Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 57 MINNINGAR er stödd hjá Ingibjörgu í íbúð henn- ar á Akureyri, hún er flutt í bæinn fyrir nokkru og hefur komið sér vel fyrir í nýju umhverfi. Hún sýnir mér stolt fallega handavinnu, sem hún er búin að gera, núna hefur hún tíma til að sinna þessu hugðarefni sínu og fleirum, sem ekki gafst tóm til áður. Aðspurð segist hún kunna vel við sig og það kemur mér ekki á óvart, þeg- ar hún segist vera svo lánsöm með fólkið í stigaganginum, allt svo gott fólk. Það er vordagur í maí 1994, ég er stödd fyrir norðan og mér er þungt í huga. Þá eins og svo oft áður gríp ég til þess ráðs að líta inn hjá frænku minni Ingibjörgu, hún býr núna í Víðilundinum í sama húsi og pabbi. Ég skrepp niður, Ingibjörg er í símanum, hún er að tala við Kar- lottu systur sína um veikindin í fjöl- skyldunni. Hún drífur mig inn og kemur með kaffi. Við spjöllum sam- an um stund. Það er gott að geta tjáð sig við reynslumikla konu eins og Ingibjörgu. Ég finn samhuginn og það gefur mér styrk. Við sitjum saman í setustofunni í Hlíð á sólbjörtum sumardegi, núna er langt síðan við höfum hist. Við spjöllum saman um gamla daga, skammtímaminnið hennar er farið að gefa sig, en við höfum nóg að spjalla um. Allt í einu lítur Ingibjörg á mig, hugsar sig um smástund en segir svo: Veistu það Karlotta, ég held ég sé að verða gömul. Já, svo mörg voru þau orð, en þau segja mér ýmislegt, það er farið að halla undan fæti í lífi Ingibjargar frænku, árin orðin mörg og miklu starfi lok- ið. Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Innilegar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, barnabarna og fjölskyldna þeirra og til eftirlifandi systkina hennar frá okkur Lárusi og sonum. Blessuð sé minning Ingi- bjargar Einarsdóttur. Karlotta B. Aðalsteinsddttir. söngrödd og söng einsöng í kirkjukór í San Diego. Eftir að hún kom heim og fór að búa úti á landi, skrifuðumst við einnig á og hef ég geymt öll bréf hennar sem dýrgripi því hún kunni sannarlega að segja frá. Silla var gullfalleg kona og fýrsta fegurðardrottning Islands í svokallaðri „Teofani"-keppni. Öll hennar framkoma var fáguð og virðu- leg og verð ég að segja að ég dáði Sillu móðursystur mína mest allra kvenna sem ég hef kynnst. Silla hafði til að bera óvenjulegar gáfur, listfengi og metnað. Mér þótti ákaflega vænt um Sillu móðursystur og mun alltaf sakna henn- ar. Hún var mikið veik seinustu árin en eldklár andlega fram til hins síðasta, bæði lang- og skammtímaminni var óskert Ég kveð Sillu með ást og virð- ingu í fullvissu um að hún er farin að læra nýtt tungumál á öðru tilveru- stigi. Við Einar og fjölskylda sendum börnum og öðrum aðstandendum Sillu innilegar samúðarkveðjur. Krist ín Þórarinsdtíttir frá Stóra-Hrauni. Elsku langamma. í dag, þennan fimmtudag, stóð tíminn kyrr, eitt andartak. Þú dróst þinn síðasta anda og hjarta þitt sló í hinsta sinn. Þú ert loksins laus við fjötra líkama þíns í þessum heimi. Veðurguðirnir létu snjóa í dag og sólina var hvergi að finna. Ég sé þig ganga burt á fund þeirra sem á und- an þér hafa gengið. Vegurinn er bjartur, þau hafa beðið eftir þér en nú er komið að okkur að bíða, bíða þar til við hittumst næst. En hvert okkar hefur sínar minn- ingar til að ylja sér við á þessum degi, sem og þeim sem eftir eru. Þessi fjár- sjóður af minningum er vel geymdur, hann mun lýsa í gegnum sorg okkar og myrkur. Takk fyrir lærdómsríkar og góðar stundir. Te, ristabrauð og kandís hjá þér verða víst að bíða, þar 'SP til seinna. Ástarkveðjur, ALDARMINNING KRISTIN MAGNUS- DÓTTIR OG LÁRUS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON og Vilborg 1865, d. 19. wmsm&sSmiltíiSStt Angela G. Um þessar mundir er öld liðin frá fæðingu sæmdarhjónanna Kristínar Magnúsdótt- ur og Lárusar Hall- dórssonar, skólastjóra, er kennd voru við Brú- arland í Mosfellssveit. Það nafn kýs ég að nota á byggðarlagið í grein þessari. Lárus var fæddur á Króksstöðum í Mið- firði, Vestur-Húna- vatnssýslu, 29. maí 1899. Foreldrar hans voru Ólafur Halldór Ólafsson, f. 9. des. 1858, d. 27. júlí 1952, Pálsdóttir, f. 26. mars mars 1954. Lárus ólst upp hjá hjónunum Mar- gréti Jónsdóttur og Guðmundi Sig- mundssyni, er bjuggu á Litlu-Þverá í Miðfirði. Lárus stundaði nám við Al- þýðuskólann á Hvammstanga 1916 - 18 og settist síðan í Kennaraskóla Is- lands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1922. Hann varð skólastjóri Barnaskólans að Brúarlandi sama ár og starfaði þar allan sinn starfsaldur, skólastjóri til haustsins 1966 og síðan stundakennari við Gagnfræðaskól- ann að Brúarlandi tíl 1970, en þar starfaði þá miðskóli þriggja sveitar- félaga, Mosfells-, Kjalarness- og Kjósarhreppa. í skólastjóratíð sinni vann Lárus brautryðjendastarf í skólamálum MosfeÚssveitar, sem halda mun nafni hans lengi á lofti. Hann var farsæll í störfum sínum og komst almennt vel af í öllum sam- skiptum við nemendur. Kennurum sínum reyndist hann ráðhollur og góður húsbóndi. Lárus stundaði lengst af smábú- skap með aðalstarfi sínu og hefur það eflaust verið nauðsynlegt, því heimilið var mannmargt. Þá held ég líka að í honum hafi blundað svolítill sveitamaður og áhugi á sveitastörfum. Kristín var fædd á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum 5. júní 1899. Foreldrar hennar voru Magnús Þorsteinsson, prestur þar og síðar á Mosfelli í Mosfellssveit, f. 3. janúar 1872, d. 4. júlí 1922, og kona hans Valgerður Gísladóttir, f. 27. okt. 1873, d. 18. júní 1940. Kristín stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og naut einnig tilsagnar á harmóníum. Kristín og Lárus gengu í hjóna- band 13. okt. 1923. Hjónaband þeirra var alla tíð einstaklega far- sælt og gagnkvæm ást og virðing milli þeirra. Þeim varð átta barna auðið og eru sjö þeirra á lífi. 011 hafa þau reynst nýtir þegnar, sem skilað hafa samfélaginu góðu ævistarfi. Þeirra verður nánar getið hér síðar. Kristín og Lárus hófu búskap á Mosfelli og bjuggu þar um tíma með Bergþóri, elsta bróður Kristínar, og konu hans Rögnu Björnsdóttur, ætt- aðri frá Fáskrúðsfirði. Um tíma bjuggu þau á Æsustöð- um, en fluttu síðan aftur á Mosfell. f Brúarland fluttu þau Kristín og Lárus síðla árs 1929 eftir sumardvöl að Varmá. Bygging skólahúss að Brúarlandi hófst 1922, en þar átti að vera heimavistarbarnaskóli, en jafnframt samkomuhús sveitarinnar. Þegar til kom fékkst aðeins leyfi til þess að byggja hluta þess, sem nú er kjallari hússins og þar hófst kennsla 5. desember sama ár. Far- skóli starfaði því áfram í sveitinni næstu þrjú árin eftir að byrjað var að kenna í Brúarlandi og var kennt bæði á Mosfelli og í Laxnesi. Það var síðan haustið 1925 að fræðsluyfirvöld samþykktu að breyta farskólanum í fastan skóla og þá var Brúarland eini skólastaður sveitarinnar. Árið 1929 var síðan ráðist í að byggja við og ofan á húsið og því verki lokið um áramótin 1929-30. Brúarlandshúsið var lengi eitt glæsilegasta barnaskólahús í sveit á Islandi. Húsið stóð við þjóðbraut þvera í þess orðs fyllstu merkingu, og stendur reyndar enn. Því er saga þessi rakin hér að hún er svo mjög samofin starfsævi þeirra hjóna, sem hér er minnst. I Brúarlandi bjuggu þau Kristín og Lárus í 20 ár og allan þann tíma gegndi húsið margs konar hlutverki í þágu íbúa Mosfellssveitar. Þar var ekki aðeins barnaskóli og heimavist, heldur einnig samkomuhús í rúm 20 ár eða þar til Hlégarður var tekinn i notkun árið 1951, þinghús hrepps- ins, símstöð og póstafgreiðsla. Auk skólastjórastarfsins gegndi Lárus starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á árunum 1933-52. Það segir sig því sjálft að umsvif húsráðenda í Brúarlandi hafa verið mikil og þjónusta við sveitunga margvísleg. Brúarlandsheimilið var lengst af mjög mannmargt. Þar komust á legg átta börn þeirra hjóna, en auk þess áttu athvarf hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma skyldir og vandalausir. Þá dvöldu á heimil- inu á veturna þau börn í sveitinni, er lengst áttu að sækja skólann. Stjórn þessa stóra heimilis hvfldi eðlilega mest á Kristínu, sem stjórn- aði af röggsemi. Þegar Kristín var innan við þrí- tugt fékk hún fótamein, sem háðu henni það sem eftir var ævinnar. Þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika sem mættu þessari stórbrotnu og mikilhæfu konu, hélt hún reisn sinni og myndarskap alla tíð. Hún var aðdáunarverð hetja, sem aldrei lét bugast. Eins og að líkum lætur hafði Kristín ekki möguleika á að sinna félagsmálum, nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þó var hún um tíma organisti við sóknarkirkju sína, Lágafellskirkju, sem var henni mjög kær, og söng einnig í kirkjukórnum, þegar heilsa hennar leyfði. Þá var hún um tíma ritari í stjórn Kvenfé- lags Lágafellssóknar. Lárus sinnti margs konar félags- störfum, bæði innan sveitar og utan og verður nokkurra þeirra getið hér. Ungmennafélagið Afturelding átti í honum traustan og góðan liðsmann, er gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hugsjónir ungmenna- félaganna um ræktun lýðs og lands voru honum kærar alla tíð. Hann var formaður sóknarnefnd- ar LágafeOskirkju 1929-41 og söng í kirkjukórnum. Hann var einn stofn- enda Karlakórsins Stefnis árið 1940, gamla Stefnis, en nafni kórsins var síðan breytt í Söngfélagið Stefni og kórinn gerður að blönduðum kór og starfaði sem slíkur um tíma. Þá áttí Lárus lengi sæti í skatta- nefnd og var um langt árabil endur- skoðandi Mosfellshrepps. Formennsku í stjórn Kaupfélags Kjalarnessþings gegndi hann í ára- tug. Lárus var mikill áhugamaður um allflestar íþróttir, sérstaklega frjáls- ar íþróttir og glímu. Hann var annar tveggja fulltrúa Aftureldingar á stofnþingi Frjálsíþróttasambands íslands í ágúst 1947 og var kjörinn fyrsti ritari þess. Formaður FRÍ var hann kjörinn ári síðar og gegndi þrívegis for- mennsku í sambandinu, sá eini er það hefur gert. Alls sat hann 16 ár í stjórn og varastjórn FRÍ. Á þessum árum var sannkölluð gullöld í sögu frjálsra íþrótta og mikil gróska í öllu starfi frjálsí- þróttasambandsins. Hver afreks- maðurinn af öðrum kom fram á sjónarsviðið og gerði garðinn fræg- an, innan lands og utan. Minnast margir enn í dag með gleði þessara frábæru frjálsíþróttamanna og af- reka þeirra. Þegar Lárus var kjörinn formað- ur FRÍ árið 1948 hygg ég að ekki hafi verið fordæmi fyrir því að mað- ur utan Reykjavíkur og ungmenna- félagi veldist til forystu í sérsam- bandi innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta sýnir, hve mikils álits hann naut í röðum frjálsíþróttamanna og forystumanna þeirra. Þá áttí Lárus sæti í héraðsnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu til undir- búnings lýðveldiskosninganna 1944 og minnist ég þess að hann sagði mér að starf í þessari nefnd hefði veitt sér mikla ánægju vegna þeirr- ar eindrægni og bjartsýni, er ríkti meðal þjóðarinnar um stofnun lýð- veldisins. Þá má að síðustu geta þess að Lárus skipaði um tíma heiðurssæti á framboðslista Alþýðubandalagsins til alþingiskosninga í Reykjanes- kjördæmi. Hér verður staðar numið, en af ýmsu öðru er að taka varðandi fjöl- þætt störf Lárusar að félagsmál- um. Auk annarra áhugamála hans má nefha, að hann þóttí liðtækur bridgemaður, áhugamaður um skák og síðast en ekki síst hafði hann mikið yndi af bókalestri og var mað- ur víðlesinn og fróður. Eftir 20 ára búsetu í Brúarlandi færðu þau Kristín og Lárus sig um set, yfir Vesturlandsveginn, í eigið hús, sem þau nefndu Tröllagil. Stendur það nánast gegnt Bruar- landi. Þaðan sér vel yfir skólasvæði Mosfellinga og glæsileg íþrótta- mannvirki, sem risið hafa á síðustu fjórum áratugum, mjög í anda þeirra hjóna, sem hér er minnst. f Tröllagili, eins og annars staðar, þar sem, þau hjón bjuggu, var gest- risni í hávegum höfð og gestakomur tíðar, enda voru þau vinmörg. Sér- staklega minnist ég nú alls þess fjölda, sem lagði leið sína í Tröllagil, meðan framtalsfrestur tíl skatts stóð yfir, en margir nutu aðstoðar Lárusar við gerð skattframtals. Aldrei heyrði ég nefnt að hann tæki þóknun fyrir þessa þjónustu við sveitunga sína, sem mörgum var svo mikilvæg. K Þegar gerð framtals var lokið beið Kristín síðan með góðgerðir af sinni kunnu gestrisni. Til heiðurs þeim hjónum reistu sveitungar og vinir þeim minnis- varða, sem stendur á lóð Varmár- skóla. Eins og fram kom hér að framan urðu börn þeirra hjóna átta, en þau eru í réttri aldursröð: 1) Margrét, f. 20. júlí 1924 á Mosfelli, gift Þráni Þórissyni. 2) Magnús, f. 14. septem- ber 1925 á Mosfelli, d. 18. maí sl., var kvæntur Hallfríði Georgsdóttur. 3) Halldór, f. 19. apríl 1927 á Æsu- **~ stöðum, kvæntur Úlfhildi Her- mannsdóttur. 4) Valborg, f. 19. júní 1928 á Mosfelli, gift Sighvatí Jónassyni. 5) Tómas, f. 23. septem- ber 1929 á Varmá, kvæntur Hrafn- hildi Ágústsdóttur. 6) Fríða, f. 6. janúar 1931 á Brúarlandi, gift Stef- áni Teitssyni. 7) Gerður, f. 6. októ- ber 1934 í Reykjavík, gift Tómasi Sturlaugssyni. 8) Ragnar, f. 13. des- ember 1935 á Brúarlandi, kvæntur Kristínu Pálsdóttur. Fyrir hjóna- band eignaðist Kristín dreng, sem hét Sigurður Björgvin Egilsson, f. 15. júlí 1921. Hann lést 18. maí 1923. Afkomendur Kristínar og Lárus- ar eru nú tæplega 130 á lífi. Á þessum tímamótum hvarflar* "5- hugur minn aftur til haustsins 1954. Kennarastaða var laus til umsóknar við Barna- og unglingaskólann á Brúarlandi og voru umsækjendur fjórir og einn þeirra undirritaður. Skólanefnd, sem í sátu þrír, klofnaði í afstöðu til umsækjenda og fékk ég tvö atkvæði, en minnihlutinn og skólastjóri mæltu með öðrum, ágæt- um skólafélaga mínum og vini, sem getið hafði sér gott orð í íþrótta- hreyfingunni. Það var því með nokkrum kvíða«. er ég gekk í fyrsta skipti á fund skólastjórans. Sá kvíði var með öllu ástæðulaus, slíkar voru móttökur hans og eiginkonu hans. Síðan þótti mér vænt um Kristínu og Lárus, og því vænna, sem ég kynntist þeim betur. Þetta segir raunar allt um þær minningar, sem ég á um þau hjón. Kristín lést 8. nóvember 1970 og var banamein hennar krabbamein. Lárus var aldrei samur og jafn eftir fráfall Kristínar og það var eins og lífslöngun hans hyrfi með öllu við lát hennar, svo samrýnd höfðu þau ver- ið alla tíð. Ógleymanleg verður hún sú ást og elska, er hann sýndi við dánarbeð Kristínar. Lárus lést 27. mars 1974 og var** banamein hans heilablóðfall. Þau voru jarðsett í MosfellsMrkjugarði. Blessuð sé hún okkar börnum, tengdabörnum og afkomendum öll- um, minningin um þau mætu hjón Kristínu og Lárus frá Brúarlandi. Ttímas Sturlaugsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, INGÓLFS ÁRNASONAR, áður tll heimilís á Grundargötu 4, Akureyri. Filippfa Ingólfsdóttir, Björn Gestsson, Ingólfur Árni Björnsson, Þorbjörn Björnsson, Soffía Björk Björnsdóttir, Arnar Logi Björnsson. K- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður minnar, HELGU ALBERTSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Ljósheimum 20. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Höröur Guðmundsson. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.