Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Nýr klippi- búnaður tekinn í notkun Nýtt íjjróttahús tekið í notkun á Neskaupstað - Slökkviliðið í Nes- kaupstað hefur tekið í notkun nýj- an klippibúnað sem ætlaður er til að losa fólk sem festist í bifreiðum við umferðarslys. Samfara því að búnaðurinn var tekinn i notkun var haldið nám- skeið fyrir slökkviliðsmenn um meðferð og notkun búnaðarins. Fyrst um sinn verður klippibún- aðurinn í annarri bifreið björgun- arsveitarinnar en stefnt er að því að á næstu mánuðum verði keypt ný bifreið fyrir slökkviliðið og verður búnaðurinn þá staðsettur í henni. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson YMIS skemmtiatriði voru við vígslu íþróttahússins. Seyðisfírði ÍÞRÓTT AHÚ SIÐ á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal SLÖKKVILIÐSMENN við æfingu í að beita nýja klippibúnaðinum. Seyðisfirði - Nýtt íþróttahús á Seyðisfirði var vígt á laugardag- inn. I tilefni af því efndu Seyðis- fjarðarkaupstaður og íþróttafélög á staðnum til hátíðarhalda á fostudag og laugardag. Hátíðar- höldin náðu hámarki á laugardag- inn er sjálf vígsluathöfnin fór fram, í bland við ræðuhöld, árnað- aróskir og léttari skemmtiatriði. Aðalíþróttasalurinn er 45 sinn- um 25 metrar sem er nægjanleg stærð fyrir allar íþróttir sem stundaðar eru innanhúss. í húsinu er fullkomin 250 fermetra líkams- ræktarstöð með öllum tilheyrandi búnaði. Þar er nuddstofa og ljósa- stofa með tveimur ljósabekkjum af fullkomnustu gerð, gufubað og heitur pottur. Að auki er 270 fer- metra rými með veitingastofu, fundarherbergjum og aðstöðu fyrir íþróttakennara og íþróttafé- lög. Akvörðun um byggingu íþrótta- hússins var tekin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar árið 1995. í júní 1997 var gengið til samninga við Trésmiðjuna Tögg ehf., á Seyðis- firði sem átti lægsta tilboðið í byggingu hússins. I sama mánuði tók Ólafur M. Ólafsson íþrótta- fömuður fyrstu skóflustunguna að þessu nýja húsi, þannig að smíði hússins hefur tekið innan við tvö ár. Heildarkostnaður við húsið fullbúið er 170 milljónir króna. Byggingameistari er Garðar Ey- mundsson á Seyðisfirði. Bændaskólinn á Hvanneyri Búvísinda- deild slitið í síðasta sinn UTSKRIFTARNEMENDUR úr Bændaskólanum á Hvanneyri. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Grund - Síðustu búfræðikandí- datamir voru brautskráðir frá búvís- indadeildinni á Hvanneyri á þessu vori, því hinn 1. júlí nk. breytir skól- inn um nafn og heitri frá því Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri. Fjölmenni var við skólashtin hinn 21. maí sl. sem fóru fram í matsal skólans. Magnús B. Jónsson skóla- stjóri sagði m.a. í skólaslitaræðu sinni: „Fyrstu búfræðikandídatamir brautskráðust vorið 1949 og nú 50 árum síðar emm við að brautskrá 26. nemendahópinn og em því braut- skráðir kandídatar héðan 221 að tölu. Með stofnun framhaldsdeildar- innar árið 1947 var lagður gmnnur að þeirri umgjörð, sem starfsemi Bændaskólans á Hvanneyri hefur mótast af æ síðan. Innlent búvísinda- nám á háskólastigi hefur nú verið staðreynd um ríflega 50 ára skeið og með þvf hefur Bændaskólinn á Hvanneyri fært íslenskum landbún- aði fjölmarga liðsmenn og byggt upp fræðaumhverfi landbúnaðarins með séríslenskum einkennum.“ Skólastjórinn rakti síðan, allt frá árinu 1996 aðdraganda þess að sett vora ný lög 10. mars sl. um búnaðar- fræðslu, og sagði síðan: „Með setn- ingu nýrra búfræðslulaga er það von mín að lokið sé miklu umrótatímabili í starfi skólans. Þau markmið sem sett vom fram í nefndaráliti um stefnu og framtíðarverkefni skólans hafa mörg ýmist náðst eða er mögu- legt að ná í nýju starfsumhverfí. Það er mikilvægt því ella hefði orðið að umbylta í mörgu því verki sem við höfum verið að vinna á und- anfömum missemm. í tengslum við lagasetninguna komu fram raddir um vistun verkefnisins og á Alþingi vom uppi umræður um að eðlilegra væri að færa búnaðarfræðsluna til menntamálráðuneytisins. Ég hef haldið því fram, að það ætti ekki að skipta máli fyrir námið hvar starf- semi skólanna væri vistuð, ef verk- efni þeirra stæðu undir merkjum hvað varðaði gæði og skipulag. Þá er mikilvægt að allt skólastarf sé skipulagt með þeim hætti að nám- ið nýtist nemendum sem best hvort heldur er til frekara náms eða starfs. Vistun námsins hefur engin áhrif á hvemig það er metið á hinum ýmsu námsbrautum og í nýjum lögum um búnaðarfræðslu er tekið sérstaklega á þeim þáttum er lúta að eftirliti með gæðum námsins. Þó má ekki gleyma því að stjómskipuleg staða okkar gerir það að verkum að tengsl okkar við atvinnuveginn og rannsókna- starfsemi landbúnaðarins em mjög náin og starfskraftar og aðstaða nýt- ast því mjög vel. Það er því mjög tví- bent að breyta henni við núverandi aðstæður. Það era því mikil tímamót þegar við slítum búvísindadeild í dag, því þáttaskil verða í starfi skólans hinn 1. júlí nk. Þótt skólaslitin í vor verði hin síðustu undir nafni búvísinda- deildar Bændaskólans á Hvanneyri og nafni skólans verði breytt hinn 1. júlí nk., og frá þeim degi verði hann Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, er það í raun starfsemi búvísinda- deildar, sem tryggði lokaáfangann að því marki sem stefnt var að með stofnun framhaldsdeildarinnar 1947. Á þessu skólaári hefur 91 nemandi innritast hér til náms. Af þeim hafa 42 nemendur verið innritaðir í reglu- legt nám við bændadeild skólans og 19 í fjamám í búfræði og 31 í búvís- indadeild. Af þeim stunduðu 17 nám á 1. hluta og 14 nám á 2. hluta, sem allir brautskrást í dag. Hæstu ein- kunn hlutu: 1. Ingvar Bjömsson 8,9, 2. Kristján Eymundsson 8,5 og 3. Ásta Flosadóttir 8,0.1 einkunn hlutu 6, II einkunn hlutu 8 nemendur. Þegar nemendur höfðu tekið við skírteinum sínum vom ávörp flutt og verðlaun afhent. Laufey Bjamadótt- ir flutti ávarp fyrir hönd Félags ís- lenskra búfræðikandídata og veitti verðlaun fyrir bestan árangur á kandídatsprófi. Verðlaunahafi var Ingvar Bjömsson með einkunnina 8,9. Þorsteinn Tómasson flutti ávarp f.h. RALA og veitti verðlaun fyrir bestu aðalritgerð á kandídatsprófi, þar urðu 6 nemendur efstir og jafnir með 1. ágætiseinkunn 9,0. Þeir vom: Ingvar Bjömsson, Hafdís Hauks- dóttir, Kristján Eymundsson, Val- berg Sigfússon, Jóhannes Símonar- son og Guðrún Semidt. Jónas Bjarnason flutti ávarp f.h. Hagþjónustu landbúnaðarins og veitti verðlaun fyrir besta árangur í rekstrarfræðigreinum (bústjómar- svið). Verðlaunahafi var Ingvar Bjömsson með ágætiseinkunn 9,0. Guðni Ágústsson flutti ávarp f.h. stofnlánadeildar landbúnaðarins og veitti verðlaun fyrir besta árangur í bútæknigreinum. Verðlaunahafi var Ingvar Björnsson með I einkunn, 8,33. Haukur Júlíusson talaði fyrir hönd nemendasambands búvísinda- deildar og veitti verðlaun fyrir besta námsárangur. Verðlaunin hlaut Ingvar Bjömsson. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, ávarpaði nemendur og veitti verðlaun fyrir besta árang- ur á hefðbundu jarðræktar- og bú- fjárræktarsviði. Verðlaunahafi var Kristján Eymundsson. Einnig fluttu ávörp deildarstjóri búvísindadeildar, Ríkharð Brynjólfsson og Jón Erling- ur Jónasson frá landbúnaðarráðu- neytinu sem þama mælti f.h. land- búnaðarráðherra, sem gat ekki mætt. Þá flutti hann sérstaka kveðju frá fráfarandi landbúnaðarráðherra, Guðmundi Bjarnasyni. Fulltrúi nem- enda, Baldur Benjamínson, flutti ávarp og þakkir, og taldi að hinir ný- útskrifuðu kandídatar mundu nú yf- irgefa Hvanneyri með nokkrun söknuði. Lokaorð skólastjórans voru þessi; „Ég vil svo að lokum fyrir mína hönd og allra starfsmanna skólans þakka ykkur samveruna og samstarf lið- inna ára og óska ykkur til hamingju með búfræðikandídatsprófið og ykk- ar nánustu til hamingju með daginn. Ég bið ykkur gæfu og blessunar um alla framtíð. Búvísindadeild árið 1999 er slitið.“ Var öllum boðið að þiggja höfðing- legar veitingar að lokinni athöfn, en matsveinn skólans, Kristján Daníels- son, hafði fyllt langborð eitt mikið af veisluföngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.