Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 53 MINNINGAR þinn mann í fótboltanum og víst varst þú pínulítið montinn þegar Matti Villa nafni þinn skoraði mark. Elsku afi, lífið verður litlausara án þín en við trúum því að þú haldir áfram að líta til með okkur og við pössum Gunnu ömmu vel fyrir þig. Takk fyrir allt, elsku afi. Sofðu rótt. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson.) Þín sonarbbrn, Hrönn, Hákon Atli og Matthías Vilhjálmsbörn. Elsku afi. Nú er tómlegt að koma á ísafjörð, enginn afi sem fagnar okkur á flugvellinum, eða bíður brosandi í útidyrunum. Allt þetta ár höfum við beðið Guð um að láta þér batna og hjálpa þér í veikindum þín- um, en nú hefur hann tekið þig til sín, og fyrst hann þurfti þig, þá hef- ur hann vantað góðan og traustan mann í vinnu hjá sér. Manstu, afi, þegar við Unnur fór- um síðasta sumar með þér í vöru- bflnum til Flateyrar og á Suðureyri, það var skemmtileg ferð. Við vorum eins og prinsessur. Svo fórum við aftur í vörubílinn og drógum gard- ínuna fyrir. Þá var eins og við vær- um farþegar í fínum vagni. Þið amma voruð alltaf hjá okkur ef þú þurftir til læknis í Reykjavík. Þá fengum við að njóta þess, því þú lékst við okkur og kenndir okkur margt, þar á meðal leiki og þulur. Hver man ekki eftir því þegar þú sast og raulaðir Fagur fiskur í sjó, og alltaf var þér jafn skemmt þegar kom að „fetta, bretta, nú skal ..." og við vorum ekki nógu snöggar. Elsku afi, hafðu ástarþakkir fyrir allt, við munum ávallt minnast þín með hlýju og við hjálpum litlu systur þegar þar að kemur að minnast þín og segjum henni hvað hún átti góðan afa. Við biðjum góðan guð að styrkja og styðja elsku ömmu, börnin þín og okkur öll í okkar mikla missi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um rjósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M.Joch.) Þínar dótturdætur Sæunn Ósk, Unnur Sif og Magnea Rún Erlendsdætur. Elsku afi minn. Hinn 18. maí barst mér sú fregn að þú hefðir yfirgefið þennan heim. Mér finnst ég ekki tilbúin að kveðja þig. Ég vil hafa þig alltaf hjá mér, afi. En nú geymi ég þig í hjarta mínu. Manstu afi, þegar þið amma flutt- uð upp á Urðarveg. Mér fannst þetta svo stórt hús. Þetta var eins og höll. Þangað var alltaf gaman að koma. Þú hafðir svo gaman af því að spila við okkur og kenna okkur kapla. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur, afi minn. Svo þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, Stein Inga, komstu í heimsókn til mín, þó að það væri ekki heimsóknartími. Þú stalst bara inn. Og svo þegar ég eignaðist mitt annað barn, Ingibjörgu Erlu, kom- uð þið amma á Sauðárkrók til að vera viðstödd skírnina. Þið stoppuðuð yfirleitt stutt, en þessir tímar eru mér dýrmætir í dag. Hverja stund, hvern stað, sem átti ég með þér, geymi ég á góðum stað. Elsku afi, ég sakna þín sárt og mun alltaf elska þig. Ég vona að Guð styrki ömmu og okkur öll í þessari miklu sorg. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Ég elska þig. Ástar- og saknaðarkveðjur. Guðrún Margrét Jökulsdóttir. GUÐRUN GUÐRIÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Guðrún Guðríð- ur Stefánsddttir fæddist á Setbergi í Nesjum 12. ágúst 1905. Hún lést á hjúkrunardeild Skjólgarðs fbstu- daginn 21. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Þorvarðardóttir og Stefán Jónsson. Hún var yngst þriggja systkina, en systkini hennar voru Þor- varður, f. 1894, og Signý, f. 1897, þau eru bæði látin. Guðnín var með móður sinni á ýmsum stöðum á Mýrum og í Suðursveit, en lengst af á Smyrlabjörgum. Árið 1938 fór Guðrún að Setbergi og hélt þar heimili með Ara Árna- syni til ársins 1992 er hún flutt- ist á dvalarheimili Skjdigarðs. Guðrún eignaðist eina ddttur, Jdhönnu Þorvarðardóttur, f. 7. febrúar 1935. Jóhanna giftist Helga Arnasyni, f. 5. júm' 1924, eignuðust þau fimm börn: 1) Ár- ný, f. 17. febrúar 1957, dóttir hennar Árný Björk, f. 5. desember 1982. 2) Stefán Helgi, f. 25. janúar 1959, maki Sigríður Kristins- dóttir, f. 17. október 1962. Börn þeirra: Jóhanu Helgi, f. 1. september 1989, og Guðrún Kristúi, f. 9. nóvember 1996. 3) Ólöf Guðrún, f. 29. maí 1960, maki Friðrik Snorrason, f. 13. september 1956, dætur þeirra Elúi, f. 8. janúar 1988, og Hanna María, f. 5. mars 1995, fyrir átti Ólöf ddtturina Rakel Yri, f. 23. maí 1978. 4) Rúnar, f. 9. september 1963, d. 22. mars 1964. 5) Þor- varður Guðjón, f. 5. nóvember 1965, dkvæntur og barnlaus. Guðrún verður jarðsungin frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í kirkjugarðinum við Laxá. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín í örfá- um orðum. Það var mér og okkur systkinun- um mikil gæfa að njóta návistar við þig í uppvextinum og reyndar allar götur síðan. Þú varst allt í senn fé- lagi okkar, uppfræðari og jafningi þegar því var að skipta. Allt þetta fórst þér forkunnar vel úr hendi og eigum við systkinin þér mikið að þakka. Við minnumst sérstaklega samverustundanna við spOamennsku og spjall með ykkur Ara frænda og öðru heimilisfólki á Setbergi. Þær samverustundir báru af margri annarri skemmtun. Þá kom allt heimilisfólldð saman og gaf hver af sér og þú, amma mín, lést ekM þitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Glaðværð þín og glettni, sem þú áttir svo mikið af og þú miðlaðir okkur óspart, mun ávallt ylja okkur um hjartarætumar. Fyrir hnyttin orðatiltæki þín og skemmtileg tilsvör minnast þín vafalítið flestir sem áttu því láni að fagna að kynnast þér. Þér var lagið að vekja kátínu og hlátur hvar sem nærveru þinnar naut, án þess að þú þyrftir sýnilega að hafa mikið fyrir því. Það var þér eðlislægt. Þú gast alltaf fundið jákvæðu hliðarn- ar á öllum málum. Einu gilti hvort rigndi ofan í þurrt heyið í túninu heima eða alvarlegri vandi blasti við. Þú eygðir von í öllum málum. Æðruleysi þínu var viðbrugðið frammi fyrir viðfangsefhum sem við var að glíma á hverjum tíma og fékk okkur til þess að mæta þeim með öðr- um og jákvæðari hætti. Hvernig við sáum þig leysa verkefhi hversdagsins hefur orðið okkur dýrmætur lærdóm- ur í lífi okkar. Samfylgdin með þér gaf mér það besta veganesti sem mér hef- ur hlotnast á lífsleiðinni, þú kenndir mér að líta alltaf fram á veginn. Þrátt fyrir alla þína glaðværð og glettni átt- ir þú auðvelt með að halda uppi aga og reglu ef því var að skipta. Við systkin- in minnumst þess, að settir þú ein- hverjar reglur, þá voru þær virtar. Þú varst iðjusöm kona og lást ekki á liði þínu. Þú varst trú heimilinu að Set- bergi og gafst því allt sem þú áttír. Á milli okkar ríkti ávallt mikill kærleik- ur og vinarþel. Það var gott að eiga þig að í stóru sem smáu. Sá kærleikur sem ríkti okkar í milli mun veita mér hlýju sem vara mun um ókomna daga. Minning þín lifir, elsku amma mín. Án kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgrund föl, og himinn líkt og leikhústjöld, og lífið eintóm kvöl. Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýjadag, ó, hvað það getur bh'ðkað, bætt og betrað andans hag. (Steingr. Thorsteinsson.) Árný Helgaddttir. Lokið er langri vegferð. Hinn 21. maí lést á Hjúkrunarheimili aldr- aðra, Skjólgarði á Hornafirði, móður- amma okkar, Guðrún Stefánsdóttir frá Setbergi, á 94. aldursári. Við þau tímamót reikar hugurinn til liðinna ára þegar við systkinin vorum að al- ast upp á bernskuheimili okkar að Setbergi í Nesjahreppi. í einu og sama húsinu voru í raun þrjú heimili. Á efri hæðinni bjuggu foreldrar okk- ar ásamt ömmubróður okkar. A neðri hæðinni bjuggu amma og Ari, og afa- systir okkar, frænka eins og við köll- uðum hana alltaf, hélt þar einnig heimili meðan henni entist aldur og heilsa til. Þetta var allt svo sjálfsagt, óumbreytanlegt og öruggt, ein heild. Alltaf einhver nærri hvort heldur var í leik eða starfi. Stundum var farið niður og fenginn aukabiti hjá ömmu eða frænku, eða skriðið upp í rúm og lesið fyrir okkur, eða þá tekið í spil, H. sungið eða okkur sagt frá atburðum löngu liðinna tíma. Þannig liðu árin uns við systkinin flugum úr hreiðrinu hvert í sína áttina. Það er einhvern veginn mjög erfitt að hugsa sér lífið án hennar ömmu... Eftir stendur skarð sem seint verður**" fyllt. Hún sem hafði svo makalaust jákvæð og góð áhrif á allt og alla sem í návist hennar voru. Hvort heldur var beint eða óbeint. Það eitt nægði að um hana væri rætt, hvað þá held- ur ef hún var nærstödd, andrúmsloft- ið varð léttara og betra. Um hana léku ávallt ferskir vindar og ævinlega fór maður glaðari í bragði af hennar fundi. Hún var að eðlisfari lífsglöð og skemmtileg manneskja. Ævinlega sló hún á strengi gleðinnar með hnyttn- um tilsvörum sínum og oftar en ekki í formi vísubúts eða orðatiltækja. Lífið fór þó ekki alltaf um hana mjúkum höndum. Hún var af bláfá- tæku vinnufólki komin. Frá átta ára aldri var henni komið fyrir hjá vanda- lausum og varð að standa á eigin fót- um eftir það. Gekk í öll verk utan- sem innandyra af dugnaði og ósér- hlífni. Ávallt tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd, væri hún þess megnug. Aldrei kvartaði hún yfir hlutskipti sínu. Tók hverju sem að höndum bar af æðruleysi og stillingu og reyndi að gera gott úr öllu. „Hver gefur af því sem hann er ríkastur af." Þetta var eitt af orðatiltækjum hennar. Af ver- aldlegum auði var Mn ávallt fátæk, en veitti þess í stað öllum sem í ná- lægð hennar voru ríkulega af glað- værð sinni og mannkostum. Við sem eftir stöndum munum ævinlega minn- ast hennar sem sannkallaðs gleði- gjafa. Farsælum lífsferli er lokið. Efb- ir standa minningarnar, svo ótal margar og góðar, sem ekki er ráðrúm til að tíunda hér. Við viljum að lokum þakka þér, elsku amma okkar, fyrir allt og allt sem þú gafst okkur af því mikla og góða veganesti sem Guð gaf þér. Að lokum biðjum við algóðan Guð að geyma þig um alla eilífð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stefán Helgi, Ólöf Guðrún og Þorvarður Guðjdn. BALDUR HEIÐDAL + Baldur Heiðdal, Sæmundargötu 3, Sauðárkróki, fæddist á Siglufirði 20. maí 1943. Hann lést á heimili smu aðfara- nótt 24. maí síðastlið- inn. Foreldrar: Sig- rún Eiðsddttir, f. 23. mars 1919, og Heið- dal Jdnsson, f. 28. mars 1916, d. 14. nóv- ember 1981. Systkini Baldurs: 1) Guðlaug Erla, f. 12.4. 1938. Maki Roy Franco, f. 27.12. 1934. Þau eiga þau þrjú börn. 2) Drengur, f. 4.3. 1942, d. 1943. 3) Jóna Björg, f. 3.12.1948. Maki Baldvin Kristjáns- son, f. 22.4. 1944. Þau eiga þau þrjú börn. 4) Steí'anía Bjðrk, f. 27.11. 1949. Maki Jdn B. Vil- lijálmsson, f. 18.3. 1946. Þau eiga þau þrjú börn. Baldur átti eina hálfsystur og voru þau samfeðra: 5) Hugrún Ósk, f. 21.3.1964, maki Björn Reinarð Arason, f. 31.1. 1962. Þau eiga fjögur börn. 19. maí 1968 kvæntist Baldur Unni Gunnarsddttur, f. 23.9. 1947, í Reykja- vík og eignuðust þau þrjú börn: 1) Eiður, f. 29.1. 1969, giftur Þdrey Gunnarsddtt- ur. Þeirra ddttir er Sandra Sif, f. 23.6. 1996. 2) Sigrún, f. 15.1. 1972, í sambúð með Óla Viðari Andréssyni, f. 27.5. 1972. Þeirra ddttir er f. 22.2. 1998. 3) Júlí- 1974, í sambúð með Ólafi Kr. Jdnssyni, f. 5.1.1972. Baldur lærði framreiðslu í Reykjavík og starfaði í mörg ár við iðn sína í Reykjavík og víðar. Hin síðari ár rak hann bílasölu á Sauðárkrdki. Utför Baldurs fer fram frá Sauðárkrdkskirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 14. Valdís Ósk, ana, f. 23.6. Hann afi Baldur er dáinn og far- inn til Guðs á himnum, þá getur hann passað kisuna sem hann og amma áttu, hana Hosu. Það var gott að vera hjá afa Baldri, hann var alltaf svo góður við mig, hlýr og þol- inmóður. Mér fannst voða notalegt að skríða upp í fangið á honum, spjalla pínu stund og jafnvel að fá mér smá blund við öxlina hans. Það var ósköp notalegt að kúra hjá hon- um nóttina áður en hann dó, hann var alltaf svo heitur. Elsku afi minn, við amma Unnur eigum eftir að sakna þín, Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Þín Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Sandra Sif Eiðsddttir. Þegar Júlla vinkona mín bar mér þau tíðindi að pabbi hennar væri lát- inn gat ég ekki tára bundist. Baldur Heiðdal, þessi viðkunnanlegi, lífs- glaði og síkáti maður kvaddur á brott allt, allt of fljótt. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við Júlla sátum úti í bflskúr, hámuðum í okkur banana og lékum við Hosu, augastein fjölskyldunnar, sem þá var aðeins kettlingur. Þá rak Baldur Hressó, úti á höfn, og keyrði um á bílnum Mikka, hver annar myndi kalla bílinn sinn Mikka! Þetta voru skemmtilegir tímar. En tímar Hressó og Mikka liðu og annað tók við. Festi Baldur sig fljótt í sessi sem einn skemmtilegasti og vinsælasti bflasali landsins. Hann var heiðarlegur í viðskiptum og sá til þess að rétt yrði gengið frá kaupum og samningum og naut ég þar góðs af þegar hann aðstoðaði mig við kaupin á Mözdunni minni fyrir nokkrum árum. Ég varð þó stoltust af því hrósi sem hann gaf mér fyrir að vera góður bílstjóri þegar hann fékk far með okkur Júllu suður í tví- sýnu veðri fyrir nokkrum árum. Það er aðdáunarvert hve samrýnd Unnur og Baldur voru, þau voru sannarlega hjón hjónanna. Augljóst er einnig að börn þeirra hafa notið góðs af og fengið það besta frá þeim báðum. Þetta sá ég skýrt, þegar við Júlla leigðum saman á Reynimeln- um, á því hvað Júlla var mikil pabbastelpa. Þau voru hvort tveggja í senn, náin feðgin og góðir félagar. Á þessu má sjá af hve mikilli ástúð Unnur og Baldur hafa alið börn sín upp. Það er því margs að sakna og ekki verður fyllt í það mikla tóm sem myndast hefur nú þegar þú, Baldur, hefur kvatt þetta líf. Blessuð sé minning þín. Elsku Unnur, Eiður, Þórey, Sandra Sif, Sigrún, Óli, Valdís Ósk, Júlla og Óli, mínar bestu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Björk Hlöðvers. Heilt yfir vita menn ekki sín enda- dægur en þó mætti ætla að sumir væru næmari á þau en aðrir. Baldur! Mín kveðjuorð verða ekki mörg. Er þú ræddir við mig 1 símann á laugar- daginn fyrir viku, rólegur og yfirveg- aður sem jafnan, þá sló það mig strax er þú baðst mig að skila kveðju til konu minnar og barna, til vina þinna og kunningja og þeirra er reyndust þér vel. Þessari kveðju er hér með komið á framfæri. Sjálfur þakka ég þér góð og vinsamleg kynni. Eiður minn! Þér og fjölskyldu þinni votta ég samúð mína. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðmundur Oli Pálsson. í dag kveðjum við góðan dreng með söknuði. Hann lést langt um aldur fram, nýorðinn 56 ára. Eg^ kynntist Baldri Heiðdal er ég giftist bróður Unnar eiginkonu hans fyrir 24 árum. Það sem einkenndi Baldur var hversu heiðarlegur og hjarta- hlýr hann ætíð var. Baldur kom ávallt vel fyrir, rólegur í eðli sínu og skipti aldrei skapi. Baldur var einn af þeim sem kunni best við að vinna sjálfstætt og vann því lengstan hluta ævi sinnar við eigin rekstur. Margs góðs er að minnast í sam- skiptum við Baldur. Unnur og Bald- ur komu sér vel fyrir á Sauðárkróki þar sem þau hafa búið í mörg ár með börnum sínum þeim Eiði, Sig- rúnu og Júlíönnu sem 611 eru mann- vænleg og stolt foreldra sinna. Missir þeirra er mikill og erfitt verður það fyrir litlu afastelpurnar, þær Söndru Sif og Valdísi Ósk, sem voru augasteinar afa síns að skilja afhverju afi komi ekki aftur. Sú hefð hefur komist á í fjölskyldunni að fjölmennur hópur hittist ýmist í Reykjavík eða á Króknum yfir sum- artímann til að grilla saman og eiga góðar samverustundir. Það verður sjónarsviptir að grillveislum stór- fjölskyldunnar í sumar vegna fráfall Baldurs. Kæri Baldur, ég vil þakka fyrir rausnarlegar móttökur og gestrisni ykkar hjónanna á liðnum árum. Elsku Unnur, Eiður, Sigrún^ og Júlíanna, megi góður guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu og hjálpa ykkur í gegnum þennan erf- iða tíma en minningin um góðan eiginmann, föður, afa og fjölskyldu- vin mun lifa í minmngunni um ókomin ár. Með hinstu kveðju. Ásgerður J. Flosaddttir. f-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.