Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LERKIÐ I SKRUÐI ÞAÐ vex eitt blóm fyrir vestan - og það veit ekki að ég sé til. Ég held að Steinn Steinarr hafi ort svo. En það vex eitt tré fyrir vest- an, og þetta tré og vaxtarstað þess langar mig til að fjalla örlítið um í þessum pistli. Um nokkurt skeið hefur Skóg- ræktarfélag íslands valið tré hvers árs. 1996 var lerki valið tré ársins. Það ætti varla að vera í frásögur færandi, svo mikið hefur verið gróðursett af lerki á undan- förnum áratugum, einkum á Hér- aði, og svo mikið hefur verið rætt um lerki sem nytjatré framtíðar- innar á íslandi. En lerkið sem varð fyrir valinu vex í andstæðum landshluta, lands- hluta sem fáir tengja við fögur tré af er- lendum uppruna, þótt víða vaxi birkikjarr í fjarðarbotnum á Vestfjörðum. Séra Sigtryggur Guðlaugsson var mik- ill brautryðjandi í skólamálum og orðstír Núpsskóla barst um allt land. Orðstír hans í rækt- unarmálum var einnig mikill og garð- ur hans rómaður um allt land. Sigtryggur og kona hans Hjalt- lína Guðjónsdóttir voru bæði heiðursfélagar Garð- yrkjufélags íslands. Sigtryggur gaf garði sínum nafnið Skrúður og taldi hann stofnaðan 1909 en und- irbúningur garðsins hófst nokkrum árum áður. Garðurinn telst því níræður um þessar mundir. Frægð þessa garðs lifír enn í orðinu skrúðgarður. Lerkið hans séra Sigtryggs er með alelstu trjám garðsins. Sig- tryggur hélt nákvæma dagbók yf- ir garðinn, en því miður sést ekki hvenær lerkið var gróðursett þótt flest bendi til að það hafi verið um 1910. Lerki var upphaflega kallað lævirkjatré eða barrfellir á ís- lensku og síðara nafnið er mjög lýsandi fyrir þá einstæðu eigin- leika trésins að fella barr á vetr- um. Greni og fura halda hins veg- ar nálum sínum og verða þess vegna oft illþyrmilega fyrir barð- inu á vorfrostum, þegar sólin skín skært þótt kuldagjóla sé og frostið bítur svo á nóttum. Svona frost- og þurrkskemmdir eru mjög áber- andi núna bæði í greni og furu sunnan- og suðvestanlands. Til eru nálægt því 10 mismun- andi tegundir lerkitrjáa, sem vaxa einkum í meginlandsloftslagi í kaldtempraða beltinu nyrðra. Trjábolurinn er beinn og uppmjór, en greinarnar óreglulegar og oft BLOM VIKUMAR 407. þáttur Imsjón Sigríí- iir Hjartar slútandi. Nálarnar eru mjúkar og fíngerðar og sitja saman í þéttum vöndli 10-50 saman, breytilegt eft- ir tegundum. Þær falla á haustin og því vinnur sólarglenna í vor- frostum lerkinu ekki mein. Köngl- arnir eru breytilegir að lögun og sitja mörg ár á trénu en fræið þroskast og fellur á einu ári. Lerk- ið er ljóselskt og fljótvaxið og þrífst í ófrjóum jarðvegi vegna sambýlis við lerkisveppinn, sem er hinn besti matsveppur, sem völ er á hérlendis. Þær lerkitegundir sem hér eru ræktaðar til nytja eru síberíulerki, sem á heimkynni sín austan Tjral- fjalla norður að 70. breiddarbaug, og Rússalerki, sem tekur við af Síber- iulerkinu og yex vest- ur fyrir Úralfjöll. Rússalerkið virðist eiga vaxandi vinsæld- um að fagna hérlend- is síðustu árin. Lerk- ið mikla í Skrúði er hins vegar evr- ópulerki - Larix deci- dua. I heimkynnum sínum í fjöllum Mið- Evrópu nær það 30- 40 m hæð en Skrúðslerkið er kom- ið á ellefta metra. Hvað verður um framhaldið er erfitt að spá, þar sem lerkið er nú komið upp fyrir reynitrén, sem hafa veitt því nokkurt skjól. Ellin ætti þó ekki að vera farin að hrjá það, þar sem lerki getur orðið 6-700 ára gamalt. Enginn sem ferðast um Vest- firði að sumarlagi ætti að láta hjá líða að koma við í Skrúði. Garður- inn, sem var meðal annars gerður til að sýna nemendum skólans fram á gróðurmátt íslenskrar moldar, hefur ýmis einkenni af skipulagi evrópskra garða um aldamót. Á árunum 1992-1996 var mikið þrekvirki unnið við endur- reisn garðsins og hefur hann nú gengið i endurnýjun lífdaga. Þar lögðu margir hönd á plóginn og ekki er hlutur kennara og nem- enda Garðyrkjuskóla ríkisins und- ir forystu Grétars Unnsteinssonar minnstur. Til að unnt verði að halda þessu viðreisnarstarfi áfram og annast garðinn sem skyldi hef- ur verið stofnaður framkvæmda- sjóður Skrúðs. Nú stendur yfir fjársöfnun og er gíróreikningur sjóðsins í Sparisjóði vélstjóra 1175-26-757. Öll framlög, stór sem smá, eru þegin með þökkum. Allir eru velkomnir í Skrúð, sem eiga leið um Vestfirði, og er garðurinn opnaður 17. júní ár hvert. s.Hj. I DAG VELVAKAJ\ÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nýjasta tækni í sölumennsku ÞAÐ var eitt kvöldið að síminn hringdi. Falleg konurödd tilkynnti mér að í úrtaki hjá bókaútgáfunní Vöku-Helgafelli hefði mér hlotnast bókagjöf. „Mætti hún senda mann heim til mín annað kvöld með bók- ina og myndi hann einnig ræða við mig um útgáfu- starfsemi fyrirtækisins." Allt væri þetta án skuld- bindinga. „Sjaldan hefi ég flotinu neitað," hugsaði ég og samþykkti þetta. Gjörvilegur piltur birtist næsta kvöld með svarta leðurtösku og dró upp úr henni stóra fallega mynd- skreytta fuglabðk. Lyftist nú á mér brúnin, en hún seig aftur er hann sagði að þessa bók byði hann mér með kostakjörum - þús- und kall á mánuði í 17 mánuði, vaxtalaust og þyrfti ekki að byrja að borga fyrr en í ágúst og hann lagði undirskriftar- pappíra á borðið. „En bókagjöfin?" stamaði ég. Dró hann þá upp reifara- kver útgefíð 1994 af Vöku- Helgafelli hf. og segir á bókarkápu þess: „Spenn- andi saga um miklar ástríður og svik." Fyrr á árum kynntist ég álíka sölumennsku í Portú- gal. Þeir sölumenn byrj- uðu á að'mýkja væntanlegt fórnarlamb með kampa- víni. Tengdasonur minn lenti líka í sams konar „gjafaúr- taki" hjá þessari bókaút- gáfu - og hversu margir aðrir? Sigurður Þorkelsson, Grænagarði. Kennaralaun KENNARAR mega ekki láta sér detta í hug að semja nema laun þeirra verði fyrst tvöfolduð og síðan bætt 30% ofan á. Þeir verða að komast til jafns við sína viðmiðunar- stétt sem er alþingismenn. Fyrir 30 árum höfðu þess- ar tvær stéttir sömu laun en aumingja kennararnir hafa setið illa eftir. Það er að vísu rétt að kennarar gera mörg asnastrik og ættu kannski þess vegna að hafa lítil laun. Þeir kom- ast þó ekki í asnastrikum með tærnar þar sem þing- menn hafa hælana þegar þingmenn taka sig til og samþykkja lög á færibandi án þess að hafa hugmynd um hvað í lögunum stend- ur. Dæmi um þetta eru lögin um fjöleignarhús og lögin um fiskveiðistjórnun. Einar Kristinsson, Funafold 43, Rvík. Dyrahald Kettlingar fást gefins TVEIR gæfir og góðlyndir kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 552 0834. SKAK l'ins.jóii Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Katrineholm í Svíþjóð í vor. Þjóðverjinn Christopher Lutz (2.610) var með hvítt, en Svíinn Patrick Lyrberg (2.405) var með svart og átti leik. Lyr- berg hafði teflt djarflega gegn stigaháum and- stæðingi sínum og fórnað skiptamun fyrir sterka sókn. Honum fataðist nú flugið og lék 35. - Rxc2?? 36. Dg3 - Df5 37. Dg4 - Dxg4 38. Hxg4 - Rxa3 39. Hxc3 - Rc4 40. Hd4 - Hc5 41. h4 og svartur gafst upp, því endataflið er von- laust. I staðinn gat hann leikið: 35. - Re2! með tvöfaldri hótun, 36. - Rxcl og 36. Rf4 og stendur þá til vinnings. Úrsht á mótinu urðu: 1.-2. Speelman, Englandi og Gavrikov, Lit- háen &h v. af 9 mögulegum, 3. Andersson, Svíþjóð 6 v., 4.-6. Ibragimov, Rússlandi, Fedoriv, Hvíta-Rússlandi og Lutz, Þýskalandi 5M; v., 7. Pia Cramling 4 v., 8. Lyr- berg 3 v., 9. Laveryd Vk v. 10. Berg 1 v. ¦w, SVARTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI n % þessunj áfsétmcK, ÞyjciY hérui*>\~ ga/r>an. ad n/aupcu urr, ber-faeituny Víkverji skrifar... VIKVERJI fyllir ekki fiokk þeirra sem hafa allt á hornum sér gagnvart Ríkisútvarpinu. Þvert á móti telur Víkverji að Ríkisút- varpið hafi mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi, ekki síst í menningarlegu tilliti. Nú er reyndar svo komið að oftar en ekki stillir Víkverji á Rás eitt, eða „gömlu gufuna" sem stundum er nefnd svo, þegar hann hlustar á út- varp. Er það þægileg tilbreyting frá síbyljunni og kjaftavaðlinum á hinum stöðvunum, þar sem drýldni, aulafyndni og sjálfumgleði dagskrárgerðarmanna ríður ekki við einteyming, þótt á því megi að vísu finna örfáar heiðarlegar und- antekningar. Á „gömlu gufunni" geta menn hins vegar gengið út frá því, í fiestum tilvikum, að fá vandað efni í fagmannlegri umfjöllun dag- skrárgerðarmanna Ríkisútvarps- ins. Helgarnar hafa reynst Víkverja drýgstar til útvarpshlustunar og á laugardögum og sunnudögum má finna fjölmarga vandaða þætti á Rás eitt í Ríkisútvarpinu. Þannig datt Víkverji niður á tvo tónlistar- þætti á laugardegi fyrir skömmu, sem voru ólíkir hvað efnistök varð- ar, en báðir bráðskemmtilegir að mati Víkverja. Annar þeirra bar heitið „Til allra átta" þar sem flutt var framandi tónlist frá ýmsum heimshornum, en hinn fjallaði um John heitinn Lennon og tónlist hans. Að loknum þættinum um Lennon var svo fluttur þýddur þáttur frá BBC um eiginkonur gamalla meistara og því næst hlustaði Víkverji á Inúitasögur og var að þeim loknum leiddur inn í heim harmónikkunnar og voru allir þessir þættir hinir áheyrilegustu á að hlýða. XXX VÍKVERJI var þaulsetinn fyrir framan útvarpstækið sitt þennan tiltekna laugardag og hyggst leggja við hlustir í enn rík- ara mæli í framtíðinni, því hér hef- ur aðeins verið nefnt brot af at- hyglisverðu útvarpsefni, sem Rík- isútvarpið býður hlustendum sín- um upp á um helgar. í því sam- bandi má nefna þáttaröðina „Sam- tal á sunnudegi" þar sem þjóð- kunnir íslendingar eru spurðir um bækurnar í lífi sínu og unnendur sígildrar tónlistar geta gengið að þættinum „Sunnudagstónleikum" vísum síðdegis á sunnudögum. Fyrir áhugamenn um ferða- og umhverfismál skal ennfremur bent á þáttinn „Út um græna grundu", sem er á dagskrá Rásar eitt á laug- ardagsmorgnum og endurfluttur á miðvikudagskvöldum, sem kemur sér eflaust vel fyrir þá sem vilja nota helgarnar til að sofa út. Á virkum dögum reynir Víkverji að hlusta á „Víðsjá" eftir því sem við verður komið, en þátturinn er á dagskrá Rásar eitt síðdegis og fjallar um listir, vísindi, hugmyndir og tónlist. Að mati Víkverja er þátturinn fagmannlega unninn og hlutaðeigendum til sóma, sem og áðurnefhdir þættir og fjölmargir aðrir, sem Ríkisútvarpið býður hlustendum sínum upp á alla daga vikunnar, árið um kring. XXX VÍKVERJI vill einnig nota tækifærið til að taka upp hanskann fyrir Ríkissjónvarpið. Allt tal um að Sjónvarpið sé leiðin- legt og niðurdrepandi á ekki við rök að styðjast að mati Víkverja. Þvert á móti finnst honum Sjón- varpið bjóða upp á hæfilega blöndu af skemmtilegu afþreyingarefni og fróðlegum heimildarmyndum og þáttaröðum, sem hafa bæði fræðslu- og skemmtanagildi. Má þar nefna bandaríska heimildar- myndaflokkinn um „Kalda stríðið", sem Víkverji hefur fylgst með af áhuga undanfarin mánudagskvöld. í síðasta þætti var fjallað um upphaf Víetnamstríðsins, en þau hernaðarátök eru Víkverja enn í fersku minni, þótt langt sé um liðið síðan þeim lauk. Það var oft erfitt að vera ungur lýðræðissinni á þeim árum og verja aðgerðir Banda- ríkjamanna í þessum fjarlæga heimshluta. Þættirnir endurspegla tilgangsleysi stríðsins, sem skildi eftir sig djúp sár í bandarískri þjóðarsál og klauf þjóðina í tvær andstæðar fylkingar, með og á móti Víetnamstríðinu. Reyndin varð enda sú að Bandaríkjamenn töpuðu þessu stríði á heimaslóðum, en ekki á vígvellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.