Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 49 MARGMIÐLUN Dýrt draumagæludýr DRAUMAGÆLUDYRIÐ er dýr sem ekki þarf að hugsa um nema þegar eigandinn er í stuði til þess, dýr sem ekki hefur hátt og er ekki á ferli þegar eigandinn vill sofa, hægt er að slökkva á að vild, er létt og meðfærilegt. Eina dýr sem uppfyllt hefur slíkt er landskjaldbaka, en best af öllu er líklega að fá sér dýr sem er ekki dýr, rafeindagæludýrið Aibo frá Sony. Á þriðjudag hefst á Netinu sala á Aibo, sem er róbóti í hundsgervi. Rafeindarisinn Sony framleiðir Ai- bo og á vefsíðum fyrirtækisins, sjá search.sony.co.jp/~backup/www.w orld.sony.com/robot/top.html, er því haldið fram að Aibo sé frá- brugðinn öðrum róbótum í því að hann sé tilfinningavera og geti tek- ið sjálfstæðar ákvarðanir. Hið sanna í þessum efnum er vitanlega að í Aibo er tölva sem forrituð er til að „sýna tilfinningar". Aibo er eins og hundur að sjá og getur gengið eins og hundur, farið upp og niður, fram og aftur, til vinstri og hægri, og er með skott sem hann getur sveiflað. Einnig getur hann opnað kjaftinn og lokað. Skynjarar gera að verkum að hann getur brugðist við áreiti að utan. 100 MHz heili I trjónu róbótans, nefinu, er myndavél, hljóðnemar í eyrunum og hátalari í kjaftinum. Heilinn er 100 MHz, 64 bita RISC örgjörvi með 16 MB minni. Stýrikerfið kall- ast Aperios og er úr smiðju Sony. Á hausnum er snertinemi, augum skipta um lit eftir því hvernig „skapi" skepnan er í og blikka á mismunandi hraða eftir því sem við á. Aibo getur gengið um 6 m á mín. Rafhlaðan dugir í 90 mínútur, en það tekur um fjóra tíma að ná fullri hleðslu, en sérstöð karfa fylgir Aibo með raftenglum í og þegar hann er lagður í körfuna hlaðast rafhlöðurnar. Sem stendur leggst Aibo niður þegar rafhleðsl- an er að verða búin en í næstu gerð hans leggst hann sjálfur í körfuna þegar hann finnur sér þverra kraftur. Hægt er að kenna Aibo að elta ákveðna liti og með fylgir bleikur bolti sem búið er að kenna honum að elta. Ef boltanum er velt af stað gengur Aibo á eftir honum. Þegar hann er búinn að finna boltann sparkar hann honum og eltir svo. Apparatið getur sest niður eftir skipun eða lagst, kvatt eða staðið í afturlappirnar. Aibo á það einnig til að lyfta öðrum afturfætinum og gefa frá sér viðeigandi hljóð. HVAÐ KOSTAR ÞESSI AIBO? Á þriðjudag hefst sala á rafeindagæludýri Sony á Netinu. Gæludýrið kallast Aibo, sem er skammstöfun á gervigreindarróbóta upp á ensku, og getur brugðist á ýmsan hátt við eftir óskum eigandans. Myndavél r— Augu (breyta um lit eftir skapinu) Snertinemi (til að klappa eða slá) Víðómshljóðnemi Hraöamælir Minniskubbur (á stærð við tyggjópakka - geymir stýrikerfi AIBO) Biðhnappur (neyðarrofi) 18 vélar (stýra hreyfingum) 64bita RISC örgjörvi (100 Mhz, 16MBminni) Líþíumrafhlaða (dugir í hálfan annan tíma) AIBO gleðst. AIBO mæddur HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA? ERS-110 (Aibo róbóti) Heimild: Sony Sleði Stjórnborð Rafhlöður Minniskubbur Bolti (hleðslutæki) (fjarstýring) (ogstraum- (fyrir stýrikerfi (leikfang breytir) og hugbúnað) Aibos) K Gelt og geispað Forritarar Sony hafa lagt mikla vinnu í að gera hegðun Aibos sem eðlilegasta og meðal annars hagað málum svo að hann geispar öðru hvoru, kinkar kolli til eigandans, leggst á magann þegar honum leiðist og sveiflar rófunni. Sony hyggst selja róbótann að- eins á Netinu og í takmörkuðu upplagi. Þannig verða aðeins seld 2.000 eintök í Bandaríkjunum. Engum sögum fer af hugsanlegri sölu í Evrópu, en japanskir „dýra- vinir" fá 3.000 eintök. Á Netinu verður einnig hægt að kaupa bún- að til að semja eigin hreyfingar og hegðun og aukaminni. Verð er nokkuð á reiki, en verður líklega í kringum 180.000 kr. Stj órnmál og tækni „Hin venjulega manneskja, með sína eigin samvisku, sem svarar sjálf einhverjum öðrum sem spyr um eitthvað, og axlar beinlínis sjálf ábyrgð, virðist vera að hverfa úr heimi stjórnmálanna." Eitt af því sem virð- ist ætla að verða fyrir barðinu á tæknimenningu nútímans er lýð- ræðið. Þetta er skoðun eins merkasta stjórnmálamanns samtímans, Václavs Havels, forseta Tékklands. Þetta er orðið með þeim hætti, að almenningur á ekki lengur kost á því að eiga sam- ræður, augliti til auglitis, við stjórnmálamenn. Þess í stað, segir Havel, eru stjórnmála- menn orðnir VIÐHORF einsogleik- ------- bruðurí Eftir Krístjan skringilegum G. Arngrímsson sjónvarps- þætti - sorg- legum eða fyndnum eftir smekk - sem maður horfir á en hefur engin áhrif á framvinduna eða afleiðingarnar. Frá sjónarhorni stjórnmála- mannanna séu kjósendur sömu- leiðis orðnir fjarlægir - séu í rauninni ekki annað en nafn- laus múgur sem ekki tjái sig nema í tölulegum skoðanakann- ananiðurstöðum sem eru með öllu ópersónulegar. Havel sækir fyrirmyndina að eiginlegu lýðræði til vöggu lýð- ræðishugsjónarinnar, hinna forngrísku borgríkja, þar sem almenningur og stjórnmála- menn gátu hist og ræðst við á markaðstorginu. Finna þurfi leið til að endurvekja þessi beinu samskipti í tæknisamfé- lögum nútímans. Havél segir: „Hin venjulega manneskja, með sína eigin sam- visku, sem svarar sjálf ein- hverjum öðrum sem spyr um eitthvað, og axlar beinlínis sjálf ábyrgð, virðist vera að hverfa úr heimi stjórnmálanna. Stjórn- málamenn virðast vera orðnir að leikbrúðum sem bara sýnast vera mannlegar og búa í risa- stóru, fremur ómanneskjulegu leikhúsi; þeir virðast vera orðn- ir lítið annað en peð í risastórri maskínu, eins og þeir lúti um- fangsmikilli, sjálfvirkri menn- ingu sem er farin úr böndunum og enginn ber ábyrgð á." Havel hefur bent á það, að vandinn við tæknimenninguna sé helst sá, að tæknihugsun og tæknilegar lausnir verði að markmiði í sjálfu sér. Öllum öðrum gOdum sé hafnað á þeim forsendum að þau séu í rauninni blekking - eða „ópíum handa fólkinu", eins og Marx mun hafa sagt um trúna. En þörfin fyrir frumgildi á borð við jafnrétti og frelsi er bara alls ekki blekking, þegar allt kemur til alls. En það er ekki bara við ómanneskjulega tækni að sakast. Að minnsta kosti ekki á litla íslandi, þar sem aðstæður ættu - að því er virðist - að geta verið hallkvæmar lýðræð- inu. Stjórnmálamenn virðast sumir hreinlega hvorki vilja ræða málin við kjósendur (nema ef vera skyldi jábræður), né gefa sér tíma til að svara spurningum, jafnvel á málefna- legan hátt. Þeir hafa að engu kröfuna um umræður um málefni og ef þeir fara út í umræður þá er það oft á persónulegum nótum þar sem meginatriðið er að „hafa eitthvað á" viðmæland- ann, sem er þá álitinn „and- stæðingur", líkt og um væri að ræða kappleik, en ekki sam- ræðu. Svona lagað vinnur bein- línis gegn hugsjóninni um lýð- ræði. Þannig virðast stjórnmála- menn oft einungis hafa áhuga á því að koma nú nógu vel fyrir í fjölmiðlum - ekki síst með því að sýnast málefnalegir - í þeirri trú að það sé hin eina rétta að- ferð til að ná í sem flest at- kvæði í einu. Þannig eru stjórn- mál orðin að tæknilegu við- fangsefni sem hefur það inntak eitt að ná völdum. Því dettur manni stundum í hug (vonandi vegna misskiln- ings) að það sem vaki fyrir stjórnmálamónnum sé að kom- ast í þá aðstöðu að þurfa ekki að standa í þessu veseni, að þurfa ekki að taka tillit til (mis- gáfulegra) skoðana annarra. Að komast í þá stöðu að geta svar- að gagnrýnisrödd sem svo: „Eg er ósammála þér." Án þess að færa fram nokkur mótrök. Þetta afdráttarlausa svar felur í rauninni í sér, að úr því maður er sá sem á endanum ræður, þá þurfi maður ekki að veita mál- efnalegt svar. Það sem maður er þarna í raunninni að víkja sér undan er það sem Havel vék að: Að svara sjálfur þeim sem spyr mann um eitthvert tiltekið málefni eða jafnvel gagnrýnir mann - nú eða krefur mann um persónu- lega ábyrgð á einhverju sem maður kann að hafa klúðrað illa. En hvað er persónuleg ábyrgð? Persónuleg ábyrgð er fyrst og fremst það að veita heiðarlegt svar við spurning- unni: Af hverju? Jafnvel þótt það svar feli í rauninni ekki annað í sér en útskýringu á því hvers vegna maður taldi það sem maður gerði vera hið eina rétta, þótt annað hafi síðar komið á daginn. Og taka svo af- leiðingunum. Elie Wiesel segir frá því, í bókinni Nóttin, er hann var fangi í útrýmingarbúðum nas- ista í síðari heimsstyrjöld, og spurði ónefndan þýskan her- mann þessarar spurningar: Af hverju? Og hermaðurinn svar- aði: „Það er ekkert 'af því." Ekkert svar er látið uppi. Nú má halda því fram með réttu að óbreyttur hermaður verði ekki krafinn um persónulega ábyrgð á heilli helför. En stjórnmála- maður sem víkur sér með þess- um hætti undan því að svara spurningunni, eða svarar henni með „af því bara", eða „af því að ég ræð," víkur sér með því undan ábyrgð á því sem hann segir og gerir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.