Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI1999 FOLK I FRETTUM Stutt Grimmir rukkarar ?REIÐIR lánardrottnar í Kiev tóku skuldunaut sinn, 23 ára mann frá Úkraíhu, og píndu hann á grimmilegan hátt vegna 70 þúsund króna skuldar. Maðurinn var af- klæddur og geymdur hlekkjaður í göturæsi mánuðum saman og fékk ekkert að borða nema gras. Maður slapp að lokum úr prísundinni og furðu lostinii hjólreiðamaður kom honum til aðstoðar og keyrði hann hálfmeðvitundarlausan á nærliggj- andi sjúkrahús. Þar var gert að sárum hans, en maðurinn var kjálkabrotiuu, rifbrotinn og hafði slæm sár á hálsi. Lögreglan hefur ekki enn náð ddæðismönnunum sem sagðir eru rúmlega tvítugir í fréttablaðinu Fakty. Reykingabann til böta? ?LÖG sem banna reykingar hafa gert bari og veitingastaði að hrein- ustu stöðum í Bandaríkjunum en þessi sömu lög hafa gert strendur Kaliforníu að öskubökkum. Strand- nefnd Kaliforníu, er stendur fyrir hreinsunardegi stranda árlega, telur að fjöldi sígarettustubba hafi aukist um 40% milli áranna 1997-1998. „Um leið og Bandaríkin herða lög sem bánna fólki að reykja innandyra er engin furða að sígarettustubbum fjölgi utandyra," sagði talsmaður nefndarinnar. „Ef engir öskubakkar eru til staðar, hendir fólk stubbunum á götuna sem síðan skolar niður á strönd. Við verðum að auka skilning fólks á þessu." Ljósmynd aldarinnar ?HUNDRAÐ Bandaríkjamenn sem fæddir eru 4. júlí á hverju og einu ári tuttugustu aldarinnar munu hittast í Sjálfstæðishöllinni í hópmyndatöku í tilefni aldamóta og 223 ára afmælishátíðar sjálf- stæðis landsins. „Fólk sem er fætt 4. júlí frá árinu 1900 til ársins 1999 munu verða myndað," sagði Phil Sheridan, talsmaður Þjóð- garðastofnunarinnar sem er starfrækt í Sjálfstæðishöllinni þar sem sjálfstæði landsins var lýst yf- ir4.júlíáriðl776. Ókurteis löggudúkka ?VEGALÖGREGLAN í Hvíta- Rússlandi hefur tekið upp á því að setja Iöggudúkkur meðfram fjöl- förnum þjóðvegum til að draga úr ökuhraða. „Það hefur strax borið árangur," sagði Vasily Bulbenkov höfuðsmaður Áróðursdeildar lög- reglunnar. „Ökumenn hægja á sér og vara aðra bílstjóra við með því að blikka Ijósunum." En dúkkurnar hafa einnig haft neikvæð áhrif á vegfarendur. „Eftir að lögreglu- maður ók framhjá dúkku bar hann fram kvörtun þess efnis að lög- reglumaður á þjóðveginum hefði ekki heilsað en í raun var þarna á ferðinni dúkka," sagði Vasily. Berháttuð í kennslustund ?KENNARI í menntaskóla í Vancouver í Bandaríkjunum er talinn hafa gengið of langt er hann bað nemendur sína í öld- ungadeild skólans að fækka fötum í kennslustund. Kennaranum, er kenndi frumstæð trúarbrögð, var sagt upp störfum er skólanefndin komst í málið. „Nemendur voru ánægðir með námskeiðið og vildu að það héldi áfram en voru þó sammála um það að þessi kennslu- aðferð hentaði ekki í opinberum skðla," sagði talsmaður skólans. . Rokkað með Jon Spencer Blues Explosion í kvöld V /ffftf J/ff 8 í kvöld mun bandaríska hljómsveitin Jon Spencer Blues Explos- ion spila í bflageymslu Rásar 2 við Efstaleiti en Quarashi og Ensími sjá um upphitun. JON Spencer Blues Explosion er frá New York og í sveitinni eru söngvarinn Jon Spencer, gítarleikarinn Judah Bauer og trommarinn Russell Simins. Sveitin þykir með eindæmum lífleg á sviði, tónlistin er meira í ætt við rokk og ról en blús þrátt fyrir að nafnið gæti gefið annað til kynna. Jon Spencer segir að í tónlist þeirra megi finna ýmsar tónlistarstefnur þott allar séu þær undir hatti rokksins en inn á milli megi heyra rapp, popp, rokkabillí, kántrí og pönk. Spencer bendir á Rolling Stones sem áhrifavald á sveitina, en oft hefur lögum Rollinganna verið IQct við rokkaðan blús. RokMð er því meira áberandi Lágmenningar- hátíð Reykjavíkur en blúsinn í tónlist sveitarinnar þótt blúsaðar melódíur megi greina hér og þar. Sumir segja að Jon Spencer taki staðlaðar blúsmelódíur og breyti þeim í pönkaða samsuðu og telja nafngift sveitarinnar dæmi um póstmódernískt viðhorf Jons Spencers þar sem vísunum í aðrar tónlistarstefnur sé hrært saman í rokkaðan bræðing «r ~S£T sveitarmeðlima. Jon Spencer hóf feril sinn í sveitinni Pussy Galore, en þegar hún leystist upp stofnaði hann Jon Spencer Blues Explosion. Sveitin hefur gefið út átta breiðskífur en það var með þriðju plötu hennar, Extra Width sem gefin var úr 1993, sem vinsældirnar komu. Lagið ,Afro" af Extra Width naut talsverðra vinsælda og sveitin þótti léttari, þéttari og einnig var talað um að Spencer syngi eins og Elvis sjátfur. Það eru þó tónleikar sveitarinnar sem hafa aflað henni mestra vinsælda enda þykja þeir mikil rokk- og svitaveisla. * Verzlunarskóli íslands * Innritun nýnema vorið 1999 Nýútskrifaðir grunnskólanemar Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla íslands rennur út föstudaginn 4. júní kl. 16:00. Verzlunarskóli íslands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsókn- ir verður valið úr þeim á grundvelli einkunna í samræmdum greinum á grunnskólaprófí. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur, og þeir sem hafa stundað nám í erlendum grunnskólum, eru þó metnir sérstaklega. Nemendur sem innritast í Verzlunarskóla íslands geta valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Braut Alþjóðabraut: Hagfræðibraut: Málabraut: Stærðfræðibraut: Viðskiptabraut: Samskipti á erlendum tungumálum. Saga og menning helstu viðskiptalanda, alþjóðastofnanir og starfsemi þeirra. Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að háskólanámi í hagfræði og öðmm þjóðfélagsgreinum. Finnn erlend tungumál í kjarna. Góður gmnnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði og raunvísindum. Rekstur og stjómun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður gmnnur að háskólanámi í viðskiptagreinum. Á fyrsta ári velja nemendur milh þýsku og frönsku en að öðm leyti stunda allir sama nám. Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta. Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefnt er að og þeirri starfsþjálfun sem nemendur fá. Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi og stúdentspróf að loknu fjögurra ára námi. Umsóknareyðublað fylgir grunnskólaskírteinum en það má einnig fá á skrifstofu skólans og þar sem sameiginleg innritan í framhaldsskóla fer fram. Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.verslo.is Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspurnir og umsókn um skólavist. Opið hús verður í Verzlunarskóla íslands þriðjudaginn 1. júní 1999 frá kl. 15:00-18:00. Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin. lngólf$str<eti 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.