Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I DAG AflatiUögur Hafi-annsóknastafhunar: 1,2% minni þorskkvóti Segja kvótakerfið vera best kerfa VERIÐ þið bara rólegir, hann á eftir að ná sundtökunum, hann er nú ekki nema sextán vetra. Keppt á tækjum til skautskipta, skúmhreinsunar og dráttar SIGURÐUR Höskuldsson varð sigurvegari í óvenjulegri ökukeppni sem haldin var á vegum íslenska álfélagsins í Straumsvík í gær. Sigurður var fulltrúi vaktar 2 í steypuskála og munu allir á vaktínni, ásamt mökum, njóta verðlaunanna, kvöldverðarboðs á veitingastað að eigin vali, í boði fyrirtækisins. Keppnin fór þannig fram að fulltrúar vakthópa í framleiðsludeildum kepptu á tækjum sem þeim tilheyra: Vaktir úr kerskála kepptu á skautskipti- tækjum, vaktir úr steypuskála á skúmhreinsunar- tækjum en fulltrúar vakthópa í skautsmiðju á dráttarvélum með tvo skautvagna í eftirdragi. Sigurvegarar úr hverjum flokki kepptu síðan sín á milli um sigurlaunin og þurftu þeir að sýna leikni sína bæði á pallbíl og reiðhjóli. Keppnin var nú haldin í fyrsta sinn, en tilgang- ur hennar er, að sögn Hrannars Péturssonar upplýsingafulltrúa ISAL, að árétta mikilvægi ör- uggrar og faglegrar stíórnunar vinnuvéla, að ógleymdu skemmtanagildi. Fulltrúar hópsins hafa ákveðið að kvöldverðurinn verði snæddur á Grillinu fbdtlega. Flugfélagið óbundið af ákvörðun samkeppnisráðs FLUGFÉLAG Islands hefur und- anfarin misseri flogið 19 manna Metró vél sinni án farþega í síðustu ferð hennar á kvöldin frá Reykja- vík til Akureyrar þar sem fyrir- tækið hefur talið sig bundið af ákvörðun samkeppnisráðs um að annars væri það að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína á þessari flugleið. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, telur hins vegar að félagið sé ekld bundið af ákvörðun samkeppnisráðs frá 1997, áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála telji hana úr gildi fallna með hæstaréttardómi. Eftir sameiningu innanlands- flugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í hinu nýja Flugfélagi íslands gerði samkeppnisráð m.a. athugasemd árið 1997 um skipan í stjórn fyrirtækisins og að ekki mætti breyta áætlunum sem þá voru í gildi án þess að Samkeppnis- stofnun yrði tilkynnt það. Með ákvörðun áfrýjunarnefndar sam- keppnismála, sem staðfesti úr- skurð samkeppnisráðs að því er varðaði skipan stjórnar en ekki hvað varðaði fjölda ferða, og svo dómi Hæstaréttar síðar, taldi áfrýjunarnefndin þeniian úrskurð samkeppnisráðs afian úr gildi fall- inn og því væri fyrirtækið ekki bundið af henni. Guðmundur Sig- urðsson segir að hins vegar hafi samkeppnisráð lagst gegn því síð- astliðið haust að félagið fjölgaði ferðum milli Reykjavíkur og Akur- eyrar án þess þó að um formlega ákvörðun ráðsins hafi verið að ræða. Hann segir það hugsanlega verða skoðað hvort Flugfélagið væri að misnota markaðsráðandi stöðu á þessari flugleið ef félagið tæki að nýta vélina í þessari síð- ustu ferð. Vélin stundum nýtt fyrir leiguflugshópa Jón Karl Ólafsson, ' fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, segir að félagið hafi einungis. til-; kynningaskyldu gagnvart Sam- keppnisstofnun vegna breytinga á áætlun en ekki þurfi að sækja um leyfi fyrir breytingum. Hann segir það verða athugað hvort félagið til- kynnir þessa síðustu ferð og selji hana sem áætlunarferð. Stundum gefist hins vegar sá möguleiki að selja hópum sæti í vélinni sem leiguferð og það hafi félagið not- fært sér öðru hverju. Það hafi einnig sína kosti að hafa þennan opna möguleika á sölu fyrir sér- staka hópa. Jón Karl segir að almennt verði að hafa í huga að innanlandsflugið sé síbreytilegur markaður og vaxt- armöguleikar ýmsir sem menn verði að þreifa sig áfram með. Sér virðist hins vegar Samkeppnis- stofnun stundum halda að þessi markaður sé föst stærð og óbreyt- anleg eins og eigi við varðandi Egilsstaði, að félagið hefur ekki fengið að bæta við þriðju ferðinni frá Reykjavík á daginn yfir vetur- Styrkir Forvarnasjóðs auglýstir Styrkir til vímuvarna NYLEGA voru auglýstir styrkir úr Forvarnasjóði. Um þá styrki geta sótt félög, félagasamtök, op- inberar stofnanir og ein- staklingar, en hinir síð- astnefndu fá styrk úr sjóðnum aðeins til rann- sókna. Styrkirnir eru ætlaðir til vímuvarna- verkefna og forgangs- markmiðið þetta árið er vímulaus grunnskóli, að sögn Þorgerðar Ragn- arsdóttur, framkvæmda- stjóra Afengis- og vímu- varnaráðs. Heilbrigðis- ráðherra veitir styrkina en Afengis- og vímu- varnaráð gerir tillögur. Núna eru auglýstar 20 milljónir króna til ráð- stöfunar og umsóknar- fresturinn er til 15. júní. Þorgerður var spurð hvort margir sæktu um svona styrki? „í fyrra voru veittir á fjórða tug styrkja og þegar eru komn- ar hátt í tuttugu umsóknir." - Hverjir sækja helst wn þessa styrki? „Það er mjög fjölbreyttur hópur, en allir eiga það sameig- inlegt að vinna að einhvern hátt að fyrmefndum málefnum. Þetta geta verið vísindaleg rannsóknarverkefni, sótt hefur verið um styrki til útgáfu, kynn- ingar á útivistarreglum og ótal- margt fleira. Hingað til hafa stærstu styrkirnir verið veittir til verkefna sem taka til fleiri ára, svosem sveitarfélagaverk- efnis SÁÁ og heilbrigðisráðu- neytisins, fslands án eiturlyfja og Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Styrkir til þessara verkefna eru fyrir utan þessar 20 miUjónir króna sem nú eru til úthlutun- ar." - Vímulaus grunnskóli - það er markmiðið í ár? „Kannanir undanfarinna ára sem gerðar hafa verið meðal grunnskólanema sýna að ótrú- lega margir krakkar hafa próf- að að neyta áfengis áður en þeir Ijúka grunnskólaprófi. Nokkrir úr þessum hópi neyta áfengis oft í mánuði. Líka er vitað að það að byrja svona ungur að neyta áfengis eykur líkur á að fólk eigi eftir að lenda í ýmsum vandamálum tengdum vímu- efnaneyslu síðar á ævinni og það eykur líka hættu á að ung- lingar missi fótanna í skólanámi eða skaði á annan hátt framtíð- armöguleika sína. Auk þess ein- kennir drykkju íslenskra ung- linga það að þeir verða ölvaðri en annars staðar gerist og lenda þess vegna í alls kyns vandræð- um. Unglingar verða af þessum sökum mun oftar fórnarlömb of- beldis af ýmsum toga en ella myndi gerast." -Áfengis- og vímu- ________ varnaráð var stofnað um síðustu áramót, hver er megintilgang- ur þess? „Hann er sá að efla """^^- og styrkja vímuvarnir, sérstak- lega meðal barna og ungmenna, og draga úr skaðsemi vímuefna- neyslu. Ráðinu er meðal annars ætlað að stuðla að samvinnu og samræmingu hjá þeim sem vinna að þessum málum, svo sem heilbrigðisstofnunum, fé- lagsmálayfirvöldum, sveitarfé- lögum, löggæslu, menntakerfi Þorgerður Ragnarsdóttir ? Þorgerður Ragnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skðlanum við Sund 1978 og BS-prófi frá Háskóla íslands í hjúkrun 1982 og MA-prófi í fjölmiðlafræði frá Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum 1992. Hún hefur starfað við hjúkrun hér á landi og í Dan- mörku og ritstýrði tímariti hjúkrunarfræðinga þar til um síðustu áramót. Hún hefur einnig starfað að sjálfstæðum verkefnum í greinaskrifum. Nú er hún framkvæmdastióri Afengis- og vunuvarnaráðs. Þorgerður er gift Gísla Kr. Heimissyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Markmiðið er vfmulaus grunnskóli og félagasamtökum. Átta full- trúar eiga sæti í ráðinu, bæði fræðimenn og áhugamenn á sviði vímuvarna." - Hvað með stefnumörkun ? „Við höfum verið að vinna að mótum stefnu Áfengis- og vímu- varnaráðs og það má segja að hún sé tilbúin í grundvallarat- riðum, en auðvitað er slík stefna alltaf í endurskoðun. Hægt er að lesa um stefnu ráðsins á heimasíðu Heilsuverndarstöðv- ar www.hr.is. Þar kemur fram að við viljum byggja starfið á rannsóknum og athugunum á þessu sviði og vinna út frá því á markvissari hátt en gert hefur verið. Við viljum byrja for- varnastarfið fyrr en gert hefur verið. Það er of seint að messa yfir unglingum - við viljum leggja áherslu á mikilvægi upp- eldisins. Það verður að benda uppalendum á leiðir sem geta stutt þetta markmið af því að margir virðast vera óöruggir í að setja börnum sínum reglur og mörk. Rannsóknir sýna að það skiptir miklu máli hvernig börn eru alin upp með tilliti til þess hvernig þau ná að fóta sig í lífinu. Þetta eru auðvitað ekki nein ný sannindi, en þau hafa verið staðfest með rann- sóknum síðustu ára. Þetta á einnig við um það hvort fólk vel- ur að nota áfengi og hvernig það umgengst það. Ég vona að sem flestir vilji vinna með Afengis- og vímuvarnaráði í framtíðinni og að styrkirnir sem við erum nú að auglýsa komi að gagni í baráttunni við áfengis- og vímuefnavandann."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.