Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk 4-9 Ég sé að mótherji þinn verður að gefa þér tvö högg á hveija holu... truflar það þig? Jói hógværi! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „ Af því bara“ Frá Sigurði R. Ragnarssyni: FYRIR nokkrum dögum bað ég þig, Steingrímur J. Sigfússon, að útskýra_ afstöðu þína til Kísiliðj- unnar. Eg tek svar þitt sem móðg- un við mig og aðra kjósendur í kjördæminu sem langar til að vita hvers vegna þú telur að hætta verði starfsemi fyrirtækisins. Máttu ekki vera að því að segja kjósendum á hverju afstaða þín byggist? Málskrúð um hverjum er að kenna hvernig komið er, um leið og þú ert tilbúinn að ganga lengra en meintir sökudólgar, er með ólík- indum. Eina svar þitt er að þú munir ekki ganga gegn skoðunum vísindamanna eða náttúruverndar- yfirvalda. A að kokgleypa hvað sem frá þeim kemur? Hver eru náttúruverndaryfirvöld? Það er ekki stórmannlegt að skýla sér bak við aðra Ovissan um framtíð Kísilverk- smiðjunnar er ekki gamanmál fyrir kjördæmi þitt. Veigameiri rök en getgátur þurfa að liggja fyrir áður en aftakan er ákveðin. Allt tal úr þínum munni um eflingu byggðar í kjördæminu tek ég sem innantómt orðagjálfur meðan þú vilt ganga af öflugu og arðsömu fyrirtæki dauðu með þessum dæmalausu rökum „af því bara“. Því í ósköpunum er ekki hægt að fá skýr svör við því hverju Kísiliðj- an hefur spillt í Mývatni og hverju hún muni spilla? Um rannsóknir Eg starfaði við Kísiliðjuna um árabil. Eg hef verið oddviti og sveitarstjóri í Mývatnssveit. Eg hef setið í stjóm Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn. Eg átti sæti í sérfræðinganefnd um Mý- vatnsrannsóknir sem ætlað var að komast að niðurstöðu um hvort og þá hvemig starfsemi Kísiliðjunnar hefði áhrif á lífríki Mývatns. Ég hef kynnst mörgum þeim er stund- að hafa rannsóknir á lífríki vatns- ins. Ég er þess fullviss að rann- sóknarmenn hafa gert mælingar sínar af nákvæmni og rannsókna- áætlanir hafa staðist akademískar kröfur. Hins vegar hefur val á rannsóknaverkefnum stundum vakið spurningar í huga mér. Síð- ast en ekki síst hafa sumir rann- sóknamenn túlkað niðurstöður mælinga langt út fyrir það sem þær gefa tilefni til. Það hefur vakið tortryggni og skapað tiúnaðar- brest gagnvart viðkomandi. Ekki er ástæðulaust að sam- gönguráðherra hefur vakið spurn- ingu um tiltrú vísindamanna. Við- brögð við því sanna fyrir mér að sannleikanum er hver sárreiðastur. Að sjá ekki laufblaðið fyrir skóginum Lífsskilyrði í Mývatni munu breytast hvort sem Kísiliðjan starfar áfram eða ekki. Það verða bæði breytingar milli ára og lang- tímabreytingar. Engar breytingar sem kísilgúrvinnslan kann að hafa í för með sér eru óafturkallanleg- ar. Einkenni vatnsins er mikil framleiðsla kísilþörunga. Skeljar þeirra munu að lokum fylla vatnið. Kísilgúrvinnslan er inngrip í nátt- úrulegt ferli. Hún frestar óumflýj- anlegum endalokum. Hún er tæki- færi til að eiga ögn lengur þá ásýnd Mývatns sem allir vilja vemda. Að lokum Þú vilt vita hvort spurningar mínar séu fram settar í nafni hér- aðsnefndar Þingeyinga. Þær eru frá mér persónulega. Þú vilt líka vita hvort aðrir frambjóðendur eða flokkar verði krafðir svara eins og þú. Steingrímur minn, þú ert eini frambjóðandinn í kjördæminu sem ég hef heyrt segja að slá skuli fyr- irtækið af. Ég get því ekki spurt aðra „hvers vegna“. SIGURÐUR R. RAGNARSSON, framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Þingeyinga. Bankainnstæður Frá Halldóri Finnssyni: MIG langar að vekja athygli á að Búnaðarbankinn hefur opnað sér- staka reikninga sem sniðnir eru fyrst og fremst að þörfum eldra fólksins. Þarna á ég við fasteigna- lífeyrisreikninga, svo og innstæðu- lífeyrisreikninga, þar hefur Búnað- arbankinn haft frumkvæði að því að opna sérstaka reikninga fyrir eldra fólk, og kemur eflaust á eftir að semja megi um tilhögun þessa reikninga á ýmsa vegu. Því vek ég athygli á þessu, að ég skrifaði smágrein í Morgun- blaðið á sl. ári, þar sem ég ræddi lítillega um bankaviðskipti eldri borgara, og þótti mér bankarnir vera seinir að taka upp sérstaka þjónustu við aldraða fólkið, sér- staklega þar sem ég benti á að aldurshópurinn 60 ára og eldri eiga 62% af innstæðum einstak- linga í bönkum. Satt að segja fékk ég að heyra, að óþarfi væri að vekja athygli á því að eldri borgarar ættu ein- hverja aura, og því síður kannski skuldlaust hús. Því miður hefur því verið haldið ansi mikið á lofti að þetta gamla fólk séu þurfalingar á þjóðfélaginu. Eflaust má margt gera betur fyrir eldra fólkið, og það á það skilið, en það má heldur ekki gleyma þeim sem eiga ein- hverjar eignir, að þær haldi sínu verðgildi. Því vil ég endurtaka að mér fmnst Búnaðarbankinn opna þarna nýja möguleika í fjármálum, fyrir eldra fólkið, og eiga þau þökk skilda, sem að þessu hafa komið. HALLDÓR FINNSSON, Grundarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.