Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís UM 5.000 manns komu samaii á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn í tilefni 1. maí, þrátt fyrir mikla úrkomu. Baráttudagur vcrkafólks haldinn hátíðlegur víða um land Um 5.000 manns saman- komin á Ing'ólfstorg'i 1. MAÍ hátíðarhöld fóru vel fram víða um land á laugardaginn. Um 5.000 manns komu saman á Ing- ólfstorgi, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, að lokinni göngu niður Skólavörðustíg og Bankastræti frá Hallgrímskirkju. Á Ingólfstorgi íluttu ræður þau Halldór Bjöms- son, formaður Eflingar, og Þuríður Einarsdóttir, formaður Póst- mannasambands íslands. Guðrún Gestsdóttir, formaður Iðnnema- sambands Islands, flutti ávarp. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, flutti ræðu á Eskifirði í tilefni dagsins. Kom hann meðal annars inn á skipulagsmál sambandsins í ræðu sinni og sagði að eðlilegt væri að verkafólk leitaði svara við þeirri spumingu hvort skipulag samtakanna væri í takt við tímann. „Þessi spuming verður stöðugt ágengari eins og umræða og atburðir síðustu daga sýna með ótví- ASI, flutti ræðu á Eskifirði 1. maí. ræðum hætti. Verkalýðshreyfingin verður að svara þessari spumingu með skýrum hætti. Félagar okkai' eiga rétt á því.“ Nýjar vinnuaðferðir - nýr veruleiki verkafólks Grétar sagði að verkalýðshreyf- ingin yrði að bregðast við breyttum vinnuaðferðum og nýjum veruleika verkafólks. Sagði hann að verka- lýðshreyfingin hefði ekki bmgðist við þessarí þróun sem skyldi. Skipulag hreyfingarinnar tæki mið af þeim vemleika sem var ríkjandi þegar hún varð til. „Við megum aldrei gleyma því að skipulag verkalýðshreyfingar- innar er aðeins verkfæri - tæki til að ná fram þeim grandvallarmark- miðum sem mynda hinn raunvera- lega kjama verkalýðshreyfingar- innar. Því eigum við enn að efla þá miklu umræðu um skipulagsmál sem fram hefur farið á vettvangi ASÍ. Markmiðið er að skapa sátt um skipulag verkalýðshreyfingar- innai- og tryggja þannig sterkari heildarsamtök og sterkari stéttar- félög. Samstaðan er okkar helsti styrkur og henni megum við aldrei fórna,“ sagði Grétar. Kveðjuhóf haldið fyrir Olaf G. Einarsson KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi hélt kveðjuhóf fyrir Ólaf G. Ein- arsson, forseta Álþingis og fyrr- verandi ráðherra, í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardag. Olafur lætur af þingmennsku í vor, en hann hefur verið alþingismaður Reykjaneskjördæmis síðan 1971. Fjöldi manns heiðraði Ólaf og eiginkonu hans, Rögnu Bjarna- dóttur, með nærveru sinni á laugardag og þeim voru færð blóm og gjafir. Læknaráð Sjúkrahúss Reykjavíkur um samstarf sjúkrahúsa í Reykjavík Styður aukna hag- kvæmni og’ skilvirkni LÆKNARÁÐ styður alla viðleitni til að auka hagkvæmni og skil- virkni í rekstri stóra sjúkrahús- anna, segir m.a. í ályktun frá aðal- fundi læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur sem haldinn var fyrir síðustu helgi. Þá segir í ályktuninni að lögð skuli áhersla á að efla góða samvinnu milli stóra sjúkrahús- anna með það fyrir augum að bæta enn frekar þjónustuna. I ályktun læknaráðsins er bent á að gæta verði þess, áður en farið verði að flytja verkefni eða deildir á milli sjúkrahúsanna tveggja, að hvort sjúkrahús um sig hafi þá að- stöðu og þekkingu sem nauðsynleg sé til að sinna bráðaþjónustu. „Breytingar, sem til skemmri tíma litið virðast leiða til spamaðar, gætu til lengri tíma leitt til óhag- ræðis og lakari þjónustu." Þá segir að kannanir á íslenskri heilbrigðis- þjónustu sýni að í samanburði við nágrannalöndin sé meðallegutími á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og afköst starfsmanna með því besta sem gerist. Misjafnar undirtektir lækna við flutning æðaskurðdeildar frá Landspítala í Fossvoginn Eðlilegra að efla deild- ina þar sem hún er Skiptar skoðanir eru um ágæti þess á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur að sameina æðaskurðlækningar spítalanna í Fossvogi. Jóhannes Tómasson hleraði sjónarmið manna og benti einn viðmæland- inn á þá einu varanlegu lausn sem honum fannst, að reisa nýtt framtíðarsjúkrahús á höfuðborgarsvæðinn. LÆKNAR á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur era ekki sammála um ágæti þess að sameina æðaskurðlækningar sjúkrahúsanna tveggja á SHR. Læknar æðaskurð- deildar á Landspítala vilja efla deildina þar en á SHR telja læknar eðlilegt að slík deild sé í nánu sam- bandi við aðalslysadeild landsins. Fjórir sérfræðingar á SHR hafa starfað að æðaskurðlækningum, tveir þeirra í öðram skurðaðgerðum meðfram, en þar hefur ekki verið rekin sérstök æðaskurðdeild heldur er hún hluti af skurðlækningadeild spítalans. Á Landspítalanum er æðaskurðdeild með þremur sér- fræðingum í æðaskurðlækningum og samstarf er mikið við sérfræð- inga á hjartaskurðdeild og nýma- deild vegna æðaaðgerða sem sjúk- lingar þar þurfa á að halda. Níu hjúkranarfræðingar, með sérsvið í hjúkrun sjúklinga eftir æðaskurð- aðgerðir, starfa við deildina. Betri vaktþjónusta með meiri mannafla Stefán Matthíasson, yfirlæknir í æðaskurðlækningum á skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að stuðla ætti að því að starfsemi eins og æðaskurðlækningar ættu að vera á einum stað. „Þar liggja að baki fagleg sjónarmið og hitt að þessi starfsemi er dýr miðað við stærð einingarinnar og hún þarf mikið af tækjum og búnaði. Þess vegna er óæskilegt að fjárfesta í dýram bún- aði á tveimur stöðum sem hægt væri að hafa á einum.“ Stefán sagði þessa ákvörðun for- stjóra spítalanna tekna að undan- genginni mikilli vinnu og athugun og sagði að álits viðkomandi hefði verið aflað. „Menn era ekki sam- mála um einstök atriði en þó sam- mála um að stuðla að því að þetta sé á einum stað. Ef læknar og hjúkr- unarfólk fá að byggja upp slíka deild á sínum forsendum á ég ekki von á öðru en vel gangi.“ Hann benti einnig á að á SHR væri slysamóttaka sem oftlega kall- aði á sérhæfða þjónustu æðaskurð- lækna og taldi það hafa ráðið miklu við ákvörðun um að velja æðaskurð- deild stað á SHR. Þá sagði hann einn af kostum sameiningar deild- anna þann að vaktþjónusta myndi batna með meiri mannskap og í svo litlu landi færi best á því að hafa eina sérhæfða deild á þessu sviði. Stefán benti og á að miklar breyte ingar hefðu orðið í æðaskurðlækn- ingum og innæðaaðgerðum með nýrri tækni. Að henni kæmu röntgenlæknar auk skurðlæknanna og hjúkrunarfólks. Hann taldi starfsfólk á báðum sjúkrahúsunum á þessu sviði ekki of margt þótt að- eins ein deild yrði starfi'ækt. Stefán benti á að lokum að breytingum sem þessum yrði að fylgja fjár- magn, öðruvísi yrði vart hægt að hrinda þeim í framkvæmd. Ákvörðunin kom á óvart. Helgi H. Sigurðsson æðaskurð- læknir er staðgengill Halldórs Jó- hannssonar, yfirlæknis á æðaskurð- deild Landspítalans, og hóf hann nýverið störf á Landspítalanum eft- ir 10 ára starf í sérgrein sinni í Skotlandi. „Það kom okkur á óvari að þessi ákvörðun skyldi allt í einu hafa verið tekin,“ sagði Halldór og vísaði til þess að læknar deildarinn- ar hefðu verið beðnir um greinar- gerð um starf deildarinnar og sam- starf við aðrar deildir. „Hér á Land- spítalanum er rekin eina sérhæfða æðaskurðdeildin í landinu og þess vegna kemur okkur á óvart að það eigi að flytja starfsemina í Fossvog þar sem ekki hefur verið rekin formleg æðaskurðdeild. Okkur finnst óeðlilegt að skilja deildina frá hjartaskurðdeild þar sem mikið er um sameiginlega sjúklinga á deild- unum og við veitum einnig nýrna- deildinni mikla þjónustu vegna æða- tenginga íyrir gei'vinýrað svo nokk- uð sé nefnt.“ Helgi segir að ekki skipti máli í hvaða húsi starfsemin fari fram eða hvar hann sjálfur starfi heldur sé aðalatriðið hvar best sé að deildin starfí með tilliti til þjónustu við sjúklinga. „Annars er ein góð lausn á þessu máli og hún er sú að byggja í eitt skipti fyrir öll almennilegt sjúkrahús, framtíðarsjúkrahús fyrir landið, og sameina starf Landspít- ala og SHR. Þá myndum við leysa allan vanda enda er kostnaður við sjúkrahús aðallega vegna rekstrar en ekki byggingarnar." Að sögn Helga eru sérfræðing- arnir á Landspítala sammála um að sameina eigi deildirnar, ekki sé vit í öðra en að reka aðeins eina deild. Þannig megi koma á betri þjónustu með betra vaktafyrirkomulagi og annarri hagkvæmni. „Samt sem áð- ur er líka erfitt að aðskilja þessa sérgrein frá sérgrein sem veitir bráðaþjónustunni á SHR. En ef sameina á þessa starfsemi finnst mér eðlilegra að stækka og efla deildina þar sem hún er þegar fyrir hendi hér.“ I greinargerð læknanna á Land- spítala er bent á þá þjónustu sem æðaskurðdeildin veitir öðrum deildum, sem eru einkum hjarta- deild og blóðskilunardeild en einnig sykursýkisdeild, taugalækn- ingadeild, húðlækningadeild og endurhæfingadeild. „Þetta er ekki spurningum að flytja til einn eða tvo lækna heldur að flytja heila deild með starfsfólki og tilheyr- andi,“ sagði Helgi og kvaðst efast um að á SHR væri næg skurðstofu- aðstaða til að taka við þessum verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.