli Da-
víðs á báðum þessum stöðum hefur
fylgt ein afgerandi fylgalgerlega
óábyrg stjórn fjármála. Davíð
réðst í ýmsar merkilegar og lofs-
verðar framkvæmdir sem borgar-
stjóri í Reykjavík. Sem dæmi af
mismunandi sviðum má nefna, að
hann lauk byggingu Borgarleik-
hússins, hann stofnaði Soi’pu og
það sem meira var: Hann lagði af
stað í það stórvirki, sem nýtt frá-
rennsliskerfi Reykjavíkur er, fram-
tak, sem slagar hátt upp í hitaveit-
una í samjöfnuði. Umdeilanlegra er
framtak hans við að byggja Ráðhús
Reykjavíkur,- punthús af því tagi,
sem ætti ekki að vera forgangs-
verkefni nokkurs
stjómmálamanns und-
ir lok hinnar tuttug-
ustu aldar.
Gallinn var bara sá,
að ekkert af þessu lét
Davíð borgarstjóri
borgarbúa greiða fyr-
ir. Hann var með
glans endurkjörinn
borgarstjóri út á að
safna meiri skuldum á
borgarsjóð en áður
voru dæmi um. Hann
skildi Reykjavíkur-
borg fjárhagslega eftir
sem sviðna jörð og eft-
irkomendur hans, sem
lentu í efnahag-
skreppu í sinni stjórnartíð urðu að
halda skuldasöfnuninni áfram.
Sem forsætisráðherra hefur Da-
víð haldið uppteknum hætti. Öll ár
Davíðs í forsætisráðuneytinu hefur
verið mikill halli á ríkissjóði. 1991-
1997 var þessi halli að meðaltali 14
milljarðar króna á ári. Jafnvel
veltiárið 1998 verður beljandi
rekstrarhalli á ríkissjóði. Það verð-
ur einhver greiðsluafgangur, aðal-
lega vegna sölu á eignum ríkisins
og vegna mikilla tekna ríkissjóðs,
sem eiga rætur sínar í stórhættu-
legum viðskiptahalla við útlönd.
Það er þess vegna aðeins einn
rauður þráður, sem rekja má eftir
endilöngum pólitískum ferli Davíðs
Oddssonar og hann er pólitískt
ábyrgðarleysi í fjármálum. Þessa
ber fólki að minnast, þegar hann
Stjórnmál
Stj órnarflokkarnir
reyna að slá pólitískar
keilur út á þetta, segir
Jón Sigurðsson, eins og
góðærið sé orðið til fyr-
ir þeirra tilverknað.
flytur sínar landsfóðurlegu sjón-
varpsauglýsingar.
Niðurstaðan er sú, að Davíð
Oddsson er pólitískur gallagripur
og þeim mun 61410311 viðfangs sem
slíkur, að honum hefur tekist að
afla sér nokkurs lýðfylgis. Væntan-
lega fjölgar þeim, sem í því efni sjá
að sér, þegar þeim verður ljós sú
skoðanakúgun, sem Davíð hefur
beitt fréttastofu ríkissjónvarpsins
eftir síðustu borgarstjómarkosn-
ingar og þá ekki síður, þegar hann
getur ekki einu sinni séð í friði einn
prestling, sem í frístundum semur
smásögur, rétt eins og Davíð fæst
við sjálfur.
En þá er það góðærið. Enginn
mælir því í gegn, að hagvöxtur hef-
ur verið mikill og almenn kaup-
máttaraukning sömuleiðis, þótt
henni sé óneitanlega talsvert mis-
skipt. Stjórnarflokkarnir reyna að
slá pólitískar keilur út á þetta eins
og góðærið sé orðið til fyrir þeirra
tilverknað. Þetta er hins vegar gróf
Jón
Sigurðsson
tilraun tO senuþjófnaðar. Það var
tímabundinn bati á álmarkaði, sem
færði okkur stækkun Straumsvík-
urálversins og álverið á Grundar-
tanga ásamt með virkjunarfram-
kvæmdunum, sem þeim fylgdu. Það
var góð loðnuveiði og firnahátt verð
á afurðum þeirrar vinnslu, sem
gerði sitt. Það var stækkandi
þorskkvóti, sem leyfður var og ekki
síður stórhækkað verð á botnfiski
erlendis, sem lagði sitt af mörkum.
Það var sprengivöxtur hugbúnað-
anítflutnings, sem gerði sitt. Síðast
en ekki síst voiu það langtímaáhrif
þjóðarsáttarinnar 1990 og afar slök
afkoma sjávarútvegs fyrstu árin
þar á eftir, sem héldu raungenginu
lágu og sáu til þess almennt, að út-
flutningsiðnaður, samkeppnisiðnað-
ur og ferðaþjónusta gátu blómstr-
að. Ekkert af þessu var árangur af
neinum gerðum stjórnvalda. Þau
stóðu í því að greiða reikninga fyrir
kjarasamninga vinnumarkaðarins
og gerðu það með almennum
skattalækkunum, en miklu frekar
með því að tekjutengja greiðslur
eins og barnabætur og auka þar
með stórlega jaðarskattavandann,
sem síðustu misseri hefur étið upp
drjúgan hluta af tekjuaukningu
stórs hluta bai'nafólks í landinu,
með sæmilegar tekjur. Þetta er
glæsimyndin af Davíð og góðærinu,
sem Sjálfstæðisflokkurinn býður
landsmönnum upp á í kosningun-
um, þegar umbúðirnar hafa verið
teknar utan af. Sjálfstæðisflokkur-
inn á skilið atkvæði allra þeiiTa,
sem þykir þetta vera boðleg latína
til kosninga, en ekki annarra.
Grein þessi er samin að tilhlutan
Frjálslynda flokksins.
Höfundur er fv. framkvæmdustjóri.