Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Reglur um launagreiðslur til sveitarstjórnarmanna mismunandi Greiðslur oft miðaðar við hlutfall af þingfararkaupi INNAN bæjarstjórna á Akureyri, Fjarð- arbyggð, Arborg og Hafnarfírði hefur ver- ið ákveðið að afstýra þeim launahækkun- um sem niðurstaða kjaradóms ætti að færa sveitarstjórnarmönnum vegna viðmiðunar ______við hlutfall af þingfararkaupi.______ SVEITARSTJORNIR á höfuð- borgarsvæðinu, nema á Seltjarn- arnesi, og allmargar sveitarstjórn- ir úti á landi miða launagreiðslur til bæjarfulltrúa við hlutfall af þingfararkaupi. Önnur sveitarfé- lög miða gjarnan við launataxta bæjarstarfsmanna eða opinberra starfsmanna í héraði. I þeim sveit- arfélögum, sem miðað hafa við kjaradóm, er nokkuð misjafnt hvort laun sveitarstjórnarmanna hækka um mánaðamót í framhaldi af nýjum úrskurði kjaradóms. Bæjarstjórnir Fjarðarbyggðar og Árborgar hafa þegar samþykkt að taka ekki við hækkun samkvæmt nýjum kjaradómi. Bæjarráð Akur- eyrar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að tenging við kjaradóm verði endurskoðuð og bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti að hækkun kjaradóms skyldi ekki hafa áhrif á launa- greiðslur bæjarins. í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ, Reykjanesbæ, Borgarbyggð og á Akranesi munu greiðslur bæj- arfulltrúa hækka um mánaðamót í samræmi við nýgenginn dóm kjaradóms en í nokkrum öðrum sveitarfélögum með sömu viðmiðun hefur ekki verið ákveðið hvort hækkanir nái fram að ganga. Magnús Jóhannsson, forstöðu- maður fjármálasviðs Fjarðar- byggðar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákveðið hefði verið í fyrrasumar að laun bæjarfulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi miðuðust við hlutfall af þingfararkaupi. „Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var samþykkt að hafna þessari viðmið- un og taka í staðinn mið af almenn- um breytingum launa í landinu," sagði Magnús. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur bæjarstjórn Ár- borgar þegar ákveðið að afnema viðmiðun bæjarfulltrúalauna við þin^fararkaup. A Akureyri hefur Kristján Þ. Júlíusson bæjarstjóri afsalað sér hækkun í samræmi við ákvörðun kjaradóms eins og fram hefur kom- ið. A fundi í gær samþykkti svo bæjarráð Akureyrar að leggja til við bæjarstjórn að nýgenginn úr- skurður kjaradóms hafi ekki áhrif á launagreiðslur bæjarins, þ.e. greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að bæjarráð hefði sam- þykkt að leggja til við bæjarstjórn jafnframt að reglur um kaup og kjör nefndarmanna og bæjarráðs- manna verði endurskoðaðar en greiðslur til þessara aðila hafa hingað til miðast við hlutfall af þingfararkaupi, sem ákveðið er af kjaradómi. Halldór Árnason, bæjarritari í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að laun bæjarstjóra hafi verið ákvörðuð miðað við þing- fararkaup og laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna taki mið af bæjar- stjóralaunum. Á bæjarráðsfundi í gær var hins vegar samþykkt að síðasti úrskurður kjaradóms mundi engin áhrif hafa á launagreiðslur bæjarins. Halldór sagði að samkvæmt þessu gengi hækkun kjaradóms ekki til kjörinna fulltrúa og bæjar- stjórans í Hafnarfirði. Elsa Jónsdóttir, bæjarritari í Skagafírði, sagði að þar hefðu greiðslur til bæjarfulltrúa miðast við þingfararkaup, bæði vegna setu í bæjarstjórn og í nefndum. Nú hefur verið ákveðið að hækka ekki ]aunagreiðs]ur vegna maímánaðar í samræmi við nýjan kjaradóm og verður tekinn tími til að kanna málið nánar áður en framhaldið verður ákveðið, að sögn Elsu. Við- miðun af þessu tagi á hins vegar ekki við um laun bæjarstjóra. I sveitarfélaginu Hornafirði taka laun bæjarfulltrúa ekki sjálfkrafa breytingum í takt við hækkun á þingfararkaupi, að sögn Garðars Jónssonar bæjarstjóra, þó að upp- hafiega hafi launin verið háð slíkri viðmiðun. „Hækkun á launum bæj- arfulltrúa er því háð ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni," sagði Garðar. Garðar sagði jafnframt að laun bæjarstjóra tkju ekki heldur mið af þingfararkaupi. I Vestmannaeyjum varð Páll Einarsson bæjarritari fyrir svörum og sagði laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna miðuð við þingfar- arkaup, laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna, ekki hefði hins veg- ar verið tekin ákvörðun um breyt- ingu í samræmi við nýjan kjara- dóm en málið yrði væntanlega tek- ið á dagskrá fljótlega. Hækkanír í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, ísafirði, Reykjanesbæ, Borgarbyggð, og Akranesi Helga Jónsdóttir, borgarritari í Reykjavík, sagði að laun borgar- fulltrúa væru miðuð við hlutfall af þingfararkaupi og laun borgar- stjóra við laun forsætisráðherra. „Þetta er bein viðmiðun og það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um að breyta því," sagði Helga aðspurð hvort hækk- anir samkvæmt nýjasta úrskurði kjaradóms yrðu látnar ganga til borgarfulltrúa um mánaðamótin. Miðað við síðustu mánaðamót hafa fengu borgarfulltrúar í Reykjavík greitt fyrir störf sín með eftirfarandi hættí: 30% til borgarfulltrúa Borgarfulltrúar fá 30% af þing- fararkaupi, 68.641 kr., fyrir setu í borgarstjórn en forseti borgar- stjórnar fær 45%, 102.691 kr. Þá sömu greiðslu fá einnig þeir sem sitja í borgarráði. Greiðslur fyrir nefndarsetur í borgarstjórn Reykjavíkur eru þrenns konar. 14% af þingfarar- kaupi, 31.949 kr. er greitt fyrir setu í barnaverndarnefnd, bygg- inganefnd, félagsmálaráði, fræðsluráði, hafnarstjórn, hús- Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Laun borgarfulltrúa tengjast ákvörðunum kjaraddms og eru ákveðið hlutfall af þingfararkaupi. næðisnefnd, skipulagsnefnd, stjórn Innkaupastofnunar borgar- innar og Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur. 10% af þingfararkaupi, 22.820 kr. er greitt fyrir setu í atvinnu- málanefnd, heilbrigðisnefnd, ÍTR, Jafnréttisnefnd, Menningamála- nefnd, Stjórn Dagvistar, Stjórn SVR og Stjórn Sjúkrahúss Reykja- víkur. 6% af þingfararkaupi, 13.692 eru greiddar á mánuði fyrir setu í Samstarfsnefnd um lögreglumál- efni. Formenn nefnda fá 50% álag á greiðslur til nefndarmanna. Þessar tölur munu hækka um tæp 30% um mánaðamót. Guðjón E. Friðriksson, bæjarrit- ari í Garðabæ, sagði að laun nefnd- arfulltrúa og bæjarfulltrúa væru miðuð við hlutfall af þingfarar- kaupi og tækju breytingum sam- kvæmt kjaradómi. Laun bæjar- stjóra og sviðsstjóra bæjarins tækju mið af samningum háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins. Ólafur Briem, bæjarritari í Kópavogi, sagði að þar væru laun bæjarfulltrúa, nefndarmanna og bæjarstjóra, miðuð við hlutfall af þingfararkaupi og hefðu ekki verið teknar ákvarðanir um annað en að laun þessi hækki í samræmi við nýjan kjaradóm um mánaðamót. I Mosfellsbæ eru laun sveitar- stjórnarmanna einnig tengd hlut- faUi af þingfararkaupi, að sögn Jó- hanns Sigurjónssonar bæjarstjóra. Greiðslurnar hækka því um mán- aðamót enda hefur ekki átt sér stað nein umræða um annað. Bæj- arstjóralaunin eru hins vegar ekki tengd launum hópa sem heyra und- ir kjaradóm. A ísafirði hefur þingfararkaup verið grunnur allra nefndar- greiðslna, svo sem vegna setu í bæjarstjórn og bæjarráði. Að sögn Þorleifs Pálssonar bæjarritara hefur verið í umræðunni að taka þessa viðmiðun til endurskoðunar í framhaldi af síðasta úrskurði kjaradóms. Laun bæjarstjóra eru hins vegar ekki tengd neinum hópi sem þiggur laun samkvæmt kjara- dómi. I Reykjanesbæ eru laun bæjar- fulltrúa og greiðslur fyrir setu í nefndum bæjarins einnig miðuð við þingfararkaup og munu þau, að sögn Hjartar Zakaríassonar bæj- arritara, hækka um mánaðamót í samræmi við nýja niðurstöðu kjaradóms enda hefur annað ekki komið til umfjöllunar. „Málið hefor ekki komið til umfjóllunar og við göngum út frá því að til hækkunar komi," segir Hjörtur. Laun bæjar- stjóra í Reykjanesbæ tengjast hins vegar ekki ákvörðunum kjara- dóms. í Borgarbyggð varð Eiríkur Ólafsson, starfandi bæjarstjóri, fyrir svörum og upplýsti að þar væru laun bæjarfulltrúa og nefnd- armanna miðuð við þingfararkaup. „Þau laun munu væntanlega breyt- ast í samræmi við nýjan kjara- dóm," sagði Eiríkur. GísU Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði að bæjarfulltrúar, taki laun sem eru hlutfall af þing- fararkaupi og muni greiðslurnar breytast í samræmi við úrskurð kjaradóms um mánaðamót. Slíkar viðmiðanir eru þó ekki hafðar um nefridagreiðslur né um laun bæjar- stjóra. I þeim sveitarfélögum, sem ekki nota viðmiðun við þingfararkaup, virðist algengast að samið sé um ákveðin laun við bæjarstjóra í upp- hafi kjörtímabils en laun fyrir setu í bæjarstjórn, bæjarráði og öðrum nefndum sveitarfélaga séu ákveðið hlutfall af töteknum launaflokki opinberra starfsmanna í viðkom- andi héraði. Hlutfall af launum bæjarstarfsmanna Þetta hlutfall er t.d. 5% af launa- flokki 77 hjá opinberum starfs- mönnum í SDS í bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar. Þar er greiðsla fyrir setu í bæjarstjórn því 5.600 krónur á mánuði. Að sögn Kristjáns Jón- assonar bæjarstjóra miðast bæjar- stjóralaun einnig við samninga fé- lags opinberra starfsmanna í Snæ- fellsness- og Dalasýslum. HUðstæðar viðmiðanir er t.d. um að ræða á Blönduósi og Siglufirði, að sögn bæjarstjóranna Skúla Þórðarsonar og Guðmundar Guð- laugssonar. Þar er miðað við laun bæjarstarfsmanna fyrir nefnda- setu. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, sagði að laun bæjarfulltrúa þar séu ákveðið hlutfall af ákveðnum launaflokki í samningum BSRB. „Við erum á sama róli og okkar starfsmenn," sagði hann. I Hveragerði eru laun fyrir störf bæjarfulltrúa ákveðin af bæjar- stjórn samkvæmt viðmiðun við op- inbera starfsmenn á Suðurlandi og hafa ekki verið endurskoðuð síðan 1990, að öðru leyti en fylgt hefur verið breytingum í samræmi við meðalhækkun á vinnumarkaði, að sögn Einars Mathiesens bæjar- stjóra. Sjálfstæð viðmiðun er einnig fyr- ir laun bæjarfulltrúa og bæjar- stjóra í Stykkishólmi, að sögn Olafs H. Sverrissonar bæjarstjóra og hefur úrskurður kjaradóms þar engin áhrif. Sömu sögu er að segja frá Húsavík, segir Reinhard Reyn- isson, bæjarstjóri. Á Austur-Héraði eru laun bæj- arfulltrúa ákveðin með fastri tölu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, að sögn Björns H. Guðmundssonar bæjarstjóra. Sú fjárhæð hefur ekki tekið breytingum frá því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998. Laun fyrir nefndasetu eru ákveðin á svipaðan hátt. Laun bæjarstjóra hafa viðmiðun við umsamin kjör opinberra starfsmanna á Austur- landi. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, bæjarritari á Dalvík, sagði að laun bæjarfulltrúa þar væru miðuð við samninga starfsmannafélags bæj- arins. Kristinn Hreinsson, bæjarritari í Ólafsfirði, sagði að laun bæjarfull- trúa þar væru miðuð við kjarasamn- ing starfsmannafélagsins í bænum. Fráfarandi bæjarstjóri hafði tekið laun samkvæmt ákvörðun kjara- dóms, flokki 502.130, en ekki hefur verið gengið frá samningi við nýjan bæjarstjóra bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.