Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stutt Japanir vilja verða smiðir JAPÖNSK ungmenni vilja fremur líta til jarðbundinna og hagkvæmra starfa í dag nú þegar þjóðin hefur búið við mikinn afturkipp í efnahagslíf- inu um nokkurt skeið. Ungir Japanir vilja nú frekar munda hamar og nagla en ferðast um með stresstösku og klæðast jakkafötum og bindi. Smiðs- starfið var vinsælasta starfið samkvæmt nýrri skoðanakönn- un meðal japanskra barna, en í könnun sem gerð var á síðasta ári var sama starf í tíunda sæti. Sjá má á könnuninni að lítill hagvöxtur í landinu hefur liaft mikil áhrif á börnin því störf sem gera ráð fyrir góðu gengi í þjóðfélaginu voru neðar á vin- sældalistanum en í fyrri könn- unum. Samanburður við brjost STÆRSTA stórmarkaðskeðja Bretlands, Tesco, hefur farið þess á leit við melónuræktendur að þróa smærri afbrigði af ávextinum. Astæðan er nýleg könnun sem sýndi að kvenkyns kaupendur bæra ósjálfrátt stærð melónanna við brjóst sín. Könnunin sýndi að sjö konur af hverjum tíu töldu að brjóstastærð hefði áhrif á undir- meðvitundina við valið á ávöxtun- um og nú væri stórum brjóstum ekki jafn mikið hampað og oft áð- ur. „Við vorum mjög undrandi yfir niðurstöðum könnunarinnar," sagði talsmaður Tesco. „En eftir að við fórum að selja smærri melónur hefur salan aukist gífur- lega.“ Skildu barnið eftir í geymslu- hólfi JAPANSKT par skildi fímm mánaða dóttur sína eftir í geymsluhólfi á lestarstöð í Kawasaki rétt fyrir utan Tokyo á meðan þau fóru að borða á kínverskum veitingastað seint um kvöld. Dóttirin fannst ósködduð tæpum klukkutíma síðar. Foreldrarnir sem eru rúmlega tvítugir sögðu lögregl- unni að þeir hefðu haldið að barnið væri öruggt þar sem loft komst inn í geymsluhólfið. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp í fjölmiðlum. „Þau hafa ekki verið hand- tekin vegna þess að á þessari stundu getum við ekki kært þau fyrir neitt annað en slæma dómgreind, en við erum ennþá að rannsaka málið,“ sagði lög- reglukona í samtali við JKeuters-fréttastofuna. Blikkandi gerviauga ÞÝSKIR læknar í Humboldt- háskólanum í Berlín hafa hannað gerviauga sem blikkar á sama tíma og náttúrulega augað, segir í læknaritinu Lancet. Gei*viaugu hafa hingað til þótt óeðlileg vegna þess að þau hreyfast lítið sem ekk- ert. Nýja gerviaugað er búið til úr latex-efni og er örsmár mótor tengdur við augað. Rannsóknir á nýja gei-viauganu lofa góðu og hafa sýnt að það fylgir hreyfingum eðli- lega augans alveg eftir. FÓLK í FRÉTTUM VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDiri, a Nr. vor vikur Mynd Útgefondi Tegund 1. Jv 4 There's Something About Nlory Skífan Gaman 2. 3. 2 The Trumon Show Cic myndbönd Gaman 3. 2. 3 Snake Eyes Sam myndbönd Spenna 4. NÝ 1 Toxi Hóskólabíó Spenna 5. 4. 5 Rush Hour Myndform Gaman 6. 5. 7 Out of Sight Cic myndbönd Gaman 7. 9. 2 Con't Hardly Woit Skífan Gaman 8. 11. 2 Spanish Prisoner Myndform Spenna 9. NÝ 1 Thunderboh Skífan Spenna 10. 8. 3 Apt Pupil Skífan Spenna 11. 6. 4 KnockOff Myndform Spenna 12. 7. 8 Dr. Dolittle Skífan Goman 13. 16. 2 Real Blonde Hóskólabió Gaman 14. NÝ 1 Last Days of Disco Warner myndir Gaman 15. 10. 4 Savior Bergvík Spenna 16. NÝ 1 Dirty Work Warner myndir Gaman 17. 12. 6 The Horse Whisperer Sam myndbönd Drama 18. 14. 3 Chairmon of the Board Stjörnubíó Gaman 19. 13. 6 Halloween: H20 Skífan Spenna 20. 19. 5 Wishmaster Sam myndbönd Spenna CAMERON Diaz sló eftirminnilega í gegn í Það er eitthvað við Maríu. Ó María! ÞAÐ ER löngu ljóst að eitthvað sjá menn við Maríu-sem fékk gríðarlega aðsókn í kvikmynda- húsum hérlendis og hefur nú trónað í efsta sæti myndbanda- listans í mánuð. Þessi stór- slysagamanmynd heldur sínu þótt margar afbragðsmyndir keppi um hituna eins og Truman- þátturinn og Ut úr sýn. Franska myndin Taxi er úr smiðju Luc Besson þótt Gerard Piers vermi leikstjórastólinn og skýst hún beint í ljórða sæti yfir vinsælustu myndböndin á Islandi sína fyrstu viku á lista. Þrjár aðrar nýjar myndir ná inn á listann, Thund- erbolt með slagsmálakappanum Jackie Chan, Last I);iys of Disco með þokkagyðjunum Chloe Sevigny og Kate Bekinsale og loks Dirty Work með gamanleik- urunum Norm McDonald og Chevy Chase. Oliver DÝRSLEGT aðdráttarafl og háska- leg hegðun eiga sjaldan við um hina yfirveguðu bresku leikarastétt en hvort tveggja var ríkur þáttur í breska leikaranum og vandræða- seggnum Oliver Reed sem lést um helgina úr hjartaáfalli á krá í Vanilla á Möltu. Hann var 61 árs. Oskarsverðlaunaleikkonan og ráðherra Verkamannaflokksins Glenda Jackson lék á móti Reed í myndinni Ástfangnar konur eða „Women in Love“. Hún lýsti honum eftir andlát hans sem „óaðfinnan- legum fagmanni“. „Þegar hann var fyrir framan myndavélina komst ekkert annað að en vinnan. Mér þykir afar leitt að hann sé fallinn frá, en líklega fór hann á þann veg sem hann helst óskaði sér.“ Vissulega er það gráglettni örlag- anna að Reed skuli hafa skilið við á krá enda var eitt sinn haft eftir hon- um að hann iðraðist aðeins eins: „Að ég skuli ekki hafi drukkið hverja krá þurra og sofið með öllum kon- um á jarðríki." Goðsögn í slúðurblöðum Oliver Reed lék í 53 kvikmyndum á ferlinum, hafði mikla útgeislun og þótti bera af í framsögn. Myndir hans voru af ólíku sauðahúsi þótt flestar ættu þær það sammerkt að Reedyar í hlutverki þorparans, allt frá Ástföngnum konum þar sem hann gh'mdi nakinn við Alan Bates og varð þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti karlleikari sem sýndi á sér tippið í víðdreifðri kvikmynd til fjölskyldusöngleiksins Oliver! og „Castaway" sem fjallar um mann sem dvelur ár með ungu ljóskunni Girl Friday (Amanda Donohoe) á eyðieyju. Reed lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1960 og fékk fyrsta aðalhlut- verkið ári síðar í Bölvun varúlfsins. Einna eftirminnilegust er túlkun hans á fylliraftinum ofbeldishneigða Bill Sykes í Oliver! sem gerð var eftir sígildri sögu Oliver Twist eftir Charles Dickens. Með árunum fóru svallveislur og drykkjuævintýri hans að skyggja á leikferilinn og smám saman varð hann goðsögn í breskum slúður- blöðum. Frægt er orðið þegar hann bauð 36 ruðningsleikmönnum í gleð- skap heim til sín árið 1974. Frá iaugardagskvöldi fram á hádegi á sunnudegi innbyrgðu þeir um 30 lítra af bjór, 32 viskíflöskur, 17 gin- flöskur og fjóra kassa af víni. Sam- kvæmið náði hápunkti þegar allir klæddu sig úr hverri hverri spjör og skokkuðu um nágrennið með Reed í broddi fylkingar." Reed lést um helgina HÖRKUTÓLIÐ Oliver Reed á góðgerðaruppákomu þar sem gestir greiddu fyrir þau forréttindi að fá að kasta blautum svampi í hann. Ef til vill hefði verið við hæfi, þegar Reed var annars vegar, að þeir væru bleyttir upp í viskíi. BRESKI leikarinn Oliver Reed með eiginkonu sinni Josephine árið 1993. Af ótal svipuðum atvikum má einnig nefna þegar Reed kom fram í spjallþættinum Eftir myrkur á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Þar drakk hann bjór ótæpilega, hellti sér yfir aðra gesti, reyndi að kyssa bandaríska femínistann Kate Millet og neitaði að yfirgefa upp- tökusalinn. Margar sjónvarpsstöðv- ar settu hann á bannlista eftir þetta. Þegar Glenda Jackson var spurð hvort Reed hefði átt við drykkju- vandamál að stríða svaraði hún: „Hann hefði ekki litið svo á. Hann átti í engum vandræðum með áfengi." Rekinn úr fjórtán skólutn Oliver Reed fæddist 13. febrúar árið 1938 í London og var aðeins fjögurra ára þegar hann var sendur fyrst í heimavistarskóla. A æskuár- um sínum leið hann fyrir langvar- andi ósætti foreldra sinna sem lauk með harðvítugum skilnaði. Ekki tók betra við á unglingsárunum þegar hann lenti tíðum í slagsmálum og byrjaði í hnefaleikum. Var brátt svo komið fyiár honum að allir fingur hans voru bognir eftir að hafa margbrotnað í róstum. Reed var aldrei fyrirmyndar nemandi, var rekinn úr fjórtán skól- um og hætti skólagöngunni 17 ára. Hann hafði engan hug á því að leggja leiklistina fyrir sig, strauk að heiman og hafði lifibrauð af leigu- bílaakstri, hnefaleikum og útkast- arastarfi á fatafellubúllu í London. Hann spreytti sig einnig á her- mennsku en fór ekki út í leiklist fyrr en hann uppgötvaði að fiestir drykkjufélagar hans þénuðu vel sem aukaleikarar. Hann bjó með eiginkonu sinni Josephine á írlandi til dauðadags, en þau kynntust þegar hann var 42 ára og hún var 16 ára. Fjölmiðlar höfðu ekki mikla trú á sambandinu en það gekk stórslysalaust fyrir sig ef undan er skilið að Reed þurfti að grafa upp níu ekrur í garðinum við heimili þeirra þegar hann gleymdi hvar hann hafði grafíð skartgripina hennar á fyllerli. Hann átti tvö börn úr fyrri samböndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.