Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri Rökrétt að heyri undir forsætis- ráðuneyti í STEFNUYFIRLYSINGU ríkis- stjómarinnar er kveðið á um að lög um Stjórnarráð íslands verði end- urskoðuð. Fyrsta verkefnið verði að færa Byggðastofnun frá forsætis- ráðuneyti undir iðnaðarráðuneytið. Einnig er gert ráð fyrir að Seðla- banki íslands flytjist frá viðskipta- ráðuneytinu og heyri undir forsæt- isráðuneytið sem efnahagsráðu- neyti. Leitað var eftir viðhorfum Birgis fsleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra og Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar, til þessa máls. Birgir ísleifur segir að Seðla- bankinn hafi átt mjög gott samstarf við viðskiptaráðherra í gegnum ár- Sjónvörp end- urgreidd ef Selma vinnur OLL sjónvörp, sem keypt verða í verslunum B.T. í dag, verða endurgreidd ef íslenska lagið vinnur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Tilboðið er engum öðr- um skilyrðum háð, það tekur til allra sjónvarpa sem seld eru í verslunum og magn er ótakmarkáð. Guðmundur Magnason, markaðsstjóri B.T., sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvórðun byggði hreint ekki á vantrú á laginu, for- svarsmenn fyrirtækisins von- uðu að Selma ynni. „Við erum aðeins farin að svitna," sagði Guðmundur þó, þegar hann var spurður að því hvort fyrir- tækið væri ekki að taka óþarfa áhættu í ljósi þess hve ís- lenska laginu er spáð góðu gengi. „Spennan mun vissulega verða mikil, bæði hjá okkur og viðskiptavinum okkar," sagði Guðmundur. Það ræðst svo um kl. 10 í kvöld hverjir munu ekki hafa heppnina með sér. in. Sú ráðstöfun að færa Seðlabank- ann undir forsætisráðuneytið sem efnahagsráðuneyti er hins vegar, að hans mati, rökrétt. „Eins og stjórnkerfið er hjá okk- ur heyra hin almennu efnahagsmál undir forsætisráðuneytið. Þess vegna er ekki óeðlilegt að Seðla- bankinn, sem mikilvægur þáttur í efnahagslífinu, heyri undir forsætis- ráðuneytið. Það er yfirleitt þannig í öðrum löndum að þau embætti sem bera ábyrgð á efnahagsstefnunni heyra undir viðkomandi ráðuneyti, oft forsætisráðuneyti, en í Dan- mörku er t.a.m. sérstakt efnahags- ráðuneyti. Hjá okkur er hins vegar það fyrirkomulag að forsætisráð- herra ber ábyrgð á hinni almennu efhahagsstefnu. Þess vegna er þetta rökrétt að mínu mati," segir Birgir ísleifur. Hann segir að nánustu samskipti Seðlabankans hafi verið við við- skiptaráðherra og fjármálaráð- herra. Einnig hafi verið náin sam- skipti við forsætisráðherra svo breytingin verður ekki mikil. „Við hyggjum gott til samstarfs við hann," segir Birgir ísleifur. Gefið stofnuninni styrk að heyra undir forsætisráðuneyti Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, kveðst fyrst hafa heyrt af því í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar að gert sé ráð fyrir að færa Byggðastofnun undir iðnað- arráðuneyti. Hann hafi því ekki náð að mynda sér ákveðna skoðun á málinu, enda séu það stjórnmála- mennirnir sem leggi línurnar í þess- um efnum. Hann segir þó að byggðamálin hafi í langan tíma heyrt undir forsætisráðuneytið og það hafi gefið starfsemi Byggða- stofnunar vissan styrk. „Við könn- umst hins vegar við það að t.d. í Sví- þjóð heyra þessi mál undir iðnaðar- ráðuneytið og félagsmálaráðuneytið aðallega í Noregi. Við höfum því heyrt um aðra skipan mála," segir Guðmundur. Hann segir að þetta leggist ekk- ert illa í sig en hann muni sakna þess styrks sem stofnunin hafi haft af því að heyra undir forsætisráðu- neytið. Morgunblaðið/Jón Stefánsson HUSGRUNNURINN við Lækjasmára sem staðið hefur óhreyfður í um fimm ár. fbúar við Lækjasmára telja opinn húsgrunn slysagildru Engar framkvæmdir gerðar í fímm ár ENGAR framkvæmdir hafa verið við húsgrunn við Lækjasmára 7 í Kópa- vogi um fimm ára skeið og hafa íbúar í nágrenninu miklar áhyggjur af því hversu hægt framkvæmdum miðar, enda telja þeir um slysagildru að ræða fyrir börn og aðra vegfarendur. Verktaki í erfiðleikum „Það er búið að gera ýmislegt til að þoka þessu máli áleiðis en þarna virðist hafa verið um einhverja erfið- leika að ræða," segir Gísli Nordal byggingarfulltrúi Kópavogsbæjar. Fyrst og fremst voru það fjárhags- erfiðleikar verktaka, að sögn Gísla, og er málið nú í höndum bæjarlög- manns. Við Lækjasmára eru þrjár húsa- samstæður byggðar í þeirri röð sem þarna um ræðir, en ein er óbyggð og hefur grunnurinn staðið óhreyfður um nokkurra ára skeið. í grunninum er timbur og rusl af ýmsu tagi, auk hálfreistra móta. „Þetta hefur verið löng og ströng píslarganga," segir Þórður Þórðar- son bæjarlögmaður. Hann segir þó horfur á að gerðar verði róttækar breytingar til hins betra á næstunni, þar sem nýr verktaki hafí hug á að ráðast í framkvæmdir á lóðinni. „Mér skilst að undirritaður hafi verið kaupsamningur í seinustu viku sem hljóðar m.a. upp á að byggingaraðilar yfirtaki allar framkvæmdir á staðn- um og ætli að hefja framkvæmdir." Aðspurður um hvort umræddri þrautagöngu sé lokið með nýjum eig- endum, kveðst Þórður hafa haldið svo oft að málið væri að leysast, en Kópavogsbær bindur vonir við nýja eigendur hann bindi þó vonir við að vel gangi í þetta skipti. Þórður kveðst lengst af hafa átt von á að málið leystist með þeim hætti að eignin færi á nauðungarupp- boð, enda eigi lífeyrissjóðir veð í þessum framkvæmdum. „Það gladdi mig að heyra að nýr aðili væri kom- inn að þessu máli og mér skilst að veðhafar hafi samþykkt þá sölu. Bærinn er að sjálfsögðu ánægður ef þarna kemur aðili sem hefur burði til að ljúka þessu verki." Gísli segir að þarna hafi verið út- hlutað lóð til eins aðila fyrir þónokkrum árum en það hafi gengið hægt og illa að ljúka við verkið. „Þetta mál hefur verið til heilmikillar umfjöllunar hérna og ég tel mig hafa gert allt sem í mínu valdi stendur til að vekja athygli á því," segir Gísli. Þórður tekur í sama streng og seg- ir að seinustu misseri hafi Kópavogs- bær staðið í stappi við fyrri eiganda grunnsins um að ganga sómasamlega frá honum. „Vandinn virðist hafa ver- ið sá að menn hafi ætlað sér um of og farið út í miklu stærra og meira en þeir réðu við." Gísli segir að framan af hafi grunn- urinn verið afgirtur, en síðan hafi girðingin fallið. Ekki hafi tekist að fá verktakann til að reisa hana að nýju, þannig að aðgangur að grunninum hafi verið greiður um u.þ.b. tveggja ára skeið. BILA- og búvélasýning Ingvars Helgasonar og Bflheima fer um landið næstu daga og lýkur henni 10. júní á Suðurlandi. Sammála um að innleiða eigi samkeppni í orkumálum FORSVARSMENN orkufyrirtækj- anna í landinu eru sammála um það markmið að innleiða samkeppni í orkumálum, eins og getið er um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Rætt var við forsvarsmennina og kom fram í máli þeirra að margt væri góðra gjalda vert í kaflanum um orkumál. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sér lítist vel á kaflann um orkumál í stefnuyf- irlýsingunni. „Undir forystu iðnaðar- ráðuneytisins verður áfram unnið að breytingu á rekstrarlegu umhverfi á orkusviðinu eins og gert hefur verið víðast annars staðar í okkar ná- grannalöndum. Áherslan verður lögð á samkeppni í sölu og vinnslu. Landsvirkjun tekur þátt í því starfi. Við erum jafnframt þátttakendur í þróun og rannsóknum á nýjum orku- gjöfum. Varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar gegnir Lands- virkjun að sjálfsögðu því lykilhlut- verki að virkja hreinar orkulindir landsins," sagði Friðrik Sophusson. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kvaðst sammála um að innleiða ætti sam- keppni í orkumálum. „Hins vegar hófum við lagt áherslu á að jafnræð- is verði gætt og eitt gangi yfir alla í samkeppninni. Það þarf einnig að taka afstóðu til framtíðar Lands- virkjunar og Rarik og hvort ríkið eigi áfram að reka orkufyrirtæki með hliðsjón af því veigamikla eftir- litshlutverki sem því verður falið í samkeppnisumhverfi. Jöfnun orku- verðs getur verið gott markmið en það þarf að vera gagnsætt, þannig að sjáist hvað er jöfnun og hvað ekki. Jafnframt er óeðlilegt að hafa það inni í orkuverðinu nema sem sérstakan skatt." Guðmundur sagði að önnur mark- mið í stefnuyfirlýsingunni væru góðra gjalda verð. „Orkuveita Reykjavíkur er ásamt ýmsum öðr- um orkufyrirtækjum á kafi í því að rannsaka umhverfisvæna orkugjafa eins og vetni og metanól. Við erum hluthafar í nýju vetnisfyrirtæki með erlendum stórfyrirtækjum og það er engin spurning að orkufrekur iðnað- ur á áfram eftir að verða mikilvægur í atvinnuuppbyggingu." Samkeppni og lækkað orkuverð Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði að þær hugmyndir um orkumál sem fram koma í stefnu- yfirlýsingunni væru flestar góðra gjalda verðar og litu ágætlega út á pappírnum. „Það er hins vegar spurning um hvernig samkeppni og það að lækka orkuverð vinnur sam- an. Reyndar finnst mér að texti um jöfnun orkuverðs eigi ekki heima í orkumálakafla heldur í félags- málakafla. Og ef menn eru að tala um að auka hagkvæmni í geiranum og auka samkeppni má segja að hitt atriðið stangist á, nema því sé haldið utan við sem félagsmáli. Að öðru leyti held ég að þetta sé ósköp al- mennt orðað og segi ekki mikið," sagði Júlíus. Kristján Jónsson, forstjóri Raf- magnsveitu ríkisins, sagði það sína skoðun að það sem fram kæmi í kafl- anum um orkumál væri rétt stefna. „Við hjá Rafmagnsveitum ríkisins höfum áhuga á því að taka þátt í samkeppni og þá sérstaklega í orku- vinnslu og orkusölu. Við teljum því að þessi stefnumörkun sé af hinu góða og erum þess fullvissir að það muni leiða til betri kjara fyrir við- skiptavini okkar en er í dag." Kristján sagði að varðandi orku- verðsjöfnun hefði fyrirtækið lagt á það áherslu að það verði að vera visst samræmi á milli viðskiptavina þess á landsbyggðinni og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. „Þess vegna höfum við lagt til að það verði tekið á því í þeirri skipulagsvinnu sem nú er í gangi og stefnt að öflugu orkufyrirtæki á landsbyggðinni, sem væri þá mótvægi við þau fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem eru að verða öflug og sterk. Þannig að landsbyggðin njóti í raun þeirra kosta sem við höfum í þessu landi og að það verði í raun orkujöfnun á þessu sviði." Sýna bíla og búvélar víða um land FYRIRTÆKIN Ingvar Helgason og Bflheimar hefja um helgina sýningarherferð á bflum og búvél- um. Fyrst verður sýnt í Reykja- vík, si'ðan farið um Vestur- og Norðurland og endað á Laugar- vatni, Selfossi og Þorlákshöfn fimmtudaginn 10. júní. Sýnt verður í aðsetri fyrirtækj- anna við Sævarhöfða í Reykjavík í dag, laugardag, miili klukkan 12 og 17 og á morgun 14 til 17. Á mánudag verður sýnt í Borgar- nesi, við Vegamót og í Búðardal, á þriðjudag Staðarskála, Hvammstanga og Blönduósi, frá miðvikudegi til föstudags á Norð- urlandi og laugardaginn 8. júní á Norðausturlandi. Sunnudaginn 6. júní og mánudaginn 7. júní verður sýnt á Egilsstöðum, Neskaupstað, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Höfn og Fagurhólsmýri og síðan endað á Suðurlandi eins og fyrr segir. Sýndar verða búvélar frá véla- deild Ingvars Helgasonar, Nissan- og Subaru-bflar frá sama fyrir- tæki og Opel og Isuzu frá Bfl- heimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.