Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 74

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk 4-9 Ég sé að mótherji þinn verður að gefa þér tvö högg á hveija holu... truflar það þig? Jói hógværi! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „ Af því bara“ Frá Sigurði R. Ragnarssyni: FYRIR nokkrum dögum bað ég þig, Steingrímur J. Sigfússon, að útskýra_ afstöðu þína til Kísiliðj- unnar. Eg tek svar þitt sem móðg- un við mig og aðra kjósendur í kjördæminu sem langar til að vita hvers vegna þú telur að hætta verði starfsemi fyrirtækisins. Máttu ekki vera að því að segja kjósendum á hverju afstaða þín byggist? Málskrúð um hverjum er að kenna hvernig komið er, um leið og þú ert tilbúinn að ganga lengra en meintir sökudólgar, er með ólík- indum. Eina svar þitt er að þú munir ekki ganga gegn skoðunum vísindamanna eða náttúruverndar- yfirvalda. A að kokgleypa hvað sem frá þeim kemur? Hver eru náttúruverndaryfirvöld? Það er ekki stórmannlegt að skýla sér bak við aðra Ovissan um framtíð Kísilverk- smiðjunnar er ekki gamanmál fyrir kjördæmi þitt. Veigameiri rök en getgátur þurfa að liggja fyrir áður en aftakan er ákveðin. Allt tal úr þínum munni um eflingu byggðar í kjördæminu tek ég sem innantómt orðagjálfur meðan þú vilt ganga af öflugu og arðsömu fyrirtæki dauðu með þessum dæmalausu rökum „af því bara“. Því í ósköpunum er ekki hægt að fá skýr svör við því hverju Kísiliðj- an hefur spillt í Mývatni og hverju hún muni spilla? Um rannsóknir Eg starfaði við Kísiliðjuna um árabil. Eg hef verið oddviti og sveitarstjóri í Mývatnssveit. Eg hef setið í stjóm Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn. Eg átti sæti í sérfræðinganefnd um Mý- vatnsrannsóknir sem ætlað var að komast að niðurstöðu um hvort og þá hvemig starfsemi Kísiliðjunnar hefði áhrif á lífríki Mývatns. Ég hef kynnst mörgum þeim er stund- að hafa rannsóknir á lífríki vatns- ins. Ég er þess fullviss að rann- sóknarmenn hafa gert mælingar sínar af nákvæmni og rannsókna- áætlanir hafa staðist akademískar kröfur. Hins vegar hefur val á rannsóknaverkefnum stundum vakið spurningar í huga mér. Síð- ast en ekki síst hafa sumir rann- sóknamenn túlkað niðurstöður mælinga langt út fyrir það sem þær gefa tilefni til. Það hefur vakið tortryggni og skapað tiúnaðar- brest gagnvart viðkomandi. Ekki er ástæðulaust að sam- gönguráðherra hefur vakið spurn- ingu um tiltrú vísindamanna. Við- brögð við því sanna fyrir mér að sannleikanum er hver sárreiðastur. Að sjá ekki laufblaðið fyrir skóginum Lífsskilyrði í Mývatni munu breytast hvort sem Kísiliðjan starfar áfram eða ekki. Það verða bæði breytingar milli ára og lang- tímabreytingar. Engar breytingar sem kísilgúrvinnslan kann að hafa í för með sér eru óafturkallanleg- ar. Einkenni vatnsins er mikil framleiðsla kísilþörunga. Skeljar þeirra munu að lokum fylla vatnið. Kísilgúrvinnslan er inngrip í nátt- úrulegt ferli. Hún frestar óumflýj- anlegum endalokum. Hún er tæki- færi til að eiga ögn lengur þá ásýnd Mývatns sem allir vilja vemda. Að lokum Þú vilt vita hvort spurningar mínar séu fram settar í nafni hér- aðsnefndar Þingeyinga. Þær eru frá mér persónulega. Þú vilt líka vita hvort aðrir frambjóðendur eða flokkar verði krafðir svara eins og þú. Steingrímur minn, þú ert eini frambjóðandinn í kjördæminu sem ég hef heyrt segja að slá skuli fyr- irtækið af. Ég get því ekki spurt aðra „hvers vegna“. SIGURÐUR R. RAGNARSSON, framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Þingeyinga. Bankainnstæður Frá Halldóri Finnssyni: MIG langar að vekja athygli á að Búnaðarbankinn hefur opnað sér- staka reikninga sem sniðnir eru fyrst og fremst að þörfum eldra fólksins. Þarna á ég við fasteigna- lífeyrisreikninga, svo og innstæðu- lífeyrisreikninga, þar hefur Búnað- arbankinn haft frumkvæði að því að opna sérstaka reikninga fyrir eldra fólk, og kemur eflaust á eftir að semja megi um tilhögun þessa reikninga á ýmsa vegu. Því vek ég athygli á þessu, að ég skrifaði smágrein í Morgun- blaðið á sl. ári, þar sem ég ræddi lítillega um bankaviðskipti eldri borgara, og þótti mér bankarnir vera seinir að taka upp sérstaka þjónustu við aldraða fólkið, sér- staklega þar sem ég benti á að aldurshópurinn 60 ára og eldri eiga 62% af innstæðum einstak- linga í bönkum. Satt að segja fékk ég að heyra, að óþarfi væri að vekja athygli á því að eldri borgarar ættu ein- hverja aura, og því síður kannski skuldlaust hús. Því miður hefur því verið haldið ansi mikið á lofti að þetta gamla fólk séu þurfalingar á þjóðfélaginu. Eflaust má margt gera betur fyrir eldra fólkið, og það á það skilið, en það má heldur ekki gleyma þeim sem eiga ein- hverjar eignir, að þær haldi sínu verðgildi. Því vil ég endurtaka að mér fmnst Búnaðarbankinn opna þarna nýja möguleika í fjármálum, fyrir eldra fólkið, og eiga þau þökk skilda, sem að þessu hafa komið. HALLDÓR FINNSSON, Grundarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.