Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 37 LISTIR Afstrakttj áning frá Hollandi MYNPLIST Gallerf Hornið málverk DANNY VAN WALSUM Opið frá 11-23 alla daga. Sýningin stendur til 5. maí. ÞÓTT íslendingar hafi einkum kynnst hollenskri myndlist gegnum þau fjölbreyttu konsept- og nýlist- aráhrif sem hingað hafa borist það- an lifír afstraktmálverkið líka góðu lífi meðal þessara frænda okkar á flatlendinu við Norðursjó. Hollend- ingar, sem og reyndar nágrannar þeiira, Belgar, búa þar að ríkri hefð, enda var í Niðurlöndum höf- uðvígi CoBrA-hreyfingarinnar sem Islendingar áttu reyndar nokkum hlut að gegnum Svavar Guðnason og félaga hans í Kaupmannahöfn. Hinn frjálsi og expressífí andi CoBrA-manna markaði djúp spor í listasögu þessara landa - eins og reyndar líka í Danmörku - og það hefur orðið tO þess að afstrakt-ex- pressjónískt málverk hefur haldið þar velli og endumýjast þótt víðast hvar annars staðar í heiminum hafí það átt undir högg að sækja. Á Hominu við Hafnarstræti sýnir nú ungur málari frá Rotterdam, Danny van Walsum. Verk hans era frjáls tjáning með blönduðu efni á pappír og minna að mörgu leyti á þá túlkun sem við þekkjum einmitt vel frá hollensku CoBrA-málurunum. Ekki svo að skilja að hér sé um ein- hverja stælingu eða endurtekningu að ræða. Þvert á móti hafa myndir Dannys yfir sér afar nútímalegan blæ og sækja greinilega í ýmsar pælingar síðari ára, bæði hvað varð- ar efnistök og byggingu, og það er einmitt þetta sem er svo merkilegt við sýningu hans. A henni sést nefnilega hvemig hinn opni andi sem var svo ráðandi í málverki um miðja öldina hefur lifað og þróast. Málverk Dannys sameina frjáls- leg, jafnvel gróf vinnubrögð og afai’ EIN AF afstraktmyndum Dannys van Walsum. markvissa myndbyggingu sem sýn- ir okkur að þarna er á ferðinni maður sem kann og ætlar sér meira en bara að fylgja eftir for- veram sínum. I samhengi við þá miklu fjölbreytni sem nú ríkir í list- sköpun og sýningarhaldi - og þá einkum í samhengi við ágenga og ögrandi ljósmyndalistina sem nú sést æ oftai- - kann þessi sýning Dannys að virðast hæversk og átakalítil. En það er ekki rétt að dæma hann út frá slíku. Það sem er heillandi við vel unna afstrakttján- ingu er einmitt að hún sameinar einfaldleika og sterka túlkun, og á þessu sviði tekst Danny ágætlega upp. Jón Proppé Sjö fengu styrk úr Málrækt- arsjóði ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Mál- ræktarsjóði í fímmta sinn. Islensk málnefnd stofnaði sjóðinn 7. mars 1991. Fjölmargir einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki auk ríkisins hafa lagt honum til fé. Ætlunin er að sjóðurinn komist upp í a.m.k. 100 milljónir króna um framlagi Lýð- veldissjóðs og má reikna með að því marki verði náð á þessu ári. Alls bárust 16 umsóknir um sam- tals 12,5 milljónir króna. Til úthlut- unar voru rúmar 3 milljónir. Eftir- taldir umsækjendur fengu styrk að þessu sinni: Mál og menning 300.000 kr. til endurvinnslu íðorðaþáttar Islenskr- ar orðabókar. Undirbúningsnefnd um landskeppni í upplestri 200.000 kr. Orðanefnd rafmagnsverkfræði- deildar Verkfræðingafélags Islands 350.000 kr. til að gefa út Raftækni- orðasafn 8. Viki-íslensk tungutækni ehf., 500.000 kr. til tækniyfírfærslu- verkefnis (leiðréttu). íslensk málstöð 300.000 kr. til vinnu við stafsetning- arorðabók og 900.000 til að koma leiðbeiningum í málfarsbanka mál- stöðvarinnar. Fomleifastofnun Is- lands 300.000 kr. til orðasafns fyrir íslenska fomleifafræði og Rósa Egg- ertsdóttir 200.000 kr. til að gefa út Hljóðskraf. BARNASTÓLARNIR VINSÆLU Þeir eru sterkir og fjaðra sjálfstætt undir barninu, með fjögurra purikta öryggisbelti og vandaðri fótavörn. Bandarískar og evrópskar öryggisviðurkenningar. Hraðlosunarbúnaður, sem passar á flest hjói. Bögglaberi óþarfur. Fyrir börn 0-25 kg. Verð frá kr. 5.464 stgr. m — Opið laugard. kl.10-16 ORNINNP' Skeifunni 11, sími 588 9890 Frambjóðendur til viðtals Alþingiskosningar 1999 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á kosningaskrifstofum flokksins þriðjudag og miðvikudag frá kl. 18.00 til 19.00. Breiðholt Álfabakka 14a Pétur Blöndal Laugarnes Sundlaugavegi 12 á horni Gullteigs Katrín Fjeldsted Langholt Langholtsveg 84 Ásta Möller Vestur- og miðbær, Nes- og Melahverfi Miðbæjarmarkaðinum Aðalstræti 9 Sólweig Pétursdóttir Smáíbúða- Fossvogs- Bústaða- og Háaleitishverfi Suðurlandsbraut 14 Björn Bjarnason Grafarvogur Hverafold1-3 " Guðmundur Hallvarðsson Austurbær, Norðurmýri Hverfisgötu 82 á horni Vitastígs Stefanía Óskarsdótti Árbær, Selás og Ártúnsholt Hraunbæ 102b Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson m Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.