Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 57 c. í HÖFUÐVÍGI framsóknarmanna, Austurlandi, er formað- urinn kominn niður á knén meðan varafor- maðurinn er hafður í felum í kjördæmi sínu í Reykjavík af því það hefur svo vond áhrif á fylgið þegar hann er til sýnis. Útreið flokksins í kjördæmum beggja á sér sömu rót. Halldór Asgrímsson og Finnur Ingólfsson hafa misboð- ið réttlætiskennd stórs hluta íslendinga með stefnu Framsóknar- flokksins gagnvart há- lendinu. Uppskeran er tap á þriðjungi fylgisins í bæði Reykjavík og Austurlandi sam- kvæmt könnunum. Tær snilid Mitt í örvæntingunni hafa fram- sóknarmenn þó dottið niður á þjóð- ráð. Það felst í auglýsingaherferð í kringum hinn knáa þingmann Ólaf Örn Haraldsson, sem lágmælt skáld af ættboga Thorsaranna myndu efa- lítið kalla tæra snilld. I auglýsingun- um er Ólafur Örn settur upp með ógreinilegt mónulísubros meðan bjartur ljómi leikur um djarfmann- legt enni pólfarans. Það dylst engum með meðalgreind sjimpansa að hér er hetja á ferð. Imynd hetjunnar er svo áréttuð enn frekar í texta aug- lýsingarinnar. Þar er Reykvíkingum tjáð að téður dáðadrengur hafi barist sleitulítið gegn þeim vondu mönnum sem ekki vildu leyfa Reykvíkingum að hafa áhrif á stjórn hálendis- ins. Það sé jafnframt hamingja þeirra og raunar landsmanna allra að hetjan hafði að lokum sigur í slagnum við hin illu öfl. Það eina sem vantar í þetta hetjukvæði Framsókn- arflokksins er að til- kynna við hverja hetjan barðist. Það á sér einfalda skýringu. And- skotar Ólafs Amar, sem helst börð- ust gegn því að Reykvíkingar fengju rétt sinn til hálendisins til jafns við aðra landsmenn, voru nefnilega fyrst og fremst hans eigin flokksmenn. Framsóknai-flokkurinn auglýsir því Ólaf Örn sem bjargvætt Reykvíkinga af því hann bjargaði þeim undan framsóknarmönnum! Það er vissu- lega tær snilld. AHt annar Óli Því miður eru staðreyndir málsins allt aðrar en þær sem birtast í skruminu í auglýsingu Framsóknar- flokksins. Þegar málið kom upphaf- lega fram á þingi á síðasta ári stóð ríkisstjórnin blóðug upp að öxlum í Kosningar Þegar kemur að há- lendinu, segir Össur Skarphéðinsson, er Reykjavík hornreka. því ofbeldisverki að rífa hálendið, sem áður var óskipt í vörslu þjóðar- innar, upp í örmjóar ræmur á milli 42 sveitarfélaga þai- sem innan við 4% þjóðarinnai- bjuggu. Þessu mótmæltu þeir þingmenn sem í dag mynda þingflokk Samfylk- ingarinnar. Þessu mótmælti líka Ólafur Öm Haraldsson. Hann var aukheldur sammála jafnaðarmönn- um um að best væri að hafa skipulag og nýtingu hálendisins undir einni stjórn. Hann tók undir sjónarmið um að íbúar þéttbýlisins ættu ekki að búa við skertan hlut varðandi stjórn á nýtingu hálendisins, og sömuleiðis að náttúravemdarsamtök og jafnvel ferðaþjónustan ættu líka að fá rétt til að koma að henni. Þessi harða and- staða á þingi leiddi til þess að málið var flautað útaf. Það var hins vegar allt annar Óli sem kom til þings um haustið. Sem formaður umhverfisnefndar Aiþingis hafði sá nýi gert hrossakaup við Pál Pétursson, Finn Ingólfsson og Hall- dór Asgrímsson sem byggðust á eft- irfarandi: Binn fulltrúi úr hverju kjördæmi skyldi koma að skipulagi hálendisins. Það þýddi að kjördæmi Ólafs Amar, þar sem langflestir búa, var í algerum minnihluta og sjónar- mið þess ofurseld valdi landsbyggð- arinnar sem kann að hafa allt aðra hagsmuni einsog dæmin sýna. Sam- tökum útivistarfólks, sem spanna 30 þúsund manns sem velflestir nota hálendið með einhverju móti, úthlut- aði bjargvætturinn Ólafur Örn allra- náðarsamlegast fyrir hönd Finns, Páls og Halldórs einum fulltrúa. Reykjavík er honireka Finnur, Halldór og Páll voru hins vegar á móti því að náttúruvemdar- samtök eða ferðaþjónustan fengju nokkum fulltrúa í hálendisskipulagið, enda kynnu þeir að hafa skoðanir sem væm mótdrægar viðhorfum Fram- sóknai’flokksins. Ólafur Öm sýndi sömu þjónustulipurð og áður gagn- vart ráðherrum sínum. Hann sættist á að ákvæði laganna gerðu ekki ráð fyrir neinni formlegri aðkomu þess- ara mikilvægu hópa. Þetta afrek þingmannsins ættu náttúnivemdar- samtökin sérstaklega að hafa í huga þegar þau lesa auglýsingar hans. Hámarki náði þó þjónkunin við ráðherratríóið þegar félagsmálaráð- hema, sem þá hafði nýverið rifið há- lendið í ræmur handa sveitarfélög- um, fékk sérstakan fulltrúa í hálend- isskipulagið. Án þess að æmta eða skræmta stýrði umhverfishetja Framsóknar, Ólafur Örn, þeirri til- lögu einsog öðmm gegnum þingið. Þarmeð tók hann í verki undir það viðhorf Halldórs, Páls og Finns að félagsmálaráðherra ætti að hafa meira vægi um stjórn á skipulagi miðhálendisins en öll ferðaþjónustan 4 og öll náttúruverndarsamtök lands- ins til samans. Svona gera bara sannar umhverfishetjur, - eða hvað? Skömm Framsóknar var svo kór- ónuð með því að Ólafur Örn var líka látinn lemja gegnum þingið að um- hverfisráðherra fengi að skipa tvo sérstaka fulltrúa eftir eigin geðþótta, sem vitaskuld er ætlað að tryggja áhrif Framsóknar á skipulag og nýt- ingu hálendisins meðan verið er að festa skipulagið í sessi. Engum dylst að hagsmunir dreifbýlisins, ekki síst vegna orkumannvirkja, geta verið allt aðrir en þéttbýlisins sem leggur áherslu á vernd náttúru og umhverf- is á hálendinu. Ef til ágreinings kem- ur munu Reykvíkingar, þar sem enn- þá búa 70% þjóðarinnar, hafa aðeins einn fulltrúa og náttúruvemdarsam- tök og ferðaþjónustan engan. Það er afrek sem Reykvíkingar geta þakkað manninum sem Framsókn auglýsir sem bjargvætt Reykvíkinga gagn- vart málefnum hálendisins. Þegar kemur að hálendinu er því Reykjavík hornreka. Það geta Reykvikingar þakkað Ólafi Erni Haraldssyni. Hefði hann ekki bilað í hólmgöngunni miðri hefði hans eigin flokkur heykst á að keyra málið í gegn. En Framsókn tókst það vegna þess að Ólafur Öm lét ginnast til hrossakaupa. Er nema von að þing- menn Framsóknarflokksins í Reykjavík þrútni nú undan lamstri pólitískra veðra? Höfundur er alþingismaður. UMRÆÐAN Bjargvætturinn heitir Olafur Orn Össur Skarhéðinsson Réttlæti og hagkvæmni í skattamálum Sj álfstæðisflokkur- inn er forystuaflið UNDANFARIÐ hafa tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þeir Björn Bjamason og Ami M. Mathiesen, staðið í greinaslmfum til að gera skattastefnu Samíylkingarinnar tor- tryggilega. Þar hefur grannstefið verið að Samfylkingin hyggist ekki taka á því vanda- máli sem jaðarskattar á íslenskt fjölskyldufólk er og auka þá ef eitthvað er. Hjá þessum tveimur ágætu þingmönnum gætir þó ákveðins mis- skilnings og stafar hann án efa af því að þeir hafa í hita leiksins ekki nennt að setja sig inn í þær hagfræðilegu forsendur sem tillögumar hvíla á. Það er ekki sjálfgefið að allir eigi að borga sama jaðarskatt og fyrir því era hvorki hagkvæmnisrök né rétt- lætisrök. í fortíð og nútíð hefur jað- arskatturinn ávallt verið misjafn á ólíka hópa. í núgildandi kerfi er svo komið að hæsti jaðarskatturinn greiðist af fólki með um og undir meðaltekjur sem á mörg böm og hef- ur háa greiðslubyrði af húsnæðislán- um. Samfylkingin vill breyta þessu. Burt með tekjutenginu bamabóta. Burt með tekjutengingu vaxtabóta. Til að mæta útgjöldum ríkissjóðs vegna þessa er hægt að hækka jaðarskattinn í samræmi við tekjur. Það velkjast fáir í vafa um að þessi breyt- ing er réttlát. Þó vilja sumir halda því fram að þessi tillaga sé atlaga að kjörum ungs barna- fólks, sem er að koma þaki yfir höfuðið. Sú staðhæfing er hins veg- ar röng. Afnám tekju- tengingar bamabóta og vaxtabóta vegur í flest- um tilfellum þyngra en hækkun jaðarskattsins vegna tekna og kemur flestum bamafjölskyld- um og húsbyggjendum til góða. Vissulega eru til þeir sem tapa á öllu saman - þeir sem hafa mjög háar tekjur. Einhvem veginn held ég þó að fáir telji smávægilega skattahækkun hjá þeim hópi vera al- varlegt vandamál, nema kannski Árni M. Mathiesen (sjá DV 27/04/99). Um hagkvæmniþáttinn, eða áhrif jaðarskattsins á vinnuframboð, má hins vegar lengi deiia. Einmitt af þeim sökum að ein viðbótarkróna í vasa hátekjumanns er honum minna virði en sambærileg króna í vasa lág- launamanns, þá getur hár jaðarskatt- ur haft meiri áhrif á vinnuframboð hins ríka en hins fátæka. En á hinn bóginn er rétt að taka tillit til þess að Skattar Rétt er að taka tillit til þess, segir Árni Þór Sigurðsson, að lág- tekjufólk hefur að jafn- aði miklu meiri tíma af- lögu en hátekjufólk. lágtekjufólk hefur að jafnaði miklu meiri tíma aflögu en hátekjufólk og getur því verið næmara fyrir jaðar- sköttum en hinh' tekjuhærri. Liðin tíð gefur okkur vísbendingu um hvor áhrifin eru sterkari. Þegar allir jað- arskattar voru afnumdir tímabundið á hinu svokallaða „skattlausa ári“ 1997 vora það fyrst og fremst lág- tekjuhópamir sem juku vinnufram- boð sitt. Þessi staðreynd er vísbend- ing um að síðarnefndu áhrifin séu sterkari. Niðurstaðan er því þessi: Tillaga Samfylkingarinnar um breytt tekju- skattkerfi er ekki bara réttlát - hún er líka hagkvæm, ef marka má reynslu sögunnar. Höfundur er lingfræðingur og 7. maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavfk. Sjálfstæðisflokkur- inn er tvímælalaust forystuafl í vestfirsk- um stjórnmálum. Ný- leg skoðanakönnun Gallup staðfestir að svo sé, þrátt fyrir að nú sé illa sótt að flokknum. Könnunin sýnir enn- fremur að Framsókn- arflokkur og Samfylk- ing eru með fylgi um fjórðungs kjósenda hér vestra. Bæði þessi framboð eru auðveld- lega með mann kjör- inn, en eiga mjög langt í land með að fá kjör- Kosningar Við þessar aðstæður er brýnt að styrkja stöðu Sjálfstæðis- flokksins, segir Einar K. Guðfinnsson, sem telur flokkinn meginafl í íslenskum stjórnmálum. dæmakjörinn mann til viðbótar. Kosningalög- gjöfin er þannig að Framsóknarflokkur- inn hefur aldrei hlotið jöfnunarsæti og ekki frekari líkur á að það gerist nú. Frjálsyndi flokkur- inn þyrfti að bæta við sig um 40% til þess að eiga von í þingsæti. Atkvæði greitt þeim flokki á Vestfjörðum er því ávísun á áhrifa- leysi. Það er ijóst af 1 könnunum að Vest- firðingar gera sér vel grein fyrir því. Vegur framboðs Vinstri græns er undir- orpinn algjörri óvissu og ræðst fyrst og fremst af stöðu þess í öðr- um kjördæmum. Við þessar aðstæður er brýnt að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem er meginafl í íslenskum stjórn- málum og það er langlíklegast til þess að hafa áhrif á gang mála að Vestfirðingar sýni styrk sinn með því móti. Þannig að Sjálfstæði- flokkurinn sé sem fyrr ótvírætt forystuafl í vestfirskum stjórnmál- um. Höfundur er 1. þingmaður Vestfirð- inga. Árni Þór Sigurðsson Einar K. Guðfinnsson EuroCargo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.