Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 36

Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hringekja hrollsins MYWPLIST KR l.\ (í L \ l\ FRÉTTALJÓSMYNDIR WORLD PRESS PHOTO Opið alla daga á tíma Kringlunnar. Til 4. maf. Aðgangur ókeypis. RÝNIRINN er einn þeirra sem frá fyrstu tíð hefur fylgst með sýn- ingunum World Press Photo, og á stundum fjallað um þær. Einnig hefur hann rekist á þær erlendis, einkum er honum ein minnisstæð, sem sett var upp í kynningar- og sýningarými forhallar Þjóðminja- safnsins í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Helst fyrir upp- setninguna og hið rökrétta sam- hengi, sem auðveldaði gestinum að skapa sér heildarmynd af frétta- annáli ársins í það sinnið. Satt að segja er okkur listrýnum nokkur vandi á höndum við um- fjöllun slíkra framkvæmda og ekki alfarið í okkar verkahring, því ekki er um beina listsýningar að ræða heldm- fréttamyndir sem sækja iðulega öllu meira vægi í magn- þrungið fréttagildi, skotsins, en listræna þáttinn. Þetta getur þó farið saman eins og dæmin sanna, og vel að merkja hefur siðleysið, hryllingurinn, hávaðinn og hvunn- dagurinn ruðst inn í hinar ýmsu grónu sýningarhallir heimsins á undanförnum árum, þannig að enn eitt vígi háleitra og kyrrlátra at- hafna er fallið. Og það má vera borðleggjandi, að fréttamyndin getur ekki síður skírskotað til fag- urfræðinnar en þeirrar umbúða- lausu og beinu ögrunár sem hún sækir svo mjög í. A annan veg má gjarnan vísa til þess, að lífið sjálft og móðir náttúra eru í kjarna sín- um hið eina hreina og sanna þró- unar- og sköpunarferli, í þá vera hin uppranalega og ólgandi kvika og kím listarinnar. Til sanns vegar má einnig færa, að allt verði að frétt í höndum hins andheita og hugmyndaríka frétta- manns, slíkir þurfi ekki að elta uppi æsandi atburði. Hins vegar hefur það forgang í nútíma frétta- mennsku og myndmiðlun fjöl- miðla, að velta sér á einn veg upp úr hryllingnum, hinu öfugsnúna og fáránlega, en annan veg fáfengi- legu yfirborðinu, glimmerinu. Allt í samræmi við harðsoðið innræt- ingarferli neysluþjóðfélagsins og auglýsingaiðnaðarins. Hin mis- kunnarlausa dagskipan er að vekja forvitni, metta tilsniðna nýjunga- gimi og firringarþörf fjöldans sem fjölmiðlarnir þamæst biðla stíft til, og menn virðast hér löngu komnir að endamörkum óhugnaðarins. Engan veginn er þó nauðsynlegt að leita uppi styrjaldir og trúar- bragðadeilur til að komast í návígi við hrollvekjur er rista í merg og bein, því þær leynast allstaðar jafnt í dýraríkinu og hjá hinum vitiborna manni, homo sapiens. Og þrátt íýrir árþúsunda þróun og að- lögun virðist bilið á milli dýrsins og mannsins ekki meira en örveik- ur þráður, líkt og ástar og haturs, og hálft mannkynið enn á þróunar- stigi homo sapiens. En skyldi það ekki þegar öllu er á botninn hvolft vera frameðlið og grimmdin sem viðhalda lífinu á yfirborði jarðar? Margt óhugnanlegt hefur borið fyrir augu á fyrri sýningum, en trúlega tekur það öllu fram, að sýna afleiðingar þess er fjöl- skylduerjur í Bangladesh verða til þess að saltpéturssýra er skvett framan í andlit kvenna með öllum þeim hryllilegu afleiðingum sem það býður heim. Þrútnum líflaus- um augum sem þrengja sér út úr augnatóttunum, líkust slímkennd- um pokum. Eða menn era lamdir í hel í trúarbragðadeilum, dregnir um göturnar og loks skornir á háls. Hér er ekki um náttúruham- farir að ræða heldur mannvonsku og hatur. Við hliðina á þessu fölna grófustu lýsingar úr Islendinga- sögunum og næmir hljóta að vera lengi að ná sér eftir skoðun mynd- anna. Nóg er um óhugnaðinn í Kosovo og þó eiga menn sitthvað í bakhöndinni hvað hrollvekjumar þaðan snertir, en hér er skoðand- anum sem betur fer hlíft, í öllu falli enn sem komið er. Þetta minnir á ljósmyndir af hermönnum sem urðu fyrir sprengjubrotum í fyrri heims- styrjöldinni og lifðu af, þótt hálft andlitið væri í burt, hinn helming- urinn ekki par fagur. Varla hafa menn farið að sýna slíkar myndir í verslunarkeðjum Evrópu í styrj- aldarlok, og eitthvað hefðu menn þá sagt við því, en nú virðist öldin önnur og framfarirnar að því leyti öfugsnúnar. Sum snilldarverk mál- aranna George Grosz og Otto Dix segja okkur sitthvað af þeim óhugnaði, og þótt okkur þyki nóg UNGIR blettatígrar læra að drepa bráð í Masai Mara-þjdðgarðinum í Kenya. Móðir þeirra fer að kenna þeim listimar þegar þeir em ellefu mánaða gamlir. FEGURÐIN ber alltaf í sér mikla frétt, og það gerir fæðing bams einnig. um, fara þeir afar varlega í sakim- ar miðað við sum dæmin innan luktra dyra. Við hlið slíkra eru af- skræmd andlit og búkar Picassos frá fjórða áratugnum fagurfræðin sjálf. Vitaskuld ber að segja frá heim- inum eins og hann er og frá öllum hliðum á sýningum sem þessum, en maður spyr sjálfan sig hvort nauðsyn beri til að setja ofbeldið, hryllinginn og óeðlið í jafn ríkum mæli á oddinn. Ásókn í þessa þætti lífsins, fremur öllum öðrum gild- um, ber meira vott um sjúkt hug- arfar og myrkvaða sálarkirnu en andheita og metnaðarfulla frétta- mennsku. Margur veit að í munni þess sem síður notar gróft orð- bragð hefur hver mergjuð setning margfalt áhrifamagn, en síbylja gífuryrða vilja svipta þau inntaki sínu og réttri merkingu, býður sinnuleysi heim. Auðvitað greinir World Press Photo einnig frá fleiri hliðum lífs- ins, en það vill verða h'tið og snubbótt við hliðina á öllu hinu og áhrifin skammæ. Síður skal traðk- að á lífsundrinu og spennunni í hinu einfalda, veigurinn felst öðru fremur í endurnýjun lífsins. Hinn fyrsti frjósproti vorsins, koma sendiboða himinsins og barnsfæð- ing bera jafnaðarlega í sér ferskar og spennuhlaðnar staðreyndir, og til muna sterkari og voldugri skila- boð um framvindu lífsins. Sumar myndirnar eru líkastar sólargeislum í kraðaki myrkra staðreynda, eins og myndirnar af undram hafsins, bamsfæðingum í vatni og okkar eigin og glaðbeittu Björk... Sjálf sýningin er full dreifð og sundurlaus í húsakynnunum, en myndimar vekja drjúga athygli fólks og er ég ekki frá því að hún fari vaxandi. Ekki get ég skilið við þetta skrif án þess að minnast á sérstakan bás Morgunblaðsins, þótt einnig greini Ijósmyndir Einars Fals Ingólfsson- ar og Þorkels Þorkelssonar frá dekto-i hliðum lífsins. En myndir þeirra eru þó sér á báti fyrir inn- takið, sem er yfirvegaðra inni- haldsríkara og epískari, í þeim meiri frásagnarlegur skáldskapur. Tek sem dæmi að skoðandinn eygir einhverja von að baki þeirra, hta- dýrð og uppranalega gleði í fátækt- inni, stolt og upphefð í ömurlegum hvunndegi. í myndinni af þeim óhreinu, Dalítum, fýrh- framan rauða virkið í Delhi, felast mann- væn og epísk skilaboð; óhreinum er ekki allt óhreint. Og þótt 500.000 böm séu allslaus á götunni, í ríki sem á loftför, vígvélar og sprengjur sem geta eytt heiminum mörgum sinnum, virðist þó von. Lítum svo að lokum á eina fal- legustu myndina á sýningunni, World Press Photo, sem er af tveim ungum blettatígrum með of- urlitla undurfagi-a antílópu á milli sín. Hér er ungviðið að læra að drepa og leikur sér í þrjá stundar- fjórðunga að ógæfusamri bráðinni áður en hún er bitin á háls, aflífuð og étin. Myndin rúmar enga von, segir þó magnaða táknsögu um manninn og heiminn í dag. Bragi Asgeirsson GRIN OG GAMAN LEIKLIST Leikfélag Sauðár- króks ÁSTIN SIGRAR eftir Ólaf Hauk Si'monarson. Leik- stjóri, hönnuður leikmyndar og lýs- ingar: Stefán Siguijónsson. Tónlist: Stefán Amarson. Höggmynd: Hjördís Bergsdóttir. Leikhljóð: Eiríkur Hilmarsson. Búningar: Dagbjört Jó- hannesdóttir. Förðun: Regína Gunn- arsdóttir. Ljósa- og hljóðmaður: Sig- urður Ragnarsson. Leikendur: Guð- brandur Guðbrandsson, Guðný Axels- dóttir, Hreiðar Oddsson, Sigurlaug Eysteinsdóttir, Ingólfur Geirsson, Sólveig Jónasdóttir, Hrönn Pálma- dóttir, Styrmir Gíslason. Sýning í Bifröst, Sauðárkróki, 1. maí. LEIKFÉLAG Sauðárkróks hef- ur löngu sannað að fólk þar á bæ hefur burði til að setja upp sýning; ar af öllu tagi svo athygli vekur. I fyrra var Pétur Gautur þar á svið- inu undir leiðsögn Gunnars Eyj- ólfssonar og á undanförnum áram hefur leikfélagið oft nýtt krafta helsta sögumanns staðarins og leikritahöfundar, Jóns Ormars Ormssonar, en verk hans eru eink- ar athyglisverð fyrir þær sakir að hann sækir efnivið sinn í sögu byggðarinnar og með því endur- lífgar hana. í þetta sinn sprellar leikfélagið á Sæluviku með því að sýna farsa eftir Ólaf Hauk, Ástin sigrar. Eins og oft í fórsum ráða klisjur persónusköpun og efnisupp- byggingu: Vaxtarræktarmaðurinn tröllaukni og tröllheimski hittir þarna samansaumaða tannlækn- inn, ástríðufulli tónlistarmaðurinn missir fótanna (og margs fleira) í leit sinni að ástinni einu og sönnu, hippapían „elskar“ allt og alla, móðirin frjáls úr fjötram hjóna- bandsins finnur sjálfa sig á ný í limafógram mótorhjólagæjanum og svo mætti lengi telja. Leikar- amir komast þama flestir í feitt og láta einskis ófreistað til að koma áhorfendum til að hlæja. Þeir eiga flestir góða spretti, en þó þau tvö, sem einna mest á mæðir, þá bestu. Guðbrandur Guðbrandsson hefur fyrir löngu sýnt hvers hann er megnugur sem gamanleikari, og hér slettir hann svo sannarlega úr klaufunum. Hann er bráðfyndinn sem tónskáldið og sellóleikarinn Hermann og hefur góða líkams- tjáningu og það glögga tímaskyn sem einkennir færa kómíkera. Guðbrandur veit hvenær hann á að „spila á salinn“ og gerir það undan- bragðalaust. Meinlegar athuga- semdir sem höfundur leggur hon- um í munn koma fram nákvæmlega á réttum tíma. Þá er Sigurlaug Ey- steinsdóttir bæði ljúflega aðlaðandi og trúverðug sem Kristín, ungi frjálslyndi háskólaneminn sem læt- m- hefðir í mannlegum samskiptum ekki flækjast fyrir sér. Aðrir leik- endur eiga einnig góða spretti, ekki síst Hreiðar Oddsson sem tannlæknirinn. Tónlistin er blönduð en stundum misvísandi um andrám leiksins. Leikrnyndin er haganlega hönnuð og stílhrein, en fulldökk og kannski einum of öguð fyrir óreiðuna sem ríkir í verkinu. Annars hafa bæði leikstjórinn, Stefán Sturla Sigur- jónsson, og leikhópurinn náð mark- miði sínu. Ungir jafnt sem aldnir í salnum skellihlógu. Það var gam- an. Guðbrandur Gíslason N$ar bækur • KAÞÓLSKA kirkja.ii frá 14. öld til okkar daga er fyrirlestraröð sem biskup kaþólsku kirkjunnar á Is- landi, dr. Jóhannes Gijsen, flutti um sögu kirkjunnar í fyrravetur. í fréttatilkynningu segir að biskupinn hafi að nýju farið yfir efnið, sam- ræmt það og endurskoðað. Þýðandi er Þorkell Olason. Útgefandi er Kaþólska kirkjan. Heftið er 136 bls. Verð 912 kr. • HUGLEIÐING um kristna trú á mörkum árþúsunda, eftir séra Adi- an Nichols. Trúboð og starfshættir kaþólsku kirkjunnar á 20. öld eftir Gunnar F. Guðmundsson og Kaþ- ólska kirkjan á íslandi - horft til næstu aldar eftir dr. Jóhannes Gij- sen byggt á samræðum hans við kaþólsku prestana á íslandi og þá einkum séra Hjalta Þorkelsson og séra Jakob Rolland sumarið 1997. Þetta eru fyrirlestrar sem haldnir voru á ráðstefnu fyrir kaþólskt fólk, í Viðey 20. september 1997. Útgefandi er Kaþólska kirkjun. Bókin er 72 bls., heft. Verð 570 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.