Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 HÉR má sjá afleiðingar af of hröðum akstri og lélegum dekkjabúnaði. Fækkum óhöppum, sýnum varkárni Frá ungum ökumönnum: LÍKT og barn sem er að byija að læra að hjóla þá er mest hættan á óhöppum hjá þeim sem er nýkominn með bílprófið. Eina leiðin til að halda þeim í lágmarki er að undirbúa sig vel og afla sér reynslu. Til dæmis þegar haldið er út á land í fyrsta sinn þá eru nokkur atriði sem öruggt má telja að taka þurfi með í reikninginn. Lausamöl er þar einna efst á blaði. Hver kannast ekki við fréttir af útaf- keyrslum og bílveltum sökum hennar. Þekktustu dæmin eru á vegköflum þar sem malbikinu sleppir en á slík- um stundum er það hraðinn sem skiptir mestu máli að ekki fari illa. Þá skal alltaf taka tillit til veðráttunnar þegar ekið er. í rigningu og bleytu geta góðir malarvegir orðið mjög hálir og minnsta beygja getur valdið endalokum ferðarinnar. Einnig er mikilvægt að hugsa áður en tekið skal fram úr. Er t.d. nauðsynlegt að fara langt yfir leyfðan hámarkshraða og skapa stórhættu einungis til að vera 2 til 3 mínútum fljótari á áfangastað? Hættulegar brýr Einbreiðum brúm fer fækkandi en alltaf skal sýna ýtrustu varkámi áð- ur en komið er að þeim. Ekki er nóg að aðgæta hvort bíll komi á móti, trébrýr geta orðið hálar, jafnvel í þurru veðri og lausamöl vill oft safn- ast fyrir á þeim. Samfara því að aka um sveitir landsins þarf að taka tillit til búfénaðar. Þótt lausaganga búfjár sé víða bönnuð má alltaf gera ráð fyrir því að bak við næsta hól geti leynst lamb sem skyndilega hleypur yfir veginn. Þá er mikilvægt að sýna tillitssemi við hestamenn og draga úr hraðanum áður en ekið er fram hjá þeim. Að síðustu ber að minnast á blindhæðir og blindbeygjur. Slíkir staðir skipta þúsundum í vegakerfi landsins og eru engin svæði undan- skilin. Aftur og enn þurfum við að huga að hraðanum. Hver kannast ekki við það að blóta ökumanninum sem kom á móti fyrir glæfralegan akstur bara vegna þess að hann gerði ekki ráð fyrir því að bíll kæmi á móti. Fyrir hönd ökunemenda apríl- mánaðar, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra trygginga hf. Smáfólk ONE FIN6ER UJILLMEAN A 5TRAI6HT BALL..TW0 FIN6EK5 WILL MEAN ANOTHER 5TRAI6HT BALL... Einn fingur táknar beinan bolta.. tveir fingur tákna annan beinan bolta... Þrír fingur tákna annan beinan bolta.. Eitthvað annað? Þegar þar er koniið sögu skiptir það ekki máli.. Skipting ráðherra- stóla endurspegli úrslit kosninga Frá Guðmundi Rafni Geirdal: ÚRSLIT kosninganna voru skýr. Sjálfstæðisflokkurinn vann en fram- sókn tapaði. Þannig bætti fyrmefndi flokkurinn við sig einum manni en sá seinni tapaði fjórum. í stuttu máli sagt þá tapaði Framsóknarflokkurinn fimmtungi atkvæða sinna og £jórð- ungi þingmanna. Það kallast að bíða afhroð í kosningum. Samt eru þeir með í stjómarmyndunarviðræðum. Gott og vel, þetta má, en þá fynd- ist manni eðlilegt að stjórnarmynd- unarviðræður ættu að endurspegla vilja kjósenda. Nýlegar fréttir benda hins vegar tii að framsókn fái jafnt hlutfall af ráðherrastólum og Sjálf- stæðisflokkurinn. Benda verður á að framsókn hefur aðeins tæpan þriðj- ung af samanlögðum fjölda þing- manna beggja flokka. Þar af leiðandi ættu þeir aðeins að fá þriðjung ráð- herraembætta. Ef rétt er að fjölga eigi ráðherrum úr 10 í 12 þýðir það að framsókn ætti að fá um fjóra en sjálfstæðið afganginn. Ef í ljós kemur að þetta verði ekki niðurstaðan heldur að framsókn fái sama ijölda ráðherra og Sjálfstæðis- flokkurinn má segja að slíkt endur- spegli engan veginn vilja kjósenda í lýðræðisríkinu Islandi þar sem skoð- anafrelsi og ritfrelsi er bundið í stjórnarskrá. Því legg ég til, ef svo fer í raun, að kjósendur mótmæli því að ekki sé farið eftir vilja þeirra. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.