Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR frá Kvígindisfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 30. apríl. Einar Guðmundsson, Sæmundur Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Jóhannes Guðmundsson, Ingimar Guðmundsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GESTUR OTTÓ JÓNSSON, Ljósheimum 22, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 2. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Sigurðardóttir, Þröstur Gestsson, Svala Gestsdóttir, Hreiðar Örn Gestsson, Halldór Gestsson, Elísabet Gestsdóttir, Jón Gestsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Bragi Gunnarsson, Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Halla Halldórsdóttir, Birgir Kristjánsson, Ásta Pálmadóttir, Sæunn Sigríður Gestsdóttir, Baldur Vagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Kveðjuathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SABÍNU SIGURÐARDÓTTUR frá Patreksfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 29. apríl, verður í Akraneskirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 14.00. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 8. maí kl. 14.00. Unnar Mikaelsson, Sævar Mikaelsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Mikaelsdóttir, Ólafur Jónasson, Sigriður Mikaelsdóttir, Halldór Benjamínsson, Björk Mikaelsdóttir, Óskar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON fyrrv. ritstjóri tímaritsins Skákar, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 2. maí. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson, Hannes Jóhannsson, Beth Marie Moore, Steinar Jóhannsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Álfheimum 68, Reykjavík, lést aðfaranótt laugardagsins 1. maí. Jón Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Páll Kjartansson, Áslaug Jónsdóttir, Hildur, Kjartan og Signý. MAGNÚS SIGURGEIR HELGASON + Magnús Sigur- geir Helgason fæddist hinn 27. desember 1918. Hann lést á Land- spítalanum hinn 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Daníelsson, bóndi í Fróðhúsum í Borgarhreppi, Mýrasýslu og kona hans Guðbjörg Guð- fríður Gestsdóttir. Magnús var næstyngstur sex systkina en þau voru Þóra, Gestur, Guðmundur og Vilhelmína sem öll eru látin. Yngstur er Gunnar sem lifir systkini sín. Tvær hálfsystur átti Magnús en þær voru Guðríður sem er látin og Kristín sem lifir í hárri elli. Hinn 7. febrúar 1959 kvæntist Magnús Helgu Jó- hönnu Kristjánsdóttur, f. 23. apríl 1929, ættaðri frá Raufarhöfn. Börn Magnúsar og Helgu eru 1) Krist- jana, f. 20. septem- ber 1948, gift Agli Jónssyni og eiga þau tvö börn. 2) Erla, f. 29. janúar 1950 og á hún þrjú börn og eitt barna- barn. 3) Helgi Mar- inó, f. 7. ágúst 1952, kvæntur Ingunni G. Björnsdóttur og eiga þau eitt barn. 4) Hafdís, f. 2. júlí 1958, gift Hjörleifi L. Hilmars- syni og eiga þau þijú böm. 5) Jóna Björg, f. 7. júlí 1965. 6) Smári, f. 24. júní 1972, sambýlis- kona Regína Hjaltadóttir og eiga þau eitt barn. Útför Magnúsar fer fram frá Langhoitskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Á kveðjustund vil ég trana mér fram og setjast örstutta stund í sæti sagnamannsins, sætið hans pabba, þótt ég viti að það verður aldrei fyllt. Pabbi var mikill brunnur sagna af íslenskri þjóð og landinu sem hann unni svo heitt. Uppeldi okkar systkinana dró svo sannarlega dám af foðurlandsást hans en við vorum alin upp við það að bera virðingu fyrir umhverfinu og öllu því sem í því hrærðist. Ævintýralegar ferðir um landið voru margar á Gamla Grána, „Chevrolettinum" 31 model. Ein slík ferð var farin norður Kjöl fyrir hart nær 40 árum en með í för ásamt mér og pabba var Erlendur heitinn á Helgastöðum í Biskups- tungum. Áfangastaðir voru Hvera- vellir og hin töfrandi Seyðisá sem gaf litlum dreng fyrirheit um mikl- ar glímur við nýrunna sjóbleikjuna. Fyrir drenginn var sem huliðs- heimar opnuðust; töfrar landsins, sagnir af útilegumönnum og ferða- löngum fyiri tíma og nú var um að gera að sperra eyrun og spyrja á réttum stöðum til þess að trufla ekki frásögnina. í morgunveiðinni hélaði í lykkjum veiðistanganna en auðvitað láta sannir veiðimenn ekki slíka smámuni á sig fá. Veiðar voru stundaðar af hæfilegu kappi en Útfararstofa fslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar i samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lik hins látna í kistu og snyrta ef með þarf, Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einieikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aöstoðar víð val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landslns og frá landinu. Sverrir Elnarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa (slands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavfk. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. gaumur gefinn að kyrrðinni upp á reginfjöllum og umhverfinu sem orð fá ekki lýst. Að lokinni tveggja daga ferð komu stoltir veiðimenn heim að Helgastöðum en amma Jóna undirstrikaði upphefðina með sínu blíða brosi og hrósyrðum. Tað- reykt bleikjan bragðaðist sem aldrei fyrr. - Svona var að vera með pabba. Mesta yndi í lífi pabba voru náttúruskoðun og veiðár. Á æskustöðvunum í Borgarfirðinum voru ærin tækifæri til laxveiða í nokkrum þekktum laxveiðiám. Oft fékk pabbi það hlutverk að veiða til heimilisins á Fróðhúsum og var honum í sjálfsvald sett að velja veiðarfærið. Oftast varð stöngin fyrir valinu þótt þau verkfæri sem hann átti eða hafði að láni þættu ekki til stórræðanna í dag. Pabbi sagði mér oft söguna af því þegar Guðbjörg amma bað hann að fara upp í Gljúfurá til þess að ná fisk í soðið því gesti hefði borið að garði. Fjórtán ára gutti með veiðidellu telur slík viðvik ekki eftir sér. Eitt- hvað gleymdi hann sér við veiðarn- ar því fyiT en varði voru fimm spegilblankir laxar komnir á land. Þegar staðið var upp frá veiðum og halda átti heim með fenginn, sá hann í hvaða ógöngur hann var komin því hvernig átti hann, poka- laus, að burðast með fenginn heim, yfir mýrar og holt, án þess að sæi á glænýjum fötunum? Mamma yrði nú ekki par hrifin af því. Sögur og minningar eins og þess- ar streyma fram og er það von mín og trú að ylur minninganna vermi okkur sem lengst. Guð veri með þér, elsku pabbi minn. Helgi M. Magnússon. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Magnúsar Helgasonar, og þakka honum allar okkar samverustundir, en ég átti því láni að fagna fyrir rúmum þrjátíu árum að tengjast honum og fjölskyldu hans. Magnús lærði á sínum yngri ár- um vélvirkjun og starfaði lengst af sinnar starfsævi í Vélsmiðjunni Hamri og síðar í Stálsmiðjunni eftir að þau fyrirtæki sameinuðust. Magnús var ekki manna málglað- astur en hann hafði mikla og lifandi frásagnargáfu og þá sérstaklega ef talið barst að stangveiði, þar hafði hann frá mörgu að segja og vílaði þá ekki fyrir sér að segja veiðisögur og jafnvel þær sömu oftar en einu sinni. En veiðiskapur var meðal helstu áhugamála hans og dugði þá ekkert annað til en að kasta flugum sem hann auðvitað hafði hnýtt sjálfiu'. Magnús ólst upp við bakka Gljúfurár í Borgarfirði og þar steig hann sín fyrstu spor sem veiðimað- ur. Minntist hann ætíð sveitar sinn- ar með hlýhug og taldi hana með þeim fegurstu á landinu. Annað áhugamál Magnúsar var bóklestur og var hann vel lesinn og fróður um hina ólíklegustu hluti, þó var nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, hans skáld ef svo má að orði komast. Einkum hafði hann sér- stakt dálæti á bók hans Sjálfstæðu fólki og má geta þess að sú bók var á náttborði hans þegar yfir lauk. Magnús var sérstaklega laghent- ur og gerði við nánast hvað sem var og ef hann vantaði verkfæri þá bara bjó hann þau til sjálfur. Það var mjög eftirtektarvert að fylgjast með honum hvort sem hann hnýtti flugur eða að hverju öðru sem hann gekk. I frítímum sínum hóf Magnús að smíða lýsis- eða grútarlampa sem íyrr á tímum voru notaðir til að lýsa upp hýbýli manna, einkum til sveita. Sótti Magnús fyrirmynd sína til Þjóðminjasafns íslands, þar sem hann fékk leyfi til að mæla og teikna upp lampa sem þar var til varð- veislu. Állt vai'ð að vera svo ná- kvæmt. Frést hefur að þessi gamli íslenski nytjahlutur sem lampinn var sé nú orðinn stofuprýði manna víðsvegar um heiminn. Tengdafaðir minn var af þeirri kynslóð sem upplifði gríðariegar þjóðfélagsbreytingar og í nægju- semi sinni skildi hann oft ekki þetta kapphlaup um hin veraldlegu gæði. Hans ríkidæmi var heimilið og fjöl- skyldan og aldrei leið honum betur en þegar allt fólkið hans var saman komið í Gnoðarvogi, kræsingar á borðum, að ég tali nú ekki um hangi- kjötið, þá var allt fullkomið. Magnús var alla tíð í mjög góðu líkamlegu foiTni, léttur á fæti og fimur. En fyrir tæplega tveimur ár- um greindist hann með krabbamein sem að lokum lagði hann að velli. Undir það síðasta lá hann rúmfast- ur á Landspítlanum, deild 13D, á milli þess sem hann dvaldi heima og naut þá umönnunar Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélags Islands. Vil ég því hér nota tækifærið og þakka fyrir hönd fjöiskyldunnar, starfsfólki fyrrgreindra stofnana, frábær störf. Elsku Helga, hjá þér er hugur okkar allra og biðjum við góðan Guð að styrkja þig og styðja. Kæri Magnús, ég þakka þér sam- fylgdina. Hvíl þú í friði. Egilf Jónsson. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.