Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MARGRÉT Kr. Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins, tók við verðlaununum. A myndinni eru einnig (t.h.) Coiin Phillips, útgefandi tímaritsins Editor & Publisher, og Joe Frederickson, forseti INMA. Auglýsing fyrir mbl.is hlýtur verðlaun í alþjóðlegri samkeppni „Ánægjuleg viðurkenning" AUGLYSING frá Morgunblaðinu hlaut fyrstu verðlaun í auglýsinga- keppni á vegum alþjððasamtaka markaðsfólks á dagblöðum, INMA, og tímaritsins Editor & Publisher. Auglýsingin bar heitið „mbl.is - alltaf eitthvað nýtt" og var sýnd í sjdnvarpi og kvikmyndahúsum. Auglýsingastofan Gott fólk hafði umsjón með gerð auglýsingarinn- ar en um framleiðsluna sá listhóp- urinn Gus Gus. Margrét Kr. Sigurðardóttir markaðsstjóri Morgunblaðsins t.ók á móti verðlaununum á heimsþingi INMA í Miami í Bandaríkjunum. „Það er alltaf gaman að fá viður- kenningu og hún sýnir að Morgun- blaðið er að gera hluti sem jafnast á við það sem erlendu blöðin eru að gera. Þau hafa þó yfirleitt úr meira fjármagni að spila við aug- lýsingagerð. Mikill fjöldi auglýs- inga er sendur í keppnina og því var ánægjulegt að íslenskt efni skyldi ná athygli dómnefndar með þessum árangri," segir hún. Helgi Helgason, hjá auglýsinga- stofunni Góðu fólki, segir að verð- launin hafi þýðingu fyrir stofuna. „Auðvitað er þetta ágætis auglýs- ing fyrir stofuna út á við, en ég legg áherslu á að þýðingin sé engu minni fyrir starfsfólkið sjálft, sem er að fá viðurkenningu fyrir verk sín," segir hann. M» Sólheimum 35, sími 533 3634. Allan sólarhringinn. Canon F a x t æ k i &3ijjmié'-'^íJ ¦ :/ Sendingahraöi A4:6 sek Prenthraði: 6 falöð / mín Vinnsluminni: 90 bls í móttöku og sendingu Skammval: 16númer Hraðval: 100 númer Sendir og tekur á móti I einu. Tekur á móti í minni ef pappír klárast Tóner og tromla endist 2800 bls. Verö kr. 59.900.- Faxtæki verð frá kr. 29.900 .- NÝHERJI Skipholt 37 • Sími: 569 7700 www.nyherji.is Kaupir bréf í Básafelli LÍFEYRISSJÓÐUR Vestfirð- inga hefurkeypt hlutabréf í Básafelli á ísafírði að nafnvirði tæplega 12.550 þúsund krónur og eftir kaupin á lífeyrissjóður- inn 6,58% í Básafelli. Verðbréfaþingi íslands var tilkynnt um kaupin í gær en bréfin sem um ræðir voru í eigu Básafells. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Stefnuyfirlýsingrikisstjórnarinnar Anægja meðal fjár- málafyrirtækja I STEFNUYFIRLYSINGU nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru ýmis atriði sem snerta fjármagnsmarkað og rekstur fjármálafyrirtækja hér á landi. I samtölum við forsvarsmenn fjármálafyrirtækja kemur fram al- menn ánægja með það sem fram kemur í stefnuyfirlýsingunni hvað þetta varðar. „Þetta er í raun mjög í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá 1995 og kosningayfirlýs- ingar flokkanna," segir Sigurður Atli Jónsson, forstöðumaður eigna- stýringar hjá Landsbréfum hf. „Reyndar er kveðið mun fastar að orði um einkavæðingu og sölu ríkis- fyrirtækja en í yfirlýsingunni frá '95, beinlínis sagt að hlutabréf í rík- isbönkunum verði seld og er ástæða til að fagna því. Ég held að reynslan af sölu hlutafjár í bönkunum í fyrra hafi verið mjög góð og að sama verði uppi á teningnum í framhald- inu. Það er einnig mjög skýrt að stefnt verður að því að reka ríkis- sjóð með umtalsverðum tekjuaf- gangi og er það jákvætt og í anda þess sem aðilar á fjármálamarkaði hafa mælt með. Sömuleiðis verður ekki betur séð en lánsfjárþörf ríkis- ins muni halda áfram að dragast saman og það þýðir að langtíma- vextir munu fara lækkandi," segir Sigurður Atli. Um þau áform að færa Seðla- bankann undir forsætisráðuneytið segir hann að það sé gríðarlega mikilvægt í hagstjórninni að Seðla- bankinn sé mjög sjálfstæður. „Við viljum sjá nánari útfærslu á þessum áformum áður en við getum sagt nokkuð um þau," sagði hann. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf, segir margt jákvætt koma fram í stefnu- yfirlýsingunni. „Sérstaklega eru áform um að halda áfram einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og að selja hlutabréf í ríkisbönkunum af hinu góða og við viljum gjarnan sjá að það verði gert sem fyrst. Almennt séð lýst okkur ekki illa á þessa stefnuyfirlýsingu en vonum að í framhaldinu verði verkin látin tala," segir Sigurður. Fagna sérstaklega boðuðum aðgerðum í ríkisrekstrinum Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að frá sjónarhóli fjármálafyrirtækja kæmi margt athyglivert fram í stefnuyfir- lýsingunni. „Við fógnum sérstak- lega aðgerðum sem boðaðar eru í ríkisrekstrinum og áherslu á að efla sparnað, m.a. frjálsan lífeyrissparn- að. Við tökum eftir því að gerðar verða auknar arðsemikröfur til rík- isfyrirtækja sem er afar mikilvægt, ekíri síst gagnvart opinberum aðil- um sem eru í samkeppni, má í því sambandi nefna t.d. íbúðalánasjóð. Ég held einnig að þær áherslur sem kynntar eru og miða að því að örva starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og að styðja frumkvæði og framtak í atvinnurekstri séu af hinu góða. Landsbankinn hefur lagt aukna áherslu á þetta svið í sinni starfsemi. Ennfremur fögnum við áformum um áframhaldandi sölu á ríkisfyrirtækjum og teljum að það sé rétt leið sem á að fara, þ.e. að þetta verði gert á viðskiptalegum forsendum og þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eignir sínar," segir Halldór. Hann nefnir einnig skipulags- breytingar í atvinnumálum og end- urmat á eftirlitshlutverki ríkisins. „Vegna hagsmuna Landsbank- ans á landsbyggðinni fagna ég því að atvinnuþróun á landsbyggðinni verði felld að öðru atvinnuþróunar- og nýsköpunarstarfi þar og að kraftar ríkisins verði sameinaðir betur á því sviði. Einnig er jákvætt að áfram verði haldið við að endur- skoða eftirlitshlutverk ríkisins sem raunar var einnig gert á síðasta kjörtímabili, m.a. með stofnun fjár- málaeftirlitsins. Það er að mínu viti mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu og tryggja að öll fjármála- starfsemi lúti eftirliti sömu stofn- unar og að hún verði rekin á sem hagkvæmastan hátt," sagði Hall- dór. Ýmis skynsamleg markmið Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að í stefnuyfir- lýsingunni væri að finna ýmis skyn- samleg markmið og að áform um áframhaldandi sölu hlutafjár í ríkis- bönkunum komi ekki á óvart. „Eg held að þetta sé í samræmi við það sem almennt er skoðun manna núorðið, að fjármálafyrir- tæki eigi að vera í einkaeign," seg- ir Stefán. „Það er einnig jákvætt að sjá að ríkisstjórnin ætlar áfram að stuðla að auknum sparnaði sem hefur verið baráttumál okkar í bönkunum. Við teljum þannig að það sé rétt að halda áfram að veita skattaívilnanir til að örva sparn- að." Aðspurður sagði Stefán að sér þætti að mörgu leyti eðlilegt að Seðlabankinn yrði færður undir for- sætisráðuneytið. „Þetta er náttúru- lega stjórnsýslustofnun sem á hverjum tíma verður að starfa náið með stjórnvöldum þannig að mér líst ekki illa á það," sagði hann. Samtök verslunarinnar segja Baug skaða eigin hagsmuni með drottnunartilburðum Nýtir nú þegar ofurafl sitt gagnvart birgjum TALSMENN Samtaka verslunar- innar fóru í gær á fund Samkeppn- isstofnunar til að skýra fyrir stofn- uninni afstöðu samtakanna til ástandsins á matvörumarkaðnum, en að sögn Hauks Þórs Hauksson- ar, formanns Samtaka verslunar- innar, telur hann að Baugur hf. hafi með kaupum sínum á 10-11 verslun- I þágu öryrkja, ungmenna og iþrótta Ný símanúmer ------- hjá íslenskri getspá Sími skrífstofu: 580 2500 Fax: 580 2501 unum stórskaðað sína eigin hags- muni með drottnunartilburðum á markaðnum. „Þessa skoðun mína byggi ég á viðbrögðum fjölmiðla og almenn- ings, en Baugur nýtir nú þegar of- urafl sitt gagnvart birgjum og hinn almenni neytandi veit hver er næst- ur í röðínní tíl að borga brúsann þegar einn aðili er kominn með 60- 70% af markaðnum," sagði Haukur Þór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist telja þörf á að Sam- keppnisstofnun skoðaði mál þetta vel þar sem það væri hlutverk stofnunarinnar að grípa inn í þegar markaðsráðandi aðili væri farinn að misnota aðstöðu sína. Yfirgangur og hortugheit gagnvart innflytjendum Haukur sagði markmiðið með kaupum Baugs vera að auka inn- kaupaafl, styrkja markaðsyfirburði og ná fram lækkun á einingarkostn- aði. „Afleiðingin af þessum kaupum er að minnsta kosti 60-70% mark- aðshlutdeild í Reykjavík og það stefnir í fákeppni á þessum markaði sem við þekkjum allt of vel hér á ís- landi. Og maður veltir því fyrir sér hvort fákeppni á einum markaði leiði af sér fákeppni á öðrum mörk- uðum þar sem hagsmunir fákeppn- isaðilans felast í því að upplýsingar um verð og kjör eru nánast ófáan- legar og óeðlilegur mismunur er milli einstakra viðskiptavina. Yfir- gangur og hortugheit gagnvart inn- flytjendum og birgjum er einnig sýnilegur vottur um misbeitingu á yfirburðastóðu," sagði Haukur Þór Hauksson. ----------***£-------- Loðnuvinnsl- an hf. á Vaxt- arlista VÞI HLUTABRÉF Loðnuvinnslunnar hf. verða skráð á Vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá VÞÍ kemur fram að borist hafi staðfest- ing á því að félagið uppfylli ákvæði reglna um skráningu á Vaxtarlista. Skráð hlutafé er 500 miUjónir króna að nafnverði, en Loðnuvinnsl- an lauk nýverið 70 milljóna króna hlutafjárútboði og seldist það allt til forkaupsréttarhafa. Félagið verður tekið inn í heildarvísitölu Vaxtar- lista og vísitölu sjávarútvegs fimmtudaginn 3. júní næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.